Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 17
LEtÐARAOPNA skea Grunnmarkmið fiskeldis á ís- landi er hagkvæm framleiðsla verðmætra matvæla til útflutn- ings með nýtingu innlendra orku- linda. Hagkvæmni er aðallega háð virkjunarkostnaði orku- linda, fóðurverði og söluverði afurða. Laxeldi verður hér ein- göngu til umfjöllunar þar sem ég álít að grundvallarmarkmiðunum verði fyrst náð með eldi á þeirri tegund, en við þurfum einnig sem fyrst að huga að rannsóknum á eldi annarra tegunda. Þrjár meginleiðir hafa einkum verið til umræðu og framkvæmda í laxeldismálum: Fiskirækt stefnir að aukningu laxveiði í ám, aðallega með sleppingu seiða í ár og byggingu laxastiga. Gönguseiði sem alin eru í eldis- stöð er sleppt til sjávar nálægt af- rennsli stöðvarinnar eða annars- staðar þar sem móttökuskilyrði eru fyrir hendi. Laxinn skilar sér aftur í eldisstöðvar ári seinna, meðalþyngd er þá 3.5 kfló og af- föll í hafi 90-95%. Þá er eldi á laxi upp í slátur- stærð í strandkvíum eða flotkví- um. í strandeldi er sjó eða sjó- blöndu dælt í eldisker, þar sem fiskur er alinn við kjörhita sem fæst með nýtingu jarðvarma. í flotkvíaeidi er náttúrulegur hiti sjávar nýttur til þess að ala fiskinn eins lengi árs og veður og vindar leyfa. í tvískiptu eldi eða fareldi er fiskur alinn í strandkví upp í 400 til 800 gramma þyngd, en síðan alinn um sumar og haust í flotkvíum í sláturþyngd. Afföll í eldi eru um 10 til 20%. Lítum aðeins á hvernig þróun hefur verið í þessum þremur þátt- um. Heildarmagn af laxi 1975 var um 200 tonn, 1980 200 tonn, 1983 ca 250 tonn. Hlutur laxveiði var 1975 190 tonn, eða 95%, 1980 var hann 190 eða 95%, 1983 163 tonn eða 65%. Hlutur hafbeitar var 1975 innan við 10 tonn, eða innan við 5%, sama 1980, en 1983 37 tonn eða 15%. Matfiskeldi var 1980 2 tonn eða um 1% en 1983 50 tonn eða nálægt 20%. Megináherslan síðastliðin 15- 20 ár hefur verið á sviði fiskrækt- ar og hafbeitar. Heildarmagn á laxi úr veiði og hafbeit hefur lítið breyst á þeim tíma en þáttur haf- beitar aukist verulega. Tilraunir með matfiskeldi á laxi hófust kringum 1965. Frá 1980 til 1983 hefur framleiðsla aukist úr því að vera um 1% í um 20% af heildar- laxaflanum, eða um 5% meiri en hafbeitin skilar í dag. (Sjá töflu !)■ Dr. SigurðurSt. Helgason fiskalífeðiisfrœðingur, framkvœmdastjóri laxeldisstöðvarinnaró Húsatóffum. Matflskeldi gœti þróast upp í 50.00 tonna hámark um aldamót. Jarðgufuvirkjun, vísindalegar eldistilraunir, markviss rannsókn- arstefna, innlend fóðurfram- leiðsla og fjármagn sem beint er í einn farveg eru nokkrar nauðsyn- legar forsendur slíkrar fram- leiðsluaukningar. Sigurður St. Helgason: Matfiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg þrátt fyrir afskiptaleysi stjórnvalda og Framkvæmdasjóðs. Fiskeldi er orkufrek starfsemi Tafla 1 Lax Heildarm. Laxveiði Hafbeit Matfiskeldi 1975 200 190 10 1980 200 190 10 2 1983 250 163 37 50 Tafla 2 Orkuþörfin Ár1990 Ár 2000 5000tonn 50.000 tonn Orkuþörftil upphitunará sjó ...500 MW varmaorka 5000 MV varmaorka Orkuþörftil dælingará sjó ...5MW 50 MW raforka raforka Framleiðsluaukning í matfisk- eldi hefur verið mun hraðari en í hafbeit og fiskirækt. Af 26 milljón króna fjármagni, lán, styrkir, ríkisframlag, til rann- sóknar og uppbyggingu laxamála 1977 til 1981 hafa innan við 5% runnið til þróunar matfiskeldis. Matfiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg þrátt fyrir afskiptaleysi stjórnvalda og Framkvæmda- sjóðs. Hvað er helst til úrbóta í dag ef við ætlum að ná því takmarki „að auka verulega framleiðslu á laxi til útflutnings“? Meta þarf hag- kvæmni mismunaridi eldisstöðva og ákveða forgangsröðun verk- efna eftir niðurstöðum slíkra rannsókna. Mín skoðun er sú að líklegast sé að vænta mikillar framleiðsluaukningar í matfisk- eldi, ef til vill 5-6000 tonn í kring- um 1990 upp í hámark 50.000 tonn um aldamót. Miðað við 5% endurheimtu í hafbeit má búast við um 1500 tonna framleiðslu 1990 upp í hámark 5000 tonn um aldamót. Með skynsamlegri ný- tingarstjórnun í ánum eða réttri fiskræktarstefnu má ef til vill auka laxgegnd í veiðiár upp í 500 til 1000 tonn fram til aldamóta. Eru nauðsynlegar forsendur fyrir hendi á íslandi til að slík framleiðsluaukning sé gerleg? Tveir helstu þættir sem mest hafa áhrif á framleiðslukostnað í matfiskeldi eru orku- og fóður- kostnaður. Orkuþörf í matfiskeldi árið 1990 miðað við 5000 tonna fram- leiðslu er eftirfarandi: Til upphitunar á sjó ca. 500 meg- awött í varmaorku, til dælingar á sjó ca. 5 megawött í raforku. Arið 2000 er miðað við 50 þúsund tonna framleiðslu þá er orkuþörf til upphitunar á sjó um fimm þús- und megawött í varmaorku en til sjódælingar um 50 megawött í ra- forku. (Sjá töflu 2). Til samanburðar má benda á að við 5 þúsund tonna fram- leiðslu er varmaorkuþörf í strandeldi álíka mikil og hjá Hita- veitu Reykjavíkur í dag. En raf- orkuþörf til sjódælingar um 2.5% af meðalþörf stóriðju hérlendis 1983. Við 50 þúsund tonna fram- leiðslu um aldamót væri raforku- þörfin til dælingar um það bil fjórðungur af því sem þurfti til allrar stóriðju á íslandi á síðasta ári. Fiskeldi er orkufrek starf- semi á borð við stóriðju og orku- verð bæði í formi varma og raf- orku er afgerandi í þróun þessa eldisforms. í Kistuskýrslunni, Verkfæðistofa Guðmundar og Kristinns 1983, kemur fram m.a. að jarðgufuvirkjun til raforku- framleiðslu í tengslum við fi- skeldi er mjög hagkvæmur vir- kjunarkostur. Brýnasta verkefni í matfiskeldi í dag er að sannreyna vaxtarferil lax við áætlaðan kjörhita, 10-12 gráður. Niðurstöður vísinda- legrar eldistilraunar með stjórn- un helstu umhverfisþátta er nauðsynlegur grunnur til að byggja á áætlanir um staðsetn- ingu, eldisforms, og val fiskival- kosta með tilliti til orkuk- ostnaðar. Framþróun matfi- skeldis á íslandi er háð niðurstöð- um slíkrar tilraunar. Rannsóknarstefna Lengi býr að fyrstu gerð. í klaki og seiðaeldi er lagður grunnur að bústofninum. Bæði í hafbeit og matfiskeldi þurfa seiðin að búa yfir ákveðnum en ólíkum eiginleikum. Nauðsyn- legt er að skilgreina þá eiginleika seiðanna sem sóst er eftir til þess að gera sér grein fyrir rannsóknarþörfinni. Nokkur atr- iði eru augljós, vaxtahraði, seltu- þol, kynþroskatími og ratvísi. Með aðferðum erfðafræði og líf- eðlisfræði er hægt að draga fram þessa þætti og skerpa þá enn frek- ar með stjórnun umhverfisþátta. Okkur vantar nauðsynlega mar- kvissa rannsóknarstefnu, bæði í grunnrannsóknum þróunar og rannsóknum á ólíkum eldisform- um. Fjármagnsþörfin í fiskeldi er ef til vill brýnust á sviði rannsóknar og þekkingaröflunar. Þar er lagður sá grunnur sem framgang- ur þessarar atvinnugreinar bygg- ist á. Sé vilji fyrir því að hún nái að þróast þarf að fullnægja þess- um þörfum eins og gert er í öðr- um atvinnugreinum þar sem einnig er útvegað lánsfé til upp- byggingar. Nafn sjóða eða heimavist skiptir ekki máli, fjár- magninu þarf að beina í einn veg. Framhjá því verður ekki litið að í fámennu landi er nánast ó- kleift að koma á fót nýjum atvinnugreinum í verulegum mæli nema opinber stjórnvöld gegni ljósmóðurstarfinu meðan erfiðustu fæðingarhríðirnar ganga yfir. Til að fiskeldi á ís- landi verði annað og meira en forvitnileg nýbreytni fárra ein- staklinga þurfa íslensk yfirvöld að gera tvennt: 1. Auka lánafyrirgreiðslu. Skortur á fjármagni er það sem í dag stendur fiskeldi hér á landi fyrir þrifum og án aukinn- ar fyrirgreiðslu mun því ganga seint að rífa sig upp af kotbýlis- stiginu. Vert er að gefa gaum í tengslum við þetta að reynslu þriggja þjóða: f Bretlandi hefur einkafjármagnið talið sér betur borgið annars staðar en í fiskeldi með þeim afleiðingum að mjög illa hefur gengið að afla fjár- magns til uppbyggingar og full- yrða má að breskt fiskeldi gengur ekki ýkja heilt til skógar. Hitt dæmið er af frændlöndunum Dr. Össur Skarphéðinsson fiskalífeðlisfrœðingur Framleiðsla ó hœnglausum hrygnustofnum, framleiðsla á geldfiski og notkun Ijósameð- ferðar til að flýta hrygningu eru dœmi um tilraunastarfsemi sem ekki er hœgtað œtlasttil að fjársveltar eldisstöðvarannist. Össur Skarphéðinsson: Skortur á fjármagnistenóur fiskeldi fyrir þrifum. Rannsóknir og meira fé Noregi og Færéyjum, þar sem 2. Efla hagnýtar rannsóknir í undir en lax hefur skilað mjög trygg lánsfyrirgreiðsla hefur leitt laxeldi. Ný tækni sem hefur er- góðum árangri. Stjórnvöld þurfa til blómstrandi fiskeldis. lendis verið þróuð fyrir aðrar teg- að hafa frumkvæði að því að þess- ar aðferðir verði teknar upp í lax- eldi hérlendis, því hér er urn þjóðhagslega hagkvæma til- raunastarfsemi að ræða sem ekki er hægt að ætlast til að fjársveltar eldisstöðvar annist. Hins vegar væri í samvinnu við þær hægt að gera þetta verk á auðveldan og ódýran hátt. Eg nefni hér þrjú verkefni verðug athugunar, sem myndu fljótt skila sér í auknum arði: a) Framleiðsla á hænglausum hrygnustofnum. Með því má sneiða hjá þeim vanda sem lax- eldismenn hér á landi vita að hlýst alla jafna af ótímabærum kynþroska hænga og hængseiða. b) Framleiðsla á geldfiski. Sú tækni auðveldar eldi á stórum sláturfisk, en markaður fyrir hann vex nú ört. c) Notkun ljósmeðferðar til að flýta hrygningu á laxi sem gengur úr hafi og þarmeð flýta fram- leiðslu á gönguseiðum. Þetta er gert með góðum árangri í Kanada og Bretar nota mjög einfalda ljósmeðferð til að láta regnboga- silung hrygna tvisvar á ári. Sunnudagur 8. júli 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.