Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 8
MENNING Sjáðu t.d. hvernig fötin eru bætt, - þetta gefur innsýn í líf fólksins og nauðsyn þess að nýta alla hluti til hins ýtrasta‘% sagði Nanna. Á ljósmyndunum á sýningunni má sjá glögglega hvernig líf kvennanna hefur verið á þessum tímum, þegar menn voru fjarri heimilunum á sjó megnið af ár- inu. Konurnar urðu að sjá um allt heima fyrir og ef veikindi eða dauðsföll urðu, var ekki hægt að ná í eiginmanninn. Konurnar unnu í saltfiski og voru með lítils- háttar landbúnað, því fiskiverð var lágt á þessum tíma og mikil fátækt. Sýningin í Eimreiðarskemm- unni er opin daglega frá 1.30 - 6 nema mánudaga. Þá er einnig búið að opna Dillonshúsið, - það er nýbúið að grunnmála allt hús- ið, en það hefur verið í viðgerð í vetur. Gullborinn verður einnig í gangi og Gunnar Sigurjónsson, sem vann á bornum á sínum tíma, ætlar að vera á bornum um helg- ina. -þs- Nanna fyrir framan Dillonshúsið Brunnurinn: istarmanna Þriðja hefti listtímaritsins Brunnurinn er komið út í bókar- formi og inniheldur það Ijóð 20 myndlistarmanna. Bókin er um 80 blaðsíður að stærð en ábyrgð- armenn hennar eru Helgi Friðjónsson og Kristinn Harðar- son, báðir vel kunnir í hópi yngri myndlistarmanna. (formála segir m.a.: „Texti (gjarnan ljóðrænn) hef- ur lengi verið notaður í myndlist. Við getum byrjað á að nefna alt- aristöflur frá miðöldum eða ís- lensku handritin, þar sem textinn er að vísu aðalatriðið en mynd- ræn fegurð oft lítið eða ekki síðri. En á þessari öld eru það Fútúrist- amir og DADA-istarnir sem ruddu brautina, og þá DADA- listamennirnir sérstaklega. Þeir notuðu texta í málverkin, relíf- myndirnar eða skúlptúrana og við prentun DADÁ ljóðanna vom notaðar mismunandi letur- gerðir og þau sett upp á óvenju- legan hátt. Þetta hefur svo seinna, aftur áhrif á Concrete ljóðagerð (upp úr 1960) og einnig má sjá sterk áhrif í því sem þykir nútímaleg hönnun (lay-out) tímarita, plakata og þvíumlíks. Listamennirnir sem eiga efni í Brunninum em Ámi Ingólfsson, Björg Örvar, Daði Guðbjörns- son, Eggert Einarsson, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Harpa Bjömsdóttir, Helgi Þorg- ils Friðjónsson, Jökull Jónsson, Kristinn G. Harðarson, Kees van Gelder, Magnús Guðlaugsson, Níels Hafstein, Ólafur Lámsson, Ómar Stefánsson, Ragna Herm- annsdóttir, Steingrímur Krist- mundsson, Þorlákur Kristinsson og Tumi Magnússon. Hér er ýmist um ljóð eða prósa að ræða með myndskreytingum gjaman. Sum ljóðin em í hefð- bundnum stíl, önnur ekki. Hefð- bundnastar eru vísur Níelsar Haf- stein sem eru dýrt kveðnar að fomum hætti. Hér er sýnishorn, Tvær vísur ortar í Olíustöðinni í Hvalfirði 8. apríl 1982: Ys og þys ú hlaðinu, olían í svaðinu, vaggar sér ú vaðinu vis af skeiniblaðinu. Biskví, ís og bisness, bústin skvísa: hviss, fliss. Sestu Dísa, piss, piss. Prýðisvísa? Iss, Iss! Brunnurinn er til sölu í bóka- búð Sigfúsar Eymundssonar, Máli og menningu og Gallerí Langbrók. - GFr Steingrfmur Kristmundsson (Fyrsta blaðslða eftir Viggo Andersen) CIBIA mZ ‘e/s P’fye , V -ý'.JM 7 Eggort Einarsson 8 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 21. júll 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.