Þjóðviljinn - 02.09.1984, Page 11
með rokkabillíinu lærðu
hvítir unglingar af
svertingjum að njóta
augnabliksins
/ChuckBerry, Gene
Vincent and the Blue
Caps.
að tjá sig með líkamanum
og uppgötva þann kraft
sem þarbýr/RúnarJúl-
íusson
hipparnirbreyttu
viðhorfitil hlutverka
kynjanna/Janis
Joplin
peningamenn
gera tónlistina
að sléttri og felldri
verslunarvöru/
John Travolta
vandinn verðurað láta
skemmtiiðnaðinn ekki
gleypa sig/Egó
þessir hópar verða h ver
um sig framvörðurog hver
hópurbyggiráþeim sem á
undan var/Clash og Bo
Diddley
ódæ"’ mpö öðrurn uænd* áhriturn
hannMur KaWorníu, 9hann W)óm-
rs5»s”i'nas£0ÆS“
iátnum- •
'«sS
^'WaTT’T' öífcS'""
a,(Jarf/mafa.ínÖ ósvíkna rokk fr2yjuni
Fasismi
Það sést kannski hvað ég er að
fara þegar rokkmenningin er bor-
in saman við menningarfyrirbæri
sem mjög bar á meðal lágstéttar-
innar á millistríðsárunum, nefni-
lega fasismann. Fasisminn var
rangsnúningur á raunverulegum
menningarlegum þörfum fólks,
þörfum sem kratar og kommar
þess tíma virtu ekki viðlits. Fas-
isminn bjó til hópkennd, en hélt
mönnum hins vegar föstum í
þessari hópkennd, beygði ein-
staklinginn undir hópsálina. Fas-
isminn vísaði ekki raunverulegan
veg úr firringu kapítalismans.
Manngerð fasismans, og reyndar
stalínismans iíka, var stöðluð.
í rokkmenningunni er hópur-
inn vettvangur þarsem hver ein-
staklingur á að geta notið sín, hún
mætir þessum menningarþörfum
einstaklingsins. Johnny Rotten,
Boy George, Bubbi Morthens
eru dæmi um mjög ólíka einstak-
linga sem geta notið sín í pönk-
bylgjunni og þess sem kom í
kjölfar hennar.
Allt er þetta nú gott og blessað,
- en hvað kemurþað marxisman-
um við?
- Ég vitna í gamla manninn:
Marx sagði að munurinn á þræln-
um og launamanninum væri að
launamaðurinn ber sjálfur
ábyrgð á sér utan vinnutíma, ber
ábyrgð á neyslu sinni. Hann
ræður hvort hann étur kartöflur
eða rúgbrauð, hvort hann kaupir
Moggann eða Þjóðviljann. Þetta
frelsi gefur launamanninum kost
á að verða sjálfstæð persóna.
Þessi persóna er ekki bundin ríkj-
andi skipulagi einsog til dæmis
persóna borgarans, - og getur
þessvegna skapað annað samfé-
lag. Þessi orð Marx hafa meira og
Hfan,
meira gildi eftir því sem launa-
maðurinn er lausari undan fast-
bundnu hlutskipti, smiður, hús-
móðir og svo framvegis.
Æskulýðsmenning síðustu ára-
tuga, með rokkið að burðarás,
hefur einmitt verið vettvangur
þesskonar persónuþroska. Ungt
fólk hefur losað sig úr viðjum
þrúgandi samfélags og skapað
eitt og annað sem hægt er að nota
í eldhúsi framtíðarínnar.
í bókinni Vagg og velta í kaup-
staðnum dvelurðu aðallega yið
tónlist, feril og texta tveggja rokk-
ara, þeirra Jim Morrison og
Bruce Springsteen. Afhverju þeir,
og ekki til dœmis Jagger og Bow-
ie?
- Þessumásvaraáýmsanhátt.
Hefði bókin verið stærri væru
þeir Bowie og Jagger líka með, -
og Presley og Jerry Lee Lewis og
John Lennon og Bob Dylan og
Johnny Rotten og Sid Vicious og
Boy George...
Tvennir
tímar
Fyrir mér vakir að gera skil á
tveimur tímabilum, sjöunda ára-
tugnum og þeim áttunda, og
varpa ljósi á ólíkan hlut lágstéttar
og millistéttar í rokkinu.
Jim Morrison er fulltrúi þess
róttækasta í þeirri uppreisn milli-
stéttarungmenna sem kennd eru
við hippa og ’68. Eins og j afnaldr-
arnir reyndi hann að varpa af sér
þeirri persónukúgun sem felst í
bandarísku millistéttaruppeldi,
og tók um leið afstöðu gegn gjör-
eyðingartilhneigingum banda-
rískrar heimsvaldastefnu. Víet-
nam-stríðið. Jim er líka til marks
um að æskuiýðsuppreisnin ’68 er
ekki enn orðin að einni bíaðsíð-
unni í sögu tuttugustu aldar. Tón-
list hans og boðskapur, - róttækt
uppgjör við vestrænt nútíma-
samfélag-, þetta á ríkulegt erindi
við þá kynslóð sem nú er að rísa.
Hann hefur verið endurreistur í
kjölfar pönksins.
Dauðadýrkun Jim Morrison
síðla á ferli hans vitnar svo um
næmni þessa listamanns á að við
lifum í samfélagi eyðileggingar, -
og að lífssteffla hippanna leiddi
útí ógöngur og flótta í dópneyslu
og dulspeki.
Bruce Springsteen er úr banda-
rískri lágstétt og fannst lítið púð-
ur í hippahreyfingunni, - hafði
einfaldlega ekki efnislegar að-
stæður til að njóta þess ljúfa lífs
sem hipparnir boðuðu og gátu að
nokkru leyti Veitt sér. Fjörið fyrir
Bruce og hans líka var að þeysa
um á amerískum drossíum og
standa í tildragelsi á götuhorn-
um. Þessi litlu brot úr hamingju
tekst Bruce að gæða lífi með hug-
arfluginu. Gerir þau ódauðleg.
En handan áhyggjuleysisins bíða
lágstéttarmannsins bág örlög í
seigdrepandi launavinnu.
Þessar andstæður, launaþræl-
dómurinn og hið takmarkaða
freisi tómstundanna, hafa verið
viðfangsefni vaggs og veltu frá
upphafi. En enginn hefur tjáð
þær skýrar en Bruce.
Ég valdi þá Bruce og Jim af
þessum ástæðum, en líka vegna
þess að þeir hafa skipt sjálfan mig
miklu máli.
Kenningar um sköpun sjálfs-
ímyndar í rokkmenningu og um
framlag millistéttar og lágstéttar til
hennar, - hvernig falla þœr að ís-
lenskum aðstœðum?
- Sagn-, félags- og stærð-
fræðingurinn Eiríkur Brynjólfs-
son heldur því fram að í félags-
fræðinni sé ísland alltaf í hlut-
verki undantekningarinnar. Það
á ekki allskostar við í þessum efn-
um. Rokkið kom hingað einsog
',r., ó ^arkari *■-
ferskur andblær í lok sjötta ára-
tugarins og fangaði hugina, - sú
merka menningarnýsköpun hef-
úr reyndar hingaðtil verið þöguð í
hel, enda hefur lengstaf ríkt hér
fínmenningarfasismi. Settu það í
sviga.
Flestir af minni kynslóð vita
hvaða þýðingu bítlaskeiðið hafði
við að losa okkur úr viðjum úr-
eltra viðhorfa og lífsstfls. Og
bítlatímabilið skilaði sér hér eins
og annarsstaðar á Vesturlöndum
í æskulýðsuppreisn rétt eftir ’70.
Þegar íslensk menningarsaga síð-
ustu þrjátíu ára er skrifuð verður
hver kafli að byrja á að lýsa rokk-
tegund og lífsstíl hvers tímabils.
uPp-
Rokk og
þroski
Æskulýðsuppreisnin uppúr ’70
var ekki hér frekar en annars-
staðar sérstakt millistéttarfyrir-
brigði, - í henni varð skemmtilegt
mót æskulýðs af ýmsum stéttar-
uppruna. Þetta verður nokkuð
líkt í pönkinu, en í báðum tilvik-
um taka millistéttarunglingar for-
ystuna og lágstéttarkrökkum er í
kot vísað í diskói og þvíumlíku.
Nýjar bylgjur af þessu tæfþyrftu
að vera þannig að reynsluheimur
lágstéttar og millistéttar njóti sín
jafnt.
Hvað er maður á fertugsaldri
að skipta sér af rokktónlist? Ertu
ekki vaxinn uppúr þessu?
- Tilallrarhamingjuerumenn
smámsaman hættir að pakka
rokkuppeldi sínu niður með
barna- og unglingabókunum. í
tengslum við að fólk telur sig ekki
lengur fullmótað og komið á bás-
inn uppúr tvítugu, heldur reynir
að taka út þroska alla ævi.
Strákarnir í Rolling Stones eru
allir á fimmtugsaldri. Á hljóm-
leikum _þeirra j Gautaborg fyrir
tveimur árum stóð átján ára
diskódís öðrumegin við mig og
hinumegin jafnaldri Steinanna.
Það var augljóst að það voru ekki
sömu lögirrsem áttu greiðastan
aðgang að hverju okkar, - en
jafnaugljóst að rokkið snerti
sömu taugina.
Pú varstfyrr á árum vel virkur í
íslenskri pólitík. Nú stundarðu
frœðin í Kaupmannahöfn. Hef-
urðu snúið baki við pólitísku
starfi?
- Ég fór upphaflega til
Kaupmannahafnar meðal annars
til að fá næði til að hugsa mig um,
þroskast. Sem er mjög erfitt í
jafnþröngu samfélagi og hið ís-
lenska er. Því er ekki að neita að
mig kiæjar oft í fingurna að vera
virkari í pólitík en ég er nú. Hins-
vegar tel ég það í sjálfu sér póli-
tískt starf að fást við og miðla
teoríu, og leggja jafnframt hönd
á plóg í ýmsu menningarstarfi.
Ég get aldrei orðið sérlega
virkur í pólitísku starfi í Dan-
mörku. Það er einfaldlega ekki
mitt land. Áður en langt um líður
er ég á leiðinni heim og gæti vel
hugsað mér að starfa hér að mál-
efnum alþýðumenningar í þeim
stfl sem ég hef verið að lýsa.
En ef ég byggi hér núna yrði
fyrsta verkefnið að hella sér útí
kjarabaráttu og reyna að leggja
sitt af mörkum til að aflétta því
fáránlega ástandi að ekki er hægt
að framfleyta sér nema með
brjálaðri vinnu. Það stenst ekki
til lengdar að kaupmáttur er
einna lakastur hér af Evrópu-
löndum en þjóðartekjur á mann
hinsvegar einna hæstar. -m
Rokkmenning
hráefni í eldhús
framtíðarinnar
Gestur Guðmundsson spurður uppúr
skónum um vagg og veltu, pólitík,
hippa, pönk, marxisma og ýmislegt
annað cesilegtítiletni nýútkominnar
bókar og vegna þess að fínmenning-
arfasisminn tröllríður helgarblaði
Þjóðviljans.
Æ, þessi þreytandiog
endalausi hávaði úrmögnur-
um á unglingaheimilum. Úff:
sargandigítarvæl, dynjandi
trommudynkir einsog
hausverkur í timburmönnum
og fólk með sæmilegustu
meðalgreind hoppandi og
skakandi sig með fleðulátum
hvert utaní öðru á dansgólfum
og í tónieikasölum. Síða upp
og síða niður um plötur og
poppguði í dagblöðunum,
flenniauglýsingar og bisness-
blöðrugúmmítyggjógimmikk.
Af hverju láta krakkarnir
svona?
Það er verðugt verkefni há-
skólamanns að kanna þessa
innfluttu móðursýki og sýna
fram á tilgangs- og innihalds-
leysið í þessum svokallaða
bransa. Eða hvað? Allavega
hefur íslenskurfélagsfræð-
ingur nú gefið út rit um rokk og
pólítík. Á dönsku, enda hefur
Gestur Guðmundsson alið
manninn í Kaupinhafn
allnokkra hríð, við nám og
starf kringum marxisma og fé-
lagsfræði. Bókin heitir hins
vegar uppá ensku eftir rokk-
texta: „Let’s rockthistown“
sem á fornu máli og góðu út-
leggst: Rokkum pleisið.
Látum oss hefja samræður:
alltíeinu rokkskrif frámanni
sem nafn hanstengist helst
vinstrikantspólitík?
- Ég hef lengi verið á þeirri
skoðun að sem vinstrimaður dugi
ekki nema annaðhvort, að hafa
einhverja almennilega teoríu eða
vera teoríulaus anarkisti. Og ég
hef í mörg ár legið í marxískri
teoríu. Sá marxismi sem sósíalist-
ar hafa notast við er ansi út-
þynntur.
Þessi fræðiástundun hefur sýnt
mér frammá að ef maður ætlar að
nota teoríu í pólitísku starfi er
ekki stætt á að horfa eingöngu á
hlutlæga þróun samfélagsins, -
verkalýðurinn verður til dæmis
ekki endilega róttækari þegar
kjörin eru skert. Hin hráa hag-
fræði, jafnvel marxísk, dugar
skammt. Það er flókið orsaka-
samhengi milli þjóðfélagslegrar
stöðu fólks og þess sem það hugs-
ar og gerir.
Forsendur allrar pólitískrar
hugsunar og starfs eru þeir at-
burðir sem verða í daglegu lífi
fólks, í félagslegum samskiptum
þess og því sem kalla má alþýðu-
menningu. Nú, fátt hefur fyllt
eyru og huga þeirra sem aldir eru
upp eftir stríð meira en rokktón-
list, og þannig er minn áhugi á
þessu til orðinn og þessi bók í
beinu framhaldi.
Rokk: nokkuð annað en enn
ein aðferð alþjóðlegs skemmtiiðn-
aðarauðvalds til að trylla fólk og
firra?
- Rokkið sprettur upp í óþökk
skemmtiiðnaðarins og allar nýj-
ungar í rokkmússík líka. Rokka-
billí, bítlabylgjan, hippatónlist,
pönk, - allt byrjar þetta í bfl-
skúrnum og mætir fjandskap
skemmtiiðnaðar og siðgæðispost-
ula. Hinsvegar hafa peninga-
menn alltaf komið auga á að hægt
er að græða á þessu. Þynnt tón-
listina út um leið og gert hana að
sléttri og felldri verslunarvöru.
Það er ekki hægt að líta á
skemmtiiðnað og alþýðumenn-
ingu sem aðskilin fyrirbæri. Allir
stundendur alþýðumenningar
reyna að notfæra sér þá út-
breiðslumöguleika sem
skemmtiiðnaðurinn felur í sér:
vandi þeirra sem skapa tónlistina
verður að láta skemmtiiðnaðinn
ekki gleypa sig.
Ég held því fram að rokkið hafi
Gestur Guðmundsson. Bók hans, Let’s roc k this town - subkulturel produktion af subjektivitet, fæst
í Bóksölu stúdenta og kostar 267 krónur.
verið burðarásinn í menningar-
byltingu sem hefur átt sér stað hjá
hverri kynslóðinni á fætur ann-
arri undanfarin þrjátíu ár. Við
undirleik rokksins hafa hvít ung-
menni lært að tjá sig með líkam-
anum, uppgötvað þann kraft sem
þar býr, - og skapað sér eigin
sjálfsímynd. Sem að vísu er sam-
sett, úr brotum af markaðsvöru
og því sem kemur innanfrá. Frá
stríðslokum hefur ungt fólk stað-
ið í gríðarlegri menningarfram-
leiðslu og ekki bara sætt sig við
þann bás sem launavinna og
neysluvarningur hefur sett því.
Afhverju verður þetta? Og af-
hverju á ökkar tímum?
- Vegna þess að það er ekki
lengur hægt að búa sér til hald-
bæra sjálfsímynd úr því einu sem
starf og fjölskylda býður fram.
Áður fyrr var einstaklingurinn
sem til dæmis smiður eða hús-
móðir í lífrænum tengslum við
samfélagið, - nú vinna flestir svo
sérhæfð og innihaldslítil störf að
hætt er við firringu sé sjálfs-
ímyndin bundin við neyslu-
munstrið.
Auðvaldsþjóðfélagið þróast
hraðar og hraðar. Framanaf til-
veru þess gátu myndast tímabil
stöðugleika. Kapítalisminn inn-
byrti hluta af góssi samfélags-
gerðarinnar fyrir hans tíma: sið-
venjur, fjölskyldumunstur, á-
kveðna verkþætti, - og þetta stuðl-
aði að stöðugleika. Það sem hef-
ur gerst síðan í stríðslok er að
forkapítalísk menning, - í
breiðum skilningi -, hefur verið
að deyja. Kapítalisminn býður í
sjálfu sér ekki uppá neitt í stað-
inn. Til að forðast vélræna firr-
ingu verður fólk að skapa sér
eitthvert svar sjálft, utanvið
þungamiðju kapftalísks samfé-
lags.
Núllpunktur
Ungt fólk er sérstaklega næmt
fyrir þessu. Eldri kynslóðirnar
eru búnar að festa sig í þjóðfélagi
sem er á undanhaldi, - fólk held-
ur áfram að lifa í því samfélagi
sem var við lýði þegar það var
ungt. Nýr tími, möguleikar hans,
og skortur á möguleikum, - hann
verður séreign unga fólksins.
Ungt fólk skapar sér sjálfsímynd
með virkni í tómstundum, utan
starfsvettvangs og fjölskyldu, -
og í þessu tilviki er ég ekki að tala
um útreiðar, frímerkjasöfnun,
skíðamennsku, heldur þá kosti
sem æskulýður borganna hefur.
Hann er hvorki í tengslum við
framleiðslu né náttúru og stendur
á margan hátt á algerum
núllpunkti.
Siðareglur og venjur teknar í
arf eru vegnar og léttvægar
fundnar. Eftir stendur svo að
segja líkami og persóna. Á þess-
um grunni hefur rokkmenningin
orðið til og vaxið fram, rifið niður
úrelta siðmenningu og skapað
nýja.
Rokk af Elvistœi, bítlar, hipp-
ar, pönkarar og svo framvegis, -
er þetta að þínu viti eitt og hið
sama?
- Eitt og hið sama á þann hátt
að þessir hópar eru hver um sig á
sínum tíma framvörður sköpunar
í alþýðumenningu og hver hópur
byggir á þeim sem á undan var.
Með rokkabillíinu lærðu hvítir
unglingar af svertingjum þá list
að njóta líkama síns og augna-
bliksins. Á hinn bóginn var fyrsta
rokkkynslóðin illa föst í hefð-
bundnum menningamunstrum
lágstétta, kvenfyrirlitning er gott
dæmi.
Bítlaskeiðið var í upphafi ekki
annað en endurtekning á gamla
rokkinu, stærra í sniðum, og fleiri
boð og bönn fengu að fjúka. Á
tímabili hippanna höfðu milli-
stéttarunglingar uppgötvað þá
menningarsköpun sem var í gangi
hjá lágstéttaræsku, og þeir bættu
inní miklu róttækari uppstokkun
á öllum félagsmunstrum, breyttu
viðhorfi til atvinnu og til hlut-
verka kynjanna til dæmis.
Allar þessar hreyfingar urðu
þó að sæta því að ánetjast
skemmtiiðnaðinum og falla inní
samfélagið. Pönkið tók upp alla
róttækustu þættina frá þeim.
Pönkið sprettur fram við aðstæð-
ur sem binda ungt fólk síður við
samfélagið en áður, - það hafði
ekki atvinnu.
Við höfum rœtt um kynslóðir,
ekki einstaklinga. Um sjálfs-
ímynd sem sköpuð er á skjön við
hversdagslega meðalhegðun og
utan við samfélagsþyngdarpunkt,
- en er þessi sjálfsímynd nokkuð
annað en einskonar áskrift hvers
og eins að grunnfœrnislegri hóp-
sál?
- Hópsál og múgsefjun, jú,
þau fyrirbæri eru auðvitað til í
rokkmenningu. En við verðum
að athuga, að sú hópsvörun kem-
ur fram vegna þess að stór sam-
félagshópur mætir sams konar
vanda, og einstaklingarnir standa
mjög ámóta að vígi. Fólk tekur
þátt í hópmenningu rokksins
vegna þess að það uppfyllir að
einhverju leyti persónubundnar
þarfir.
.10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1984
Sunnudagur 2. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11