Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 9
„Forystulið kratanna var á
moti stofnun lýðveldis 1944,
og þar hefurtalsvert ráðið hið
gamla samband þeirra við
danska Sósíaldemókrata-
flokkinn. Kannski hafaein-
hverjir þeirra líka látið stjórn-
ast af misskildu drenglyndi,
þarsem þeimfannst hartfarið
að konungi að setja hann af,
meðan hann varfangi. Þannig
voru uppi ýmiss konarsjón-
armið, en við vorum þeir raun-
sæismenn í pólitík, að okkur
var Ijóst, að við urðum að nota
þettatækifæri, annarsvar
ekki að vita hvað við tæki.“
Þetta sagði Einar Olgeirsson í
bók sinni Isiand í skugga
heimsvaldastefnunnar, er Jón
Guðnason skráði og út kom árið
1980. Einn kafli bókarinnar ber
heitið „Lýðveldisstofnun“ og þar
lýsir Einar sínum sjónarmiðum í
því máli og sjónarmiðum Sósíal-
istaflokksins, en sá flokkur barð-
ist harðast flokka fyrir því, að ís-
lendingar notuðu sér hernáms-
ástandið í Danmörku til þess að
losna undan sambandinu við
Danmörku og kónginn.
Fram kom í lýðveldisblaði
Þjóðviljans hinn 17. júní sl., að
fólk skiptist í tvær fylkingar í af-
stöðunni til aðskilnaðar landanna
á sínum tíma. Flestir landsmenn
skipuðu sér undir merki svokall-
aðra hraðskilnaðarmanna. Lög-
skilnaðarmenn voru miklu færri,
en svo nefndust þeir sem vildu
fara að öllum lögum og samning-
um í sambandi við aðskilnaðinn
og ekki notfæra sér hernaðar-
ástandið í Danmörku til að stofna
hér lýðveldi, eins og Ólafur
Björnsson, prófessor, sagði í við-
tali við lýðveldisblaðið Þjóðvilj-
ans, en hann var mjög virkur lög-
skilnaðarmaður.
En hvað knúði á með lýðveld-
isstofnunina? Hvers vegna fannst
hraðskilnaðarmönnum bráð-
nauðsynlegt að stofna lýðveldi
meðan Danmörk var hertekin og
„notfæra sér þannig ástandið"?
Við gefum Einari Olgeirssyni
Hans hátign Kristján konungur 10. var ekki á þeim buxunum að afsala sér konungdómi á íslandi.
Alþýðuflokkinn um að fella nið-
ur ákvæðið um 17. júní úr frum-
varpinu, en hann lofaði hins veg-
ar að beita öllum blaðakosti sín-
um til þess að styðja að samþykkt
frumvarpsins í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Sósíalistaflokkurinn og
nokkrir aðrir þingmenn voru
andvígir þessari tilslökun.
Við Ólafur Thors ræddum
mjög náið saman um þetta. Hann
sagði við mig: „Einar, þú mátt
trúa okkur; við ætlum að koma
lýðveldinu á 17. júní. Við fellum
þetta bara út, til þess að Alþýð-
uflokkurinn geti samþykkt
stjórnarskrána, þvegið hendur
sínar og sagt: Það er ekkert dato
ákveðið, og við erum á því, að
það eigi ekki að gerast fyrr en
eftir að við höfum talað við
kóng.“ Þannig tekst að fá lýð-
veldisstjómarskrána samþykkta
samhljóða.“
Mótmœli konungs -
og svar Einars
„Þann 4. maí 1944 kemur
skeyti frá konungi, þar sem hann
mótmælir stofnun lýðveldis á ís-
landi, meðan Danmörk og ísland
séu hernumin af erlendu valdi.
Hann geti ekki viðurkennt þessa
breytingu á stjómskipulaginu,“
segir Einar á bls. 144 í bók sinni.
„Við komum saman í utan-
ríkismálanefnd og semjum yfir-
lýsingu sem svar við mótmælum
konungs. Upphaf hennar, fyrstu
setninguna, samdi ég. Þegar Her-
mann Jónasson kom inn, spurði
hann einmitt að því: „Hver hefur
samið þetta? Þetta er helvíti
gott.“ Hún byrjar þannig: „Það
er réttur íslensku þjóðarinnar
sjálfrar og hennar einnar að taka
ákvarðanir um stjórnarform
sitt.“ Það er þessi yfirlýsing, sem
ég hef alltaf lagt áherslu á. Svo
heldur yfirlýsingin áfram: „Al-
þingi og ríkisstjórn hafa lagt til
við þjóðina, að ísland verði gert
að lýðveldi, svo sem hugur ís-
lendinga hefur um langan aldur
staðið til. Ríkisstjórn og
stjórnmálaflokkarnir em sam-
Afstaða hraðskilnaðarmanna í lýðveldismálinu:
Konungssambandið eitt -
Sambandslögin annað
orðið og berum niður í kaflann
um lýðveldisstofnunina í bók
hans, Island í skugga heimsvald-
astefnunnar.
Konungssambandið
„Eftir innrás þjóðverja í Dan-
mörku 9. apríl 1940, héldu þing-
menn fund,“ segir Einar í bók
sinni á bls. 135. „Þar var sam-
þykkt að íslendingar tækju til sín
konungsvaldið og meðferð utan-
ríkismála svo og landhelgisgæslu
til fulls. Alþingi fól ríkisstjórn-
inni að fara með konungsvaldið.
Það sem ísland gerir þarna í
raun og veru - við skulum segja á
ólöglegan og byltingarkenndan
hátt - er að leggja grundvöll að
því lýðveldi, sem síðar var stofn-
að. Þegar svona var komið, varð
að leggja áherslu á að stofna lýð-
veldi, meðan danski konungur-
inn var enn fangi. Við máttum
ekki bíða eftir því, að hann yrði
laus, því að þá var hann konung-
ur íslands og það var ekki kleift
að breyta stjórnarskránni, stofna
lýðveldi á Islandi, ef konungur-
inn hefði ekki fallist á það sjálfur,
en konungar afsala sér yfirleitt
ekki valdi af frjálsum vilja.“
Skoðun Jóns
Sigurðssonar
Einar Olgeirsson bendir á í bók
sinni, að Jón Sigurðsson hafi ver-
ið sömu skoðunar og lýst var hér
að framan. Einar segir á bls. 139 í
bók sinni:
„Ég tek það hins vegar fram,
að við sem fámenn og vopnlaus
þjóð reynum alltaf að fara að
lögum. Það sá Jón Sigurðsson, og
þess vegna hagnýtir hann sér sem
praktískur stjórnmálamaður
Gamla sáttmála, þó að búið sé að
þverbrjóta hann á öldum kúgun-
arinnar, af því að 1262 vorum við
aðeins að samþykkja yfir okkur
konung. Jón Sigurðsson sjálfur
reiknaði með því, að svo gæti far-
ið, að ísland öðlaðist fyrst fullt
sjálfstæði við það, að Danmörk
væri hertekin. Á sögusýningunni
1944 beitti ég mér fyrir því, að
þessi yfirlýsing Jóns Sigurðssonar
var sett þar upp til þess að minna
á hana, en ég býst við, að fæstir
þingmanna hafi þekkt hana þá.
Við urðum líka að vera við því
búnir að taka okkur þetta vald, ef
svo hagaði tii.
Þeir sem voru á móti lýðveldis-
stofnun 1944, alþýðuflokksmenn
og ýmsir aðrir, skildu ekki, að
jafnskjótt og Danmörk varð aftur
frjáls, var konungur Danmerkur
einnig konungur Islands og ríkis-
stjóraembættið féll úr sögunni.
Ályktun Alþingis 1940 um að
taka konungsvaldið inn í landið
gilti bara, meðan Danmörk var
hersetin. Sú hætta var á, að kon-
ungur neitaði valdaafsali á ís-
landi, ef farið væri að semja við
hann. Við vorum líka smeykir við
það, að ýmsir forvígismenn okk-
ar íslendinga, til dæmis þeir sem
verið höfðu ráðherrar konungs,
kynnu að renna, er á hólminn
kæmi að semja um afsögn við
Kristján 10., sem hafði staðið sig
framúrskarandi vel gagnvart her-
námi Danmerkur".
Ásœlni
Bandaríkiamonna
Einar segir einnig um þetta mál
á bls. 140:
„Enn er eitt atriði, sem ég vil
leggja á mikla áherslu. Við þótt-
umst vita, að Bandaríkin mundu
ásælast landið eftir stríð. Það var
vel hugsanlegt, ef konungur væri
enn yfir íslandi, er Bandaríkin
vildu fá herstöðvar, að honum
ásamt öðrum mönnum þætti
þægilegt að stuðla að því að verða
við þeim óskum, en ekki til dæm-
is í Danmörku sjálfri. Danir létu
Ameríkana fá herstöð á Græn-
landi í stríðinu og þar sitja þeir
enn. Það er alltaf þægilegra að
koma slíkum óþrifum sem her-
stöðvum fyrir í löndum annarra
þjóða en sjálfra sín.“
Jón Guðnason spyr síðan Ein-
ar: „Kom ekki sú skoðun fram
meðal lögskilnaðarmanna, að ís-
lendingar væru að slíta tengslin
við Norðurlönd og hverfa undir
áhrifavald Bandaríkjanna?"
„Það er enginn efi á því,“ svar-
ar Einar. „Menn eins og Jón
Blöndal og margir fleiri í Alþýð-
uflokknum voru ákafir á móti
því, að við ánetjuðumst Banda-
ríkjunum, enda unnu sterk öfl að
því að reyra okkur sem fastast við
þau. Af þessum sökum vildu
þeir, að við biðum með stofnun
lýðveldis, þar til við gætum rætt
við konung.
Ég man núna, þegar þú minnist
á þetta, að ég átti einu sinni í
deilum við þessa menn. Ég sat
fund með þeim og sagði þeim, að
ég væri viss um það, að við ættum
eftir að taka höndum saman síðar
í baráttu á móti yfirráðum, sem
Bandaríkjamenn væru að seilast
eftir hér. En ég áliti að við stæð-
um betur að vígi sem sjálfstæð
þjóð í þeirri baráttu en í einhverj-
um tengslum við konung Dan-
merkur og Dani.“
„Þann 10. janúar 1944 hafði
utanþingsstjórnin lagt fyrir þing-
ið stjórnarskrárfrumvarpið, sem
milliþinganefndin hafði samið“,
segir Einar á bls. 143. „Svo þegar
lýðveldisnefndin var búin að
hrinda áhlaupi ríkisstjóra (Sveins
Björnssonar, sem vildi þjóðfund
til að undirbúa stofnun lýðveldis,
en það hefði tafið mjög málið að
áliti Einars) fara nokkrir menn að
róa í Alþýðuílokknum til þess að
fá hann með og reyna að sameina
þjóðina um lýðveldismálið. Þá
gerist það, að Framsóknarflokk-
urinn og mikill hluti Sjálfstæðis-
flokksins gera samkomulag við
mála um, að fregnin um boðskap
konungs geti engu breytt um af-
stöðu þeirra til stofnunar lýðveld-
is á íslandi og skora á landsmenn
alla að greiða atkvæði um lýð-
veldisstjórnarskrána svo að eigi
verði villst um vilja íslendinga.“
Þar með var síðustu árásinni til
þess að hindra stofnun lýðveldis
hrundið... Ég held, að aldrei hafi
nokkur konungur verið „settur
af“ með eins mikilli virðingu fyrir
honum og Kristján 10. var settur
af sem konungur íslands. Síðan
fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um niðurfellingu dansk-íslenska
sambandslagasamningsins frá
1918 og lýðveldisstjórnarskrána,
en hvort tveggja hafði Alþingi
samþykkt fyrir sitt leyti.
Það er rétt fýrir okkur að muna
eftir því, að stofnun íslenska lýð-
veldisins hafðist ekki fram bar-
áttulaust. Það urðu átök um hana
hér innanlands. Sósíalistaflokk-
urinn knúði fram vissar mikilvæg-
ar breytingar á stjórnarskránni,
þó að þær hafi ekki verið notaðar
ennþá. Hann gekk fram hiklaus-
ast allra flokka og herti á sam-
fylkingu þriggja flokka, en hún
var það vald, sem knúði fram
stofnun lýðveldisins."
ast tók saman.
Einar Olgeirsson fjallar um lýðveldis-
tökuna í bók sinni og Jóns Guðna-
sonar „fsland í skugga heimsveldis-
stefnunnar."
Sunnudagur 8. júií 1984 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9