Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 9
MENNING Lítilfjörlegt offors með pati Oft er mikil gúrkutíð í umræð- unni um listir. En svo koma lista- hátíðir og þá taka fjölmiðlar ör- lítinn kipp líkt og væru þeir ill- yrmislega vaktir af værum blundi. Þá fyllast þeir af umræð- um, samtölum og greinum um þennan sérstaka geira menning- arinnar. í byrjun vikunnar barst t.d. óvæntur hvalreki á fjörur mínar í formi Dagfaragreinar (DV, mán- udaginn 2. júlí). Hefði égþó búist við skemmtilegu kúltúrspj alli úr einhverri annarri átt. Þessi Dagfaragrein er skotin ótal atriðum, stórum og smáum, sem mér þykja merkileg. Þau eru þó afar einkennandi fyrir viðhorf vissra manna hér á landi. Ég ætla því að leyfa mér að styðjast við þessa grein í spjalli mínu. Um leið þakka ég þessum ónefnda skríbent fyrir framlag sitt til lista- umræðunnar í landinu. Llstir og gróðasjónarmið Grein Dagfara nefnist „List- rænt ofát með tapi“ og fjallar um Listahátíð ’84, einkum hinn mikla halla sem er á fyrirtækinu. Við Dagfari getum áreiðanlega verið sammála um það að endur- skoða beri alla framkvæmd Lista- hátíðar með tilliti til hins mikla taps og taka verði afstöðu til framhaldsins samkvæmt því. Öðrum niðurstöðum Dagfara er ég hins vegar ósammála og tel þær vægast sagt vafasamar. Tökum t.d. upphaf greinarinn- ar. Þar segir Dagfari: . . lista- hátíðir teljast ekki merkilegt framlag í þágu listanna nema tap komi fram á reikningum,“ og síð- ar: „List er tjáning, ekki markaðsvara, segja þeir sem mest hafa vit á menningunni og það brýtur raunar í bága við vel- sæmi og listræna sköpun þegar svo óttalega vill til að hægt er að græða á henni.“ Hvað er Dagfari að fara? Jú, honum finnst það ömurlegt hve lítt markaðssjónarmiðin eru virt í listaheiminum. Honum til hugg- unnar get ég frætt hann um það að þar ríkja markaðslögmál eins og annars staðar. En þau eru á dálítið öðru plani en Dagfara dreymir um. Éitt er víst að þeir fitna seint á markaðstorgi list- anna sem hafa smásálarleg sjón- armið að leiðarljósi. Hvers vegna gróðahyggju? En lítum um stund á annan stóran þátt í menningu þjóðar- innar og spyrjum að því hvort markaðslögmálin séu skilyrði fyrir ræktun mannsins á sjálfum sér. Þessi þáttur er vitanlega íþrótt- irnar. Það má segja að ýmislegt sé skylt með listum og íþróttum. Annað beinist að ræktun huga, sálar og ímyndunarafls, hitt að ræktun líkamlegs atgervis, stæl- ingu þreks og leikni. Þess vegna fannst höfundum okkar vestrænu menningar, Grikkjum til forna, mikið til lista og íþrótta koma. Ásamt vísindaiðkunum töldu þeir þessa mikilvægu þætti menn- ingarlífsins forsendu andlegs og líkamlegs jafnvægis. Þó dreg ég fastlega í efa að þeir hafi grætt svo mjög á menningu sinni í mark- aðslegu tilliti. Listum og íþrótt- um var að mestu haldið uppi af skattborgurum grísku ríkjanna og nokkrum velviljuðum auð- mönnum. Svo er og á íslandi okk- ar daga. íþróttamannvirki á borð við þau sem við berjum augum í Laugardal eða Bláfjöllum, eða öðrum stöðum um landið, verða seint metin til gróða í hagfræði- legum skilningi. En þau eru ómetanleg landsmönnum til leikja, gleði og líkamsræktar. Aldrei hefur mér dottið í hug að óskapast út í starfsemi hinna fjöl- mörgu íþróttasambanda og fé- laga sem stuðla að viðhaldi kroppsins, þótt ég þykist vita að þau seilist óbeint ofan í vasa minn og annarra til að viðhalda starf- semi sinni. Þvert á móti samgleðst ég íþróttasinnuðum löndum mínum yfir hverri dáð, s.s. þegar Ásgeir Sigurvinsson skorar sín glæsilegu mörk. Enn fremur tek ég því með jafnaðargeði þegar menn styrktir til Ólympíufarar lenda í 69. sæti af 70 mögulegum. Þeir standa sig bara betur næst. Ég veit nefnilega að jákvætt hugarfar þessa fólks og baráttu- vilji er fjölda ungra sem gamalla hvatning til heilbrigðrar lífs- stefnu. Og því miður, Dagfari minn, er ég svo barnalegur að meta slíkt meir en gróðasjónar- mið. Snobbþvœla Margir kunningjar mínir hafa tjáð mér að þeir séu við það að gubba yfir öllum íþróttasíðunum í dagblöðunum. Þeir æla hreint „Frú mín góð! í yðar sporum mundi ég hraða mér brott“ Teikning eftir Cham sem birtist í grínblaðinu „Le Charivari," 1877. Tilefnið var að ýms- ir töldu hættu á að konur létu fóstur ef þær sæju málverk eftir impression- istana. og beint þegar þeir hafa tekið út sinn skammt af Bjarna okkarFel. á laugardegi og fá hann síðan aft- ur framan í sig á mánudegi. Þrátt fyrir slæma líðan skrifa þessir menn ekki lengur Dagfaragrein- ar í blöðin. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þeir telja sig ekki hafa nægjanlega þekkingu á mál- efninu, en einnig vegna hins að þeir virða sjónarmið þeirra sem áhuga hafa á íþróttum. Því er öðru vísi varið með Dag- fara. Hann hleypur með sína magapínu út af listinni beint í fjölmiðlana og heimtar að vera tekinn alvarlega, einnig sem listfrömuður: „Öllum skyn- sömum mönnum (en í þeirra hópi telur Dagfari sig vera ) er löngu orðið Ijóst að þaulskipulagðar og samanþjappaðar listahátíðir eru jafnvel snobbuðustu listaliði of- vaxnar. . .“ og í lokin: „Lista- hátíðir á að leggja niður . . .lista- hátíðir eru snobb og eru sóttar af þeim sem halda að það sé fínt að láta troða listinni niður í sig. “ Hvað skyldi Dagfari segja um mig aumingjann? Án þess að hafa hið minnsta vit á íþróttum stend ég sjálfan mig að því að hafa oft gaman af íþróttaþætti- num í sjónvarpinu. Til dæmis lét ég Bjarna Felixson „troða niður í mig“ mynd af ágætu skautapari frá Nottingham dansandi í rómantískum rús undir Bolero Ravels. Og ég lét hann ekki troða bólerónum einu sinni niður í mig heldur þrisvar til fjórum sinnum. Samt sem áður hef ég enga hug- mynd um hvort frammistaða þessara hjúa átti skilið „fullt hús“ í einkunnargjöf eður ei. Dagfari hlýtur því að álíta mig hið argasta íþróttasnobb ef marka má skil- greiningu hans á orðinu. En e.t.v. er snobb í hans huga ein- ungis bundið við áhuga á listum. Lýðskrum En svo kernur Dagfari upp um sig og eigið snobb þegar hann segir: „Nú er það að vísu svo að almenningur á íslandi hefur góð- an smekk á gildi menningar- og listviðburða. . . Almenningur vill nefnilega sjálfur fá að ráða hvað hann sér eða heyrir. . . “ Oj bara, svona lýðskrum hét í mínu ungdæmi „að snobba niður á við“ og þótti hámark lágkúr- unnar. Að fela sitt auma skinn bak við ímyndaðan almenning og kasta þaðan skít í ailar áttir tákn- ar aðeins eitt: Dagfari er að vona að þessi almenningur hans sé heimskari en hann sjálfur og taki því upp hanskann fyrir hann þeg- ar skítinn þrýtur og götótt rökin. Reyndar tókst dr. Göbbels að halda úti slíku menningarlýð- skrumi í 12 ár með dyggri aðstoð lögreglu og hers, en Hriflu-Jónas féll á einum 12 dögum, enda vantaði hann stormsveitimar að baki sér. Hefði Dagfari tekið sér listasöguna í hönd og grautað ögn í henni í stað þess að eyða tíma sínum í ónýt skrif hefði hann komist að ýmsu merkilegu. Með- al annars hefði hann séð að al- menningsálit, hversu sterkt og óvægið sem það kann að vera, fer ávallt halloka fyrir þeim sannleik sem birtist í góðri list. Eins hefði hann komist að því að góður listamaður á bágt með að þjóna tveim herrum, listinni og mammoni. Honum getur vissulega græðst fé, en einungis vegna utanaðkomandi aðstæðna sem ekkert hafa með innstu tján- ingu hans að gera. M.ö.o. þá hef- ur sönn list aldrei sprottið undan lýðskrumi og gróðahyggju. HBR Grein Dagfara í DV á mánudaginn var er tilefni greinar Halldórs. j dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari dag mælír Dagfari Listrænt ofát með tapi I.lstahátíft hrfur enn einu slnnl verið haldln meö myndarlegu tapl. I sjálfu sér þarf það ekkl að koma nelnum á óvart því að lislahátiðir teljast ekkl merkllegt (ramlag i þágu listanna nema tap koml fram á reflm- ingum. Llst er tjánlng, ekki markaðsvara, segja þelr sem mest hafa vlt á mennlngunnl og það brýtur raunar í bága við velscml og Ust- rcna sköpun þegar svo óttalega vill til að h*gt er að grsða á bennl. Þarf ekkl að minna á að þelr llstamenn sem hafa i slg og á af Ust sinnl cru Ula þokkaðtr, borgaraleglr fuskarar I augum llstfrrðlnga. Helst er mönnum fyrirgefið e( verk þelrra eða llstsköpun verður eftirsótt þegar listamaðurinn er allur, þó að það sé auðvttað asskoti hart fyrir artlstana að fá þá fyrst eitthvað fyrir sinn snúð þegar þeír eru löngu dauðlr. En svona hefur þctta veriö og er enn. Þess vegna þarf englnn að verða undrandi þótt Ustahatlö sé haldln með tapi. Rorgarstjórinn okkur er það ekki hcldur. „Kg yröl. ekkí hissa þott tapið yrði 5 milljónir eða meira," segir hann og l*lur sér hvergi bregða. F.n cinmitt af þvi uð l)a\ ið hnrgar- stjórl þarf ekkl að vera hlssa á tapinu á llstabátiðlnnl, og er það ekkl heldur, kemur mannl spánskt fyrir sjónir þegar hann lctur hafa eftir sér að tapið hafl verið miklð áfall. Hann talar jafnvel um að llslahátiðir verðl ekkl haldnar nema annað bvert ár, jafnvelcnnstrjáUa. Þelrri skemmtUega óvsrntu hug- mynd slcr nlður að borgarstjórtnn sé að gera þvi skóna að Ustalhátið sé ekki þess vlrðl að borga með bennl S mUljónir króna. Getur það virkUega verið að sú hugsun hafi Irðst að yfir- völdum borgar- og menntamála að listinnl elgl ekki og þurf 1 ekkilengur að troða nlður í almennlng? ÖUum skynsömum mönnum er löngu orðið Ijóst að þaulskipulagðar og samanþjappaðar Ilstahátiðir eru jalnvel snobbuðustu UstaUði of- vaxnar enda cnginn mannlegur máttur fa-r um að heyja kapphlaup milli listviðburða upp um hóla og hcðir holuðburgarinnar nema gubba uf li.strcuu ofáti. I.istahátiðir eru. eins «g flestir vita, fyrst og iremst haldnar >U _ð þóknast þessu fulki sem telur sig hafa vit á list og hefur það sjálfsagt sumt hvert. Nú er það að visu svo að abnciuiingur a Lslamli befur góðan smekk á glldi menn- þess vegna hefur hann látlð lista- Ingar- og llstvlðburða og kannske hátiðlr fara fram bjá sér. Almenn- ingur vill nefnilega sjalfur fá að raða hvað hann sér eða heyrir í listinni og lctur ekki troða annars og þriðja flokks listamönnum upp i sig i nafni einhverra hátiða. Öseldu miðarnir eru kvittanir fra þcim sem hafa vit á list en nenna ekki að eltast við hvað sem er. Og þar sem Davið borgarstjóri er glöggur maður og er ekki hissa á 5 mUljón króna tapi á listahálið á það heldur ekki að koma honum á óvart þegar reykvLskir kjósendur hans kvitta fyrir þvi með óseldum miðum. að listahátið er bruðl scm kcmur hvorki listinni né listncytcndum til gagns. I.istahátiðir á að lcggja niður. ekki bara annað eða þriðja hvcrt ar. heldur um ofyrfrsjaaiilega fraintið. Kkki \egna þcss að þa-r eru reknar mcð tapi. það hol sitjimi \ ið uppi njeð hvort sem er. Nci. al lnmi. að li-:.i- liatiðu eru snolil, ,• troða iisliiini ■ ó u '. •• 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. júlf 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.