Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 15
LEIKLIST Hvað sem er getur gerst Drottnlngln og hlrðfíflið (Kolbrún Erna Pétursdóttlr og Jakob Þór Einarsson). Ljósm.: Atll. Grænfiörungur nefnist gamall ævintýraleikursem Nem- endaleikhúsið frumsýnir væntanlega 1. nóvember nk. í Lindarbæ undir leikstjórn Hauks Gunnarssonar. Það eru nemendur á fjórða ári í Leiklistarskóla ríkisins sem standa að sýningunni en tveir atvinnuleikarartaka þátt í henni, RagnheiðurSteindórs- dóttir og Jón Hjartarson. Það er vegna nýs samkomulags milli Leikfélags Reykjavíkur og Nemendaleikhússins um samskipti. Allur hópurinn á fjórða ári mun síðan taka þátt í uppfærslu á Jónsmessunæt- urdraumi Shakespeares í Iðnóájólum. Grænfiörungur er eftir Carlo Gozzi (1720-1806) en leikgerðin var gerö af Besson í Genf fyrir tveim árum. Þýðinguna annast Karl Guðmundsson. Leikurinn byggist á hefðbundnum persón- um úr Commedia del Arte en þó er uppfærslan frjálsleg. Haukur Gunnarsson sagði að Grænfiðrungur hæfði mjög vel þessum hóp þar sem leikritið gæfi fjölbreytta möguleika fyrir alla F.v. Þór Túlinlus, Elnar Jón Brlem, Rósa Þórsdóttlr og Alda Arnardóttir I hlutverkum sfnum leikendur. Það er fullt af létt- leika, kímni og fantasíu. Mottó fyrir sýninguna gæti verið þar sem segir á einum stað: „Til þess að geta elskað aðra þarf maður að geta elskað sjálfan sig.“ í þess- ari sýningu getur hvað sem er gerst, sagði einn leikenda. Leiktjöld í sýninguna gerir Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, grímur gerir Dominque Poulain og hún gerir einnig búninga, sem eru afar skrautlegir, ásamt Þór- unni Sveinsdóttur. Það er ekki að efa að sýning á Grænfiðrungi verður fjölsótt enda ávallt einhver ferskleiki yfir Nemendaleikhúsinu og gaman að sjá nýja og efnilega leikara spreyta sig eftir langt og erfitt nám. Auk fyrrgreindra atvinnu- leikara leika í sýningunni Þröstur Leó Gunnarsson, Jakob Þór Ein- arsson, Kolbrún Erna Péturs- dóttir, Alda Amardóttir, Barði Guðmundsson, Þór Túliníus, Einar Jón Briem og Rósa Þórs- dóttir. Þess skal að lokum getið að vorverkefni Nemendaleikhússins verður nýtt verk eftir Nínu Björk Ámadóttur er nefnist Fugl sem flaug á snúm. - GFr. Laugardagur 27. október 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.