Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 8
Framhald af bls. 7 Þessi hreyfing lætur uppi þann vilja miljóna manna að það megi ekki láta aðra um að leysa þau mál sem stærst eru, að láta aðra stjórna framtíðinni - ríkisstjórn- ir, vélar, bandalög herforingja og iðjuhölda. Deyfðin er ekki hættan. Miklu heldur ofstækið sem ræður ferð- inni í ýmsum löndum. Og ég á ekki barasta við íran Khomeinis, bætti Berlinguer við. Hann lét í því sambandi uppi áhyggjur af of- stopa Reagans, þjóðrembuæs- ingnum í Englandi og Argentínu á dögum Falklandseyjastríðsins og fleira. Þjóðernishefðir bæri vissulega að rækta - en ekki væru þær allar góðkynja. Að vita sem mest Talið barst svo aftur að raf- eindabyltingunni: Berlinguer á- sakaði ítölsk stjórnvöld um að láta sem hún væri ekki til. PCI, Kommúnistaflokkurinn, hefði tekið við sér en reyndar of seint. Sjálfur hafði hann lagt til fyrir hálfu öðru ári að flokkurinn tæki að sér frumkvæðið og efndi til mikillar ráðstefnu í landinu um framtíðarrannsóknir - bæði á sviði framleiðslu og umhverfis- mála (PCI hefur reyndar haft slíkt frumkvæði á ýmsum sviðum og það er til marics um áhrif og álit flokksins að aðrar hreyfingar hafa gætt þess að láta sig ekki vanta á slíka samfundi). Berling- uer bætti því við að m.a. friða- rbaráttan hefði til þessa krafist svo mikils tíma og orku að menn hefðu ekki sinnt slíkum málum sem skyldi. - En hvernig getur róttækur fjöldaflokkur búið sig undir tæknibyltinguna nýju? - Með því að vita sem mest, sagði Berlinguer. Hann gerði ráð fyrir því að ný tækni myndi breyta verulega félagslegri samsetningu kommúnistaflokksins. Þyngdar- punkturinn mundi færast frá hefðbundinni verklýðsstétt. Hinn arðrændi verkamaður verð- ur líka tæknimaðurinn og vís- indamaðurinn, konan og hin nýja æska. En ég tel ekki, sagði Berl- inguer, að þar með sé verklýðs- stéttin dauð og með henni það breytingaafl sem henni fylgir, og ný tækni afnemur ekki marxism- ann. Sundrar tölvan flokknum? - En þegar upplýsingastreymið er komið inn á hvert heimili, verður hinn pólitíski fjöldaflokk- ur þá áfram til? Verður rúm fyrir flokk sem byggir á eigin upplýs- ingakerfi til meðlima sinna? Mun rafeindatæknin sundra flokkn- um? - Hér er ekki aðeins um PCI og aðra fjöldaflokka að ræða. Held- ur möguleika á því yfir höfuð að skipa sér í hópa í framtíðinni, bindast samtökum. Satt best að segja tel ég sjálfur, að hér sé um að ræða óafturkallanlega þörf hjá manneskjunni, sem ekki hverfur í framtíðinni. Þótt hún kunni að koma fram í öðrum formum. Baráttan og þrýstingur frá fjöld- anum verða alltaf nauðsynleg. Auðvitað geta menn ímyndað sér það að pólitík verði ekkert annað en kosningar og skoðanakannan- ir. En það væri ekki hægt að fall- ast á slíka þróun, því þar með væri búið að spilla innsta eðli lýðræðisins. Ekki nóg að ýta 6 hnapp - En nú þegar talað er um raf- eindalýðræðið - mennirnir sitja heima við tölvur og svara spurn- ingum... - Þetta tölvulýðræði takmark- ast við vissar hliðar á félagslífi manna. En það er ekki hægt að samþykkja, að það komi í staðinn fyrir öll lýðræðisform. Þvert á móti: ég tel að menn eigi að taka þessar hættur fyrir - Iíka á sviði löggjafar. Við þurfum á að halda nákvæmum takmörkunum á því, hvernig tölvur eru notaðar í stað- inn fyrir kjörnar fulltrúasam- komur. Og ég held reyndar að menn muni aldrei skilja hvað fólk í raun hugsar, ef að einasta lýð- ræðisathöfnin er að ýta á hnapp. Ég held það takist aldrei að kveða niður náttúrlegar þarfir undirokaðra manna til að hittast og bindast samtökum. En hver tími á sér vitanlega sínar hreyfingar. Taktu til dæmis friðarhreyfinguna, grænu hreyf- inguna og þá, sem með ýmsum hætti rísa gegn því að allir lagi sig að sama munstri. Hver hefði get- að ímyndað sér annað eins fyrir 40-50 árum? Vitanlega er það verkefni flokkanna að mæta tíð- arandanum. Úthald flokks verð- ur einmitt mælt eftir þessari mælistiku: hvort hann kann að endurnýja sig. Óttinn við tœknina - Menntamennirnir benda á það, að ofríki myndarinnar muni gera orðið merkingarlaust, rétt eins og auglýsingin hefur verið að gera. - Þessi ótti og annar sem talað er um í sambandi við rafeinda- byltinguna er tengdur hefðbund- inni kennd hjá úrvalshópi menntamanna. Þeim finnst að allt sem hefur í för með sér sósíal- iseringu á menningu og pólitík leiði til þess að þrengt sé að ein- staklingnum, listinni og sköpun- argáfunni. Menntamennirnir ótt- ast það oft - og sá ótti er fullkom- Iega heiðarlegur - að „útjöfnu- nin“ hafi það í för með sér að menningin sé í hættu stödd. Það hefur reyndar gerst í sög- unni að heil menning hefur hrun- ið, þegar nýr fjöldi, nýr massi kom á vettvang. Rétt eins og Rómarríki hrundi þegar nýtt fólk, barbararnir, sóttu fram. Á miklum breytingatímum getur það vel gerst að menning- unni hnigni og sköpunarstarfi öllu. En um leið skapa breyting- arnar svígrúm fyrir nýja orku og nýja hæfileika. - Eru menn ekki líka hræddir við nýjan einmanaleika sem ein- att fylgir tæknilegum framförum? - En hver tæknileg framför skapar líka nýjar þarfir og nýja návist og samheldni. Að minnsta kosti gerðist það í fyrstu og ann- arri iðnbyltingu. - Já, en hvernig sérð þú fyrir þér framtíð, þar sem menn sitja klukkustundum saman fyrir framan skerm, sem kannski gerir einnig skólana eins og við nú þekkjum þá óþarfa? Hvernig verður þetta innilokunarlíf ungu fólki og starfi, önnum ýmiskonar sem finna allt sitt félagslíf innan veggja heimilisins? - Fyrst verður að líta á innihald þeirra sendinga sem heimilin taka við. Innihaldið getur verið á þann veg að það neyði manneskj- una til meiri einsemdar, meiri vonbrigða, meiri fjandskapar í garð annarra. Eða það getur skapað eitthvað, sem gengur þvert á þetta. Mikið er undir þessu komið. Miðill og innihald - Þú segir semsagt að miðillinn hafi í sjálfu sér ekki vald, það sé innihaldið sem verður að gá að? - Já, en miðlinum sjálfum má heldur ekki gleyma. Það mun breyta fólki að ganga alls ekki í skóla, eða kannski bara lítið eitt. En það er nú á þessari stundu erfitt að gera sér grein fyrir þess- um hliðum málsins. Tökum skólann sem dæmi. Ég fer ekki ofan af því, að ekkert geti komið í staðinn fyrir lestur bóka - sem verður jafnvel enn mikilvægari en áður. Það er erfitt að ímynda sé tölvu sem skapar í raun ljóð eða myndlist. En samt er ekki hægt að útiloka, að þessi miðill geti skilað ýmsu sem fullnægir ítr- ustu kröfum. - Tæknin mun sem sagt ekki eyðileggja einstaklinginn? - í fortíðinni var ótal „einstak- lingurn" tortímt. Ekki bara sið- ferðilega heldur líkamlega. Mundu þræla fornaldar eða blökkumennina, sem voru teknir til fanga og sendir til Ameríku. Hversu margir voru þeir sem gátu orðið „einstaklingar" hér áður fyrr? Miklu færri en nú. Sama má segja um fyrstu iðnbyltingu kap- ítalismans, þegar alvanalegt var að börn dóu úr þrældómi. Þeir sem búa við hungur og fáfræði í þriðja heiminum - eru þeir ekki „eyðilagðir"? Eða réttara sagt: blátt bann er lagt við þroska ein- staklingsins. Alhliða maður - Gæti hin alhliða manneskja þeirra Marx og Gramscis semsagt haft gagn af tölvu? - Óll þau tæki skapa aukna möguleika til að skapa alhliða mann ef rétt er á haldið. - Þýðir „sól framtíðarinnar", sem sósíalistar hafa talað mikið um, nokkuð Iengur nú, þegar all- ir tala um dauðann? - Vísindamenn jafnt sem kommúnistar ræða um sól fram- tíðarinnar. Vegna þess að ein helsta framtíðarsýn er tengd möguleikanum á að hagnýta sól- arorku. En að slepptu staðleysutali: ég held ekki að hugtakið sé innan- tómt orð. Takmarkið var, að við áttum að vinna bug á hvers konar kúgun og arðráni, kúgun stétta, kynþátta og kvenna, að tryggja frið og að bilið styttist milli þeirra sem stjórna og þeirra sem stjórn- að er, að efla þekkingu og menn- ingu. Margar rykfallnar hugmyndir höfum við sagt skilið við, einnig marxískar. En ekki hinar dýpri forsendur tilveru okkar. Þær lifa áfram og krefjast einbeittari at- hafnar - jafnt á Ítalíu sem í heimi öllum. Árni Bergmann þýddi og endursagði. Vinstri menn árið 2000 Berlinguer: UpplýsingaflóMð getur magnað ein- semd og mannhatur, það getur líka haft þveröfug áhrif, allt eftir því hvernig á er haldið. Og lýðræð- isleg viðbrögð mega aldrei takmarkast við það að sitja heima og þrýsta á hnapp... 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.