Þjóðviljinn - 31.10.1984, Qupperneq 9
MENNING
Tónlist
Örsmá eilífðarbrot
Sinfóníuhljómsveit íslands
hélt sína fyrstu tónleika á starfs-
árinu 1984-5 laugardaginn 27.
okt. s.l. í Háskólabíó. Vegna
verkfallsins var ekki hægt aö
halda þá fyrr. Stjórnandi var
Jean-Pierre Jacquillat og ein-
leikari á píanó var Nicolas Eco-
nomu, grískur að þjóðemi. Efn-
isskráin var ekki af verri enda-
num, bæði fróðleg og skemmti-
leg.
Fyrst var frumflutningur hér á
landi á verki eftir Atla Heimi
Sveinsson er hann kallar „Infi-
nitesimal Fragments of Etemity“
(Örsmá eilífðarbrot). Þetta sýnir
að tónskáld nútímans em ekki
síður hugmyndarík á nafnaval á
tónverkum sínum en á sjálft inni-
hald tónverkanna. En þá kemur
spurningin hvort ekki megi kalla
allt sem er á þessari jörðu, bæði
dautt og lifandi, og plánetuna
með, því sama, þegar borið er
saman við eilífðina og alheiminn.
En þetta er nú útúrdúr.
Verkið „Infinitesimal Fra-
gments of Eternity" er samið að
tilhlutan norrænu tónlistarsam-
takanna NOMUS, fyrir kammer-
sveit í St. Paul í Minnesota og
frumflutt þar í tengslum við nor-
rænu menningarkynninguna í
Bandaríkjunum „Scandinavia
Today“ haustið 1982. Það var
gaman að verkinu, það er hugvit-
samlega samið, eins og Atla er
von og vísa, og skrifað af mikiili
kunnáttu og yfirsýn. Verkið er
skrifað fyrir kammersveit, eins
og áður er nefnt, en það er sin-
fónískur tónn í verkinu sem kom
fram í safamiklum en stuttum
melodí-línum og miklum átökum
í hljóðfærum, sem allt eins gat átt
við stóra hljómsveit en kammer-
sveit.
Því miður hefir undirritaður
ekki átt þess kost að heyra verkið
fyrr en á þessum tónleikum, og
getur þess vegna ekki dæmt um
það hvort einhverjir gallar hafi
verið á uppfærslunni, en í mínum
eyrum hljómaði þetta vel, og
verkið er ekki það flókið, að ekki
væri hægt að fylgjast með fram-
vindu þess. En það hefði verið
þakksamlega þegið ef höfundur
hefði komið með smá analysu í
efnisskrána um verkið. Þakka
þér fyrir Atli.
Næst á efnisskránni var Pínó-
konsert í c moll op. 37 eftir Beet-
hoven. Þetta verk þekkir hvert
mannsbarn sem hlustar á annað
borð á klassíska tónlist og ætla ég
þessvegna að snúa mér beint að
píanistanum. Þetta er svo sem
enginn unglingur lengur, 31 árs
gamall maður og þessvegna er
ekki hægt að fyrirgefa honum
svona meðferð á Beethoven. Það
var svo margt sem manni datt í
hug meðan á þessari „túlkun“
stóð. Þarf maðurinn að ná í flug-
vél sem fer í loftið eftir hálftíma
eða er hann að springa úr reiði út í
einhvem og lætur það bitna á
Beethoven eða hvurslags læti eru
þetta eiginlega? Hann er einn af
þessum straumlínupíanistum sem
svo fullt er af á þessari öld.
Spumingin virðist fyrst og fremst
vera um að hafa sem mesta og
yfirgengilegasta tækni, en þegar
hún er notuð á þennan hátt í við-
kvæmum kiassískum meistara-
verkum, án tillits til hefðbund-
innar túlkunar konserta Beet-
hovens (skyldi maðurinn aldrei
hafa heyrt t.d. Wilhelm Kempff
spila tempoa, og ég tala nú ekki
um allan þann óútskýrða sjarma
sem þetta verk er svo fullt af, þá
er nú fokið í flest skjól.
Fyrsti og síðasti kaflinn voru
einn allsherjar hraði sem á ekkert
skylt við Beethoven. En það brá
fyrir fallegum leik á einstaka
stað, sbr. í úrvinnslunni í 1. þætti
þegar aðalstefið kemur g moll
með rytmiskum undirleik hljóm-
sveitar og sem modulerar svo inn
í f moll, einn mest hrífandi stað-
urinn í öllum konsertinum. Það
var fallega spilað. Sama má segja
um brotnu hljómana í miðjum
öðrum kaflanum. En það var líka
allt og sumt sem var fallega gert
hjá þessum gríska píanista.
Hljómsveitin spilaði heldur ekk-
ert allt of vel í þessum ansvítans
látum.
Eftir hlé stjómaði Jacquillat
sinfóníu nr. 2 eftir Jóh. Brahms.
Nú féll allt í Ijúfa löð, því þessi
stórbrotna og jafnframt yndis-
lega sinfónía, sem hefir verið líkt
við sólskin meðal sinfónía
Brahms, var túlkuð á svo listræn-
an og lifandi hátt, að lengi verður
í minnum haft hjá þeim sem á
hlýddu. Ég hefi ekki heyrt hljóm-
sveitina spila öllu betur. Það áttu
allir þátt í að gera þessa spila-
mennsku eftirminnilega, en þó
vil ég sérstaklega minnast á fyrsta
hornistann Joseph Ognibene sem
spilaði aldeilis meistaralega og þá
ekki hvað síst í miðjum hæga
kaflanum. Jean-Pierre Jacquillat
sýndi á sér allar sínar bestu hlið-
ar, og er þá ekki að sökum að
spyrja.
Ég segi við hann og hljóm-
sveitina: Bravó!
R.S.
Tvœr íslenskar lista-
konur sýna í Svíþjóð
Jakob Jónsson listamálarl
Listasafn ASÍ
Sýning
Jakobs
fram-
lengd
Sýning Jakobs Jónssonar
listmálara, sem undanfarnar vik-
ur hefur staðið í Listasafni ASÍ,
hefur nú verið framlengd til sunn-
udagsins 4. nóv. en á henni eru
48 olíumálverk og 5 teikningar.
Hún er opin daglega kl. 14-22.
Jakob Jónsson er fæddur á
Bfldudal 1936. Hann hóf mynd-
listarnám 1965 á Ný Calsberg
Glyptotek og að því loknu stund-
aði hann nám í Listaháskólanum
hjá prófessor S. Hjort Nielsen,
en þar lauk hann námi árið 1971.
Jakob hefur áður haldið tvær
einkasýningar, í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins árið 1976 og í
Listasafni ASÍ árið 1981.
Húsið í
Danmörku
Síðan í byrjun september hefur
íslenska kvikmyndin Húsið eftir
Egil Eðvarðsson verið á sýning-
um í kvikmyndahúsum í Dan-
mörku og munu þau alls hafa ver-
ið 17 sem myndin hefur verið
sýnd í.
Það er Kommunefilm, annar
stærsti eigandi kvikmyndahúsa í
Danmörku, sem fékk myndina til
sýninga en milligöngu um sýning-
arnar annaðist Gunnar Ámason.
Þau Egill Eðvaldsson leikstjóri
og Lilja Þórisdóttir, sem fer með
aðalhlutverk í myndinni, vom
bæði viðstödd frumsýningu í
Ballerup. - GFr
Á laugardaginn var opnuðu
tvær íslenskar listakonur, þær
Ástríður Andersen og Sigrún
Jónsdóttir, sýningu í Gávle höll í
Gávle í Svíþjóð þar sem þeim var
boðið að sýna. Landshöfðinginn í
Gávle, sem býr einnig í höllinni,
Hljómsveitin Kukl hefur nýlokið
10 þúsund kílómetra tónleika-
ferðalagi um Bretland, megin-
land Evrópu og Skandinavíu. Var
m.a. leikið í London, Cardiff,
Birmingham, Liverpool, Sunder-
land, Shefífield, Manchester,
Berlín, París, Montpellier, Rotter-
dam, Hamborg, Osló, Kaup-
mannahöfn og að lokum var
endað í London þar sem hljóðrit-
uð var ný breiðskífa.
í fréttatilkynningu frá Kukli
segir að viðbrögð hafi víðast ver-
opnaði sýninguna ásamt Bene-
dikt Gröndal sendiherra.
Gávle höll er reist á 16. öld og
kemur mikið við sögu Svíþjóðar
en þar eru nú sýnigarsalir auk bú-
staðar landshöfðingjans eins og
fyrr sagði. íbúar í Gavle em um
ið slík að hljómsveitin sé greini-
lega ein sú sérstæðasta í heimi.
Hafi hún bókstaflega snúið
hverju einasta „gigi“ upp í „head-
lining success" og skipti þá engu
máli hvort spilað væri meðal þeg-
ar heimsþekktra nafna eins og
Tom Verlains, John Cale, Jah
Wobble, Spear of Destiny, X-
mal Deutschland eða Sisters of
Mercy - allir féllu í skuggann.
Þá segir að breiðskífan The
Eye hafi hvarvetna hlotið frá-
bæra gagnrýni og virðist hafa
300 þúsund.
Sýningin mun standa í 2 vikur
og eru þar um 35 málverk eftir
Ástríði en Sigrún sýnir á 5. tug
verka, kirkjulega listmuni, ofnar
veggmyndir, batik og fleira.
- GFr
skipað sér allstöðugan sess á
óháðum vinsældalistum. Eftir
nánast hverja tónleika rigndi til-
boðum yfir Kuklara um tónleika-
ferðir, útvarpsþætti og blaða-
greinar. í fréttatilkynningunni
segir orðrétt:
„Má með sanni segja að þetta
sé í fyrsta skipti síðan á söguöld
að íslenskir listamenn nái slíkum
árangri með fmmsköpun af þessu
tagi en ekki ódýrum eftirlíking-
um sem nú virðist helst vera tíðk-
aðar“.
Nótt, últrablár draumur eftir Joh Van't
Slot frá Hollandi
Gallerí Gangurinn
Samsýning
12
listamanna
í galleríi Ganginum, Reka-
granda 8, stendur yfir samsýning
12 listamanna frá fjórum
löndum, og mun hún hanga uppi
til nóvemberloka. Listamennirn-
ir eru Anselm Stalder, Helmut
Federle, Martin Disler, John M.
Armleder og Klaudia Schiffle frá
Sviss, Peter Angermann frá
Þýskalandi, John van’t Slot frá
Hollandi og Daði Guðbjörnsson,
Tumi Magnússon, Árni Ingólfs-
son, Kristinn G. Harðarson og
Helgi Þ. Friðjónsson frá íslandi.
Sýningin var valin af Helmut Fe-
derle og húsráðanda í samein-
ingu.
„AHir féllu
í skugga Kuklara"
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9