Þjóðviljinn - 08.07.1984, Blaðsíða 6
15.57
Olíuféiagið hf
Suðurlandsbraut18
MUNIÐ
FERÐJ
VA$A
BOKINA
Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar
upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika
innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók.
Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur,
upplýsingar um gististaði og aðra
ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn
erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og
margt fleira. Fæst í bókabúðum og
söluturnum um allt land.
Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi!
FJÖLVÍS
Síðumúla 6 Reykjavík
Sími 91-81290
Svo skal böl bœta
MEGAS
TOLLI
BEGGI
KOMMI
Bfl AGI
gramm
Uug^vagur 17 Slmi 12040
Framhald á bls. 4
skorið. Föðurnafninu, sem ég
nota alltaf, sleppt.
- Er það kannski Wathne-
fólkið, sem stendur að þessu?
spyr ég lögfræðinginn.
- Já, þér verður greitt vel ef þú
vilt breyta nafninu þínu og hætta
að kalla þig Wathne.
- Kemur ekki til mála, segi ég,
- ég á fullan rétt á þessu nafni og
ætla ekkert að fara að skrifta um
það, hvernig á því stendur. Ég
spurði lögfræðinginn hvort hann
ætlaðist til að ég léti má nafnið út
úr kirkjubókinni. Ég ætti bara
ekkert með það að fara að rugla
sjálfa kirkjubókina. Og við það
sat. En ég skrifa mig aldrei bara
Ottó Wathne heldur ætíð Ottó
Wathne Björnsson. Wathne er
ekki mitt ættarnafn og það gerir
allan muninn. Já, svona gekk
þetta nú til og er málið þar með úr
sögunni. Égþekki Wathne-fólkið
ekkert en efast ekkert um að það
sé ágætisfólk, þetta var bara allt
saman misskilningur.
Oftast einn
á ferð
- Einhver var að segja mér
það, líklega hann Lúðvík, að þú
hefir verið hestamaður.
- Hestamaður, jú. Hver er
hestamaður og hver er ekki
hestamaður? Menn verða ekki
hestamenn fyrir það eitt að eiga
hest og hestamaður getur sá ver-
ið, sem á engan hestinn. Ég hef
nú svo sem verið hrifinn af ýmsu
um dagana en engu eins og góð-
um og fallegum hestum.
- áttu hesta?
- Ekki núna en ég átti þá lengi.
Einu sinni 7 í einu. Þá reið ég oft
og mikið.
- J>ú hefur nú komist nokkuð
langt á 7 hestum, fórstu ekki
stundum í langferðir?
- O-jú, það kom fyrir. Einu
sinni fór ég vestur undir Jökul.
- Varstu þá einn á ferð?
- Já, já, ég var oftast einn.
Þetta var oft svoddan fyllerí þá í
sambandi við útreiðarnar. Ég
vildi ekki sjá neitt helvítis fyllirí.
Fermingargjöfin
Fyrsta hrossið, sem ég eignað-
ist, var folald, sem ég fékk í ferm-
ingargjöf. Ég var þá kominn til
Hafnarfjarðar en folaldið var
vestur í Kolbeinsstaðahreppi.
Það fór nú illa, með þá ferming-
argjöf. Hún fórst í mógröf daginn
áður en átti að ferma mig.
- Það eiga nú sex hryssur eftir
að kasta hér á bænum, sagði
blessuð konan hún Pálína, sem
ætlaði að gefa mér folaldið, - og
þú færð folaldið undan næstu
hryssu, sem kastar. Svo kasta
þrjár hryssur í Tröð, hjá henni
Pálínu, en það drepst undan þeim
öllum.
- Það er sama, segir Pálína -
Mósa mín á eftir að kasta og þú
færð folaldið undan henni. Pálína
var ljósmóðir og Mósa var
reiðhrossið hennar þegar hún fór
að vitja sængurkvennanna, svona
þægilegurskeiðari. Ogviti menn.
Þarna kom þá Mósa gamla með
fermingargjöfina, mósótta
hryssu. Mikið held ég að það sé
nú skemmtilegra að fá lifandi
fermingargjafir en dauðar.
Extra kyn
Ég var oft kaupamaður hjá
Pétri í Höfn í Melasveit. Ætli ég
hafi ekki verið þar ein sjö sumur.
Einu sinni þegar ég réði mig hjá
Pétrí þá vantaði mig hest, gat
ekki keypt hann því ég var pen-
ingalaus, en setti upp að fá hest í
kaupið. En það gekk í stappi með
að fá það, sem ég sætti mig við.
Loks sagði Pétur:
- Fáðu tryppi undan henni
Hvítanessblesu. Hann Guðni í
Sunnu átti það kyn.
- Þetta er extra kyn, sagði Pét-
ur.
- Og ekki leyndi það sér nú.
Blesa bæði beit og sló, alveg
bandvitlaust helvíti. Það mátti
enginn koma nálægt henni. Hún
stökk yfir alla veggi í réttinni og
yfir hrossin.
- En það er þarna með henni
tveggja vetra foli, jarpur sem þú
getur fengið, sagði Pétur.
Ég var nú tregur til að ganga að
þessu, ætlaði að fá fullorðinn hest
en ekki tveggja vetra tryppi. En
ákvað að hugsa málið. Blesa var
fyrir innan á og allt, sem til var
undan henni, fylgdi henni alltaf
eftir og lá úti allan ársins hring.
Svo einn sunnudagsmorgun fór
ég að skoða hópinn. Ég truttaði
við hrossunum og þau tóku
sprett. Og það var eins og við
manninn mælt: Þarna dansaði
þetta jarpa tryppi á töltinu og
höfuðburðurinn alveg hrífandi.
Þegar ég kem heim segi ég við
Pétur:
- Jæja, nú er ég ákveðinn.
Pétur skildi hvað klukkan sló
og segir:
- Fórstu til Blesu? Já, mér datt
í hug, og þú ert að hugsa um að
taka þann jarpa?
- Já, mikið lifandis ósköp
gengur tryppið failega. Og ég
keypti hann og Jarpur varð alveg
landsfrægur.
Já, já, svo var ég marga vetur
hjá Þorgeiri í Gufunesi. Fínn karl
það. Og þar var nú nóg af hross-
unum. Og kappreiðar, já, já,
blessaður vertu. En nú er þetta
orðið nokkuð langt að baki.
Þeir hafa bara
ekki nennt því
- Hvað hefurðu svo stundað
seinni árin?
- Ja, ég fékkst nú nokkuð lengi
við það að kaupa og selja flöskur,
fékk þær líka stundum gefins. En
það var ekkert upp úr því helvíti
að hafa. Þetta var enginn at-
vinnuvegur, enda var hann ekk-
ert styrktur. Ég varð að kaupa
leigubíla til að tína þetta saman
um allar jarðir svo það fór mest í
kostnað, biddu fyrir þér. Ríkið
gaf 10 aura fyrir stykkið svo þú
sérð að maður mátti nú passa sig.
Og allt í einu hætti svo ríkið að
kaupa flöskur. Þar fór það illa að
ráði sínu. Þeir sögðu að það borg-
aði sig ekki að þvo þær. Helvítis
vitleysa. Þeir hafa bara ekki
nennt því. Þvotturinn skapaði þó
atvinnu. Þá sat ég uppi með dé-
skoti miklar birgðir sem ég varð
bara að henda. Já, það geta verið
víðar birgðir en í kjöti og skreið.
Uss, það eru
engin sölulaun
En svo fór ég að selja egg.
Gekk með þau í hús. Hafði 10%
af sölunni. Það var fjandi lítið því
þetta var mikið puð og oft í
blindbyl og hálku. Bara hunds-
bætur. Þeir tímdu ekkert að
borga þó að þeir væru að sækjast
eftir mér til að gera þetta.
Ég taldi eggin en vigtaði þau
ekki. Samt voru eggin ákaflega
misjöfn að stærð. Frá einum
þremur mönnum, sem ég seldi
fyrir, voru hænueggin eins og
álftaregg. Ég veit eiginlega ekki
hverskonar hænsni það hafa ver-
ið. Þau voru frá búum í Kópa-
vogi, inni í Blesugróf, en ég man
nú ekki hvar eitt var. Sá í Bles-
ugrófinni hét Hjörtur og átti
seinna heima frammi á Nesi.
Hjörtur frétti af mér og gerði mér
boð um að finna sig. Sagðist eiga
tvö herbergi full af eggjum, sem
hann yrði að fara að koma út.
Hjörtur spurði hvað ég hefði í
sölulaun og honum er sagt það,
10%.
- Uss, það eru engin sölulaun
ef maðurinn er duglegur að selja.
En það dróst nú fyrir mér að
finna Hjört enda hafði ég nóg að
gera. Svo kom ég til kunningja
míns, Dóra, og þá er Hjörtur þar
staddur.
- Þarna er nú snillingurinn,
segir Dóri og bendir á mig.
- Já, ég verð að fá að tala við
hann, segir Hjörtur. - Sæll manni
minn, þú fæst við eggjasölu?
- Já, það er sagt svo.
6 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 8. júlí 1984
- Já, ég hef verið að eltast við
þig í marga daga.
- Það þýðir ekkert, ég er með
það mikið á minni könnu, er með
8 framleiðendur með stór bú.
- Jú, góði, gerðu þetta nú fyrir
mig, lítt, á þessar birgðir mínar.
Ég sendi bíl með þig til baka.
Geturðu ekki komið í kvöld?
Ég kom svo til hans um kvöld-
ið. Þá var hann að gefa kúnum
því hann var með stærðar bú.
Hjörtur sýnir mér eggin. Jú, það
var engu logið, tvö full herbergi.
- Heldurðu ekki að þú verðir
einar 3 vikur að selja þetta?
- Þá eru nú illa rekin tryppin ef
það tekur 3 vikur. Heyrðu, kann-
ski ég taki eins og tvo kassa
snöggvast með mér inn í Klepps-
holt, fæ ég ekki strákinn þarna til
þess að skjóta mér?
- Sjálfsagt, og svo hringirðu
bara þegar þú vilt koma til baka
og þá verðurðu sóttur. Svo fer
Hjörtur.
- Ég tek 9 kassa en þú minnist
ekkert á það við Hjört, segi ég við
strákinn.
Ég byrja svo strax að selja og
eftir hálfan annan klt. hringi ég.
- Ertu búinn að selja úr öðrum
kassanum? spyr Hjörtur í sím-
ann.
- Ég veit það ekki, það getur
vel verið, segi ég.
- Við látum þetta gott heita, ég
sendi eftir þér og svo færðu þér
bita með okkur.
Svo heilsar Hjörtur mér: -
Velkominn, gerðu svo vel,
hvernig gekk, laukstu við að selja
úr báðum kössunum?
- Já, það tókst, segi ég ogfer að
tína peninga upp úr vösunum.
Hirti þykir þetta nokkuð mikið
fyrir tvo kassa og hefur orð á því.
- Veistu hvað ég tók marga?
- Strákurinn sagði að þeir
hefðu verið tveir.
- Þeir urðu 9.
- Ertu búinn að selja úr 9
kössum á einni og hálfri klukku-
stund.?
Og þeir borga þér 10%. Ég geri
mér það ekki til skammar að
borga þér ekki meira.
Og það gerði hann líka.
Eftir viku var ég búinn að selja
allt úr þessum tveimur herbergj-
um. - Já, mikill helvítis gammur
ertu, sagði Hjörtur þá.
Eln knœf í
Kleppsholtinu
- Seldurðu stóru eggin ekkert
dýrara?
- Nei, nei, á sama verði. Ég
reyndi bara að jafna þessu.
- Vildu þá ekki sumir velja úr?
- Jú, til var það en það kom
auðvitað ekki til mála. Engin
forréttindi. Allir eiga að sitja við
sama borð. Jú, það var t.d. ein
knæf í Kleppsholtinu, við Lang-
holtsveginn. Hún var Skagfirð-
ingur eins og þú og Svaðastaða-
kynið. Voða frek, en átti góðan
mann og indæla dóttur. Hún vildi
fá að velja úr eggjunum.
- Nei, ég vel eggin, segi ég.
- Nei, takk, ég er norðan úr
landi og læt ekki kúska mig.
- Mig varðar bara ekkert um
hvaðan þú ert, þú mátt vera úr
öllum áttum fyrir mér. En ég vel
eggin handa þér eins og öðrum.
Ég sá að dótturinni leiddist
þetta og ég segi við hana:
- Komdu með ílát, ég ætla að
velja handa þér egg.
Hún gerir það og borgar. Og ég
valdi eggin ekki af verri endanum
því þessi stúlka átti allt gott
skilið.
- Þessi dóttir þín er ekkert
nema kurteisin en hún hefur ekki
lært hana af þér, sagði ég við
frúna og fór.
- Það kom fyrir að það var
dálítill gusugangur í þessu en yfir-
leitt var þetta ágætis fólk, sem
maður skipti við.
- Nú ertu að verða áttræður,
ætlarðu að halda afmælisveislu?
- Ég veit nú ekki, maður verð-
ur náttúrlega alltaf að reyna að
hafa eitthvað fyrir stafni, segir
Ottó Wathne Björnsson.
-mhg