Þjóðviljinn - 31.08.1984, Síða 15

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Síða 15
IÞROTTIR Graeme Souness og Trevor Francis gengur einnabestaf erlendu leikmönnunum á Ítalíu þessadagana. /í'N Erfiðleikar stjörnuliðanna Stóru liðin með dýru stjörn- urnar eiga erfitt uppdráttar í undanriðlum ítölsku bikarkeppn- innar í knattspyrnu sem leiknir eru þessa dagana. Aðeins Sam- pdoria, með Trevor Francis og Graeme Souness innanborðs, vinnur létt. I fyrrakvöld vann Sampdoria 8-1 sigur á Cavese. Brasilíumaðurinn frægi Socrat- es lék sinn fyrsta leik með Fior- entina en sýndi lítið í 1-1 jafn- teflisleik gegn 3. deildarliði Cas- ertana, á heimavelli. AS Roma náði aðeins markalausu jafntefli gegn Varese og er í mikilli hættu - er í þriðja sæti í sínum riðli en tvö efstu komast áfram. Juventus marði 1-0 sigur heima gegn Tar- anto, Torino varð að sætta sig við 0-0 gegn Vicenza og sömuleiðis Diego Maradona og félagar í Napoli gegn Perugia. Udinese, lið Zicos, vann nauman heima- sigur, 2-1, á 3. deildarliði Lecce. Inter Milano sigraði Franca- villa 3-1 en það er bærileg frammistaða gestanna, þorpið Francavilla telur aðeins 18 þús- und íbúa og þeir kæmust allir fyrir í einu horni hins mikla leikvangs í Mflanó! -VS I kvöld Urslitaleikur um 2. deildarsæti í kvöld kemur í ljós hvaða lið fylgir Leiftri frá Ólafsfirði uppí 2. deildina í knattspyrnu. Fylkir og Reynir frá Sandgerði eru í tveimur efstu sætum SV-riðlis 3. deildar og þau mætast á Árbæjar- vellinum kl. 18.30 í kvöld. Annað þeira fer uppí 2. deild og leikur liðanna í kvöld sker úr um hvort það verður. Fylkir stendur betur að vígi, hefur 37 stig gegn 34 hjá Reyni og fjórum1 mörkum betri markatölu, 44-17 gegn 35-12 hjá Reyni. Fylkir þolir því tveggja marka tap, allt annað en þriggja marka sigur Reynis, eða þaðan af stærri, þýðir að Ár- bæingarnir fara uppí 2. deild. -VS HM Grobbi og félagar áfram? Bruce Grobbelaar hinn kunni markvörður Liverpool, lék með landsliði heimaþjóðar sinnar, Zimbabwe, í undankeppni HM á þrið j udagskvöldið. Zimbabwe tapaði naumlega, 1-0, í Egypta- landi og ætti því að eiga góða möguleika á að komast áfram - á heimaleikinn gegn Egyptum, en í Afríku er leikin útsláttarkeppni, heima og heiman. Bruce Grobbelaar, markvörður Li- verpool og Zimbabwe. 1. deild Fallbaráttan harðnar ✓ Verður IA meistari á morgun? Ekki réðust úrslitin á toppi 1. deildarkeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld eins og margir bjugg- ust við. ÍA tapaði óvænt 2-3 fyrir Víkingi og skortir því enn þau þrjú stig sem liðið þarf til að meistaratitillinn komist í örugga höfn. Fallbaráttan harðnar með hvcrjum leik og í 16. umferð 1. deildarinnar um helgina er mikið í húfi. ÍBK og Pór leika á Keflavíkur- velli kl. 14 á morgun. ÍBK verður að sigra til að halda í þann lítt raunhæfa möguleika að verða meistari og Þór þarf á stigum að halda í fallbaráttunni. Sigur færi Helgar- sportið Knattspyrna Leikir 1. deildar karla eru annars staðar á síðunni en í 2. deild verður leikin 16. umferð af 18. Harðnar nú slagurinn um hverjir fylgja FH uppí 1. deild, en sjö lið koma þar enn til greina. Ikvöld kl. 18.30 leika Víðir og FH á Garðsvelli en hinir fjórir hefjast allir kl. 14 á morgun, laugardag. Skalla- grímur og Njarðvík leika í Borgarnesi, KS og Völsungur á Siglufirði, ÍBV ogTindastóll í Vestmannaeyjum og Einherji-ÍBÍ á Vopnafirði. Lokaumferðin í A-riðli 3. deildar hefst í kvöld með leik Fylkis og Reynis í Árbænum kl. 18.30 en hinir leikirnar verða kl. 14 á morgun. Þar mætast Grindavík-IK, Vík- ingur Ó.-HV og Selfoss- Snæfell. Úrslitin í 4. deild rúlia áfram og fyrri umferð lýkur á laugardaginn. í SV-riðli leika Ármann og ÍR og í NA-riðli Leiknir F. og Tjörnes á Fá- skrúðsfirði. í báðum tilvikum eigast við efstu lið riðlanna. Handknattleikur Vertíðin byrjar á morgun, laugardag, í Hafnarfirði. Þar hefst íslandsmótið utanhúss, sem reyndar fer fram innan- dyra, í íþróttahúsinu við Strandgötu. Það er 2. flokkur kvenna sem keppnir þessa helgina og byrjar kl. 13 á morgun. Fimm lið taka þátt, ÍR, Víkingur, KR, og a- og b-lið FH. Um næstu helgi hefst svo keppni í meistara- flokkum karla og kvenna. Golf Tvö opin mót verða haldin um helgina - Friendship- mótið á vegum Golfklúbbs Suðumesja á Hólmsvelli í Leiru á morgun og Opna Olís BP-mótið hjá_ Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholtinu, en það stendur yfir laugardag og sunnudag. Frjálsar íþróttir Róleg helgi að þessu sinni. Tugþrautamót UMSS fer fram á Sauðárkróksvelli laug- ardag og sunnudag og ein- hvers staðar á Snæfellsnesinu verður háð Snæborgarmót HSH á sunnudaginn. langt með að tryggja ÍBK annað sætið og þátttökurétt í UEFA- bikarnum næsta haust. KR og ÍA leika á Laugardals- velli kl. 14 á morgun. Takist ÍA að sigra er meistaratitillinn í höfn. Svo yrði einnig ef ÍBK tap- aði fyrir Þór og einnig ef jafntefli yrði í báðum þessum leikjum. KR er í fallhættu og hvert stig dýrmætt. Valur og Breiðablik leika á Valsvellinum kl. 14 á sunnudag. Valur getur náð öðru sæti og leikur mjög vel um þessar mund- ir. Blikarnir eru í vandræðum, þriðja neðsta sæti, og mega illa við tapi. Víkingur og Fram mætast á Laugardalsvellinum kl. 18.30 á mánudag. Víkingar ættu að vera öruggir með sæti sitt f deildinni en Fram situr á botninum og fyrir bikarúrslitaliðið eru að verða síð- ustu forvöð að bjarga skinninu. Staðan er þessi í 1. deild: ÍA 15 11 1 3 29-16 34 ÍBK 15 8 3 4 18-14 27 Valur 15 6 5 4 21-14 23 Víkingur 15 5 5 5 24-24 20 Þróttur 16 4 7 5 17-17 19 Þór A 15 5 3 7 22-22 18 KR 15 4 6 5 16-23 18 Breiðablik 15 3 7 5 15-16 16 KA 16 4 4 8 23-34 16 Fram 15 4 3 8 15-20 15 Markahœstir: Guðmundur Steinsson, Fram.........7 Hörður Jóhannesson, IA...........6 Árni Sveinsson, ÍA...............5 Hafþór Kolbeinsson, KA...........5 Heimir Karlsson, Víkingi..........5 Hilmar Sighvatsson, Val..........5 Skin og skúrir. Skagamenn fagna marki - Framarar eru niðurbeygðir. Hverjir verða í þessum hlutverkum um helgina er erfitt að spá um. Mynd: Atli Sundkeppnin 14 þúsund mílur Betur má ef duga skal Tæplega 13 þúsund manns hér á iandi hafa tekið þátt í Norrænu sundkeppninni með því að synda 200 metrana. Þar með hafa verið syntar samtals um 14 þúsund mfl- ur sem jafngildir ríflega hálfri siglingaleiðinni umhverfis hnött- inn sem er 26,470 mflur. Stefnt er að því að komast tvo hringi fyrir 1. desember. Keppn- Átta vikna leikbann Stefan Gross, þrítugur leik- maður með Karlsruher, nýliðun- um í vestur-þýsku Bundesligunni í knattspyrnu, hefur verið dæmd- ur í átta vikna keppnisbann. Hann hrækti á mótherja í „vin- áttuleik“ gegn 2. deildarliði þar í landi fyrr í þessum mánuði. in er nú hálfnuð, þremur mánuð- um lokið og þrír eftir. Við verð- um því að herða sprettinn ef tak- markið á að nást. Rétt er að minna á að jafnhliða fer fram keppni milli nokkurra kaupstaða, Selfoss, Húsavík og ísafjörður keppa sín á milli, sömuleiðis Njarðvík-Sandgerði, Dalvík-Ólafsfjörður og Vest- mannaeyjar-Keflavík. Þátttakendur eru minntir á að taka þátttökuspjöld á sundstöð- unum og skila þangað í hverjum mánuði afrifum sundmiðanna. Golf Baldvin sigraði Baldvin Jóhannsson, GK, sigr- aði í keppni án forgjafar á Hitatchi-open mótinu sem fram fór þjá Golfklúbbi Selfoss á Al- viðruvelli 18. ágúst. Baldvin lék á 83 höggum, Sigurður Héðinsson, GK, á 85 höggum og Magnús Steinþórsson, NK, á 88 höggum. Birgir Viðar Halldórsson, GR, sigraði í keppni með forgjöf, lék á 73 höggum, sama fjölda og Ar- sæll Ársælsson Jr., GOS, sem varð annar. Þórður Karlsson, GS, varð þriðji á 74 höggum. All- ir vinningar voru gefnir af Hitatchi-umboðinu, Vilberg og Þorsteini Laugavegi 80, Reykja- vík. Föstudagur 31. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.