Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 14
Lausar stöður Eftirtaldar stöður hjá Hveragerðishreppi eru lausar til umsóknar. 1. Starf vélamanns. Viðkomandi þarf að hafa tilskilin réttindi í meðferð vinnuvéla. 2. Starfsmaður Hitaveitu. Æskilegt er að viðkomandi hafi járniðað- armenntun eða reynslu á því sviði. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 99-4150 eða 99-4651. Sveitarstjórinn í Hveragerði. LAUSAR STÖÐUR Þrjár stöður við embætti ríkisskattstjóra eru lausar til umsóknar. Miðað er við að tvær af stöðunum verði veittar mönnum sem lokið hafa embættisprófi í viðskiptafræði, lögfræði eða endurskoðun. Að því er þriðju stöðuna varðar er nauðsyn- legt að umsækjendur hafi þekkingu á og reynslu í notkun tölva, auk haldgóðrar þekk- ingar á skattamálum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal senda ríkisskatt- stjóra, Skúlagötu 57, 105 REYKJAVÍK, fyrir 1. ágúst n.k. Ríkisskattstjóri 5. júlí 1984. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar Sjúkrahúsið í Húsavík óskar að ráða, 1 hjúkrunardeildarstjóra og hjúkrunarfræð- inga, í fastar stöður frá 1. september. Einnig þrjá sjúkraliða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, í síma 96-41333. alla virka daga. Sjúkrahúsið í Húsavík s.f. Bessastaðah reppu r Hreppsnefnd Bessastaðahrepps boðar til fundar með íbúum Bessastaðahrepps í Álfta- nesskóla mánudag 9. júlí 1984 kl. 20. Efni fundar: 1. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1984. 2. Tillögur að aðalskipulagi fyrir Bessast- aðahrepp kynntar. 3. Önnur mál. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps. Fóstra óskast að leikskólanum Lönguhólum, Höfn Hornafirði frá 20. ágúst 1984. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97- 8315. Kennara vantar við Grunnskólann Hvammstanga. Upplýsingar í símum 95-1367 og 95-1368 eða 95-1348. BÆJARRÖLT Meðan rigndi ákaflega í New York og Kaupmannahöfn nutum við Reykvíkingar veðurblíðu um síðustu helgi þó að sögn hún hafi aðeins verið hjóm eitt hjá hita- svækjunni á Akureyri. En þetta er þó sumar. í fyrra var ekkert sumar í Reykjavík. Meðan flestir Reykvíkingar ruku út á malbikið á sunnudag tölti ég niður í Hljómskálagarð og flatmagaði þar ásamt konu minni um hríð. Ekki bærðist hár á höfði og þarna var fámennt og góðmennt. Leifur og Inga komu aðvífandi með labradorhvolpinn sinn en vinsamlegur vörður benti þeim á að bannað væri að vera með hund í garðinum. Þau fóru. Svo brast okkur þolinmæðin að liggja eins og pokar í hitanum, svo að við gengum upp í Þingholt- in og ráfuðum þar letilega eftir Þingholtsstræti, Grundarstíg, Spítalastíg, Bergstaðastræti og Bjargarstíg. Víða var fólk að de- dúa í görðum sínum og á einum stað við Bjargarstíg voru ung Sunnudagur hjón að leggja stétt. Við Spítal- astíg voru Birgir skáld og kona hans á kafi í moldinni. Allir voru í besta skapi og tilbúnir að taka þá fáu vegfarendur sem áttu leið um þessi yndislegu hverfi tali. Það er líka gleðilegt að mjög víða er ver- ið að flikka upp á gömul hús og garða og sums staðar er búið að setja sexrúðuglugga í hús sem áður höfðu verið augnstungin. Þannig er t.d. um litla húsið á horni Bókhlöðustígs og Þing- holtsstrætis. Þegar við komum heim sett- umst við út á tröppur og drukkum kaffi og þegar sólin kom í bak- garðinn settumst við magnvana þangað. Um kvöldið héldu okkur engin bönd. Undir lágnættið héldum við í Vesturbæinn yfir Tjarnar- brúna og lögðum leið okkar í gamla kirkjugarðinn við Suður- götu. Þar var hljótt og sterk ang- an blóma og trjáa. Lengi kvölds gengum við hægt og ástfangin milli leiða og lásum á legsteina. Þarna liggja hlið við hlið erfiðis- vinnumenn og þjóðfrægir skör- ungar, börn og gamalmenni, konur og karlar - ailir í sátt og samlyndi undir sterkum stofnum bjarka og álma. Það er helst að legsteinarnir séu dálítið mismun- andi veglegir - stéttaskiptingin nær að því leyti út yfir gröf og dauða. Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu er einhver mark- verðasti og besti staður til að ganga um á síðkvöldum í Reykja- vík. í rauninni er hægt að lesa sögu Reykjavíkur af legsteinun- um og tískan í gerð þeirra er líka táknræn fyrir andblæ hvers tíma. Elstu leiðin eru allt að hálfrar annarrar aldar gömul en þau yngstu frá þessu ári. Og gróður- inn er máttugur. Svo gengum við niður Suður- götu og inn í Grjótaþorpið og dáðumst að því að verið er að endursmíða hús Stefáns Eiríks- sonar að Grjótagötu 4, Hábæ við Fischersund, Aberdeen og fleiri hús. Og ekki er enn búið að rífa Fjalaköttinn. Við rétt náðum að kaupa okkur mjólkurhristing og steiktan maís áður en búðum var lokað. Svo fórum við heim í hátt- inn og vorum fegin því að hafa ekki farið út á vegina á þessum hljóða og hlýja sólardegi í borg- inni. Ekki þarf alltaf að leita langt yfir skammt. -Guðjón ALÞÝÐUBANDA LAGIÐ Alþýðubandalagið Vesturlandi Verslunarmannahelgin - Sumarferð Alþýðubandalagið á Vesturlandi fer í sína árlegu sumarferð í Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina 4. til 6. ágúst. Farið verður frá Akranesi og Borgarnesi á laugardagsmorgun 4. ágúst. Gist að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í tvær nætur. Tjaldstæði - svefnpokapláss - hótelherbergi, eftir ósk hvers og eins. Leiðsögumaður Erlingur Sigurðarson. í hagstæðu veðri verður farið Sprengisand aðra leiðina. Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna sem allra fyrst: Akranes Jóna s. 1894 - Ingunn 2698 - Guðbjörg 2251. Borgarfjörður Ríkharð s. 7072 - Halldór 7370. Hellissandur Skúli s. 6619. Ólafsvík Jóhannes s. 6438. Grundarfjörður Ólöf 8811. Stykklshólmur Ómar s. 8327. Dalir Kristjón s. 4175. Kjördæmaráð Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Sumarhátíð Sumarhátíð verður haldin 6. - 8. júlí á bökkum Smjörhólsár í Öxarfirði, N-Þingeyjarsýslu. Þeir sem hyggja á þátttöku, láti skrá sig sem fyrst hjá: Guðbjörgu Vignisdóttur, Kópaskeri s. 52128, Örlygi H. Jónssyni, Húsavík s. 41305 og 41803 eða Heimi Ingimarssyni, Akureyri s. 24886 eða 26621. Nánari upplýsingar um mótsstað og tilhögunar hátíðarinnar verða birtar síðar. - Stjórn Kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð á Kjöl og í Hvítárnes um verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst. Sumarferðir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra hafa verið mjög vinsælar. Að þessu sinni verður farið um Kjalveg og tjaldað í Hvítárnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað laugardaginn 4. ágúst, annars vegar frá Siglufirði og farið um Hofsós og Sauðárkrók, en hins vegar Hvammstanga um Blöndu- ós. Allur hópurinn mætist við Svartárbrú í Langadal kl. 10.30. Síðan liggur leiðin um Blönduvirkjunarsvæðið og Hveravelli suður í Hvítárnes suð- austan Langjökuls. Daginn eftir verður sérstök ferð farin í Kerlingarfjöll fyrir þá sem vilja. Kvöldvaka verður í ferðinni. Á mánudaginn verður ekið af stað heim á leið og ýmsir markverðir staðir skoðaðir. Ferðin kostar 1200 kr. en börn og unglingar undir 14 ára aldri græða hálft gjald. Nánari upplýsingar gefa: Sverrir Hjaltason Hvammstanga (s: 1474), Elísabet Bjarnadóttir Hvammstanga (s: 1435), Eðvarð Hallgrímsson Skagaströnd (s: 4685), Guðmundur Theodórsson Blönduósi (s: 4196), Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðárkróki (s: 5289), Stefán Guðmundsson Sauðárkróki (s: 5428), Gísli Kristjánsson Hofsósi (s: 6341), Hannes Baldvinsson Siglufirði (s: 96- 71255) og Ragnar Arnalds Varmahlíð (s: 6128) og Reykjavík (s: 83695). Alþýðubandalagið Hafnarfirði Nú málum viö Skálann! Nú um helgina, 7.-8. júlí, er fyrir- hugað að mála húseign okkar að Strandgötu 41. Þeir sem geta komið og veitt liðsinni eru beðnir að hafa samband við formann fél- ágsins, Eggert Lárusson, síma 54799, og eða Geir Gunnarsson, síma 50004. - Tökum nú hönd- um saman og drífum þetta af í einum grænum. Fallega málað hús er þrýði flokksins. AB Hafnarfirði. Sumarferð ABR 1984 Sumarferð ABR verður sunnu- daginn 19. ágúst. Að þessu sinni munum við fara á Þingvöll. Merk- ið á dagatalið við 19. ágúst. - Sumarferð ABR. Nánar auglýst síðar. Ferðanefnd ABR. 14 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 8. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.