Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR vsí Hefur enn ekki staðfest samninga bókagerðar- manna og FÍP Beðið stjórnarfundar 6. nóvember segir Magnús Gunnarsson Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að mikil andstaða sé hjá ákveðnum aðilum innan Vinnu- veitendasambandsins að stað- festa kjarasamninga Fél. bóka- gerðarmanna og FIP, sem gerðir voru á dögunum. Astæðan er fyrst og fremst sú að fulltrúar VSÍ við samningagerðina vildu ekki að þessi samningur yrði gerður og það var ekki fyrr en samninga- menn FÍP vísuðu þeim á dyr að samningar tókust. Þar sem FÍP er aðili að VSÍ telst samningurinn ekki gildur fyrr en stjórn VSÍ hefur sam- þykkt hann. „Eg hef ekki heyrt þetta“, sagði Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að næsti stjórnarfundur VSI yrði ekki haldinn fyrr en 6. nóvember n.k. og ætti hann von á því að þá yrði samningurinn staðfestur. -S.dór Árétting Öl á Gauk Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að vínbirgðir veitingahúsanna væru senn á þrotum og því til staðfestingar birt mynd af síðasta dropa Madeiravíns hjá Gauki á Stöng. Það skal áréttað til að forðast allan misskilning að Gaukur á Stöng á enn nægar birgðir af miði þeim sem kenndur hefur verið við bjór. ASÍ/VSÍ Samningalota um helgina í gær kl. 16 komu fulltrúar ASÍ félaga og VSÍ saman tíl fyrsta fundar eftir klúður ríkisstjórnar- innar í skattamálunum. Á þessum fyrsta fundi var ætlunin að ræða tilhögun samningaviðræðna á næstunni. Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ sagðist í gær eiga von á því að ströng samningalota yrði nú um helgina. Ekki taldi hann neinar líkur á að deilunni yrði vísað til sáttasemjara að svo komnu máli. -S.dór Formaður Fél. bókagerðarmanna. Magnús E. Sigurðsson ræðir hér við fulltrúa VSÍ. Þórarinn Þórarinsson t.v. í samnlngaþófinu é dögunum. Ein- hver tregða er sögð hjá stjórn VSI að staðfesta þó samninga sem FÍP og bókagerðarmenn komu sér samán um. (Ljósm. —eik). Kjaradeilur Blaðamenn semja Ríflega 21 prósent hœkkun Nú tekur BSRB ríkisstjómina eins og landsliðið tók Svía. Laust fyrir klukkan 19 í gær- kveldi skrifuðu blaðamenn undir nýjan kjarasamning. Samningurinn nær til ársloka 1985 og felur i sér að meðaltali 21,3 prósent yfir samnings- timann, að mati blaðamanna. Samningurinn gerir ráð fyrir ákveðinni uppstokkun á launa- stiga, þannig að við undirritun hækka laun strax um 10 til 12.9 prósent. Síðan koma 3 prósent hækkanir 1. des., 1. júní, og 1. september. Þann 1. desember fá blaðamenn jafnframt 3000 króna greiðslu og 1500 krónur þann 1. september. í samningnum er ennfremur Verkfallið verðbótaákvæði þar sem segir að muni heildarsamtök vinnumark- aðarins semja um verðtryggingu launa, á þann veg að launa- breytingar verði af þeim sökum, þá skuli laun blaðamanna hækka sem svarar slíkum verðbótum. -OS Steingrímur Já, ég hringdi vestur „Þetta var rætt í ríkisstjóminni strax og fréttist af þessum samn- ingi og einsog frá er greint í Þjóð- viljanum þá er það rétt að ég hafði samband við bæjarstjómar- menn á ísafirði og lýsti þeirri skoðun ríkisstjómarinnar að þetta að minnsta kosti jaðraði við lögbrot, en samkvæmt lögum er bannað að vísitölutryggja laun“. Þannig mæltust Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra orð á alþingi á þriðjudag, en þá greindi Þjóðviljinn frá því að ráðherrann hefði beitt áköfum þrýstingi vegna kauptryggingarákvæðis Isafjarðarsamningsins. -ög Laun 1. nóvember? Verkfallsstjórn BSRB telur úrskurðarvaldið sittog ekki Kjaradeilunefndar Enn er óvíst að laun verði grcidd 1. nóvcmber til þeirra BSRB-manna sem vinna í verk- fallinu og þeirra sem ekki eru í BSRB, þar á meðal lækna og Sóknarfélaga. Kjaradeilunefnd hefur gefið út skipun um að for- vinna fari fram á útreikningi launa á spítölum og víðar, og er þeirri vinnu lokið. Nefndin hefur hinsvegar ekki úrskurðað starfs- menn Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar til þeirrar vélvinnslu sem nauðsynleg er undir venjulegum kringumstæð- um. Engin umsókn hefur borist verkfallsstjórn BSRB um þetta efni, en án leyfis verkfallsmanna fer SKÝRR tæplega af stað. Verkfallsstjórnin mun hins- vegar líta svo á að ekki sé um verkfallsbrot að ræða ef prókúru- hafar einstakra ríkisstofnana, yf- irleitt BHM-menn, skrifa ávís- anir til starfsmanna á áætluð laun. í lögum segir að um laun þeirra sem Kjaradeilunefnd úrskurðar til vinnu fari eftir þeim kjara- samningi sem gerður er að loknu verkfalli, og telja verkfallsmenn að Kjaradeilunefnd hafi ekki um- boð til að fyrirskipa launa- greiðslur, enda ekki um öryggis- vörslu eða heilsugæslu að ræða, heldur almenn skrifstofustörf. Þetta köm fram í bréfi frá verk- fallsstjórn til Kjaradeilunefndar í fyrradag, og er þar lagt til að slík- um erindum verði vísað til verk- fallsstjórnar BSRB. Að sögn Helga V. Jónssonar, formanns Kjaradeilunefndar, gæti þetta mál flokkast undir ör- yggisvörslu og heilsugæslu „ef við teljum hættu á að störf stöðvist vegna þess að laun eru ekki greidd út“. Helgi sagði að ákvörðun yrði ekki tekin um starfsmenn SKÝRR fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag. Enda ekki víst að á þeim þurfi að halda þar- sem enn lifir nokkuð af októ- bermánuði. Slík ákvörðun Kjaradeilu- nefndar leiddi sennilega til vand- ræða við SKÝRR, og virðist nefndin loks hafa fengið nóg af að ganga í berhögg við BSRB í deilunni um valdsvið sitt. -m Laugardagur 27. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.