Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 15
KVIKMYN DAGAGN RYNI
Einu sinni var í
Ameríku
Once Upon a Time in America, 1 og 2
Bandaríkin, 1984
Stjórn: Sergio Leone
Leikendur: Robert de Niro, James
Woods, Elizabeth McGovern, Tues-
day Weld.
Sýnd í Bíóhöllinni.
„Goðsögnin er allt“, er haft
eftir Sergio Leone, sem sumir
segja ötulan við að drepa goð-
sagnir - t.d. hafi hann gengið af
vestranum dauðum með svo-
kölluðum „spaghetti-vestrum“
hér um árið. Leone er maðurinn
sem uppgötvaði Clint Eastwood.
Nú er hann búinn að gera stór-
mynd þar sem uppistaðan er
önnur goðsögn: bandaríska
goðsögnin um glæpamanninn
sem harmræna söguhetju.
Einu sinni var í Ameríku er
stórmynd í tveimur hlutum og
segir frá strákahóp í gyðinga-
hverfi í New York á fyrstu árum
þessarar aldar. Strákarnir eru frá
blautu barnsbeini ákveðnir að
„meika það“ og láta ameríska
drauminn rætast. Þeír vaxa úr
grasi og verða bófar, græða á vín-
banninu, drepa fólk og nauðga
konum í gríð og erg, en eru samt
ósköp óhamingjusamir og nokkr-
ir þeirra eru meira að segja
drepnir í blóma lífsins.
Fyrri hluti myndarinnar er á-
hugaverður fyrir margra hluta
sakir. Þar er dregin upp mjög
trúverðug og litrík mynd af New
York í upphafi aldarinnar og
hvergi til sparað. Götumyndirnar
eru einsog lifandi málverk, þar
sem sannfærandi heildarsvipur
fæst með mikilli nákvæmni í
smáatriðum. Leikarar á barns-
aldri eru hreint ótrúlega góðir og
sumar svipmyndirnar sem brugð-
ið er upp af lífi barnanna munu
seint gleymast, einsog t.d. rjóm-
akökuát á stigapalli, ballettæfing
innan um hveitipoka í geymslu,
ofl.
Aðalpersónur myndarinnar
eru tvær: David, sem kallaður er
„Noodles", og Max. Þeir kynnast
af tilviljun þegar Max er nýkom-
inn í hverfið og verða brátt óað-
skiljanlegir. Vinátta þeirra og
samskipti öll eru reyndar uppi-
staðan í allri myndinni - hugsan-
lega má færa að því rök að Einu
sinni var í Ameríku sé fyrst og
fremst kvikmynd um samband
tveggja karlmanna, eða ástar-
heift tveggja bófa.
Tvær stelpur koma við sögu í
fyrri hlutanum, Peggy og De-
bora, jafnöldrur þeirra félag-
anna. Max hefur engan áhuga á
stelpum, hann ætlar að komast á
toppinn og stelpur eru bara til
trafala, finnst honum. En Nood-
les hefur þessa dæmigerðu af-
stöðu til kvenna sem kemur vel
fram í samskiptum hans við stelp-
Robert de Niro: ungur og upprenn-
andi...
urnar tvær. Peggy er hóran og
Debora dýrlingurinn. Peggy
leyfir öllum að gera hitt við sig
fyrir eina rjómaköku (enda er
hún akfeit hórumamma í seinni
hlutanum) en Debora ætlar að
meika það og verða stjarna (sem
hún verður) - og það er ekki að
ófyrirsynju sem Noodles líkir
henni við Max, þau eiga sama
drauminn og hafa sama viljann til
að láta hann rætast. Það er svo
dæmigert fyrir kvenfyrirlitn-
inguna sem ræður ríkjum í þess-
ari mynd að Debora er svívirt og
misnotuð þrátt fyrir allt. Þótt hún
komist á toppinn er hún ekki ann-
að en peð í valdatafli karlanna,
einsog gleggst kemur fram í lok-
in.
Hvort sem um er að ræða sam-
skipti kynjanna, samskipti strák-
anna innbyrðis eða feril þeirra í
glæpaheiminum er baráttan
ævinlega hin sama: að vinna eða
tapa. Til að komast á toppinn
þarf að ryðja öðrum úr vegi, segir
lögmál frumskógarins sem er
fyrsta boðorð í þeim viðurstyggi-
lega heimi sem þessi mynd sýnir
okkur. í seinni hlutanum sjáum
við að verkalýðshreyfingin og
pólitíkin eru jafngegnsýrðar af
þessu boðorði og fátækrahverfið í
fyrri hlutanum. Þarna er verið að
lýsa þjóðfélagi sem byggist á of-
beldi, fyrst og síðast. Hvergi er
pláss fyrir annarskonar hugs-
unarhátt eða mannleg samskipti
af öðru tagi.
Þetta væri gott og blessað ef
vart yrði gagnrýni á slíkt fyrir-
komulag, en því er ekki að heilsa.
Svona er þetta, og við því er að
sjálfsögðu ekkert að gera, segja
aðstandendur myndarinnar. Að
vísu má segja að enginn standi
með pálmann í höndunum að
leiðarlokum, en það er bara
sorgarsaga, þetta er mynd um
fólk sem tapar. Óheppni glæpa-
maðurinn er harmræn söguhetja
samkvæmt þeirri afturhaldssömu
hugmyndafræði sem býr að baki
myndum einsog þessari.
Seinni hluti myndarinnar er
öllu lakari en hinn fyrri. Eina
glætan þar er að mínu mati leikur
Roberts de Niro í hlutverki
Noodles. Myndin gerist á löngum
tíma, Noodles fer burt úr borg-
inni og kemur aftur þrjátíu árum
seinna. Við fáum ekki annað að
...og þrjátíu árum seinna.
vita um það sem hann aðhafðist í
þessi 30 ár en hann hafi „farið
snemma að hátta á kvöldin". Að
sjálfsögðu eldast allar persónurn-
ar á þessum tíma, en Robert de
Niro er sá eini sem tekst að
sannfæra mann um að hann hafi í
raun og veru elst um 30 ár. Það
þarf nefnilega meira til en gott
gervi. De Niro breytist allur:
göngulagið, augnaráðið, röddin,
líkamsbyggingin. Hinir eru bara
sminkaðir. Þar skilur á milli feigs
og ófeigs. Einkum er vandræða-
legt að horfa upp á T uesday Weld
og Elizabeth McGovern þar sem
þær eiga að leika stútungskerl-
ingar.
Það sem fer úrskeiðis í seinni
hlutanum er fyrst og fremst sagan
sem verið er að segja, hún verður
einfaldlega of lygileg og lang-
dregin. Og hvað sem líður góðum
leik Roberts de Niro eru krakk-
arnir í fyrri hlutanum mun áhuga-
verðari persónur en glæpahyskið
í þeim síðari. Ofbeldisatriðin
vekja viðbjóð en ekki spennu.
Maður hefur séð þetta allt áður:
sundurskotnu bílana, pyntingar-
nar, nauðganirnar. Og að slíkum
atriðum slepptum stendur ekkert
eftir, nema útþynnt aulasálfræði
og dágóður skammtur af smekk-
lausri væmni.
Einhver sagði að í' samanburði
við Einu sinni var í Ameríku væri
Guðfaðirinn einsog „diskur af
köldu spaghetti". Ég held það
væri nær að snúa þessu við. Þótt
rúmur áratugur sé nú liðinn síðan
Guðfaðirinn kom á markaðinn
og ýmislegt hafi fyrnst á svo
löngum tíma spái ég þeirri mynd
lengri lífdögum en þessari -
Coppola tókst þó að halda spenn-
unni uppi mestallan tímann, ef ég
man rétt.
B/CKUR
Að skipta um plánetu
Ólafur Gunnarsson
Gaga
Iðun 1984.
í þessari stuttu sögu segir
Ólafur Gunnarsson sögu af ein-
faranum, sem er svo langt kom-
inn í þeirri iðju að slíta sundur
tengslin við veruleikann, að
ímyndunarheimurinn hefur tekið
völdin, og þegar veruleikinn neit-
ar að hlýða ímyndunaraflinu, þá
skal veruleikinn hafa verra af.
Það er hann Valdi í sjoppunni
sem vaknar hér í bænum á gráum
vetrarmorgni en hefur ákveðið
að skipta um plánetu og er því
staddur á Mars. Höfundur mun
sjálfur hafa getið um reyfarann
„Prinsinn á Mars“ eftir höfund
Tarsanbókanna sem helstu heim-
ild um þá landafræði og náttúru-
fræði sem Valdi byggir á: þar eru
rauðir menn og grænir, Þódarnir
áttfættu og ferlegu eru þar á
kreiki og konur verpa bleikum
eggjum. Valdi sér allt í kringum
sig Reykjavík á degi og nóttu, en
það er verið að snúa á hann og
hann reynir margt til að rjúfa
blekkingavef Marsbúa og láta þá
stíga fram eins og þeir eru í höfði
hans og á bókum.
Það er margt laglega gert í
þessari sögu og höfundur er vel
fylginn sér í því að halda utan um
þessa hugmynd. Hann er á svip-
uðum slóðum og Edgar Allan
Poe var í sumum einstæðinga-
sögum sínum. Og þótt hann
skorti „sakleysi" í lýsingunni á
þessum ga-heimi, þá tekst honum
vel að koma til skila hugar-
sveiflum þess, sem er einn í
heiminum. Og líka þéttleika um-
hverfisins sem hann reynir að
skera í sundur: en fólkið ypptir
bara öxlum og horfir í aðra átt
Ólafur Gunnarsson
meðan örvænting einfarans er að
tæta sundur höfuð hans.
í bókarkynningu er á það
minnst að Valdi hafi „lesið yfir sig
af tískusögum okkar tíma, líkt og
henti Don Kíkóta forðum daga“.
Mikið rétt, Valdi hefur lesið yfir
sig um Marsbúa rétt eins og
Donki hakkaði í sig firnaskammt
af riddurum. Sá verður þó helsti
munur á þessum bókmennta-
frændum, að Valdi er eitthvað
svo tómlegur og eyðilegur í sínu
æði, hann er svo fljótt allur þar
sem hann er séður. Hann er ekki
fær um að láta sér detta neitt það í
hug, sem spannar víðerni sálar-
innar, eitthvað sem væri í líkingu
við ógleymanlegar ræður Don
Kíkóta um bölið sem bæta þarf og
þá hjartaprýði sem vinnur voldug
verk. Það er svona að þurfa að
skrifa um börn síns tíma. íslensk-
ur Don Kíkóti samtíðarinnar er
fyrst og síðast slys.
Ný bók
Vorbylgjur
Vorbylgjur heitir bók eftir
Gunnar Sverrisson sem nýkomin
er út. Útgefandi er höfundur sem
áður hefur sent frá sér ljóðabók-
ina Ljóðgrósk.
í bókinni eru tvær smásögur og
er önnur framtíðarfantasía um
tækni og glæpaleit. f ljóðunum
kennir margra grasa: þar er
heilsað á náttúruna, vikið að
ástamálum, skemmtanalífi ýmis-
konar, m.a. á Hallærisplani,
trúmálum og því kaffitári sem
gerir kraftaverk á fslendingum.
Bókin er um 70 bls.
Hafnarfjarðarbær
Félagsmálastofnun
Fósturheimili:
Fósturheimili óskast fyrir 2 börn 4ra og 8 ára
meö framtíðarfóstur í huga.
Upplýsingar veitir Ólína Birgisdóttir í síma
53444.
Félagsmálastjóri
Aiðnþróunarfélag
AUSTURLANDS
LAUS STAÐA
Iðnþróunarfélag Austurlands óskar að ráða
starfsmann í starf Iðnráðgjafa Austurlands.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Við leitum að starfsmanni sem:
- er gæddur góðum samskiptahæfi-
leikum
- hefur frumkvæði
- getur starfað sjálfstætt
- hefur viðskipta- eða tæknimenntun, og/
EÐA GÓÐA ÞEKKINGU Á ATVINNULÍF-
INU.
í boði er líflegt og fjölbreytilegt starf og góð
vinnuaðstaða. Góð laun fyrir réttan aðila.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnað-
armál og öllum svarað.
Upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Magnús-
son, sími 97-2303.
Skriflegar umsóknir sendist til Iðnþróunarfé-
lags Austurlands, Hafnargötu 44, 710
Seyðisfirði fyrir 20. júlí n.k.
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. júlí 1984