Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS-
BLAÐIÐ
MENNING
BSRB
Skriður á viðrœðum við BSRB. Samninganefnd
ríkisins tilbúin að rœða kaupmátt. Beðið eftir ríkisstjórninni.
Asáttafundi í deilu BSRB og
ríkisins í gær var í fyrsta sinn í
sögu deilunnar rætt um tryggingu
kaupmáttar á samningstímanum.
Launahækkun var hins vegar
ekki til umræðu á fundinum. Rík-
isstjórnarfundi sem vera átti eftir
hádegi í gær var frestað og verður
haldinn í dag, og er talið að úrslit
hans skeri úr um hvort samningar.
nást nú um helgina.
Fundurinn hjá sáttasemjara
átti upphaflega að hefjast klukk-
an hálftvö í gær en var frestað til
hálffimm. Um sexleytið mætti
samninganefnd ríkisins á staðinn
og kom í ljós að nefndin var tilbú-
in að ræða hugmyndir BSRB-
manna um kaupmáttartryggingu
í einhverju formi. BSRB-menn
lögðu fram tillögu um leið hinna
rauðu strika til slíkrar tryggingar.
Far er gert ráð fyrir ákveðnu svig-
rúmi handa verðbólgunni en bæt-
ur fyrir umframbólgu. Þær bætur
verði greiddar 1. apríl og 1. ágúst
á næsta ári, og er þá gert ráð fyrir
samningum út árið.
Nokkurrar bjartsýni gætti í
herbúðum BSRB í gær. Á blaða-
mannafundi um kvöldmatarleyti
tóku forystumenn bandalagsins
þó fram að BSRB gæti „fynrvara-
laust hert tökin verulega“ ef á
þyrfti að halda, en menn vildu
komast hjá því eins lengi og hægt
væri.
Ljóst þykir að samningavið-
ræður hefjast ekki í alvöru nema
ríkisstjórnin ákveði á fundi sínum
í dag. Getum er að því leitt að
innan stjórnarinnar séu nú svipt-
ingar miklar um markmið og
leiðir í samningamálum, og er
einkum bent á leiðara NT í gær
þarsem ábyrgðinni á stöðu mála
er varpað á stuttbuxnadeild Sjálf-
stæðisflokksins, Albert Guð-
mundsson, Davíð Oddsson og
Þorstein Pálsson.
- m
Síðustu fréttir
Sáttafundi lauk um kl. 11 í gær- fundur væri boðaður kl. 3 í dag.
kvöldi og sagði Guðlaugur Þor- Hann sagði að biðstaða væri þar
valdsson sáttasemjari að málin til eftir ríkisstjórnarfund sem
hefðu ekkert skýrst en nýr sátta- hefst á hádegi í dag. -GFr
Jón Gfslason starfsmaður Hollustuverndar með sýnishorn af þeirri olíu sem nú hefur verið innkölluð vegna mengunar.
Hollustuvernd
Efnamenguð
matarolía
Kvartanir hafa borist vegna magakveisu.
Olían innkölluð.
rír íbúar á höfuðborgarsvæð-
inu hafa kvartað undan
magakveisu og niðurgangi eftir
að hafa notað matarolíu sem ver-
ið hefur f verslunum hér frá því
um miðjan september.
Um er að ræða soyabaunaolíu
frá efnagerðinni Flóru en olían er
innflutt í tunnum frá Danmörku
og sett á neytendaumbúðir hér. í
frétt frá Hollustuvernd ríkisins
segir að olían sé gölluð vegna
mengunar af lífrænu upplausnar-
efni (etýlasetati). Matarolían
hafði sérkennilega lykt sem líktist
asentonlykt.
Jón Gíslason starfsmaður
Hollustuverndar sagði í samtali
við Þjóðviljann í gær að mengaða
olían hefði að öllum líkindum
verið í einni tunnu sem tók 200
lítra. Einhver snefill af leysiefn-
inu gæti hafa verið í tunnunni
þegar olían var sett á hana. Ekki
sé um bráða hættu að ræða vegna
hinnar menguðu olíu en ákveðið
hafi verið að kalla inn þann hluta
sendingarinnar sem kann að vera
mengaður. Þess vegna væru þeir
sem hafa undir höndum soya-
baunaolíu frá Flóru í 780 ml. og
465 ml. plastflöskum beðnir að
hafa samband við viðkomandi
heilbrigðiseftirlit.
-•g-
Fylgishrun
Sviptingar í
Sjálfstæðisflokknum
Fyrsti
sigur
íslendinga
á Svíum
í hand-
knattleik
í 20 ár!
Sjá bls. 6
Miklar sviptingar eru nú í
Sjálfstæðisflokknum í kjöl-
far framkomu flokksforystunnar
í verkfallinu. Samkvæmt heimild-
um Þjóðvi(jans eru nú margir
hópar að ráða ráðum sínum í
þeim tilgangi að losa flokkinn við
hið harðskeytta frjálshyggjulið
sem ráðið hefur ferðinni á liðnu
misseri. Staða formannsins er
orðin nyög veik - og er nú reynt
til þrautar að koma honum inní
ríkisstjórnina til að forða honum
frá sömu örlögum og hinum
frjálshyggjugaukunum eru búin.
Talið er að Matthías Bjarnason
heilbrigðis- og samgönguráð-
herra sé reiðubúinn að standa
upp fyrir Þorsteini Pálssyni.
Hófsamari öflin í Sjálfstæðis-
flokknum vilja að allir offors-
mennirnir úr verkfallinu, Davíð
Oddsson, Albert Guðmundsson,
Ragnhildur Helgadóttir og Þor-
steinn Pálsson, verði nú látnir
standa á bak við nýja flokksfor-
ystu sem verið er að leita að.
Heimildamenn Þjv. í Sjálfstæð-
isflokknum töldu að Matthías Á.
Mathisen væri nú undir þrýstingi
til að taka við forystu flokksins og
fleiri úr þeim armi (sem nú er
orðinn hófsamur) eru taldir
koma til greina.
Hófsamari öflin í Sjálfstæðis-
flokknum telja að flokkurinn hafi
þegar orðið fyrir gífurlegu fylgis-
hruni - og ekkert geti orðið til
bjargar frá þeirri skriðu kjós-
endaflótta sem við blasir, nema
að ofstopaliðið hverfi úr tals-
mennsku fyrir flokkinn.
„Hrunið er rétt að byrja“,
sagði Sjálfstæðismaður í Breið-
holti við Þjóðviljann í gær. „Ef
þetta fólk fær áfram að ráða, má
reikna með að aðalskrifstofa Fé-
lags frjálshyggjumanna verði
færð inní ráðuneytin. Frjáls-
hyggjuklíkan og útverðir hennar
komu í ljós í verkfallinu, með
lögbrotum og ofstopa. Við höf-
um ekki ráð á að missa önnur
10% af fylginu næstu 4 vikurnar“,
sagði þessi Sjálfstæðismaður og
kvað meirihluta almennra
flokksfélaga tilheyra hófsamari
hluta Sjálfstæðisflokksins sem nú
væri forystulaus eftir fráfall
Gunnars Thoroddsen. ös/óg