Þjóðviljinn - 22.07.1984, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Qupperneq 8
Tónlistarkennari/ organisti Við Tónlistarskóla Siglufjarðar vantar píanó- kennara sem jafnframt getur gegnt starfi org- anista við Siglufjarðarkirkju. Ennfremur vant- ar blásarakennara við skólann. Upplýsingar gefa skólastjóri sími 96-71224 og formaður sóknarnefndar sími 96-71376. Læknastofa Hef opnað læknastofu á St. Jósepsspítala Hafnarfirði. Tímapantanir í gegnum skiptiborð spítalans. Sími: 50188. Jóhannes M. Gunnarsson sérgr.: almennar skurðlækningar. Laus staða Staða skrifstofumanns í bókhaldi hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni er laus til umsóknar. Laun samkv. 9. launaflokki ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 1984. Vita- og hafnarmálaskrifstofan Seljavegi 32 S. 27733. Sumarnámskeið í LOGO á vegum Reiknistofnunar Háskólans LOGO námskeið Reiknistofnunar hefst 7. ágúst n.k. og stendur í 2 vikur. Kennt verður í 3 tíma á dag, 4 daga vikunnar eða alls 24 tíma. Þess á milli er frjáls aðgangur að Apple IIE tölvum til æfinga. Fyrirlestrar verða milli kl. 15 og 17, en verkefnatímar skiptast á hópa og verða þeir á öðrum tímum dagsins. Þátttökugjald er 2.500 kr., en helmingsaf- sláttur er veittur þegar fleiri eru úr sömu fjöl- skyldu (þannig greiðir t.d. þriggja manna fjöl- skylda 5.000 kr.). Aðalkennari á námskeiðinu verður dr. Jón Torfi Jónasson. Notuð verður bók hans um LOGO og fæst hún í Bóksölu stúdenta (Fél- agsstofnun við Hringbraut). LOGO forritunarmálið hefur á undanförnum árum notið sívaxandi athygli skólamanna víða um heim. Er það m.a. vegna þess að á skömmum tíma er hægt að ná góðum tökum á undirstöðuatriðum málsins, enda þótt það sé margslungið og víðtækt. Notkun þess leggur grunn að vinnubrögðum sem nýtast við mörg önnur æðri forritunarmál. Þá býður LOGO upp á ýmsa möguleika sem henta vel við kennslu ólíkra námsgreina. Af þessum orsökum telja margir að LOGO sé afar vel fallið til að kynna tölvur fyrir byrjend- um. Sumarnámskeið Reiknistofnunar Háskólans er öllum opið. Kennurum bæði í grunnskólum og fram- haldsskólum er sérstaklega bent á þetta tækifæri til að kynnast LOGO. Þá ætti nám- skeiðið einnig að henta unglingum, og með fjölskylduafslætti er hvatt til þess að foreldrar og börn (yfir 12 ára) sæki námskeiðið sam- an. Þátttaka tilkynnist fyrir 2. ágúst til Ólafar Eyjólfsdóttur í síma 25088 (fyrir hádegi). Reiknistofnun Haskolans KVENNABARÁTTAN ríkin; hún er einnig einstæð heimssögulega séð. í Bretlandi og Evrópulöndum hefur gegnum tíðina komið fram, að konur eru ívið íhaldssamari en karlar, eink- um þó í þeim löndum þar sem starfandi er e.k. kristilegur dem- ókrataflokkur. Þetta hefur á seinni árum breyst nokkuð í Evr- ópu þannig að konur eru að verða vinstrisinnaðri en áður, en hvergi hefur þó enn sem komið er komið í ljós það sama og er að gerast nú í Bandaríkjunum (nema hér á ís- landi, en að því verður vikið síð- ar). Félagslegar skýringar Alls kyns fræðingar hafa auðvitað geystst fram og reynt að útskýra hvernig á þessu standi. Eitt það sem tínt er til er, að vegna uppeldisáhrifa og móður- hlutverksins séu konur frið- samari en karlar og hlynntari fé- lagslegum aðgerðum, því slíkar aðgerðir komi konum og bömum fyrst og fremst til góða. Aðrir út- skýringarþættir eru sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn, einkum þó á næst síðasta áratug, og hin mikla fjölgun skilnaða, sem síðan leiðir til þess að konur verða að berj ast einar fyrir búi og börnum. Hið friðsamlega félagslega hlutverk kvenna gegnum tíðina útskýrir augljóslega ekki þróun- ina ein og sér. Ef svo væri ætti femínisminn í Bandaríkjunum að hafa verið jafn öflugur á t.d. 6. áratugnum og á þessum. Það sýn- ist því vera líkleg skýring, að hin margumrædda „kvennamenn- ing“ hafi á einhvem hátt viðhald- ist og fengið á sig annan og bar- áttuglaðari blæ þegar konur héldu af heimilunum út á vinnu- staðina. Rétt eins og í öðrum löndum heims sinna bandarískar konur láglaunastörfum upp til hópa, og þau störf gefa ekki nóg af sér til að brauðfæða eina mannsekju, hvað þá heilu heimil- in. Þetta er þó sá raunveruleiki, sem blasir við fjölmörgum bandarískum konum. Um níu milljónir bandarískra kvenna era nú einu fyrirvinnur sinna heimila og hefur sú tala tvö- faldast frá árinu 1970. Stefna Re- aganstjórnarinnar hefur komið mjög þungt niður á þessum heimilum. Ameríska velferðar- kerfið hefur verið skorið ríflega niður og var þó ekki beysið fyrir, sé miðað við Evrópulönd. Þetta eru aðstæður, sem í sjálfu sér hljóta að stuðla að einhvers kon- ar róttækni - allavega fyrir þær konur, sem verða að fara heim til barna sinna á kvöldin nær tóm- hentar. Kvennahreyfing í stað verka- lýðsflokks Bandaríkin eiga sér litla sem enga sósíalíska hefð, hvorki í hugsun né heldur í hreyfingu, a.m.k. hefur þessu ekki verið fundinn staður í stofnun sósíal- demókratísks flokks. Berendur hinnar sósíalísku hefðar hafa ver- ið kvennahreyfingin, hreyfing blökkumanna og verkalýðsfélög, sem aldrei hafa þó náð miklu afli á landsmælikvarða, og, að sögn Barböru Ehrenreich, hafa alltaf aðhyllst hugmyndir um hagvaxt- arríkið og verið íhaldssöm í utan- ríkismálum. Mikilvægasti atburður síðasta áratugar í sögu kvennahreyfing- arinnar í Bandaríkjunum var Kvennaráðstefnan í Houston árið 1977. Þar settu konur fram stefnuskrá, sem vel hefði getað sómst sér á stefnuskrám evr- ópskra sósíalistaflokka - að tilvís- unum til kynferðis slepptum. Carter, þáverandi Bandaríkja - forseti, kaus aðlíta framhjáþess- ari ráðstefnu, en sá andi, sem upp var vakinn á henni, er nú sterkari en nokkm sinni fyrr. „Það getur vel verið, að bandarísk kvenna- hreyfing sé „borgaraleg" og „sjálfhverf“ eins og róttækir andmælendur hennar halda fram,“ segir Barbara Ehrenreich. „En þessi hreyfing er einnig mjög sterk á vinstri væng stjórnmál- anna í Bandarfkjunum - og hefur færst enn meira til vinstri með til- komu Reagans og hreinræktaðr- ar hægri stefnu hans.“ Sósíalískur femínlsmi eina svarið? Barbara Ehrenreich veltir því fyrir sér undir iok greinar sinnar hvaða farveg þessi sterka hreyf- ing muni finna sér í framtíðinni. Hefur einhver boðið betur en leiðtogar Demókrataflokksins? Ailavega ekki leiðtogar hinnar hefðbundnu kvennahreyfingar - ekki aðeins vegna þess að pólitík þeirra er að margra mati orðin of stofnanabundin og fjarlæg gras- rótinni, heldur og vegna hins, að! sú hreyfing hefur einkum barist fyrir aðeins tveimur málum und- anfarið, þ.e. breytingu á jafnréttislögunum og varakven- forseta. Þetta finnast mörgum konum fjarlæg baráttumál og þjóna eingöngu táknrænum til- gangi. Þá telur Barbara ekki mörg boð bjóðast frá hinni litlu og sundruðu vinstrihreyfingu, sem einkum er að finna í háskólum, verkalýðsfélögum og sérfélögum ýmiss konar. Barbara telur bandaríska vinstrimenn til muna „kvenhollari“ en evrópskar vinstrimannahreyfingar (þ.e. lík- legri til að halda fram jafnréttisbaráttu kynjanna). Þó sé sá böggull á skammrifi enn sem komið er, að atvinnuleysi karla er látið ganga fyrir öðrum málum, þar á meðal launabaráttu kvenna og velferðarmálum. Barbara Ehrenreich telur einu vonina vera fólgna í því að upp rísi sósíalískur femínismi - ekki endilega í formi flokks eða stofn- unar, heldur sem pólitískur andi, sem svífi inn í kvennahreyfinguna og hin mörgu og sundruðu félög vinstrimanna í Bandaríkjunum. fslensk kvennahreyfing Þá er komið að því að gera grein fyrir kynjamismun í skoð- unurn á íslandi. Sé það rétt hjá Barböru Ehrenreich að hvergi nema i Bandaríkjunum séu kon- ur orðnar vinstrisinnaðri en karl- ar í tilteknum málum, er ekki ó- nýtt að geta haldið á lofti nafni ættjarðarinnar í þessu sambandi. í nýlegri skoðanakönnun, sem Hagvangur lét gera, var þeirri spurningu beint til fólks af báðum kynjum hvaða afstöðu það hefði til fjárhagsvanda ríkissjóðs og hvaða úrræði fólk hefði þar helst á takteinum. Greint var frá þess- ari könnun í Þjóðviljanum hinn 23. maí sl. og vísast hér í þá út- tekt. í ljós kom, að fleiri konur en karlar eru á móti því að leysa fjár- hagsvanda ríkissjóðs með afnámi niðurgreiðslna, niðurskurði á framlagi til verklegra fram- kvæmda, niðurskurði á þjónustu skólakerfis, niðurskurði á þjón- ustu heilbrigðis- og trygginga- kerfisog gjaldtöku fyriropinbera þjónustu, þ.m.t. á sjúkrahúsum. Fleira úr þessari könnun mætti nefna sem dæmi, en þessi sýna okkur svo ekki verður um villst, að fleiri konur en karlar eru á móti því að skera niður ýmsa fé- lagslega þjónustu. í kosningakönnun Ólafs Þ. Harðarsonar, lektors.kom í ljós að konur em mun meiri stuðn-’ ingsmenn friðarhreyfinga en karlar og þær bera meiri ugg í brjósti varðandi styrjaldarhættu en karlar. Skoðanakannanir sem þessar eru býsna sjaldgæfar hér á landi og því er ekki hægt að „kort- leggja" afstöðu kynjanna til hinna ýmsu tiltekinna mála. Þessi könnun ætti þó að vera nokkur vísbending um það, sem nú er að gerjast í hugarheimi íslenskra kvenna. Það má einnig benda á, að íslenskar konur hafa stigið fet- inu framar en hinar bandarísku; þær hafa boðið fram til bæjar- stjórna og til Alþingis í nafni kvenna og hlotið nokkurn hljóm- grunn. Konur hafa reynt þessa leið áður á íslandi fyrr á öldinni og þá gekk þeim vel. Það er eins- dæmi í sögunni, að konur hafi náð fótfestu í stjórnmálum með sérframboðum þar sem sú leið hefur á annað borð verið reynd, en þess eru þó nokkur dæmi. Einnig má benda á hitt, að ís- lenskar konur hafa haft veruleg áhrif á sviði stjórnmálanna hér á landi og þá einkum í gegnum hin rótgrónu kvenfélög í landinu, s.s. Kvenréttindafélag íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenfélagasamband íslands, þótt sú saga sé enn ekki almenn- ingi ljós. Minna má á, að Banda- lag kvenna í Reykjavík sam- þykkti á aðalfundi sínum sl. fe- brúar eftirfarandi: „Aðalfundur BKR1984 skorar á stéttarfélögin í landinu að standa vörð um þau félagslegu réttindi, sem áunnist hafa í kjarabaráttu undanfarinna áratuga. Aðalfundur BKR 1984 beinir þeim tilmælum til aðila vinnumarkaðarins að í kjara- samningum verði gert sérstakt átak til að rétta hlut þeirra sem verst eru settir, en þar em konur í meirihluta." Ekki er hægt að segja, að þess- ar ályktanir beri mikinn keim af þeirri hægristefnu, sem einkennir núverandi ríkisstjórn. Og alls ekki er hægt að segja, að kvenfé- lög á borð við Kvenfélagið Hring- inn, Hússtjórnarkennarafélag ís- lands, Kvenfélag Árbæjarsóknar eða Hvítabandið, svo dæmi séu nefnd, hafi í gegnum tíðina að- hyllst kommúnisma eða jafnvel sósíalisma, eins og þær stefnur eru venjulega skilgreindar. Samt blasir það við, að konur í þessum félögum bera nokkurn ugg í brjósti varðandi velferðarríkið - á sama hátt og margar aðrar kon- ur landsins. Út frá þessum staðreyndum má endalaust leggja. Til dæmis mætti velta vöngum yfir því hvers vegna kvennalífinu svipar saman í Bandaríkjunum og á íslandi, svo ólík sem þessi þjóðfélög eru þó um margt. Er eitthvað í „kvennamenningu" þessara þjóða beggja, sem ýtir konum út á aðra braut en kynsystur þeirra fara í öðmm löndum? Það er ljóst, að bæði Kvenna- framboð og Kvennalistinn hafa ekki náð þeim hijómgrunni að geta talist fulltrúar íslenskra kvenna - til þess eru alltof fáar konur sem styðja framboðin. Eftir stendur, að íslenskar konur hugsa öðruvísi en karlar um ýmis mál, og engum flokki eða hreyf- ingu hefur til þessa tekist að virkja þá hugsun. íslenskir sósíal- istar, sem vilja jú halda í velferð- arríkið og telja sig málsvara hinna verr settu, málsvara þeirra sem minna mega sín, hefðu gott af því að velta þessum hlutum fyrir sér. Og þá ekki síst þeirri spurningu hvemig þeir geta veitt hinni sterku og sérstæðu kvenna- hreyfingu hér á landi brautar- 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júli 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.