Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 7
Ný tækni þarf út af fyrir sig ekki aö vera hættuleg þroska- möguleikum mannsins. Mestu skiptir til hvers ný tækni er notuö, hvernig t.d. örtölvu- byltingin þróast. Og eins víst aö George Orwell hafi haft rangt fyrir sér. Þetta er meðal annars haft eftir Enrico Berlinguer, nýlátnum for- manni Kommúnistaflokks ftalíu, í ýtarlegu viðtali í Rinascitá, sem byrjar á bók Orwells 1984 og heldur áfram um framtíðarhorfur vinstrihreyfinga á dögum örtölv- ubyltingar. Viðtalið gefur um leið fróðlega innsýn í hugsunar- hátt, sem hefur einkennt bestu foringja ítalskra kommúnista, og hefur vel dugað flokki þeirra til álits og áhrifa. Hver rœður tölvu- byltingunni? Berlinguer kveðst í upphafi viðtalsins nú kunna betur að meta sögu Orwells um 1984 en þegar hún var einkum notuð sem vopn í köldu stríði. En að því leyti hafði Orwell rangt fyrir sér, segir hann, að hann gerir ráð fyrir tor- tímingu einstaklingsins og tján- ingarfrelsis hans. Síðan bók hans kom út hefur þróunin gengið á annan veg - ég vil taka sem dæmi frelsun margra þjóða undan oki nýlenduvelda, aukin réttindi verkalýðs í mörgum löndum, upphaf kvenfrelsis. - Nú er rafeindabyltingin rétt að byrja. Hvaða augum lítur þú þá framtíð sem einkennist af svokallaðri iðnbyltingu? - Réttast er að líta á nýjar tæknibyltingar sem „hlutlausar“. Niðurstaða þeirra ræðst ekki af tækninni sjálfri heldur því, hvernig menn nota hana. Ég sé fyrir mér möguleika á tvenns- konar þróun jafnhliða. Annars- vegar sé örtölvutækni notuð til að styrkja vald þeirra hópa sem nú ráða fyrir efnahagslífinu, vald samsteypu iðjuhölda og herfor- ingja, Á hinn bóginn sé ég fyrir mér að ný þekking dreifist, sem geti auðgað öll menningarsamfé- lög. - Þú telur þá að barist verði um forræði yfir þessari byltingu. Nú hefur verið bent á það að bæði Bandaríkin og Sovétríkin huggi sig við deyfð, óvirkni þegnanna. Og sú afstaða kemur í sjálfu sér í veg fyrir að menn taki til höndum við að berjast um framvindu tæknibyltingarinnar. Deyfð þegnanna - Þetta á ekki bara við um risa- veldin, flestar stjórnir reikna með því að fólkið sé óvirkt - enda þótt þær svo beiti mismunandi tegundum kúgunar. Það er að- eins á afmörkuðum tímakeiðum, oftast þegar bylting gengur yfir, eða skömmu á eftir, eða þegar þörfin er sterk, - þá byrja ný skeið í lífi fólks og þá hafa til orð- ið stjórnir, sem færa sér í nyt frumkvæði fjöldans. Við höfum fyrir okkur í dag mörg dæmi um virkni eða deyfð - allt eftir því hvar okkur ber niður. í því samhengi finnst mér friðar- hreyfingin hafa geysimikla þýð- ingu, því hún byggir á afstöðu sem nær til allra hluta mannkyns. Framhald á bls. 8 Vinstri menn árið 2000 Viðtal við Enrico Berlinguer, nýlátinn formann ítalskra kommúnista, um tölvubyltinguna, lýðrœðið, framtíð vinstri flokka og sífrjóa nauðsyn baráttunnar '' ' -i 4 ' ;■ ■ v- •'•. <>■$* V*..v . Sunnudagur 8. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.