Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 5
INN SÝN Þegar gengiö var til sveitarstjórnarkosninga fyrir 2 árum og þingkosn- inga fyrir ári, bar mikiö á þeim almenna áróöri, aö „gömlu“ flokkarnir væru sekir um nánast hvaö sem aflaga fer í þjóöfélaginu. Þannig var t.d. sagt aö Al- þýöubandalaginu væri um aö kenna hversu fá barna- heimili væru í Reykjavík, þingflokki Alþýöubanda- lagsins kennt um aö herinn væri í landinu og þar fram eftir götum rataöi þessi orörómur í öfgum sínum. Samkvæmt nýjustu tölum frá Ak- ureyri t.d. var 51 karl atvinnulaus meðan 120 konur voru þar á sömu skrá. Niðurstöður könnunar um hagi einstæðra foreldra gefa ámóta skelfilega mynd af stöðu kvenna, hér og nú. Það er nánast sama hvaða þáttur er skoðaður í h'fi einstæðra foreldra sem að miklum meirihluta til eru konur; í öllum greinum blasir hið sama við, eymd og skelfing. Hinir ein- stæðu foreldrar búa við húsnæð- iseklu, skólagöngu langt fyrir neðan meðaltal, vinnuþrælkun, hafði áreiðanlega ekki lítið að segja um það, að fegurðarsam- keppnir þessar lögðust nánast af um nokkurra ára skeið. Á seinni árum og tímum hafa slíkar kroppasýningar færst í aukana á ný. Ungfrú sól og ungf- rú sunna. Getur þessi öfugþróun átt sér einhverja skýringu í því viðhorfi ýmissa kvenna og sam- taka þeirra í pólitíkinni, að heiðra og virða hlutverk konunn- ar eins og það er? Getur verið að sósíalistarnir í Rauðsokka- hreyfingunni hafi verið glögg- skyggnari á markaðsgervum kon- unnar en kvennalistar nútímans, sem ekki viðurkenna mun á hægri og vinstri? Margir telja, og ekki einungis pungrottur á vinstri vængnum, að sú uppáfynding kvennalista að staðsetja sig póli- tískt á miðju og sækja sjálfsmynd sína í að vera hvorki með né móti hægri og vinstri, birtist útávið á pempíulegan hátt; heilags anda svipur á öllu saman. Nú bið ég lesendur að virða mér það til vor- kunnar, að segja frá því sem ég hef heyrt. Hér er ekki um það að ræða að verið sé að hrópa að kvennalistaliðinu: andapíka, andapíka eins og hjá Laxness forðum, heldur verið að benda á, að okkur dauðleiðum karlpungum tekst ekki að eygja þá vængsprota á herðablöðum kvennalistakvenna, sem þar ætti að sjást móta fyrir - miðað við málflutning þeirra. Kapítalið gegn konum Lakari staða kvenna á vinnu- markaði er ekki einungis fólgin í því, að þær verði fyrr og meir fyrir barðinu á atvinnuleysi en karlar. Ámælt er, að á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið veru- legt launaskrið síðustu mánuði þannig að samningsbundnir taxt- ar hafa mjög víða látið undan. Kemur þar margt til, m.a. það að þeir eru það lágir að fólk getur ekki lifað af þeim. Hitt ræður þó meiru sem sést best af því, að sams konar launaskrið virðist ekki hafa orðið annars staðar á landinu en hér, nefnilega lögmál kapítalsins um framboð og eftir- spurn. Þvert á þann málflutning hægri manna, að frelsi í við- skiptum leiði til sjálfstjórnar og frá miðstjórnun, gerist það þegar kapitalið fær að leika lausum hala, að miðstjórn vex. Ríkis- stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur létt mörgum böndum af fyrirtækjun- um og peningastofnunum. Hún hefur sleppt markaðsöflunum lausum. Áuðsjáanlegar afleið- ingar þessarar stefnu eru þær, að þenslan vex á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem upphleðsla’ auðmagnsins er mest og útþensla þess. Hann fussar áreiðanlega og sveiar forstjórinn á Flateyri sem var að kvarta undan fjármagns- flótta frá landsbyggðinni til Reykjavíkur i Mogganum á dög- unum, þegar hann heyrir á Marx minnst. En engu að síður er það sem er að gerast nú í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar skóla- bókadæmi um réttmæti marxí- skra kenninga. Nú er það vitað að meiraðsegja á höfuðborgarsvæð-. inu, þar sem þenslan og launask- riðið er mest, fara konur halloka í launasamkeppni við karla. Það heyrist ekki mikið talað um launaskrið á saumastofum, fisk- verkunarstöðum eða yfirleitt annars staðar á láglaunastöðum þar sem konur eru mjög fjöl- mennar. Þó er dæmi hins, - og þá kemur aftur að lögmálinu um framboð og eftirspurn og sam- keppni fyrirtækjanna um vinnu- afl, sem hittir konur fyrir jafn sem karla t.d. í verslun og noickr- um tegundum þjónustu á Reykjavíkursvæðinu. Nú þykist greinarhöfundur hafa undirstrik- að enn einu sinni að við eigum í höggi við auðvaldið í sinni ferleg- ustu mynd, sem spyr ekki um kynið á fólki, heldur hvað megi á því græða. Fallið í freistni í upphafi þessarar greinar var á það minnst, að kvennalistar hefðu hugsanlega fallið í þá freistni, að notfæra sér söguleysið í samkeppninni um atkvæðin. Nú er því söguleysi ekki lengur til að dreifa - og nú er til að mynda kvennalisti á alþingi kominn með reynslu. Og þjóðin með reynslu af starfi þingflokksins. Kvennalistar og nýflokkar yfir- leitt eru ekki einir um að notfæra sér söguleysi. Ýmislegt veit á að hraði nútímans sé slíkur að póli- tískt minni fólks nái oft ekki ýkja langt aftur í tímann. Það er erfitt að fullyrða um slíka hluti, en oft sækir að manni sá grunur að það sé greinanlegur munur á milli landsbyggðarinnar og höfuð- borgarsvæðisins í þessu efni. Að fólk úti á landi hafi betra minni en þéttbýlingarnir syðra. Víða á landsbyggðinni fær fólk dagblöð- in mörg saman í einum pakka - les í einu samfellda heild yfir nokkra daga. í Reykjavík blífur augnablikið. Dagblöðin eiga einn slæman þátt í þessu, með því að vera skrifuð fyrir þetta augna- blik, og hið ritaða mál er meira skrifað á hlaupum svo úr verður roka og hroði. Feðurnir hikuðu og - hugsuðu áður en þeir ráku fjöðurstafinn á dýrmætt skinnið, - og ódauðlegt orðið var varð- veitt eftirkomendum til nautnar og hugðarhægðar. Nútíma fjöl- miðlun endurspeglar og máski skapar að hluta þennan hraða og hroða - og á sinn þátt í skammtímaminni nútímamanns- ins. Forheimskun hans? Dagblað er skrifað fyrir daginn í dag - og í trausti þess að fyrnist, fýkur mjög lágkúran frá okkur á pappír. Þetta þarf ekki að vera með vituð illska - kann eins að vera af- leiðing hraðans á vinnustöðum fjölmiðlanna. Öðruvísi söguleysi Fornar dyggðir eru nú orðnar aðhlátursefni án þess að nokkur hafi orðið var við breytinguna. Söguleysið í vfðtækri merkingu er orðið einhvers konar algleymi sem þjóðin öll er reiðubúin að gera út á. Eða má ekki skilja nið- urstöður könnunarinnar varð- andi gjaldtöku fyrir herinn á þann veg? Sá maður sem forðum lagði á sig mannraunir til að nálg- ast bókargrey og rýndi í það í lág- reistum kofa, vill nú vísast fá doll- ara fyrir að lána landið sitt fyrir herinn og kaupa hamborgara. Minjasafn höfuðborgarinnar er vettvangur kántrýsöngva á þjóð- hátíð þeirrar þjóðar sem hernam landið. Bandaríski sendiherrann fleipar opinberlega um að hann vilji ekki nafngreinda íslendinga til forsætis í ríkisstjórn, banda- ríska sendiráðið boðar til blaða- mannafundar í íslenska ráðherra- bústaðnum. Á sú þjóð sem þegj- andi og krjúpandi lætur bjóða sér slfka niðurlægingu einhverja sögu? Manni er nær að halda að fleiri geri út á söguleysi í þessari merk- ingu. Ogefsvo heldursemhorfir, þurfum við ekki að gera okkur áhyggjur af sjálfstæðri sögu þjóð- arinnar fremur en öðru sem gerir þjóð að þjóð. Óskar Guðmundsson Að gera út á söguleysið í fyrstunni hefði maður haldið að auðvelt væri að bregðast við áróðri af þessum toga. Auðvelt væri að benda á þátt Alþýðu- bandalagsins í uppbyggingu bamaheimila, andstöðu þing- flokks Alþýðubandalagsins við hersetunao,.s. frv. En í gjörning- um kosningabaráttunnar fannst fljótt að áróður kvennafram- boðsins og Bandalags Jafnaðar- manna af þessu tagi smó ótrúlega víða og hrein á vel. Það var nefni- lega ekki hægt að horfa framhjá því, að t.d. Alþýðubandalagið átti sér fortíð og sögu, þar sem á ýmsu hafði og hefur gengið. Nýju flokkarnir, sem svo voru nefndir þá, gátu notfært sér í áróðri að þeir væm „nýir“, að þeir ættu enga fortíð. Hægt er að gera því skóna, að nýir flokkar fái sjálf- virkt fylgi út á það eitt að vera „nýir“. Þeir gera út á söguleysið. Frá því áðurnefndar kosningar fóm fram, hefur margt vatn mnn- ið til sjávar - og þeir flokkar sem vom nýir í fyrra, eru nú orðnir gamlir - og hafa eignast sína eigin fortíð og sögu. Er réttlátt að svipast um í ís- lenska þjóðfélaginu í júlí 1984 og rekja breytingarnar frá því í árs- byrjun 1982, sem óneitanlega hafa orðið til hins verra fyrir al- menning, og segja: Sjá, hvað gerst hefur á tímabili kvennalist- anna? Nei, auðvitað ekki. En það er heldur ekki hægt að loka augunum fyrir því sem er að ger- ast, þrátt fyrir kvennalista og op- inber vakningarsamtök kvenna. Þannig hefur stórkapítalið og rík- isstjórn þess fengið að valsa um gagnvart launafólki, - þó frekar konum en körlum, án þess að verkalýðshreyfingin - eða kvennalistar hafi komið þeim vömum við að haldi. Óneitanlega stingur í augu við atvinnuleysisskýrslur, sem eru að berast frá þeim íandssvæðum sem efnahagsstefna ríkisst j órnarinnar þrengir mest að, hve konur em fjölmennar í hópi þeirra sem bætast við atvinnuleysisskrá. fátækt og basl. Það var reyndar táknrænt þá daga sem upplýsing- ar vom að berast úr könnuninni, að fjölmiðlar eins og sjónvarpið vom önnum kafnir í umræðu um það hvort sólarlandaferðir væru 1000 krónunum dýrari eða ódýr- ari og hverjum það væri að kenna. Enn hefur ekki verið boð- að til umræðufundar um niður- stöður þessarar könnunar. Fé- lagsmálaráðherrann hafði á orði að eitthvað þyrfti að gera í hús- næðismálum. Það var merkileg yfirlýsing, ekki síst í ljósi þess að núverandi ríkisstjórn hefur ráðist hve harkalegast að einu voninni um húsaskjól sem einstæðir for- eldrar hafa haft eitthvert gagn af til þessa í húsnæðiskerfinu, þ.e. verkamannabústöðunum. Fram kom að 27% þeirra fáu einstæðu foreldra sem búa í eigin húsnæði hafa eignast það í gegnum verka- mannabústaðakerfið. Það er í þessu samhengi umhugsunarvert að sá vottur félagslegs húsnæðis, sem verkalýðshreyfingin og flokkar hennar hafa þrátt fyrir allt komið upp í eignasjúku þjóðfélagi, skuli einnig verða fyrir barðinu á ríkisstjórninni. Konan sem markaðsvara Fyrir þá sem voru að taka út sinn pólitíska þroska um og upp- úr 1970 var jafnréttisbarátta kvenna einn veigamesti þáttur í lífsstreðinu. Á það var deilt, að markaðsöflin léku sér að því að gera konuna að markaðsvöru, hlutgera hana á sölutorginu innan um þvottavélar og eldavél- ar, eins og konan Alda varð þvottavélin Alda. Á þessum árum, blómaárum Rauðsokkahreyfingarinnar, varð harkaleg gagnrýni á afstyrmi þessa markaðsgjörnings á kon- unni, fegurðarsamkeppnir afar áberandi. Stöðugur áróður rauðsokkanna og athafnir þeirra Laugardagur 21. júlí 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.