Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 16
LISTIRII „Jóhann Strauss er maður að mínu skapi" Áður en Rúholla Khomeini leiðtogi íslömsku byltingarinn- ar í íran hvarf aftur til heima- lands síns, var hann spurður að því hvort eitthvað í evróp- skri menningu hefði haft áhrif á hann. Hann svaraði því til að ekkert í evrópskri menningu hefði snortið hann. En svo hugsaði hann sig um að loknu svari og bætti við: „Jú, ann- ars, Jóhann Strauss er maður að mínu skapi. Hann er hið eina úr vestrænni menningu sem við munum hafa brúk fyrir. Það er ágætt að láta íran- ska hermenn marséra undir tónlist hans.“ Ég minntist þessara orða leiðtogans þegar mér barst til eyrna þessi drepleiðinlegi bumbusláttur sem á öldum hljóð- vakans heitir „létt-sígild tónlist". Þetta var um síðustu helgi, en það þarf ekki helgarnar til því þessi hljómlist glymur í tíma og ótíma hvenær sem þáttaskil verða í dag- skrá útvarpsins. Ríkisútvarpið er býsna gott og mikil menningarstofnun, meiri en flestar í þessu landi. Úr sam- anburði við áþekkar stofnanir er- lendis kemur útvarpið okkar vel út, jafnvel þótt ekki væri tekið með í reikninginn hversu lítið og fjárvana það er. Alla mína tíð hef ég notið þess að hlusta á dagskrá sem er fjölbreytt og fróðleg svo undrum sætir, en þá ber ég hana saman við dagskrá margra vel- megandi stöðva erlendis. Sem dæmi má nefna að afar sjaldan heyrist í Ríkisútvarpinu þetta eilífðarsuð sem byggist á sí- bylju talsjúkra froðusnakka. Suðið myndast þegar þulir taka sífelltframmi fyrir tónlistinni sem 'þeir eru að reyna að kynna og leyfa engum að syngja út. Þessi hljópvarpsstefna er ættuð þaðan sem amfetamín-neysla er mikil meðal fjölmiðlafólks, enda má gjörla þekkja sjúkdómseinkenn- in. Þulirnir hætta að geta sofið og pissað eðlilega og eru því í sífelld- um spreng. Nokkrum kauðum hjá Ríkisút- varpinu finnst þetta flott (senni- lega vegna þess að svona er þetta í Kananum) og hafa þvf gert til- raunir með slíka munnræpu á laugardögum. En þá skortir nægjanlegt púst, sennilega vegna þess að þeir eiga ekkert spítt til að „kýla á netta nös“ og springa þ.a.l. fljótt. Það er því lítil hætta á að Ríkis- útvarpið verði þess háttar blað- urskjóðum að bráð, enda ekki samkeppnishæft í slíku mara- þoni. En það er annar fúll pyttur sem stundum bíður hönnuða dag- skrárinnar. Það er þurrdrumbs- háttur í kynningum, einkum á klassískri tónlist og sífelldar end- urtekningar á sömu stefjunum. Ég gat þess í grein um síðustu helgi að ég væri hræddur við þá uppástungu að gera Listahátíð að stofnun. E.t.v. hef ég haft kynn- ingar Ríkisútvarpsins á sígildri tónlist í huga, því sú listgrein set- ur hvað mestan svip á hátíðina. Það er nefnilega svo mikil stofn- analykt af kynningum hljóð- varpsins á þessari eftirlætistónlist sinni að hún er dæmd til að fara halloka fyrir annars lags hljóm- list. Ég kalla það stofnanalykt þeg- ar lofta þarf út svo starfsfólk sofni ekki þegar það les skýrslur um það sem hlustendur eiga í vænd- um frá þessari eða hinni tónlistar- hátíðinni úti í heimi. Þar er nefni- lega mest áhersla lögð á það sem engu máli skiptir, s.s. dagsetning- ar, ópusa og „heiti“ á köflum: „Kaflarnir heita allegro, lento. o.s.frv. Ekki vissi ég að kaflar „hétu“ sérstökum nöfnum. Ég hef staðið í þeirri meiningu að orð eins og „allegro“ og „lento“ væru lýsing- arorð komin úr ítölsku og þýddu „kátur“ og „hægur“. Með lýsing- arorðum hélt ég maður notaði sögnina „að vera“ en ekki „að heita“ nema lýsingarorðum væri breytt f heiti og notuð yfir skepnur, þá með stórum staf. En þetta sýnir einmitt sofanda- háttinn. Það er ekki nóg með að verið sé að þylja yfir hlustendum orð sem þeir skilja illa, svo virðist sem höfundar kynninga og þulir botni heldur ekkert í þeim. Að kynningu lokinni er svo tónlistin leikin án frekari greinargerðar eða lýsingar. Hafi hlustendur lítinn áhuga, slokknar hann alveg eftír slíka matreiðslu. Þeir sem frekari áhuga hafa eru einnig sviknir. Þá langar flesta til að vita meira um tónleikana, en þeir hafi verið haldnir í Belgrad eða Björgvin þennan eða hinn mán- aðardaginn. HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf Garðabær, Einbýli Vorum aö fá í sölu stórglæsilegt einbýli - 5 - 6 svefnherbergi, stórt eldhús, borðstofa, 2 stofur og blómaskáli - Þvottahús meö innréttingum og vinnuherbergi 2 baöherbergi og gestasnyrting. - Tvöfaldur bílskúr og bíl- skýli. Verð 6.5 - 7.0 milj. Bráðræðisholt Vesturbær Lítið tvílyft timburhús ca. 80 - 90 fm. 2 her- bergi uppi - Stofa, eldhús, og herbergi niðri. Verð 1.650 þúsund. 50% útborgun. Eftirst. á 6-8 árum. Snorri Welding, Árni Þorsteinsson Birna Jónsdóttir, Sævar Pálsson 3ja herb. sérhæð m/bílskúr í Kópavogi 98 fm. Efri hæð - 2 svefnherbergi. - Allt sér. - Góðar innréttingar. - Skipti á 3ja herbergja íbúð í Miðbæ Reykajvíkur. Verð 2.400 þús. Hvassaleiti Höfum fengið í sölu 3ja herb. íbúð + bílskúr við Hvassaleiti. - Mjög vel staðsett. - Björt. Verð 1.850 þúsund. Barmahlíð 3ja herb. jarðhæð með sér inngangi - 80 fm. - Rúmgóð íbúð. - Nýstandsett sameign. Verð 1.500 þúsund. Laus strax. c^MA^KIPTI EP'' ftRUGGARL FASTEIGNASALAN OPIÐ Mánudag - föstudag kl. 9 - 18 um helgar 13 - 17. simar 687520 39424 687521 Bolholti 6 4. hæö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.