Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 2
FLOSI af heimilisfílósófíu í rökræðum við kunningja mína, þá þeirra sem hugsa áður en þeir tala, hef ég orðið þess áskynja að það virðist viðtekin skoðun að tvær hliðar séu á hverju máli. Sumir þeirra sem ég drekk kaffi með á morgnana aðhyllast jafnvel þá skoðun að fleiri en tvær hliðar séu á hverju máli, og þeir djörfustu, sem eiga það til að tala af nokkru ábyrgðarleysi, segja stundum sem svo: „Auðvitað eru margar hliðar á hverju máli“. Ég veit ekki hvers vegna það er, en einhvern veginn hef ég að undanförnu verið að hallast heldur að því, að aðeins ein hlið sé á hverju máli. Ég hreyfði þessari skoðun aðeins við morgunverðarborðið heima hjá mér í morgun, þegar konan mín bað mig um að lækka í útvarpinu og það þegar verið var að lesa veðurlýsing- una frá Veðurstofunni. „Ég vil heyra veðrið," sagði ég. „Ég vil ekki heyra veðrið,“ sagði konan mín, en ég neytti aflsmunar, þegar hún reyndi að nálgast útvarp- ið. Hún gafst upp eftir dálitlar stympingar og sagði dálítið móð eftir átökin: „Það geta nú verið tvær hliðar á þessu máli“. „Það er ekki nema ein hlið á þessu máli,“ sagði ég með þunga, hækkaði útvarpið, og svona til að negla þessa speki enn betur bætti ég við: „í raun og veru er ekkert mál til, sem hefur fleiri en eina hlið, ef útí það er farið." Mér fannst ég hafa leikið mátleikinn. Hún virtist rökþrota og rúmlega það. Nú varð löng þögn. Svo sagði ég dálítið alvarlegur: „Hvurnin er það. Á ekki að vera salt á borðinu?" Og hún setti saltið á borðið, annars hugar og svona eins og af gömlum vana. Veðurlýsingin endurómaði í kokkhúsinu. Ég fann að það lá talsverð ógn í loftinu líkt og síðustu andartökin fyrir jarðskjálfta, þegar dettur á dúnalogn, dýr merkurinnar stirðna og fuglar himinsins þagna. Stúlkan á Veðurstofunni var komin að Gufu- skálum: „Sunnan sex, súld, skyggni innan við hundr- að metrar, hiti níu stig.“ Svo kom reiðarslagið. Konan mín stóð upp, studdi höndum á mjaðmir, eins og Bergþóra forðum, og sagði með þunga: „Ég þekki engan, sem heldur því fram að ekki sé nema ein hlið á hverju máli.“ Ég fann að hér var meiriháttar einvígi í uppsiglingu. Nú reið á að gefa sig ekki. „Sterkasta vopnið er háðið,“ hugsaði ég, mundaði svo vopnið og lét höggið falla. ^ „Er þá ekki tími kominn til að við förum að reyna að kynnast?" „Húmoristinn og atvinnubrandarakallinn bara á fullu,“ svaraði hún að bragði. „Þú ættir að reyna að koma honum þessum í brandarabankann hjá Leifi Sveinssyni." „Er ekki hægt að reyna að koma samræðunum hérna við morgunverðarborðið á örlítið hærra plan,“ sagði ég eins og nóbelsskáldið forðum. „Ég get ekki ímyndað mér að samræður við mann sem heldur því fram að ekki sé nema ein hlið á hverju máli geti verið á mjög háu plani,“ sagði hún og mund- aði búrsaxið. Og nú gerði hún aðra atlögu að útvarp- inu, veðurlýsingunni og mér í leiðinni. En með ítrasta snarræði tókst mér að afvopna hana og koma í veg fyrir að henni tækist að lækka í veðurstofustúlkunni. „Mál er ekki mál fyrr en kominn er upp á því einn flötur, sú hliðin sem upp snýr,“ sagði ég. Mér fannst þetta satt að segja dálítið gott hjá mér. Og ég saltaði eggið með sveiflu. „Ef eitthvað snýr upp,“ svaraði hún að bragði, „þá er það af því að annað snýr niður og einmitt af því að það eru tvær hliðar á því.“ „Kvinnelógík." Nú fann ég að hún var að búa sig undir nýja atlögu, og mér fannst eiginlega líka dálítið gott að fá svolítinn umhugsunarfrest. Svo lét hún sprengjuna falla: „Er þá til dæmis bara rétthverfa á sokkum og engin úthverfa?" Ég svaraði strax um hæl: „Sokkar eru ekki sokkar, þegar þeir eru úthverfir. Sokkar á röngunni eru bara einhver óskapnaður og della." Nú fór hún að hlæja, já, alveg skellihlæja. Það er satt að segja aldrei góðs viti í valdastreituerjunum heima hjá mér, þegar hún fer að hlæja. Það hefur í þessi þrjátíu ár eiginlega alltaf verið merki þess, að hún sé með sigurinn vísan. „Eru einhverjir brandarar í uppsiglingu?“ sagði ég dálítið óöruggur. „Nei nei,“ svaraði hún, „þú ert bara í úthverfum sokkunum." „Keflavíkurflugvöllur," sagði veðurstofustúlkan í út- varpinu, „hægur sunnan sex, þoka, skyggni núll, hiti níu stig.“ „Það er ekki mikið skyggnið á Keflavíkurflugvellin- um núna,“ sagði ég og slökkti á morgunútvarpinu, en hún hélt áfram að hlæja. Svo gat ég ekki stillt mig lengur og fór að hlæja líka og hugsaði sem svo: „Líklega er það nú rétt að það séu tvær hliðar á hverju máli. Að minnsta kosti þegar veðurlýsingunni frá Veðurstofunni í útvarpinu er lokið.“ Og svo datt mér í hug gamla vísan: Þetta eilífa útvarpspex er að verða gamall vani. Við heimiliserjur ástin vex iðkaðar á háu plani. Ævintýrí í Stigahlíð Hin fyrsta af hinum frægu Stigahlíðarlóðum er nú komin til umfjöllunar í borgarkerfinu. Hafsteinn Sigurðsson lög- fræðingur Verslunarbankans sendi inn umsókn um að fá að reisa þar tiltekið hús. Þar sem hann hafði borgað um tvær miljónir króna fyrir lóðina var gert ráð fyrir að lögfræðingur- inn vildi fá að reisa mikla höll. Svo var þó ekki, Hafsteinn vildi fá að setja þar niður inn- flutteiningahús. Ekki þótti það nú passa inn í umhverfið, og þrátt fyrir að gervallt borgar- kerfið væri fullt af samúð með aumingja Hafsteini, sem vafa- laust hefur þurft að rýja sig inn að skinni til að geta borgað lóðina, þá fékk hann ekki að reisa innflutta einingahúsið sitt...B Forystukreppa Alþýöuflokksins Kratar halda flokksþing í haust og ríkir mikil óánægja með störf flokksformannsins. Til marks um það er orðrómur um að jafnvel hin svokallaða Hafnarfjarðarklíka sé farin að bila í stuðningi við Kjartan Jó- hannsson og er þá fokið í flest skjól. Tveir toppmenn, tveir gamlir ísafjarðarkratar, eru taldir líklegastir til þess að berjast um sæti flokksfor- mannsins, enda er nú rætt um að raunverulegir pólitískir bar- áttumenn eigi nú að veljast til forystu í Alþýðuflokknum. Þettaeru þeirfélagarSighvat- ur Björgvinsson fram- kvæmdastjóri Norræna fé- lagsins og Jón Baldvin Hanni- balsson alþingismaður Reyk- víkinga. Gömlu Reykjavíkur- klíkunum í Alþýðuflokknum sem enn svíður undan rasss- kellingum Vilmundar heitins hér um árið líkar þessi þróun miður. Jón Baldvin ogSighvat- urekki búnir að vera. En fleira er á seyði í kratafl- okknum og er nú talsvert um það rætt á þeim bænum að Sighvatur og Jón Baldvin séu á hægfara snúningi til aukins samstarfs við Alþýðubanda- lagið. Nefna menn þar til dæmis forsíðuuppslátt Þjóð- viljans á ummælum Sighvatar og samstöðuræðu Jón Bald- vins á útifundi stjórnarand- stöðunnar. Gætu þetta verið tákn sem væru vísbending um, að meira sé að marka raddir um samstöðu jafnaðar- manna í ýmsum flokkum held- ur en gert hefur verið hingað til. ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júlí 1984 Þorsteinn vikapiltur áfram Nú þykir fullsýnt aö enginn af ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins muni bjóðast til þess að standa upp fyrir Þorsteini Pálssyni formanni flokksins í haust, enda þótt hann hafi berlega gefiö í skyn að vilji hans sé að taka sæti í ríkis- stjórninni. Ýmsir stuðnings- manna Þorsteins höfðu gert sér vonir um að einhver ráð- herranna stæði upp úr stól sínum með haustinu og Þor- steinn yrði ráðherra eftir uppstokkun í stjórninni. Þess- ar vonir munu nú vera með öllu kulnaðar. Það ber því allt að þeim brunni að Þorsteinn Pálsson muni halda áfram að vera vikapiltur í þinginu fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við aö puða í gegnum óvin- sælum málum á þeirra vegum.B Þorsteinn verðurí gamia hlu tverkinu í vetur. Björn gegn Friðrik Mikillar óánægju gætir nú | meðal þess hóps sem stóð að formannsframboði og vara- formannskjöri Friðriks Sop- hussonar í Sjálfstæðisflokkn- um að Björn Bjarnason skuli haf a verið gerður að yfirmanni innlendra stjórnmálaskrifa í Morgunblaðinu. Minnast menn þess að fyrir 15 árum höfnuðu ungir Sjálf- stæðismenn Birni Bjarnasyni Friðrik hugsar Mogga- mönnum þegjandi þörfina. og tóku Friðrik Sophusson framyfir. Það var svo Geir Hallgrímsson sem endurreisti pólitíska framtíð Björns Bjarnasonar í forsætisráð- herratíð sinni, og plantaði honum síðan á Morgunblaðið. Friðriksarmurinn og fleiri létu það gott heita meðan Björn hafði yfirumsjón með skrifum Morgunblaðsins um Sovétrík- in og hernaðarmátt þeirra, enda skilja þeir vel nauösyn þess að blaðið haldi við hefð- um sínum. Hinsvegar þykir kasta tólfunum þegar Birni er færður í hendur vettvangur til þess að geta sem yfirmaður innlendra stjórnmálaskrifa beitt sér sérstaklega gegn Friðriksarminum og komið höggum á hann. Albert sér ekki land Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra og Geir Haarde aðstoðarmaður hans eru nú sem óðast að undirbúa gerð nýrra fjárlaga. Albert er sagð- ur bera sig vel út á við, en hinsvegar herma aðrar innan- búðarheimilidir í fjármála- ráðuneytinu að þar sé allt í ólgusjó og hvergi sjái í land. Aldrei hafi verið eins langt frá A meðan leikaraefni sóttu menntun sína í Leiklistarskóla Þjóðleikhússinsog Leikfélags Reykjavíkur var algengt að nemendurnir komu fram í leiksýningum leikhúsanna á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.