Þjóðviljinn - 25.08.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 25.08.1984, Qupperneq 9
IMYNOAMÓT MYNDLIST Dagur úr Djúpinu rís Dagur Sigurðarson sýnir í Djúpinu i Dagur Sigurðarson heldur einkasýningu í Djúpinu, Hafnar- stræti, þar sem hann sýnir mál- verk 17 að tölu unnin í akrýl. Þetta eru fremur litlar myndir af fólki, unnar á beinan hátt og ein- faldan. Dagur sýndi einnig í Djúpinu í fyrra og svo virðist sem hann hafi tekið nokkru ástfóstri við staðinn. Það er dálítið undar- legt þegar tillit er tekið til þess að hálfrökkur er þar inni þrátt fyrir þróað kastarakerfi. Djúpið er m.ö.o. ekki besti sýningarstaður- inn sem völ er á, en e.t.v. kýs Dagur að kynna myndir sínar fýrir veitingahússgestum fremur en þeim sem gagngert fara á sýn- ingar til að sjá myndlist. Vissulega er þar fólgin sú stað- hæfing að málverk skuli vera þar sem fólk (og þá er átt við almenn- ing en ekki eitthvert sérstakt úr- val listáhugamanna) sér þau án þess það þurfi að setja sig í vissar menningarstellingar til að njóta þeirra. Málverk Dags eru einnig þess eðlis að þau sniðganga allar venjubundnar hugmyndir um „List“ með stórum staf. Þau eru fyrst og fremst sjálfstjáning lista- mannsins gagnvart lífinu og til- verunni, óháð spumingunni um hstþróun almennt. Þau snið- ganga stefnur og strauma án þess að vera stundarvillt (anakrónísk) eða úrelt. Dagur er sjálfmenntaður mál- ari og draga myndir hans dám af því. Þær eru að mörgu leyti bamalegar (naivar) án þess að þær beri vott um einfeldnislegan hugsunarhátt skapandans. í þeim sniðgengur Dagur einfaldlega ýmis lögmál sem fylgja skóluðum 'listamönnum, en það gildir einu því að listamaðurinn sækist ein- faldlega ekki eftir að tileinka sér skóluð vinnubrögð. Hann er þ.a.l. fullkomlega sjálflærður (autodidaktískur) í öliu því sem viðkemur innihaldi og umgjörð listaverksins. Þetta er í fullkomnu samræmi við nihilísk- an lífsstíl Dags og tilfinningu hans fyrir alþýðleik í listum. Hitt er svo annað mál hvernig þessi listaverk falla að hugmynd- um manna um tilgang málaralist- ar. Þar er fyrst og fremst átt við innihald verkanna. Myndimar í Djúpinu em áberandi rómantísk- ar á þann hátt sem Delacroix fyr- irleit og kallaði „tungl- skynsrómantík". Þær era ekki ólgandi eins og búast hefði mátt við af höfundi þeirra, heldur era þær innilegar (intím) og við- kvæmar. Nú er ekkert við því að segja þótt málaðar séu myndir af elsk- endum við hafið eða í faðm- lögum, erótísk tákn eða annað sem gerir hversdagstilverana þess virði að hún sé þraukuð. En þar sem við lifum á tímum rásar tvö og stórskammtar af ástar- jarmi þurfandi poppsöngvara hvolfast yfir okkur allan lið- langan daginn, er vart á herleg- heitin bætandi. Það sem skortir er eitthvert áþreifanlegra innihald eða frum- legri túlkun á þessum mikilvæga þætti í mannlegum samskiptum. Það nægir engan veginn lengur að raula: „I love you and you love me, we ’re happy as can be...“, jafnvel þótt í þeim söng séu fólgin dýpstu og almennustu rök tilver- unnar. En eins og Dagur bendir á í stuttu viðtali við Þjóðviljann skömmu fyrir opnun sýningar- innar, þá eru þessar myndir eins konar restar sem hann er að koma frá sér áður en hann tekur til við stærri og voldugri fleti. Vonandi verður þá innihaldið stærra og þróttmeira um leið. 9 mm PJOLSKV^n 6 m 0 ittumst Höllinni Við bjóðum alla velkomna á Heimilissýninguna og þar með upp á hressingu á básnum okkar í Laugardalshöllinni. Stúlkurnar okkar veita SPRITE, e.t.v. kökur og kex og líka FRESCA. Svo er ekki að vita nema eitthvað leynist í pokahorninu, sérstaklega fyrir krakkana. Sjáumst á Heimilissýningunni. Verksmiðjan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.