Þjóðviljinn - 31.08.1984, Síða 10
FRÉTTIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Áfengiskaup
Alþýðubandalagið Kópavogi
Lögaldur hækkaður
í Ameríku
Bandaríkjaforseti hefur nýlega
undirritað lög sem kveða á
um að lögaldur til áfengiskaupa
skuli vera 21 ár í öllum fylkjum.
Um 1970 lækkuðu allmörg
fylki lögaldur til áfengiskaupa í
18 ár. Reynslan af því varð
hörmuleg. Æ fleiri unglingar lét-
ust í umferðarslysum vegna ölv-
unar. Slíkum slysum fjölgaði
sums staðar um allt að 600% milli
ára.
Samkvæmt upplýsingum Um-
ferðarráðs Bandaríkjanna eru
helmingi meiri líkur á að táningar
lendi í umferðarslysum, þar sem
drykkja er orsökin, en nokkur
annar aldurshópur.
Helstu rökin fyrir lækkuninni
voru þau að staðreynd væri að
unglingar drykkju og betra væri
að þeir gerðu það löglega en ó-
löglega. Reynslan sýndi hins veg-
ar að ólögleg drykkja unglinga
minnkaði alls ekki heldur færðist
til yngri aldurshópa vegna lækk-
aðs lögaldurs til áfengiskaupa.
Mæður, sem áttu um sárt að
binda vegna slysa af ölvun við
akstur, bundust samtökum sem
hlutu nafnið Mæður gegn ölvun
við akstur. - Þessi grasrótarsam-
tök urðu fljótt afar öflug.
Mörg fylki hófu þegar um
miðjan síðasta áratug að hækka
lögaldurinn í áföngum, fyrst í 19
ár, síðan 20. Og nú er sem sé svo
komið að Iögaldur til kaupa á
þessu vímuefni er ári hærri í
Bandaríkjunum en á Islandi.
(Fréttatilkynning frá
áfengisvarnarráði)
Félagsfundur.
ABK heldur félagsfund í Þinghóli, miðvikud. 5 sept. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosning uppstillingarnefndar f. aðalfund.
2. Efnahags- og atvinnumál. Ólafur Ragnar Grímsson hefur framsögu.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í brennandi umræðu.
Nýir félagar eru velkomnir.
Stjórn ABK
Alþýðubandalagsfélögin á Suðurnesjum
Alþýðubandalagsfólk á Suðurnesjum: fjölmennum í Þórsmerkurferð sem
farin verður þann 14. september. Allar frekari upplýsingar gefa Bjargey
Einarsdóttir í síma 3096 og Elsa Kristjánsdóttir í síma 7680.
Verkalýðsmálanefnd ÆFAB
Fundur verður haldinn í verkalýðsmálanefnd ÆFAB, sunnudaginn 2. sept-
ember kl. 14.00 að Hverfisgötu 105.
Miðstjórnarfundur
Alþýðubandalagsins
verður haldinn 31. ágúst - 2. september á Akureyri.í Lóni, Hrísalundi.
Dagskrá:
1. Leið Alþýðubandalagsins í efnahags- og atvinnumalum. Kjaramal.
2. Stefnuumræða Alþýðubandalagsins.
Fundurinn hefst föstudagskvöldið 31.8. kl. 20.30. Þá verða fluttar fram-
söguræður. Fundarslit eru áætluð á hádegi sunnudaginn 2.9..
Eimskip
Nýtt skip - Laxfoss
Gámaskip tekið á leigu
Laxfoss er nafn á gámaskipi sem
Eimskip hefur tekið á leigu.
Skipið er systurskip Bakkafoss
byggt árið 1979. Bæði skipin eru
leigð af breska fyrirtækinu Ell-
erman City. Islensk áhöfn verður
á Laxfossi.
Laxfoss hefur rúmlega 4000
tonna burðargetu og getur flutt
allt að 300 gámaeiningar. Fossinn
mun sigla frá íslandi um Evrópu
til Bandaríkjanna. Siglingaráætl-
un Ameríkuleiðarinnar fer í
gegnum Evrópu eftir að ameríska
skipafélagið Rainbow Navigati-
on tók yfir stærstan hluta af varn-
arliðsflutningum íslensku skipa-
félaganna.
-jP
Þegar bilar mætast er ekki nóg að annar víki vel út á vegarbrún og
hægi ferð. Sá sem á móti kemur verðurað gera slíkt hið sama en not-
færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði
þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km.
Útivinnandi konur
Mætum allar á fundinn á Hótel Borg kl. 14.00 á morg-
un (1. sept.) og ræðum stöðuna í kjarabaráttunni.
Samtök kvenna á vinnumarkaðinum
Þýskan vantar pennavini
Stefan Kundel er 17 ára gamall
Þjóðverji sem býr í Bremen í V-
Þýskalandi. Hann óskar eftir
pennavini á íslandi, og tekur
fram að hann skilji frönsku og
ensku auk þýskunnar. Greinilega
hefur Stefan aðgang að þýsk-
íslenskri orðabók, því hann segir:
„Eg er að leita einhvers sem vill
mér skrifa. Ég er 17 ára og skil
franska, enska og þýska. Utan-
áskrift mín er:
Stefan Kundel
lm Langen Brink 28
2800 Bremen
V-Þýskaland“
HEIMUR í SPÉSPEGLI
Lögtaksúrskurður
Að kröfu sveitarsjóðs Mosfellshrepps úrskurðast hér
með að lögtök megi fara fram fyrir ógreiddum út-
svörum og aðstöðugjöldum ársins 1984 ásamt drátt-
arvöxtum og kostnaði.
Lögtök þessi mega fara fram á kostnað gjaldenda en á
ábyrgð sveitarsjóðs Mosfellshrepps að liðnum átta
dögum frá birtingu þessarar auglýsingar.
Hafnarfirði
27. ágúst 1984
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
W Fjölbrautaskóli
V Garðabæjar
verður settur mánudaginn 3. sept. n.k. kl. 9.00. Nem-
endur fá þá afhentar stundaskrár og bókalista gegn
nemendafélagsgjaldi kr. 1.000.
Kennsla hefst síðan skv. stundaskrá þriðjudaginn 4.
sept. Kennarafundur verður haldinn mánudaginn 3.
sept. kl. 13.00.
Skólastjórn
Frá Grunnskóla
Njarðvíkur
Kennarafundur verður í skólanum mánudaginn 3.
sept. kl. 10. Nemendur mæti í skólann fimmtudaginn
6. sept. sem hér segir:
kl. 9, 9. bekkur og 8. bekkur
kl. 10, 6. bekkur og 7. bekkur
kl. 11, 5. bekkur og 4. bekkur
kl. 13, 3. bekkur og 2. bekkur
kl. 14, f. bekkur.
6 ára börn verða boðuð símleiðis.
Skólastjóri.
SKÁK
Þessi staða kom upp í skák mílli
Miles og norska viðundursins
Simen Agdestein á stórmótinu í
Ósló á dögunum, þar sem Jón L.
var meðal þátttakenda. Miles
sem hafði hvítt lék nú 15. Rbll?
hvað er nú þetta? Hvaða hug-
mynd liggur að baki þessum leik?
Agdestein kunni augsýnilega
ekki svör við þessum spurningum
og lék 15.-e5 sallarólegur, hann
varð að leika annaðhvort 15.-Be6
eða 15.-Bg6 til þess að geta leikið
f5 og Rf6. Miles afhjúpaði nú hug-
mynd sína með því að leika hinum
riddaranum upp i borð 16. Rg1!l
nú sést að svartur á enga vörn
gegn f3 og vinnur riddarann á e4.
Framhaldið reyndist Miles ekki
ofraun.
BRIDGE
Það buðust nokkrar slemmur í
Landsliðskeppninni, sl. helgi,
eins og gengur, en sennilega
engin eins góð og þessi, þótt að-
eins tvö pör fyndu hana. Gjafari
A., AA/ á hættu:
Norður
S KDG95
H 5
TK65
L A975
Vestur Austur
S 4 S 108763
H K873 H D102
T D74 T93
LKDG108 L 642
Suður
R A9
H AG964
T AG1082
L 3
Sigurður Sverrisson og Valur
Sigurðsson og Ásmundur Páls-
son og Karl Sigurhjartarson
fundu þessa þrælgóðu tígul
slemmu, í suður. I báðum tilvikum
kom vestur út með lauf og besta
framhaldið vafðist ekkert fyrir Val
og Karli, sagnhöfunum. Drepið á
ás og trompi svínað til vesturs.
Hrólfur, í vörninni skilaði trompi til
baka. Valur átti slaginn heima tók
hjarta ás og trompaði hjarta.
Spaði á ás og hirt síðasta tromp-
ið. Lagt upp... en austur véfengdi
kröfuna. Spaða-10 var langsóttur
banabiti slemmunnar.
Karl fór eins í spilið og einnig
hann lagði upp í fjögurra spila
endastöðu, gegn mótmæla murri
í austur. Tapað spil.
Sannarlega ill örlög í svo góðri
slemmu, sem þolir tromp drottn-
ingu fjórðu úti á hvorri höndinni
sem er og 4-2 legu í spaðanum.
Vel yfir 90% samningur.
Jón B. og Guðmundur Sveins
og Björn Eysteins og Guðm. Her-
manns fundu enga „lykt“ og 3
grönd afleiðingin. Engin vand-
kvæði þar og margir „impar" inn-
byrtir, fyrir vikið.
LEÐURLITUN
LITUM
LEÐUR TÖSKUR OG JAKKA.
JAFNT SVART SEM AÐRA LITI.
KREDITKORTAÞJONUSTA
SKÖVIÐGERÐIB fellagOrdum
VOLVUFELLI 19 S'MI 74566
10 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1984