Þjóðviljinn - 22.07.1984, Síða 4
St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi vill ráöa
hjúkrunarfræðing
til starfa á sjúkrahúsinu frá 1. september nk.
Dagvistunarheimili fyrir börn.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri skriflega eða í
síma 93-8128.
St. Franciskusspítalinn
í Stykkishólmi
Tæknifræðingur
óskast til starfa úti á landi.
Umsóknum skal skila til Vegageröar ríkisins,
Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir 3. ágúst
n.k.
Vegamalastjori
Auglýsing
Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina á Reykjalundi í Mosfellssveit er laus
til umsóknar.
Staðan verður veitt frá og með 12. septem-
ber 1984.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst
1984.
j-leilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
19. júlí 1984.
Lausar eru stöður:
hjúkrunarfræðinga
Á skurðdeild, dagvinna, kvöldvinna.
Á hjúkrunar- og endurhæfingadeild, Grensás.
Dagvinna, kvöldvinna, næturvinna.
sjúkraliða
Á skurðdeild, dagvinna.
Á hjúkrunar- og endurhæfingadeild, Heilsu-
verndarstöð v/Barónsstíg.
Upplysingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í
síma 81200 kl. 11 - 12.
við ræstingu, afleysingar.
Upplýsingar eru veittar hjá ræstingastjóra í síma
81200/320 virka daga kl. 13.00 - 14.00.
Reykjavík 22.07.’84.
Borgarspítalinn.
BORGARSPÍTAUNN
LAOSAR STÍHRJR
Sjúkraþjálfarar
1. Starfsmannasjúkraþjálfari óskast við Borgarspítal-
ann.
Um er aö ræöa 50% starf á móti öðrum sjúkraþjálf-
ara, sem hefur sinnt stöðunni um árabil.
Starfiö er fólgiö í:
- ráögjöf um vinnuaðstöðu í núverandi húsnæði
spítalans og nýbyggingu.
- ráðgjöf við innkaup tækja, húsbúnaðar o.fl.
- námskeiðahaldi/fræðslu um vinnutækni.
- hópleikfimi fyrir starfsfólk.
Einnig kemurtil greina 100% staða, þarsem viðkom-
andi vinnur sem sjúkraþjálfari á sjúkradeild á móti.
2. Sjúkraþjálfarar óskast í 100% starf á sjúkradeildir
og endurhæfingadeild.
Ath. ný glæsileg aðstaða í sjónmáli.
Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 81200 (315
eða 356 kl. 13.00-14.00).
Reykjavík 22.07/84
Borgarspítalinn
Jöklaferðir
iafnrœð
og
Árni Bjömsson
skrifar:
Um hvítasunnuna var ég í
Skaftafelli, en lagði af ýmsum
ástæðum ekki á Öræfajökul í
þoku. Þótti samt súrt íbroti að
sjá á bak öðrum fótheilum full-
hugum. Þá vitraðist mér, að
smáhópur á svæðinu ætlaði
með snjótroðara í Máva-
byggðir um það bil 15 km.
uppi í Vatnajökli, og ég tróð
mérmeð.
Þessa jöklaþjónustu annast
Gíslar tveir á Höfn í Hornafirði.
Það er lagt af stað frá Breiðár-
lóni, skammt utan við Jökulsár-
lónið og ekið upp Breiðamerkur-
jökul. Lengi vel er skriðjökullinn
það ósléttur, að troðarinn fer
ekki öllu hraðar en gangandi
maður. Þann spöl er tilvalið að
ganga fyrir þá sem eru sæmilega
rólfærir. Þegar kemur í lausari
snjó, eykst hraðinn hinsvegar, og
þá er annaðhvort hægt að fara inn
í bflinn eða sitja í kerru, sem hann
dregur á eftir sér, og njóta þar
útilofts og jökulgeislunar.
Ferðin í Mávabyggðir tekur að
jafnaði 2-4 tíma eftir veðri og
færð. Mávabyggðir eru tindaklasi
upp úr jöklinum í 1100-1450
metra hæð suðvestan við Esju-
fjöll. Þar er m.a. tindurinn Fing-
urbjörg, ærið svipmikill. Þarna
má sjá dálítinn háfjallagróður á
sumrum, og þarna getur orðið
býsna heitt í sólskini. Við vorum
að þessu sinni í lágskýjuðu logni,
og staðurinn verkaði líkt og lágt
stilltur hitapollur. Þarna er dvalið
og ekið ■um nokkra hríð og snætt
nesti.
Þeir Gíslarnir miða við, að ferð
í Mávabyggðir taki 10 klukku-
tíma. En það er hægt að panta hjá
þeim bæði skemmri og „lengri
ferðir, t.d. alla leið upp á Öræfa-
jökul, sem tæki 20 tíma. Þeir
undanskilja reyndar Esjufjöll, af
því að það er sérstakt gróður-
verndarsvæði og þeir treysta sér
ekki til að ábyrgjast umgengni
allra farþega, sem m.a. tala ill-
skiljanlegar tungur og því erfitt
að útskýra fyrir þeim flóknar
reglur.
Yfirleitt er ekki tekið við minni
hóp en 6 manna, og helst ekki
stærri en 12 manna, því að þeir
vilja geta tekið allá inn í bfl, ef
slæmt veður skellur á. 6-12
manna hópur getur semsagt pant-
að sér jökulferð og farið á eigin
bifreið eða með áætlunarbílnum
austur að Breiðamerkurjökli, þar
sem Gíslarnir myndu bíða albún-
ir. Nema menn vilji fyrst fara í
Skaftafell eða alla leið á Höfn.
Síminn hjá þeim er 97-8558.
Gangi allt þolanlega, eru þeir að
hugsa um að koma fyrir afdrepi
upp í Mávabyggðum næsta sum-
ar.
Sumum kann að þykja þvflík
jökulferð heldur snautleg, þar
sem lítið þarf á sig að leggja. Og
vissulega er meiri lífsfylling í því
fólgin að ganga á fjöllin algjör-
lega af eigin rammleik. En marga
getur langað til að komast upp í
miðjan jökul og njóta hinnar sér-
stæðu jökulgleði, þótt þeir séu
fótaveikir eða hjartveikir eða ó-
færir til strangrar jökulgöngu af
ótal öðrum ástæðum. Og þetta
fólk á vissulega jafnan rétt til að
njóta íslenskra jökla og hinir
fullfrísku. Ferð af þessu tagi kost-
ar auðvitað sitt, en þó ekki meira
en t.d. þrír miðar í Laugardals-
höll á Listahátíð, einn dagur á
Edduhóteli með fullu fæði eða
bara sígarettur í einn mánuð.
Að lokinni ferð er mönnum
svo afhent undirritað skjal þess
efnis, að þeir hafi stigið fæti á
stærsta jökul Evrópu. Þvflíkt tild-
ur er hið eina, sem er heldur óvið-
kunnanlegt varðandi þessar
ágætu ferðir og mætti takmarkast
við útlenda fjallasafnara.
Af Laxdalshúsi
Viðauki og endurbœtur
Sverrir Hermannsson smiður í Laxdalshúsi. Ljósm. Guðm. Svansson.
í síðasta Helgarblaði Þjóðvilj-
ans var grein um Laxdalshús á
Akureyri, sem að mestu byggðist
á viðtali við Örn Inga myndlistar-
mann og forstöðumann hússins
og Sverri Hermannsson yfirsmið
við endurbyggingu þess. Þar sem
greinin var send frá Akureyri,
kom fjarlægðin á milli byggðar-
laga og sambandsleysi höfundar
við aðalstöðvarnar í nokkrum at-
riðum niður á uppsetningu
greinarinnar.
í fyrsta lagi láðist að birta mynd
af listasmiðnum Sverri Her-
mannssyni við iðju sína. í öðru
lagi var nafni fiðluleikarans og
framreiðslustúlkunnar Mögnu
Guðmundsdóttur breytt í Magn-
eu. Og í þriðja og síðasta lagi mis-
heppnaðist prentunin á borðljóð-
unum og það þótti mér mjög mið-
ur. Ljóð á litlum kortum eru eitt
af einkennum Laxdalshúss, mað-
ur tekur þau upp og les á meðan
beðið er eftir kaffinu eða víninu,
og ég hafði fengið góðfúslegt leyfi
þriggja fyrstu höfundanna til þess
að birta þau. Nú verð ég að biðja
skáldin og lesendur afsökunar
um leið og blaðið endurbirtir
ljóðin með læsilegum stöfum.
Að lokum vil ég geta nýjustu
fréttar af Laxdælum og boðuðu
karnevali þeirra. Þar verður
Viðar Eggertsson leikari með
einleik eftir Jökul Jakobsson,
sem heitir Knall. Og væntanlega
verður karnevalið eitt heljar-
mikið knall.
Með þökk fyrir birtinguna
Steinunn Jóhannesdóttir
1. borðljóö
Þetta hefur verið langur, dimmur vetur
og sjáöldur mín
orðin vön skammdegi á glugga.
Jafnvel tekið það í sátt.
Enda sögðu þau fátt.
Að sönnu þráði ég Ijósið
en árstíðum gat ég ekki stjórnað.
Þess vegna blygðaðist ég mín í morgun.
Mór varð það á
að þregða hönd fyrir augu
þegar þú komst í dyrnar
og varpaðir ofþirtu
inn um þröngan sálarglugga.
En nú ertu loksins, loksins komin
á hvítum kufli
og ég staðráðinn í
að stöðva gang himintungla.
Guðlaugur Arason
2. borðljóð
Heimsókn
Gott er að eiga
þá ævi hallar
von á góðum gestum,
þegar umsvif
óðum minnka
og fækkar fornum vinum.
Gamlir og hrumir
heltast úr lest,
kveðja einn af öðrum.
Því er betra
að blanda geði
við þá, sem yngri eru.
Heiðrekur Guðmundsson
3. borðljóð
á borði glas af þúngu vatni 4
veggir & alt saman dimmt eins
& vafið svörtu baðhandklæði &
sit. við glugga eingar gardín-
ur neonljós lángt yfir þökun-
um hallandi tveimur í dimmu:
SÓL H/F
Gyrðir Elíasson
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júlí 1984