Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Ólgan í ríklsstjórninni í málgögnum ríkisstjórnarinnar má þessa daga glögglega sjá, að þó þeir Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson Ijúki upp einum og sama munni um endurskoðun stjórnarsáttmál- ans, er þó bullandi óánægja undir niðri innan beggja stjórnarflokkanna með ríkisstjórnina. í leiðara NT í gær, ræðst Framsóknarflokkur- inn heiftarlega að tveimur ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins; þeim Matthíasi Á Mathiesen viðskipta- ráðherra og Albert Guðmundssyni fjármálaráð- herra. í leiðaranum telur Framsóknarflokkurinn það óviðunandi að efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar felist aðallega í því að skerða kaup launa- fólks. Orðrétt segir NT „Menn una því ekki, að á sama tíma og staðið er gegn kauphækkunum hjá þeim launalægstu, blómstrar hvers konar milli- liðastarfsemi m.a. vegna þess að hún hefur hömlulítinn aðgang að erlendu lánsfé“. Leiðarahöfundur Framsóknarflokksins dregur enga dul á að viðskiptaráðherra og fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins eigi höfuðsökina á gegndarlausum erlendum lántökum „Staðr- eyndir sýna að af hálfu viðkomandi ráðherra hef- ur verið beitt lausatökum á þessu sviði“. Bent er á að fyrirtækjum hafi verið leyft að auka lán sín erlendis, einkum milliliðirnir, viðskiptabankarn- ir hafa tekið stórfelld lán erlendis til að komast undan refsivöxtum Seðlabankans og þar fram eftir götum. Við endurskoðun stjórnarsáttmálans er greinilegt að bullandi óánægja er innan Fram- sóknarflokksins með stjórnarstefnuna. Hvort verður látið þar við sitja að sjóði uppúr í leiðurum NT er svo annað mál Ekki fer minna fyrir ágreiningnum og óánægj- unni með ríkisstjórnina innan Sjálfstæðisflokks- ins. Útgerðarmenn um land allt eru ævareiðir við forystu Sjálfstæðisflokksins, sem vill helst leggja stórum hluta fiskiskipaflotans eins og endurróm- að hefur í Morgunblaðinu. Útgerðarmenn margir í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna telja SÍS og Framsóknarflokkinn vera að notfæra sér völdin í ráðuneytinu til að leggja undir sig stærri hluta útgerðar og fiskvinnslu. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri SH gefur tóninn í Morgunblaðinu í gær og segir aðild Fram- sóknarflokksins að ríkisstjórninni koma í ljós í framleiðslutölum fiskvinnslunnar. Fjárfesting Sambandsins í frystihúsum og togarakaupum um land allt séu til vitnis um þessa þróun. Á fyrstu fimm mánuðum ársins varð 6.1% samdráttur í framleiðslu frystihúsa Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna á sama tíma og frystihús Sam- bandsins juku framleiðslu sína um 13.5%. Allt er þetta til marks um æpándi ágreining meðal stjórnarflokkanna og er þá ekki allt talið með. Verslunarráð íslands sem hefur látið ríkis- stjórnina framkvæma að stórum hluta áætlun sína frá því fyrir kosningar í fyrra, hefur nú á ný gefið tóninn. Verslunarráðið er meðal voldugustu stofnana í tengslum við Sjálfstæðisflokkinn í landinu og setur fram sínar tillögur einmitt nú þegar endurskoðun stjórnarsáttmálans stendur fyrir dyrum. Verslunarráðið ætlar að láta ríkis- stjórnina hjóla í undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar, sjávarútveg og landbúnað með enn blygð- unarlausari hætti en stjórnin hefur hingað til treyst sér til. Lausn Verslunarráðsins og ýmissa aðilja í ríkisstjórninni er fólgin í því að svelta og þrengja að landbúnaði og sjávarútvegi - og skapa þannig pólitískt svigrúm til að kalla inn í atvinnu- lífið fleiri erlenda auðhringi. Það er engin tilvilj- un, að Ragnar Halldórsson forstjóri Alusuisse á íslandi er einnig formaður Verslunarráðsins. Spurningin er sú hvort ólgan í ríkisstjórninni kemur til með að sprengja ríkisstjórnina - eða hvort ríkisstjórnin haldi áfram að láta Verslun- arráð íslands segja sér fyrir verkum. 0-ALIT Þetta er toppurinn í New York-fluginu í dag .. .algjörlega hljóðlaust. ICELANDAIR DiomnuiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar . Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Kerl Haraldsson. Fréttastjórar: Óskar Guðmunasson. Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Halldóra Sigurdórs- dóttir, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir.Vfðir Sigurðsson (íþróttir).össurSkarp- héðinsson- Uóamyndir: Atli Arasori, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Augiýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guöjónsdóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Sknavarsla: Ásdís Krístinsdóttir. Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaöur: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Pjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsvorð: 25 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 21. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.