Þjóðviljinn - 02.09.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 02.09.1984, Side 7
Nómskeið Almenn tjáskipti Hinn 8. september n.k. hefjast í Reykjavík námskeið í al- mennum tjáskiptum. Námskeið- in eru ætluð fólki á öllum aldri sem vill styrkja persónuleika sinn. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur kynnist eigin getu og hæfileikum og læri að nýta þá í samskiptum við aðra. Stjórnandi námskeiðanna er Andri Örn Clausen. Upplýsingar og innritun í síma 621126 dagana 3. sept.-7. sept. milli kl. 12:00 og 17:30. Námskeiðin verða auglýst síð- ar í dagblöðunum. Frá Nýja tónlistarskólanum Innritun fyrir skólaárið 1984-5. Þriðjudag og miðvikudag 4. og 5. sept. kl. 5-7 rr.æti nemendur frá síðasta skólaári og staðfesti umsóknir sínar. Miðvikudag og fimmtudag 6. og 7. sept. kl. 5-7 verður tekið á móti umsóknum nýrra nemenda. Innritun í forskóladeildir.6-8 ára barna fer fram alla daga. Skólastjóri. Ungur drengur utan af landi þarf á góðu vistheimili að halda, svo hann geti stundað nám í Öskjuhlíðarskóla í vetur. Upplýs- ingar í skólanum í símum 23040 eða 17776 um greiðslur og fyrirkomulag. Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og ís- lands. I því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárhagsstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands fyrir 1. október n.k. Áritun á Islandi er: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs Islands og Finnlands, 1. septeber 1984 Hjúkrunarfræðingar. Sjúkrahúsið á Húsavík óskar að ráða hjúkrunar- deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga í fastar stöður nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkr- unarforstjóri í síma 96-41333 alla virka daga. Sjúkrahúsið á Húsavík s.f. Umhverfið okkar Könnuð Kjós í dag efnir Náttúruverndarfélag Suðvesturlands til síðdegisferðar um Kjósarhrepp að skoða fugla, fjöru, gróður, fornleifar, sögu- staði, atvinnulíf og landshætti. Farið frá Norræna húsinu klukk- an 13.30, á Fteynivöllum verður rútan um 14.15, og ferðinni lýkur rúmlega sjö. Farið verður inní Brynjudal, innað Botnsá, til baka að Kiða- fellsá, litið á fornminjar á Hálsnesi og fjörulíf í Laxárvogi, síðan innað Meðalfellsvatni og út Laxárdal. Lífríki og jarðfræði Kjósarinn- ar stenst flestan samjöfnuð, at- vinnulíf í blóma og mannvistar- leifar merkar. Sem fyrr í ferða- röðinni „Umhverfið okkar“ verða fróðir menn kallaðir til, Jó- hann Óli Hilmarsson um fugla og fjörur, Þorvaldur Örn Árnason um gróðurfar, Gunnar prestur Kristjánsson um sögu og örnefni. Fargjald fullorðinna er 200 krón- ur og ekkert fyrir börn. /uósaskoðunX LÝKUR 31. JUJJEPOAH OKTÖBER Yfir 80 tegundir af hárkollum fyrir kvenfólk og mjög gott úrval af toppum og hárkollum fyrir karlmenn. Fyrsta flokks vara á góðu verði UMBOÐSMENN: Jón Hjartarson, hárskeri, sími 2675, Akranesi. Rakarastofa Sigvalda, Kaupangi, Akureyri. Sími 21898. Kynning hjá Rakarastofu Sigvalda, Akureyri, dagana 29. og 30. okt. n.k UPPLYSINGASIMI 17144 Dóróthea Magnúsdóttir Torfi Geirmundsson Laugavegi 24 - 2. hæð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.