Þjóðviljinn - 25.08.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Qupperneq 7
„Sem betur fer hefur þaö oft komið fyrir að maður hefur getað haft bein áhrif á þýðing- armiklar ákvarðanir með re- víuskrifum. Einkum tókst þetta þegar við lékum „Buss pá stan“ þar sem við fengum ýmsa ráðamenn í skipulags- málum og borgarstjórn til að mæta á sýningarnar og verja ýmsar ákvarðanir sínar. Oft hafði það í för með sér að ákvörðunum var breytt og það má segja að sú sýning hafi beinlínis „flutt hús“. En það sem ég er að segja með þess- ari sýningu núna vildi ég þó enn frekar að næði eyrum ráðamanna og breytti ákvörð- unum þeirra. Því miður er það næsta vonlaust. En hins veg- ar er ekki síður mikilvægt að ná eyrum almennings og þessi sýning hefur vissulega gert það. Ef hún getur vakið áhorfendur til betri vitundar um vígbúnaðarkapphlaupið og þá ógn sem mannkyninu stafar af því er tilganginum náð“. Það er sænski leikarinn, leikstjórinn og leikritahöfundur- inn Jan Bergquist sem við höfum náð tali af, rétt eftir að hann er stiginn á íslenska grund til þess að leika einleik sinn „En knapp tim- me“ eða „The last talk show“, eins og verkið heitir á ensku. Jan er kominn hingað í tilefni af al- þjóðlegri friðarráðstefnu friða- rsamband Norðurhafa sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum. Fyrri sýning Jan var í gærkvöldi og leikin á ensku, en seinni sýn- ingin, sem verður á sunnudag, á sænsku. Jan hefur leikið þetta verk sitt beggja vegna Atlants- hafsins og fengið mjög góða dóma. Hann hefur komið fram víða í Bandaríkjunum á vegum ýmissa friðarsamtaka og verkið er nú leikið bæði í Danmörku og Noregi af þarlendum leikurum. Verkið er kaldhæðin og bráð- fyndin ádeila á vígbúnaðark- apphlaupið. Jan Bergquist er velþekktur og vinsæll leikari og revíuhöfundur í Svíaríki. Hann hefursamið ein 15 leikrit, er í stjórn sænsku leikrita- höfundasamtakanna, varafor- maður friðarhreyfingar lista- manna þar í landi og þekktur sjónvarpsmaður. Hann nam leiklist á sínum tíma í leiklistarskóla Dramatens og var þar nemandi Ingmars Berg- mans. Hann var ráðinn að Borg- arleikhúsinu í Stokkhólmi að námi loknu og hefur leikið þar æ síðan, með stuttum hléum vegna skrifta. Hann byrjaði að skrifa 1968 er hann starfaði með hóp í Borgarleikhúsinu. Fyrsta verkið sem hann samdi einn var „Ivar Kreuger’s svindlande affárer“ sem varð geysilega vinsælt og leikið víða um lönd. Revíur og pólitískar satýrur Jans hafa náð miklum vinsældum, einkum „Bus pá stan“ sem fjallaði um borg- armálin, og „Beteendelekar" sem hefur verið á fjölum Borgar- leikhússins í 7 ár. „Það má segja að ég hafi byrjað að skrifa í hópleikhúsinu, sem var hvað vinsælast í kringum ’68. Raunar var það aldrei svo að allir væru að skrifa, það var aldrei nema einn eða kannski tveir sem skrifuðu þótt þetta héti hóp- vinna. En þetta var frjó og skemmtileg vinna sem kveikti í „Áhorfendur eru besti mótleikarinn" Rabbaðvið leikritahöfundinn, leikarann og leikstjórann Jan Bergquistsemleikurverksitt„En knapp timme" í Félagsstofnun fólki. Hugmyndirnar komu úr öllum áttum, þótt aðeins einn penni tæki við þeim og ynni úr þeim. Núna finnur maður þörf í leikhúsinu fyrir „hinn sterka mann“. Dramaten (Þjóðleikhús- ið) í Stokkhólmi hefur endur- heimt Bergman og hann á áreið- anlega eftir að starfa þar áfram, þótt hann segi skilið við kvik- myndirnar. Vissulega er hann einn af þeim „stóru og sterku“, en hann er einstakur og enginn sem jafnast á við hann. Þörfin á sterkum stjórnanda kemur fram um allt, ekki bara í leikhúsum, - heldur á öllum vinnustöðum. Það eru bara svo fáir sem standa undir kröfunum, og ég held að hóp- vinnan og lýðræðið hafi skilað merkum árangri, þótt gagnrýni í fjölmiðlum hafi stundum veikt sjálfstraustið hjá leikhúsfólkinu sjálfu. Framfarir í sænsku leikhúsi hafa orðið geysilega miklar og ef við tökum barnaleik- húsið sem dæmi, þá er greinilegt að það hefur haft áhrif á barna- leikhús um alla Evrópu", sagði Jan er við ræddum við hann um sænskt leikhús í dag. Héðan fer Jan til Svíþjóðar þar sem hann verður stjórnandi og „gestgjafi“ í sjónvarpsþáttum sem verða á föstudagskvöldum í sænska sjónvarpinu. í lok ársins rennur út frí hans frá Borgarl- eikhúsinu og tekur hann þá aftur við störfum þar sem leikari og leikstjóri. „Augnablikið“. „Hér og nú“. Þess vegna hefur leikhúsið yfir- burði yfir sjónvarp og kvikmynd- ir, já allar listgreinar þegar það er sem allra best. Á sama hátt verð- ur það snautlegast allra listgreina þegar það er leiðinlegt og lélegt. En augnablikið, - sambandið við áhorfendur er númer eitt. Þess vegna er leikarinn líka alltaf númer eitt. Sem leikari, höfund- ur og leikstjóri set ég leikarann alltaf fremstan og finnst það líka skemmtilegasta starfið. I þessari sýningu minni núna er samband- ið við áhorfendur einstaklega þýðingarmikið og náið, vegna þess að þeir eru minn eini mót- leikari. Og þeir eru líka besti mótleikarinn“, sagði Jan að lok- um. þs UMSJÓN: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Laugardagur 25. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.