Þjóðviljinn - 22.07.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 22.07.1984, Page 9
Maður er ekkert ◦ð derra sig ÓskarGuðmundsson rœðirvíð Jón Krístófer kaþólskan mann sem eitt sinn var kadettí hernum Ég er viss um demonsins til- vist og aktívitet, sagði Jón Kristófer kadett í hernum, en í haust er von á viðtalsbók þeirra Jónasar Árnasonar í annarri útgáfu. Syndin er læ- vís og lipur heitir bókin sem Guðmundur Jakobsson hjá Ægisútgáfunni gaf út- og er heitið tilvísun í frægt kvæði eftir Stein Steinarr um kadett- inn. Jón Kristófererinnabúð- ar á Víðinesi þarsem AA- samtökin og ýmsir einstak- lingar hafa unnið merkt starf til að reisa við góða menn og gera þeim lífið bærilegra en áður. Flestir þeirra hafa orðið illa úti í baráttunni við Bakkus. Ég spurði Jón Kristóferfyrst kvað hann hefði verið að gera síðan Syndin þeirra Jónasar kom út árið 1962. - Ég fluttist heim í Hólminn í millitíðinni, en um það leyti sem bókin kom út var ég ráðsmaður í Víðinesi. Seinna fór ég suður aft- ur, hef verið við sjómennsku og sitthvað annað þartil ég varð geldingur á vinnumarkaði. Ég hef nú tvö ár um sjötugt, svo ég er hættur að brölta á vinnumarkað- inum. Þú sagðir frá því að drykkju- mennska þín væri háð tilvist de- mons, sem hvarf þér einn góð- virðisdaginn, þarsem þú stóðst fyrir framan Bristoi í Bankast- ræti. Ertu ennþá vissum tilvist þessa demons? - Ég er viss um demonsins til- vist og aktívitet. f fornum fræðum var þessi skepna kölluð púki eða ári. Þetta eru árar Sat- ans eða englar hans. Þetta er ein- hver andleg vera sem togast á við manns betri mann. Þetta eru ann- ars engin ný fræði. Það eru augnablik í ævi hvers manns sem tínast til þessa demons. Öðrum tekst að halda honum niðri, halda honum frá sér. Demoninn ýtti mér útí drykkjuskap. Ég drakk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.