Þjóðviljinn - 25.08.1984, Síða 4
LEIÐARI
rannsóknarrétt
Engan
Yfirlýsingar forseta Hæstaréttar á norrænu
lögfræöingaþingi og í útvarpi hafa vakiö verö-
skuldaða athygli. Þór Vilhjálmsson sagöi í
Osló aö íslenskir dómstólar heföu gefið æsi-
fréttum lausan tauminn vegna þess hve sektir
væru litlar í meiðyröamálum, og í útvarpi taldi
oddviti dómsvaldsins nauðsynlegt að „hafa á
vegum réttarkerfisins viðbrögö" gagnvart efni
fjölmiðla.
Það ber aö fagna öllum tilraunum til
skoöanaskipta um framgöngu fjölmiöla, tengsl
þeirra við almenning og þaö hlutverk þeirra aö
veita aöhald yfirgangsgjörnum ráöamönnum,
stofnunum og stéttum. Ekki síst á þeim tímum
að fjölmiölamenn reyna að brjótast úr þeim
viðjum sem hagsmunatengsl og flokksbönd
hafa á þá lagt, - og lenda stundum í öörum
engu skárri; það er viðjum markaðarins, með
þeim afleiðingum aö oft er höggvið nærri þeirri
helgi sem ríkir á um einkalíf og leikið á ystu
brún heiðarlegrar blaðamennsku.
Vert væri að forseti Hæstaréttar skýrði nán-
ar ummæli sín um lausa tauma og viðbrögð
réttarkerfisins. En svo undarlega bregður við
að forsetinn neitar að gera grein fyrir máli sínu
á þeim forsendum að hann sé „prívatpersóna"
og vilji ekki sem slík ræða við einn fjölmiðl-
anna, Þjóðviljann. Þegar svo er ástatt verður
forseti Hæstaréttar að sæta því að umfjallend-
ur bregði sér í líki ritskýrandans og taki til við
túlkun.
Ummæli forsetans er varla að skilja á annan
veg en að refsingar verði hertar í þeim
dómsmálum sem koma við blaðamennsku og
að sett verði á stofn einhverskonar eftirlitsapp-
arat um íslenska fjölmiðlun á vegum réttarkerf-
isins.
Þjóðviljinn varar eindregið við slíkum hug-
myndum. Ritfrelsi, - með ákveðnum, sjálf-
sögðum takmörkunum -, er einn helsti horn-
steinn sæmilegs lýðræðis. Sérdómstóll um
fjölmiðlaefni er ekki til þess fallinn að auka veg
ritfrelsis í landinu, - og það er heldur ekki
sennilegt að slík afskipti dómskerfisins muni
efla heiðarlega djörfung meðal fjölmiðlanna.
Það skýtur raunar svolítið skökku við að
heyra hæstaréttarforsetann gagnrýna dóms-
kerfi sitt fyrir linku í samskiptum við blaða-
menn. íslensk löggjöf og lagatúlkun dómara
um meiðyrði og önnur brot tíðkuð í fjölmiðlum
er nefnilega með þeim hætti að stangast á við
réttarvitund almennings. Það er rétt að nefna
dæmi, og einkar viðeigandi vegna þess að
forseti Hæstaréttar hefur skotið sér undan því
að rökstyðja þannig mál sitt. Skýrt dæmi eru
VL-málin fyrir rúmum áratug, þarsem pólitísk
umræða í miklu hitamáli varð til þess að stofna
þurfti sérstakan málfrelsissjóð til verndar þeim
sem dirfðust að gagnrýna beiðni um sífellda
hersetu á íslandi. Annað skýrt dæmi er glæ-
nýtt: Spegilsmálið, þarsem Hæstiréttur lagði
blessun sína yfir alls órökstudda eignaupp-
töku saksóknara ríkisins með alvarlegum af-
leiðingum fyrir þá sem hlut áttu að máli, - og ef
til vill enn alvarlegri afleiðingum fyrir framtíð
ritfrelsis í samfélaginu.
Ekki verður annað séð en dómskerfið styðji
nægilega vel við bak þeirra sem órétti eru
beittir í fjölmiðlum, - innan þess ramma sem
dómskerfinu er settur. Heiðarleg og vönduð
blaðamennska er hinsvegar fyrst og fremst
háð aðhaldi almennings og faglegum metnaði
í stétt fjölmiðlanna. Nú stendur yfir endur-
skoðun á starfi siðareglunefndar Blaða-
mannafélagsins, og væri vel ef sú umræða
sem sprottið hefur af orðum Þórs Vilhjálms-
sonar yrði til að herða á þeirri endurskoðun.
Aftur hlýtur almenningur að taka undir með
fjölmiðlamönnum við að afþakka rannsóknar-
rétt um ritfrelsi á íslandi.
Ó-ÁLIT
DlðÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fróttastjórar: óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur-
dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður
Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp-
hóðinsson.
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson,Svava Sveinsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir.
Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson.
Auglysingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir,
Anna Guðjónsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Áskriftarverð ó mánuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. ágúst 1984