Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Pað er alveg klárt mál að það er ekkert að marka þegar Magn- ús Gunnarsson hjá Vinnuveit- endasambandinu heldur því fram að það séu ekki nema örfá félög búin að samþykkja að segja upp samningunum í haust. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær á skrifstofu Dags- brúnar. „Hann gerir sér ekki grein fyrir því, blessaður maðurinn, að það- eru fjölmörg félög sem hafa aflað sér heimildar tii uppsagnar en hafa ekki sent Vinnuveitenda- sambandinu hraðbréf um það. Honum er rétt að hafa í huga að það er nú ekki nema eins mánað- ar uppsagnarfrestur á samning- unum, þannig að uppsagnirnar þurfa ekki að berast nema fyrir 1. ágúst.“ Einhugur í Verka- mannasambandinu „í vikunni var til dæmis sam- Guðmundur J. Guðmundsson Uppsögn samninga ekki sama og verkfall þykkt einróma að segja upp samningum fyrir hönd Dagsbrún- ar og verkakvennafélagsins Framsóknar. Framtíðin í Hafnar- firði hefur líka samþykkt upp- sögn án þess að hafa gert Magn- úsi Gunnarssyni eða Vinnuveit- endasambandinu sérstakt hraðboð um það. Fjöldi félaga er líka búinn að boða fundi til að fjalla um uppsögn samninga, þannig að það kann að koma ann- að hljóð í strokk þeirra hjá Vinn- uveitendasambandinu þegar þeir opna póstkassann sinn að morgni 1. ágúst“. „Nú, það má líka minna á formannafund Verkamannasam- bandsins 19. júní síðastliðinn, þarsem meginþorri formanna fé- laga innan sambandsins var mættur auk fólks úr sambands- stjórninni. Og þar voru settar fram hreinar og klárar tillögur: lágmarkstaxtinn í dagvinnu skyldi verða 14 þúsund krónur og þetta var samþykkt samhljóða! Ekki eitt einasta mótatkvæði!" - Er það sök Verkamannasam- bandsins að ekki verður samflot í samningunum einsog síðustu ár? Við þessa spumingu hallar for- maður Dagsbrúnar sér fram og segir af miklum þunga. „Það má vafalaust segja að við berum á því höfuðsök, ef sök skyldi kalla. Ég skal segja þér að það er svo gífur- legur urgur í Verkamannasam- bandinu yfir þeim vitleysisgangi sem hefur skapast útaf lágmarks- tekjutryggingunni, að það yrði hreinlega ekki hægt að halda því saman ef við gerðum það ekki að höfuðkröfu að lægsti dagvinnu- taxtinn yrði 14 þúsund og tekju- tryggingunni hreinlega ýtt út!“ Guðmundur kveðst að vísu viðurkenna að hugsunin á bak við tekjutrygginguna hafi verið góð, en hún gangi einfaldlega ekki í framkvæmd, og hefur þung rök því til stuðnings. „Sjáðu til“, segir formaður Dagsbrúnar með þungri áherslu. „Allir taxtar Verkamannasam- bandsins eru fyrir neðan tekju- trygginguna, að einum undan- skildum. Þetta veldur því, að þegar farið er að reikna út yfir- vinnukaupið þá er miðað við taxta sem eru neðan við dag- vinnutekjutrygginguna. Þegar upp er staðið þá kemur svo í ljós að yfirvinnuálagið er ekki nema 20 prósent miðað við dagvinn- una! Heldurðu að þetta sé nokk- urt vit - heldurðu að verkafólk sætti sig við þetta? En þessu veld- ur tekjutryggingin, þrátt fyrir að í gildi séu samningar sem ícveða á um 40 prósent álag.lágmark fyrir eftirvinnu og 80 pi ósent fyrir næt- urvinnu! Það er gífurleg óánægja og reiði yfir þessu hjá verka- fólki“. Starfsaldurshækkanir og bónus „Ég skal nefna þér annað dæmi. Verkafólk hefur aldurs- hækkanir samkvæmt samningi sem fara stighækkandi eftir starfsaldri. Til dæmis hefur fólk sem hefur sex ára starfsaldur 12.5 prósent álag. En þetta erekki miðað við tekjutrygginguna og mismunurinn á henni og dag- vinnutöxtunum veldur því að þessar starfsaldurshækkanir sök- kva, þær einfaldlega eýðast. Ný- græðingurinn og hinn sem búinn er að vinna lengi við starfið fá sömu laun“. „Sama gildir um bónusinn. Á sínum tíma voru gerðir samning- ar um bónusinn og auðvitað miðað við dagvinnutaxtana. En af því þeir eru lægri þá þýðir þetta einfaldlega að með því að búa til kauptrygginguna er verið að láta fólk í bónus gefa frá sér röskar 12 krónur á klukkustundina! Það vinnur að hluta til ókeypis! Þetta er auðvitað brot á grundvallar- hugsun allra bónussamninga“. „Svo er verið að óskapast yfir þénustunni hjá þessu fólki sem vinnur í bónus uppá þetta fífla- lega kerfi, og nefndar til ein- hverjar ótrúlegar tölur. En sannleikurinn er sá, að bónus- þénustan hjá konunum í fiskinum er ekki nema 30 prósent. Á nokkrum stöðum er það minna, á nokkrum stöðum meira. En það er hins vegar ekki talað um þessi 30 prósent, nei - það er alltaf miðað við bónusdrottningamar, þær sem eru allra duglegastar.“ Af konum leita 71% lœknis „Altso, það er verið að óskapast yfir þénustu þessara kvenna sem vinna fyrir bónus, sem svo er að hluta til stolinn af þeim aftur. En ég skal segja þér eitt - innan tíðar verða birtar nið- urstöður stórmerkrar könnunar á því hvemig bónuskerfið fer með fólk og þar kemur í ljós, að hvorki meira né minna en 71 prósent kvenna sem vinna í fiski þurfa að leita til læknis á síðustu 12 mánuðum útaf bólgum og líkamlegu sliti. Könnunin var mjög víðtæk og svöranin yfir 93 prósent þannig að þessar niður- stöður eru afar marktækar. Hugsaðu þér bara: yfir 70 prósent eða mikill meirihluti þeirra kvenna sem vinna í fiskvinnslu hreinlega skemma sig á bónusn- um! Þetta er hræðileg staðreynd, það er ekki hægt að orða það öðravísi. Og að síðan skuli verið að stela réttmætum bónus af þessum konum er svo óréttlátt að það ná hreinlega engin orð yfir það. Því verður aS breyta og því verður breytt!“. Hér dynur hnefi formannsins á borðinu til að ekki færii á milli mála að hér standa meir en orðin tóm. „Við höfum því einsett okkur að breyta þessu óréttláta kerfi sem segja má að tekjutryggirigin hafi skapað. Og það er eftirtekt- arvert að þau félög sem búa við launaflokka undir tekjutrygging- unni, þau standa saman í þessu máli einhuga. Og Verkamanna- sambandið mun sjá til þess að undir þennan leka verði sett - frá því verður ekki hvikað". Uppsögn samninga er ekki verkfall „Hjá Verkamannasamband- inu eram við núna að vinna af miklu kappi við að fækka töxtum, það eru allar líkur á að þeir verði ekki nema fimm en með ýmsum breytingum þar á milli. Undir- búningurinn að okkar kröfugerð stendur sem hæst og við erum með tíða fundi um það mál“. „Á fundi Dagsbrúnar í vikunni var mikill einhugur meðal manna um að segja upp samningunum, enda vorum við búnir að ræða þau mál á tveimur félagsfundum áður og stjórnin búin að leggja til uppsögn og trúnaðarráðið sömu- leiðis. Á þessum félagsfundi lagði ég rika áherslu á að sá fundur væri einungis haldinn til þess að ræða uppsögn samninganna en ekki hvort - eða hvenær - yrði boðað til verkfalls. Þvert á móti lagði ég mikla áherslu á að tíminn fram til 1. september yrði notað- ur eins vel og framast væri unnt til að reyna samningaleiðina til þrautar. Þetta hefi ég og Verka- mannasambandið tilkynnt Vinnuveitendasambandinu og sagt þeim það refjalaust að við myndum taka það mjög óstinnt upp ef það yrði ekki gert“. „Ef það hinsvegar gengur ekki, og við kynnum að þurfa að grípa til verkfalla þá tilkynnti ég það á fundinum, að engin ákvörðun um verkfallsboðun yrði tekin fyrr en eftir að það mál yrði rætt ýtarlega Verkamannabústaðir Úthlutað 100 lóð- um í Grafarvogi Framkvœmdir hefjast nœsta vor. Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti í gær að úthluta Verkamannabústöðum í Reykja- vík lóðir í Grafarholti undir 60 íbúðir í fjölbýlishúsum og 40 íbúðir í raðhúsum. Þá getur borg- arráð einnig gefið stjórn Verka- mannabústaða fyrirheit um lóðir undir 100 íbúðir til viðbótar ann- ars staðar í borgarlandinu. „Við höfum fyrirheit frá borg- arstjórn um 200 íbúðir í Grafar- voginum og það var orðin mjög mikil þörf á því að fá úthlutun. Nú er hún komin og við munum þegar setja í gang undirbúning að skipulagi og hönnun þessara íbúða", sagði Guðjón Jónsson formaður stjórnar Verkamanna- bústaða í Reykjavík í gær. Guðjón sagði að stefnt væri að því að framkvæmdir gætu hafist á þessum lóðum í Grafarvogi strax næsta vor. Aðspurður hvernig Verkamannabústaðir væru í stakk búnir til að hefja þessar framkvæmdir eftir hinn mikla niðurskurð ríkisstjórnarinnar á framlögum til félagslegra íbúða- bygginga, sagði Guðjón: „Við höfum fengið þessum lóðum úthlutað sem þýðir að það er ákvörðun þessarar sveita- stjórnar að byggja þessar íbúðir samkvæmt hinu félagslega kerfi og okkur er falin sú framkvæmd. Við munum því sækja um fjár- magn til þeirra framkvæmda og það verður þá að reyna á það. Þetta er ákveðið, lóðirnar eru til og það er þá spurning hvort Húsnæðisstofnun ætlar að stöðva þessar nauðsynlegu framkvæmd- ir“. - |g. Seðlabankinn Fyrirtækin græða á kjaraskerðingunni Bættur hagur banka og fyrir- tækja endurspeglast í upplýs- ingum frá Seðlabankanum um flokkun innlána hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum á síðasta ári. Þar kemur fram að hreyfing- in á innlánum er 145% hjá at- vinnuvegunum meðan hún er að- eins 82% hjá einstaklingum. Hjá peningastofnunum er hún 136% og hjá ríki og sveitarfélögum er hún 101%. Þá kemur glögglega fram við samanburð á flokkun innlána og útlána að sparifé ein- staklinganna er notað til að lána fyrirtækjunum. f allri hógværð sinni viður- kennii Seðlabankinn í Hagtölum mánaðarins að hlutur atvinnufyr- irtækja í heildarinnlánum hafi vaxið um 4.5% „og kann það ef til vill að endurspegla bættan hag fyrirtækja efnahagsaðgerðir rík- isstjórnarinnar“, segir orðrétt. í töflu um samanburð á skipt- ingu inn- og útlána kemur greini- lega fram hvernig bankarnir miðla fjármagninu frá einstak- lingum til fyrirtækjanna í gegnum bankakerfið. í Hagtölum mánað- arins er þetta orðað svo: „Ein- staklingar hafa meiri spamaðar- hneigð ef fyrirtæki og peninga- markaðurinn miðlar sparifénu til atvinnuveganna". -óg Tafla 1. Flokkun innlána eftir þjóðfélagsgreinum Viðskiptabankar og sparisjóðir. 31.12.1982 31.12.1983 Stada Hlutfall /o Staða Hlutfall % Hreyf- mg. % Atvmnuvegir 1288 13,3 3151 17,8 145 Penmgastofn 480 5,0 1134 6.4 136 Ríki, sveitarf. 237 2,4 477 2,7 101 Einstaklingar 4805 49,6 8744 49,4 82 Óflokkað 2873 29,7 4184 23,7 46 Samtals 9643 100,0 17687 100,0 83 Tafla 2. Samanburður á skiptingu inn- og útlána eftir atvmnugreinum pr. 31.12. 1983 Viöskiptabankar og sparisjóðir. / m kr (!) (2) (1-2) (1/2) Innlán Útlán Nettó Hlutf., % Atvinnuvegir 3351 13390 -10039 25 Penmgastofn. . . 1206 947 259 127 Ríki, sveítarf. 507 991 -484 52 Eínstaklingar . 9300 2698 6602 245 Óflokkað 4450 4450 Samtals 18814 18026 788 104 á enn öðram félagsfundi, sem tæki ákvörðun um hvort Dags- brún færi í samninga. Ég legg áherslu á það, að þó félög sam- þykki að segja upp samningun- um, þá er alls ekki verið að ana beint út í verkfall. Á fundinum vora allir sammála um það. Á þetta vil ég leggja þunga áherslu", sagði Guðmundur að lokum, „að þó samþykkt sé að segja upp samningunum, þá er alls ekki verið að samþykkja verkfall. Það er einhugur í stjóm Dagsbrúnar og Verkamanna- sambandsins um að áður en til verkfallsboðunar kæmi þá yrði það mál aftur rætt á félagsfund- um áður en nokkur ákvörðun yrði tekin“. - ÖS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.