Þjóðviljinn - 31.10.1984, Síða 11
VIÐHORF
Leiðrétlum bónusranið
Eins og fólki er í fersku minni
voru síðustu samningar ASÍ og
VSÍ í febr. sl. 1984 naumlega
samþykktir víðast hvar á landinu
og sumstaðar felldir þrátt fyrir
það, að forustufólk verkalýðs-
hreyfingarinnar berðist fyrir sam-
þykkt þeirra.
Það sem var meginágreining-
urinn þá, voru tvöföldu taxtarnir
og hvernig þeim var ætlað að
lækka laun þeirra sem vinna í
bónus, premíu og með einhvers-
konar álagi miðað við það sem
má vera lægsta dagvinnu-
tímakaup í landinu, auk þess
lækka eftirvinnu, næturvinnu og
starfsaldurshækkanir féllu alveg
niður.
En eftir að samþykkt samning-
anna hafði verið barin fram, varð
fólki verulega ljóst hvað hafði
skeð og allan tímann síðan hefur
óánægjan verið að magnast og
fólk hefur fengið skilning á því að
t.d. konurnar í bónusnum verða
sjálfar að borga sér af honum til
að ná lágmarkslaunum. Fólkið
mátti í sumum tilvikum vinna á
14% hærra kaupi í eftirvinnu í
stað 40%, og á aðeins 47% hærra
kaupi í næturvinnu í stað 80%.
Bónusinn var reiknaður af 20%
lægra kaupi heldur en lágmarks-
tímakaup í landinu má vera.
Enda þótt ekki fréttist mikið af
samningaviðræðum, heyrist það
þó, að í samningunum sé það
þungamiðjan að leiðrétta það
sem búið er að færa yfir fólk með
tvöföldu töxtunum.
Nú í þessari samningalotu á
eftir Herdísi Ólafsdóttur
það líka að vera takmarkið að
leiðrétta bónusránið, ella munu
konumar sjálfar í fiskiðnaði taka
málið í sínar hendur og leggja
bónuskerfið niður, þar til það
verður leiðrétt.
Nú nýlega hefur formaður
vinnu. Þetta hefur verið nefnt lín-
uránið í bónusnum. Eftirfarandi
tölur sýna hvernig launin Iækka
miðað við unnið magn. Tölurnar
eru gildandi taxtar í dag. 6 ára
kaup.
um og þá er bónusinn greiddur
með mikið lægra kaupi en lág-
markskaup í landinu má vera.
En ef bónusinn væri greiddur
samkv. lágmarkskaupi í landinu
kr. 74.50 á tímann þá liti það
dæmi þannig út.
Samþykkið enga þá samninga, þar semfólki er
gertað vinna á lœgri töxtum en lœgsta kaup í
landinu má vera.
Samþykkið heldur ekkiþað sem heimilarað
reikna bónusprósentuna aflœgra kaupi en lág-
markslaunin eru.
Verkamannasambands íslands
Guðmundur J. Guðmundsson
skrifað grein með fyrisögninni:
Bónusránið. Og í þessari grein
viðurkennir hann opinberlega og
það er vel og hefði mátt vera fyrr,
ránskapinn í bónusnum og heitir
á fólk að leiðrétta þetta nú í hönd
farandi samningum. Elafðu heill
sagt þetta Guðmundur Joð.
Nú skulum við stuttlega huga
að uppbyggingu bónussins eins
og hann var upphaflega saminn
og samþykktur og sem er fyrri
hluti bónusránsins en hann er á
þá lund, að til þess að tvöfalda sig
í iaunum þarf að þrefalda sig í
Taxtak.Bónus Samt.
U100 pk. 68.29 12.44 80.75
U200 pk. 68.29 49.78 118.07
U300pk. 68.29 87.11 155.40
Ef að greitt væri jafnmikið á
pk. upp að 300 liti dæmið svona
út.
U100 pk. 80.75
U200 pk. 161.50
U300 pk. 242.50
Þannið lítur ránið út.
En þetta er ekki nóg. Síðan
hefur verið fundið upp ráð til að
ræna meiru og það er gert með
því sem kalla má taxtaránið, en
það er gert með tvöföldu töxtun-
Tímak. Bónus Samt. .
UlOOpk. 74.50 14.90 89.40
U200 pk. 74.50 59.60 134.10
U300 pk. 74.50 104.30 178.80
Ef að greitt væri jafnmikið á
pk. upp að 300 þá væri dæmið
svona.
U100 pk. 89.40
U200 pk. 178.80
U300 pk. 268.20
En nú er kona að byrja að
vinna og byrjar vitanlega á fyrsta
árs taxta kr. 60.71 á tímann.
Flennar dæmi væri þannig:
UlOOpk. 60.71 12.44 73.15
U200 pk. 60.71 49.78 110.49
U300 pk. 60.71 87.11 147.82
Hún verður að borga sjálfri sér
af bónusnum 13.79 á klst. til að
ná lágmarkstekjutryggingunni
kr. 74.50. Verður þannig sjálf
með bónusnum að fylla upp lág-
markstekjutrygginguna eins og
kona sú sem skrifar nýlega um
þetta og komst þannig skilmerki-
lega að orði: Að við erum látin
greiða okkar eigin laun, verða
sinn eigin atvinnurekandi. Hún
verður sem sé að greiða sjálfri sér
13.79 á tímann til að ná því lægsta
tímakaupi í dagvinnu sem nokkur
má vera með í landinu.
Þetta gerðist í síðustu samning-
um, auk þess sem yfirvinnukaup
var líka stórskert.
Þannig hafið þið verið leiknar
verkakonur og enginn leiðréttir
þetta nema þið sjálfar og verði
tvöföldu taxtarnir ekki lagðir nið-
ur, eigið þið góðan leik á borði
sem dugar til að lagfæra launahlið
bónussins en það er að leggja
bónusinn niður uns hann verður
lagfærður og leiðréttur.
Ef hægt er að benda á að fólk
fái gott kaup í bónusnum þá ber
að athuga það, að það þýðir
minni launakostnaður á framleitt
magn af hendi atvinnurekenda
eins og dæmin bera með sér.
Fellið burt tvöföldu taxtana.
Leiðréttið bónusránið.
Herdís Ólafsdóttir er formaður
kvennadeildar Verkalýðsfélags
Akraness. Greín þessi birtist áður í
Bæjarblaðinu á Akranesi.
Þeir hljóta að geta kennt okkur að lifa á laununum.
Námskeið á vegum
ríkisstjómarinnar
Ég vil hér með leggja til að
ríkisstjórnin haldi námskeið fyrir
launamenn. Námsefnið verði
hvernig lifa eigi á kaupinu.
Ástæðan er sú að ég veit ekki
hvernig ég á að fara að því.
Launin mega ekki hækka segja
þeir Þorsteinn Pálsson fyrrver-
andi framkv.stj. atvinnurekenda
og kallinn með kúrekahattinn.
Ég er kennari og hef kennt í
þrjú ár. Launin eru 17.500 kr.
plús 2.000 kr. fyrir yfirvinnu, eða
samtals 19.500 kr. á mánuði. Þeg-
ar búið er að draga frá skatta og
gjöld fæ ég útborgað kr. 10.500.
Konan vinnur á skrifstofu hjá
ríkinu og er í hálfu starfi. Laun
hennar eru 7.050 kr. á mánuði.
Af hennar launum er að sjálf-
sögðu tekið í skatta og útborguð
laun eru 5.700 kr. á mán. Pening-
ar til framfærslu fjölskyldunnar
eru því 16.200 kr. á mán.
Barnagæsluna meðan konan er
í vinnunni sér tengdamanna um
og fær ekkert greitt fyrir. Við
eigum ekki bfl, höfum ekki síma,
reykjum ekki. Við vitum ekki
hvernig við eigum að fara að því
að borga fyrir rafmagn og hita.
En þeir vita það eflaust Þorsteinn
Pálsson, Albert Guðmundsson,
kallinn með kúrekahattinn, svo
að maður minnist nú ekki á Jó-
hannes Nordal málverkasafnara.
Þess vegna vil ég að ríkisstjórnin
haldi námskeið fyrir opinbera
starfsmenn, þar sem okkur verði
kennt að lifa af laununum okkar
því „peningalaunahækkun" kem-
ur víst ekki til greina, eins og kúr-
ekinn komst svo gáfulega að orði.
Kennari.
FRA LESENDUM
Hvar er
Áskell?
Ljótur er aftur kom-
inn á kreik árið 1984,
segir Gamall og vitn-
ar í Islendingasög-
urnar
Svo segir:
Þá gerði vetr mikinn þar eftir
inn næsta, ok eigu þeir fund,
Reykdælir, at Þverá, at Ljóts hof-
goða, ok þat sýnist mönnum ráð á
samkvámunni at heita til veðra-
bata. En um þat urðu menn varla
ásáttir, hverju heita skyldi. Vill
Ljótr því láta heita at gefa til
hofs, en bera út börn ok drepa
gamalmenni. En Áskatli þótti
það ómælilikt ok kvað engan hlut
batna myndi við þat heit, sagðist
sjá þá hluti, at honum þótti líkara
at batna myndi myndi, ef heitit
væri. Ok nú spyrja menn, hvat
þat væri. En hann sagði at ráð-
ligra var at gera skaparanum tígn
í því at duga gömlum mönnum og
leggja þar fé til ok fæða upp börn-
in, ok svá lauk nú þessu máli, at
Áskell réð, þó at margir menn
mæltu í móti í fyrstu, ok öllum
þeim er réttsýnir váru, þótti þetta
vera vel mælt.
Og nú, árið 1984 er Ljótur aft-
ur kominn á kreik... En hvar er
Áskell??? Gamall
Sleppum
einni máltíð
Ellilífeyrisþegi hringdi:
Mig langar til að stinga upp á
því að fólk sýni hug sinn til þeirra
sem nú eiga í erfiðu verkfalli, í
verki með því að gefa sem nemur
einni máltíð í verkfallssjóð. Allir
geta sleppt einni máltíð og engan
munar um andvirði hennar. Aft-
ur á móti myndi muna um þá upp-
hæð sem þannig safnaðist í verk-
fallssjóð BSRB.
Fyrirspum frá kennara
Spurningin er hvort þeir kenn-
arar sem ekki fengu greidd laun
þann 1. október fyrir vinnu í sept-
ember fái leiðréttingu nú um
mánaðamótin ef undanþága
verður veitt til launagreiðslna.
Kennarinn sem spyr er settur í
starf. Bréf þess eðlis var sent
ráðuneytinu fyrir miðjan sept-
ember. Þann 1. október var það
komið til launadeildar en kennar-
inn fékk þau svör að ekki væri
hægt að greiða launin út fyrir
verkfall. Þeir kennarar sem svo
hefur farið fyrir hafa því engin
laun fengið í haust.
Kennari í BSRB.
Miðvikudagur 31. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11