Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.10.1984, Blaðsíða 13
LEIKLIST ausask Leikfélag Reykjavíkur sýnir Félegt fés eftir Dario Fo Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson Leikmynd: Jón Þórarinsson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Dario Fo hefur orðið íslend- ingum vinsælt hlátursefni á und- anförnum áratugum enda er maðurinn einstaklega laghentur til farsagerðar, og hafa sumar sýningar á verkum hans heppnast sérstaklega vel, svo sem eins og sú fyrsta, Þjófar lík og falar kon- ur, og Við borgum ekki á vegum Alþýðuleikhússins um árið. Fé- legt fés, sem nú er miðnætursýn- ing í Austurbæjarbíói, er kannski ekki á borð við þessar allra bestu sýningar, en hefur þó um margt tekist vel. Eins og höfundarins er von og vísa er þetta mjög pólitískur farsi. Söguþráðurinn er töluvert flók- inn, en byggist í höfuðatriðum á því að forstjóri Fiatverksmiðj- anna, Anginelli, lendir í bflslysi í tengslum við tilraun sem gerð er til að ræna honum, en verkamað- ur í sömu verksmiðju bjargar honum úr bflflakinu og kemur honum á spítala. Andlit Anginel- lis er horfið með öllu, en verka- maðurinn Antonio hefur skilið eftir jakkann sinn með skilríkjum á spítalanum, og nú halda lækn- arnir að Angelli sé Antonio og búa til á hann nýtt andlit - andlit Antonios. Upp úr þessu spretta flóknustu atburðir og misskiln- ingur af margvíslegasta tagi, eins og sæmir í farsa, og satt að segja verður atburðarásin svo flókin undir lokin að erfitt verður að fylgjast nákvæmlega með gangi mála, og er þar sumpart um að kenna áherslum sýningarinnar, þar sem leikstjórinn, Gísli Rún- ar, hefur lagt alla áherslu á geysi- hraða og flókna útfærslu farsatil- burða á sviðinu, sem oftar en ekki skilar sér vel en verður stundum ofhlaðin á kostnað inni- halds og boðskapar verksins. Umbúðirnar verða sem sagt nokkuð fyrirferðamiklar í þess- arri sýningu oft á kostnað inni- haldsins, en Gísli Rúnar hefur sýnt mikla natni, nákvæmni og hugkvæmni í útfærslu sviðshreyf- inga og notkun leikmuna. Hon- um hefur til dæmis tekist vel að samstilla hreyfingar og látbragð allra leikaranna, gera alla virka sem eru á sviðínu, jafnvel þótt þeir séu ekki í þungamiðju hverju sinni. Honum tekst þannig að skapa sýningunni heillegan stfl, mjög hreinræktaðan farsastfl sem oft er unun á að horfa, og sam- stilla leikhópinn ágæta vel. Við þetta nýtur hann góðs stuðnings Jóns Þórissonar sem hefur gert haganlega leikmynd hlaðna ýmsu sem minnir rækilega á bfla- auðvaldið sem til umræðu er í verkinu. Einkum var vel heppn- uð sjúkrastofan, öll í sjúklega grænum litum sem rímuðu vel við sloppa læknanna. Búningar og gervi voru óvenjuvel af hendi leyst, ekki síst gervi saksóknara sem minnti óþyrmilega og skop- lega á þann ráðherra vorn sem uppivöðslusamastur hefur verið upp á síðkastið. Þá er vert að geta þess að tæknideild L.R. hefur leyst fjölmörg og flókin leikmyndavandamál af stakri prýði, og nægir að benda á síðasta atriðið þar sem njósnarar leynast Saksóknari (Guftmundur Páls- aon), Agnelli (A&alsteinn Bergdal) og yfirlæknirlnn (Kjartan Ragnars- son). í skúffum, sjónvarpi og þvottavél því til áréttingar. Það atriði er þó einnig dæmi um galla sýningar- innar, því að þar kemur mjög fram sú ofhleðsla sem á stundum nærri sligar hana. Það skal raunar tekið fram hér að sýningin mun hafa verið nokkuð stytt frá því sem hún var á frumsýningu og er það áreiðanlega til bóta og má vel hafa dregið all verulega úr áður- nefndum hnökrum. Leikararnir ráða yfirleitt vel við þann dálítið vélræna og hraða farsastfl sem notaður er. Bríet Héðinsdóttir hefur hann alger- lega á valdi sínu í hlutverki Rósu, fyrrverandi og þó núverandi eiginkonu Antonios, og túlkar skaphita hennar og geðsveiflur af yfirburðatækni og mjög „ítalskt“, bæði í hreyfingum og frábærri framsögn. Sömuleiðis var Þor- steinn Gunnarsson óaðfinnan- legur í hlutverki lögregluforingj- ans, gervið einstaklega gott, og í útliti og hreyfingum alveg eins og mafíósi úr lélegri kvikmynd. Með slyttislegum hreyfingum og leti- legum en stundum grimmúðleg- um talanda sýndi Þorsteinn slægð, heimsku og fólsku þessa hlaupadrengs kapítalistanna. Það mæddi mest á Aðalsteini Bergdal í þessarri sýningu. Ekki aðeins það að þurfa að hlaupa úr einu hlutverki í annað á örfáum sekúndum, heldur krefst hlut- verkið líkamlegs álags, lipurðar og framsagnartækni framyfir það venjulega. Aðalsteinn hefur allt þetta til að bera í ríkum mæli, líkamstækni hans og framsögn var víða viðbrugðið í þessu hlut- verki, en þó eins og eitthvað vantaði stundum á til að gera það óborganlega fyndið. Það er erfitt að átta sig á nákvæmlega hvaða herslumun vantar, en kannski er það þetta sem á ensku heitir „tim- ing“ og þýðir það að finna á sér nákvæmlega á hvaða sekúndu- broti á að gera hlutina. Guðmundur Pálsson var skop- legur og einstaklega álappalegur í hlutverki hins nautheimska sak- sóknara sem alltaf liggur í því - á gervi hans hef ég minnst hér að ofan. Tveir álíka vel gefnir lög- regluþjónar eru í öruggum hönd- um Guðmundar Ólafssonar og Kjartans Bergmundssonar, eink- um var Kjartan snilldarlegur í smáuppátækjum sínum þar sem hann sat við ritvélina. Önnur hlutverk gefa minni tækifæri til tilþrifa, en rétt að geta drepfynd- ins leiks Viðars Eggerssonar í hlutverki njósnaþjóns sem kem- ur útúr ísskáp og býður uppá bjórlíki með hnitmiðuðum hommatöktum. Þetta síðasta atriði minnir á að Þórarinn Eldjárn hefur skotið SVERRIR HÓLMARSSON nokkrum snjöllum staðfærslum inní eldfjörugan og smellinn þýð- ingartexta sinn. Það er mikils um vert í svona sýningu (og reyndar öllum sýningum) að textinn sé lipur, skýr og munntamur, og það er texti Þórarins svo sannarlega. Félegt fés er farsi sem flytur pólitískan boðskap. Mergurinn í þeim boðskap er fólginn í við- brögðum forstjórans er hann sit- ur uppi með ásjónu verkamanns- ins. I flækjum farsans vill þessi boðskapur að vísu fara fyrir ofan garð og neðan, og leikstjórinn hefur lagt allar áherslur á skemmtan og hlátursleik. í þeirri viðleitni hefur hann náð umtals- verðum árangri, ekki síst þegar litið er til þess að þetta mun vera fyrsta leikstjórnarverkefni hans. Sverrir Hólmarsson _______KVIKMYNDIR__ Léttmeti handa kreppuhrjdðum Dalalíf íslensk, 1984 Handrit og stjórn: Þráinn Bertelsson Kvikmyndun: Ari Krist- insson Leikendur: Eggert Þor- leifsson, Karl Agúst Úlfs- son ofl. Sýnd í Nýjabíói. Danir eiga sitt Ólsenband, Bretar áttu einhverntíma eitthvað sem hét Carry On- myndirnar - og við eigum Þráin Bertelsson, Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Ulfsson. Það hlaut svo sem að koma að þessu. Dalalíf er sem kunnugt er sjálf- stætt framhald af myndinni Nýtt líf, sem sömu aðilar sendu frá sér í fyrra. Þeir virðast hafa fundið þarna pottþétta formúlu sem ætti að geta fært þeim dágóðan skild- ing á ókomnum árum. Og því skyldi maður amast við slíku? Allir skemmta sér og enginn tap- ar neinu (nema kannski sumir andlitinu, en það er þeirra mál). Það eru gömul sannindi að á krepputímum þarf fólk að geta skroppið í bíó og séð eitthvert léttmeti, eitthvað sem lyftir hug- anum upp úr grámósku hvers- dagsins. Fólk þarf að hlæja. Og við hlógum í Nýjabíói kvöldið sem ég fór að sjá Dalalíf. Það hef- ur líka sýnt sig að þetta er mynd sem ekki þarf að auglýsa - mynd sem fær rokaðsókn þrátt fýrir blaðaleysi og verkfall. í raun og veru er engin ástæða til annars en að fagna því að ís- lenskir áhorfendur geta nú fengið að hlæja að íslenskri vitleysu - sem er náttúrulega mun fyndnari en einhver útlensk vitleysa. Dal- alíf er augsýnilega gerð fyrir ís- lenskan markað eingöngu og brandararnir eru mjög stað- bundnir. Það er ekki lítils virði fyrir þjóð sem þykist vera sjálfs- tæð menningarþjóð að geta hlegið að sjálfri sér í stað þess að þurfa alltaf að hlæja að öðrum þjóðum. Kannski getur þetta flýtt fyrir því að þjóðin öðlist kímnigáfu, en að sögn norska ís- landsvinarins ívars Eskelands er íslenska þjóðin enn of ung til að hafa öðlast eigin kímnigáfu. (Hann lét það fylgja með í blaða- viðtali að norska þjóðin stæði mun betur að vígi á þessu sviði.) Formúlan sem Þráinn Bertels- son byggir á felst í því að búa til tvær persónur, Þór Magnússon og Daníel Ólafsson, sem eru öðr- um þræði samviskulausir skúrkar en hinum þræðinum bestu skinn, og láta þá lenda í ævintýrum. Eggert (Þór) og Karl Ágúst (Daníel) sjá um að gæða per- sónur þessar lífi og afla þeim vin- sælda. Þeir eru einu leikararnir sem eitthvað reynir á í myndinni og skila sínu verki mjög þokka- lega - og betur ef árangurinn er mældur í hlátrasköllum áhor- fenda. Ævintýrin sem þeir félagar lenda í eru margvísleg og nokkuð misfyndin, en flest þannig að þau þola varla að vera endursögð, enda ætla ég alveg að láta það vera. Margar persónur koma við sögu - stúlkan Katrín (Hrafnhild- ur Valbjömsdóttir), kapítalistinn JR (Sigurður Sigurjónsson) sem á enga ósk heitari en að komast upp í sveit til að moka skít, óðal- sbóndi (Þorvarður Helgason) sem fer í bændaför til Noregs og felur „búfræðingunum" Þór og Daníel að annast óðaiið á meðan. Og svo framvegis. Litríkt gallerí, en lítið um eftirminnilega per- sónusköpun. Það sem helst virðist skorta hjá aðstandendum Dalalífs er list- rænn metnaður. Hann er í al- gjöru lágmarki, því miður. Það er auðséð á öllu að fólkið hefur skemmt sér mætavel meðan það var að vinna við kvikmyndina, og áhorfendur skemmta sér líka vel í sýningunum í Nýjabíói, en ég held þeir myndu skemmta sér enn betur ef lögð hefði verið meiri og betri vinna í myndina. Satt að segja er hún hálfgerð hrákasmíð. Samtölin eru oft á tíðum klaufaleg - manni fannst stundum að leikararnir hefðu gleymt replikkunum og væru að reyna að bjarga sér ein- hvernveginn. Hópatriði eru illa skipulögð. Þannig mætti víst lengi telja, en líklega er út í hött að gera kröfur þegar mynd af þessu tagi á í hlut. Hún verður nefnilega að vera ódýr í fram- leiðslu, annars gengur dæmið ekki upp. Iðnnemar Kosningarfulltrúa áfertugasta og annað þing iðnnem- asambands íslandsferfram áfélagsfundi Félagsjárn- iðnaðarnema þriðjudaginn 30. október. Félagsfundi félagsnema í byggingariðnum miðviku- daginn 31. október, félagsfundi félagsnema í rafiðnum fimmtudaginn 1. nóvember. Fundirnir hefjast stundvíslega kl. 20.00 að Skóla- vörðustíg 19 (húsi Iðnnemasambands íslands). Iðnnemafélögin Þriðjudagsfundir, Sýrimannafélags islands hefjast n.k. þriðjudag 30. okt. kl. 20.30, og verða hald- nir á sama tíma alla þriðjudaga til og með 18. des 1984. Stýrimannafélag íslands Félag íslenskra stúdenta í Noregi (Físn) Haustblót Físnar verður laugardaginn 3. nóv kl. 19.30 á Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar). Aðgangs- eyrir kr. 500 (kalt borð). Tilkynnið þátttöku eigi síðar en mánud. 29. okt. í síma 19327, 22248, 31998, 32335, 35639. Blótsnefnd. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Steinþór Sæmundsson gullsmíðameistari Alfhólsvegi 54, Kópavogi andaðisf á Borgarspítalanum 19. okt. s.l. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 29. október kl. 13.30. Sólborg Sigurðardóttir Álfheiður Steinþórsdóttir Sigurður G. Steinþórsson Magnús Steinþórsson Steinþór Steinþórsson tengdabörn og barnabörn Laugardagur 27. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.