Þjóðviljinn - 07.07.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR
Lokastígur er með þrengstu götum í bænum en umferð um hann hefur aukist með lokun Þórsgötu. Meiri hluti
borgarstjornar hefur hafnað tilmælum íbúa við götuna um hraða- og umferðartakmarkanir. Ljós.-eik.
Lokastígur
Vilji íbúa
hundsaður
Ibúar við Lokastíg í Reykjavík
sendu í síðasta mánuði bréf til
borgaryfirvalda í Reykjavík þar
sem farið var fram á að gerðar
verði hraða- og umferðartak-
markanir til að koma í veg fyrir
óþarfa umferð um þessa mjóu og
annars friðsælu götu. Meiri hluti
Sjálfstæðismanna í borgarráði
hafnaði þessari beiðni en á fundi
borgarstjórnar á fimmtudag tók
Guðrún Ágústsdóttir borgarfullt-
rúi Alþýðubandaiagsins málið
upp og voru greidd atkvæði um
tillögu hennar. Hún fékk aðeins 8
atkvæði og því ekki nægUegan
stuðning.
í tillögu íbúa við Lokastíg var
gert ráð fyrir að gangstéttir yrðu
Iagðar yfir Lokastíginn við gatna-
mót götunnar annars vegar og
Týsgötu, Baldursgötu og Njarð-
argötu hins vegar og myndaðar
þannig upphækkanir á fjórum
stöðum. Með þessu móti lægi um-
ferð um Lokastíg ekki beint við
nema fyrir þá sem erindi eiga
þangað. Enginn annar tók
til máls á borgarstórnarfundinum
um málið heldur var það fellt.
A B-sumarferðir
Austfirð-
ingar í
Dyrfjöll
Sumarferð Alþýðubandalags-
ins á Austurlandi verður farin 21.
júlí að Dyrfjöllum. Gengið verð-
ur úr Njarðvík í Stóruurð við
Dyrfjöll. Fararstjóri verður
Hjörleifur Guttormsson. Nánar
er sagt frá sumarferðum Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi,
Vesturlandi og Norðurlandi
vestra í flokksdálki.
-óg
Þjóðhagsstofnun_
Erlendar lantökur
verða afar miklar
Þjóðhagsstofnun hefur í dag birt
endurskoðun Þjóðhagsspár
fyrir árið 1984 í ljósi framvind-
unnar það sem af er ári. Helstu
niðurstöður eru dregnar saman í
inngangskafla skýrslunnar, Ág-
rip úr þjóðarbúskapnum Nr. 2
júlí 1984, á þessa leið:
• Þjóðarframleiðsla dregst
minna saman árið 1984 en spáð
var í ársbyrjun, eða um 1 xh% í
stað um 4% frá fyrra ári. Hér
veldur meðal annars rýmkun afl-
akvóta, en einnig almenn
aukning eftirspurnar í landinu frá
fyrri spá. Ýmis merki eru um
það, að botni hafi verið náð í hag-
sveiflunni.
• Hagur atvinnuvega er misjafn
um þessar mundir. Sjávarútvegs-
fyrirtækin berjast sum í bökkum
vegna minnkandi þorskafla og
mikilla skulda, sem hvfla á fiski-
skipaflotanum og farið hafa vax-
andi samtímis þverrandi afla.
Hagur iðnaðar og ýmissa annarra
atvinnugreina virðist á hinn bóg-
inn með besta móti, og sér þess
stað í áformum um framkvæmdir
og ný fyrirtæki.
• Atvinnuástand hefur, þegar á
heildina er litið, verið svipað og
árið 1983 og ekki virðast horfur á
miklum breytingum á því á næst-
unni.
• Spár um þróun verðlags og
launa á árinu eru lítt breyttar frá
þeim, sem settar voru fram að
afstöðnum kjarasamningum og
fjármálaráðstöfunum, sem þeim
fylgdu. Spáð er 13-14% verð-
hækkun frá upphafi til loka árs og
um 10% verðbólguhraða um ára-
mót að óbreyttum kjarasamning-
um og gengisstefnu. Kaupmáttur
ráðstöfunartekna á árinu er tal-
inn verða svipaður og var á síð-
asta fjórðungi ársins 1983, eða
um 5-6% lakari en að meðaltali
það ár. Nokkur óvissa ríkir um
raunverulega tekjuþróun, og
fremur á þann veg að tekjur og
kaupmáttur í heild verði meiri en
beinar áætlanir benda til.
• Samdráttur einkaneyslu virð-
ist lítill það sem af er ári, og fyrir
árið allt minni en fylgja ætti
beinum áætlunum um kaupmátt
tekna almennings. Endurskoðun
á fjárfestingarhorfum bendir nú
til lítilsháttar aukningar í stað fyr-
ri spár um nokkurn samdrátt. í
heild virðast horfur á, að þjóðar-
útgjöld minnki lítt eða ekki þetta
ár.
• Vegna mikils innflutnings það
sem af er ári eru nú horfur á mun
meiri viðskiptahalla en áður var
gert ráð fyrir, eða allt að 4% af
þjóðarframleiðslu, þrátt fyrir
meiri útflutningsframleiðslu og
útflutning en áður var spáð.
• Á bak við viðskiptahallann
gagnvart útlöndum býr misvægi í
innlendum fjármálum og
peninga- og lánamálum. Nokkur
halli er á ríkisbúskapnum, og
þenslu gætir á lánamarkaði þrátt
fyrir hækkun raunvaxta. Er-
lendar lántökur verða afar miklar
á árinu og skuldir þjóðarinnar er-
lendis lækka ekki í hlutfalli við
þjóðarframleiðslu.
Framvindan á fyrri hluta ársins
sýnir, að afar mikið hefur dregið
úr verðbólgu. Enn er þó við veru-
legt misvægi að glíma í þjóðarbú-
skapnum. Þetta misvægi birtist
nú fyrst og fremst í mynd vaxandi
viðskiptahalla.
Reykjavík 6. júlí 1984.
Þórshafnar-
gangan
í tilefni af Þórshafnargöngunni
sem verður í dag, var búið til sér-
stakt barmmerki.
Borgarstjórn:
Neitar Magnúsi
um skýrsluna
Lögfrœðingur hans hefur krafist þess
að hún verði birt Magnúsi innan 6 daga
ella verði hún sótt með dómsaðgerðum
að er siðferðileg skylda borg-
aryfirvalda að láta viðkom-
andi starfsmann vita af hverju
honum er sagt upp störfum",
sagði Sigurjón Pétursson, borg-
arfulltrúi Alþýðubandalagsins,
er hann á borgarstjórnarfundi í
fyrradag flutti tillögu um að
Magnúsi Skarphéðinssyni, er
sagt var upp störfum hjá SVR
fyrir skömmu, verði afhent grein-
argerð sem borgarstjóri sýndi
borgarráðsmönnum í trúnaði um
ástæður uppsagnarinnar. Eins og
kunnugt er gengust þau Sigurjón
og Guðrún Jónsdóttir ekki undir
slíkan trúnað og gengu því af
fundi.
Kristján Benediktsson, fulltrúi
Framsóknar sem sat umræddan
borgarráðsfund og hefur því séð
skýrsluna, sagðist vera kominn
að þeirri niðurstöðu að Magnús
yrði að sjá hana en Sigurður E.
Guðmundsson, fulltrúi Alþýðu-
flokks taldi það hins vegar ekki
en forstjóri SVR ætti hins vegar
að gefa Magnúsi frekari skrif-
legar ástæður fyrir uppsögninni
og flutti tillögu þar um.
Sólrún Gísladóttir, fulltrúi
Kvennaframboðs, sagði að alls
konar sögusagnir væru komnar á
kreik vegna uppsagnarinnar og
það yrði því að sýna Magnúsi
greinargerðina til þess að hann
gæti borið hönd fyrir höfuð sér og
leitað réttar síns ef honum sýnd-
ist. Sagði hún að það væri engu
líkara en eitthvað mjög vafasamt
væri í greinargerðinni sem stæðist
ekki ef viðkomandi fengi hana í
hendur.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði að þetta mál væri dæmigert
fyrir málefnafátækt minnihlut-
ans. Þarna hefði verið sagt upp
starfsmanni á löglegan hátt og
þær ástæður sem honum voru
gefnar upp (samstarfsörðug-
leikar) fullkomlega nægjanlegar.
Magnús hefði fengið aðvaranir
og áminningar í stórum stíl á
löngu árabili. Þá sagðist hann
aldrei hafa heyrt neinar sögu-
sagnir um Magnús.
Sigurjón Pétursson sagði að sá
maður sem búið væri að gera
skýrslu um og kynna hana fyrir
hópi manna hlyti að eiga rétt á að
fá að skoða hana og það væri svo
hans mál hvort hann færi með
málið lengra.
Sólrún Gísladóttir kvað það
skrýtið að Davíð Oddsson hefði
ekki heyrt sögusagnir um Magn-
ús þar sem hún hefði orðið
áheyrandi að því að Davíð fór
sjálfur með slíkan söguburð.
Tillaga Sigurjóns Péturssonar
fékk 8 atkvæði og því ekki stuðn-
ing en tillaga Sigurðar E. Guð-
mundssonar 7 atkvæði og ekki
stuðning.
Þess skal að lokum getið að
lögfræðingur Magnúsar Skarp-
héðinssonar hefur ritað borgar-
stjóra bréf og krafist þess að
skýrslan yrði birt Magnúsi innan
6 daga ella yrði hún sótt með
dómsaðgerðum.
-GFr
Ránið
Sjötta manninum
sleppt
Einum sexmenninganna í
kirkju- og sendiráðsmálinu var
sleppt í gær. Eins og Þjóðviljinn
skýrði frá var sjötti maðurinn
handtekinn í fyrradag og krafðist
Rannsóknarlögreglan gæsluvarð-
halds yfir honum til 18. júlí. Að
sögn lögreglunnar var honum
sleppt fyrir hádegi í gær þar sem
hans aðild að ráninu þótti ijós.
Rannsókn málsins er enn óljós
en yfirheyrslur standa yfir fimm-
menningunum.
-hs
Laugardagur 7. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3