Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 5
INN SÝN í þeirri harðsnúnu kjaradeilu sem nú stendur yfir hafa verið uppi tvær hugmyndir um kjara- bóta leiðir. Annars vegar er stefna BSRB sem gengur út á að tiltölulega há prósentuhækkun - 30 prósent - komi á öll laun. Hins vegar eru svo sambönd innan ASI - Verkamannasambandið og Landssamband iðnverkafólks - sem hafa átt í viðræðum við Vinnuveitendasambandið um svokallaða skattalækkunarleið. í umræðum manna á meðal hefur þessi leið orðið æ meir áberandi eftir því sem hefur liðið á deiluna og sitt sýnst hverjum. BSRB hefur þannig hafnað henni, og nú virðist sem fylgi við hana hafi rénað innan vébanda Verkamannasambandsins og hjá iðnverkafólki. Þessu veldur með- al annars, að skömmu fyrir helg- ina setti ríkisstjórnin viðræðuað- ilum Vinnuveitendasambandsins ' þá afarkosti, að annað hvort gengju þeir að tilboði VSI óbreyttu, ella myndi vilyrði stjórnarinnar fyrir skattalækk- unum upp á 1400 miijónir falla niður. Þessu furðulega athæfi ríkis- stjórnarinnar lýsti forseti ASI As- mundur Stefánsson sem „geggj- un“, Björn Þórhallsson formaður Landssambands verslunarmanna taldi hana „síst myndu greiða fyrir samningum“ og Guðmund- igí* 'í Gunnreifir verkfallsverðir um borð í Öskju. Mynd -eik. Skattalækkunarieiðin - óraunsæjar vonir? ur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og VMSÍ taldi að með þessu væri ríkisstjórnin búin að „klúðra“ skattalækkunarleið- inni. En hvað var það sem fólst í henni? Nýrra leiða leitað Upphaflega vaknaöi hin svo- kaliaða skattalækkunarhugmynd eftir að Verkamannsambandið hafði ásamt Landssambandi iðn- verkafólks verið í árangurs- lausum viðræðum við Vinnuveit- endasambandið um nokkurra vikna skeið. í þeim viðræðum voru settar fram hugmyndir um allháar launahækkanir, en þeim var jafnharðan mætt af hálfu VSÍ með beinum hótunum um að gengisvogin svokallaða yrði ein- ungis stillt inn á þær kauphækk- anir sem næðust fram, og með gengisfellingum og tilheyrandi verðbólgu yrðu þær þannig tekn- ar aftur. Við þennan mótbyr hófu menn að leita nýrra leiða, sem tryggðu kjarabætur án þess að hægt væri að kippa þeim strax úr vösum fólks. Þessar hugmyndir byggð- ust á því að af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar yrðu ákveðnir þættir bundnir. Að sögn Guð- mundar J. Guðmundssonar hjá VMSÍ og Guðmundar Þ. Jóns- sonar hjá Iðju var það skilyrði sambands þeirra fyrir skatta- lækkunarleiðinni að eftirtöld atriði yrðu tryggð: - Opinber þjónusta myndi ekki hækka á samningstímabilinu. - Vextir yrðu lækkaðir. - Hemill yrði settur á hækkun landbúnaðarafurða. - Húsnæðismálakerfið yrði endurskoðað. - Alls enginn niðurskurður yrði í félagsmála- og heilbrigðis- kerfinu. Samhliða þessu yrði svo gengið bundið, og jafnframt yrðu skattar og útsvör lækkuð allverulega. í því sambandi var rætt um 1100 miljón króna skattalækkanir og 300 miljón króna lækkun á út- svari. Þessar lækkanir á opinber- um gjöldum voru metnar til 8 prósent kjarabóta. Fjáröflun á huldu Að sögn talsmanna Dagsbrún- ar í Reykjavík voru þessar hug- myndir ræddar á vinnustaðafund- um með félagsmönnum og hlutu mikinn byr. „Það voru glimrandi undirtektir við þessar hugmynd- ir, mun betri en ég átti upphflega von á“, sagði Þröstur Olafsson, framkvæmdastjóri félagsins. Smám saman þá þróaðist þessi umræða hins vegar á þann veg, að hún snerist að mestu leyti um skattalækkanirnar og mál tengd þeim, en skilyrðin fyrrgreindu færðust til hliðar. Eitt af því, sem menn hafa velt vöngum yfir, er hvernig fjár verði aflað til að standa straum af skattalækkunum. í því sambandi er vert að undirstrika, að þótt rikisstjórnin hafi um fjögurra vikna skeið talað um, að 1400 miljón króna skattalækkun standi fólki til boða, þá hefur hún enn ekki skýrt út, hvaðan þetta fé á að taka. Um skeið var rætt í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að er- lend lán skyldu tekin í þessu skyni. Slíkt myndi á hinn bóginn einungis leiða til aukinnar verð- bólgu og auka greiðslubyrði ríkis- sjóðs þegar fram í sækti. Það yrði því einungis frestun á vandanum, en í stjórnarbúðum er þó enn rætt fullum fetum um erlenda lántöku sem fjáröflunarleið, verði skatta- lækkunarleiðin farin. Niðurskurðut? í fjáröflunarskyni eru einungis tvær leiðir aðrar færar: í fyrsta lagi að skera niður útgjöld rfkis- ins, og í öðru lagi að afla fjár með skattlagningu, sem einstaklingar bera ekki þungann af. Niðurskurðarleiðin hefur þeg- ar verið gaumgæfð á alla vegu af bardagaheilum stjórnarinnar. Þeir vilja skera niður útgjöld til mennta- og menningarmála ásamt framlögum til landbúnað- arins. Á sláturlistanum voru til dæmis 100 miljón króna niður- skurður til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, 100 miljón krónur til vegagerðar, uppi voru raddir um að leggja niður Orkustofnun í heilu lagi, Þjóðleikhúsið og skera niður Sinfóníuna í þeim mæli að hana hefði tæpast verið unnt að starfrækja nema hver maður spil- aði á minnst þrjú hljóðfæri í einu! Þessar hugmyndir voru í einu og öllu þannig, að það er hægt að segja það í eitt skipti fyrir öll, að verkalýðshreyfingin myndi aldrei fallast á þær. Niðurskurðarleiðin virðist því einfaldlega ófær. Hvað varðar breytta skatt- heimtu, sem ekki kæmi launa- fólki í koll, þá hafa menn innan verkalýðshreyfingarinnar viðrað hugmyndir um að setja skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, auka eignaskatt félaga, og banka- skatt. Félagar í BSRB hafa ennfrem- ur bent á, að skattaívilnanir sem núverandi ríkisstjórn hefur veitt efnafólki samsvari öllu því fjár- magni sem rikið þyrfti til að greiða kröfur BSRB upp í topp! Hér er um að ræða lækkun á skatti af eignum, vaxtatekjum, og arði. { sjálfu sér er því einfalt að setja fram hugmyndir um auknar tekjur handa ríkissjóði með því að efla ofangreinda skatta. Það er hins vegar hreinn barna- skapur að ímynda sér að ríkis- stjórn, sem hefur margsýnt að hún er reiðubúin til að hygla efnafólki, muni taka slíkum til- lögum. „Óraunsæjar vonii41 Þess er jafnframt að gæta, að tekjulítið fólk borgar ekki mikil opinber gjöld, og því má segja að skattalækkanir komi því lítt til góða. Það er því útbreidd skoðun, að skattalækkunarleiðin kynni að vísu að lækka skatta og bæta kjör miðlungs- og hátekju- fólks, en kæmi lágtekjufólki lítt til góða. Við þetta tengist jafn- framt ótti margra um að skatta- lækkanirnar myndi ríkisstjórnin fjármagna með því að hækka eða hreinlega skera niður félagslega þjónustu, sem kæmi þeim efna- minni að sjálfsögðu í koll. Þeir sem mest þyrftu á leiðréttingu að halda kæmu því verst út úr dæm- inu. Mörgum finnst einnig að með því að puða við vonlitla skatta- lækkunarleið sé ríkisstjórnin markvisst að tefja fyrir því að hægt sé að ráða kjaradeilu BSRB til lykta, í því skyni að brjóta nið- ur þann mikia baráttuhug sem þar hefur skapast. Því sé nauðsynlegt að menn hafi kjark til að horfast í augu við þá stað- reynd, að ríkisstjórnin mun aldrei fallast á þau skilyrði sem verkalýðshreyfingin setur til að skattalækkunarleiðin sé farin, til að hægt sé að enda verkfall BSRB með fullum sóma. í þess- um hópi er meðal annars fyrrver- andi fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, sem sagði í viðtali við Þjóðviljann fýrr í þessari viku: „Óraunsæjar vonir vinnu- veitenda um lægri prósentuhækk- anir út á lækkun skatta eru löngu famar að tefja fyrir því að lausn finnist í kjaradeilu BSRB.“ Össur Skarphéðínsson. Laugardagur 8. september 1984 ÞJÓÐVIUiNN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.