Þjóðviljinn - 03.11.1984, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS-
BLAÐIÐ
MENNING
Álverið
Hættuleg mengun
Hreinsibúnaður hefur ekki dregið úr mengun starfsumhverfis í álverinu.
Ragnar Halldórsson forstjóri segir í svarbréfi
við fyrirspurnum Þjóðviljans að mœlingar séu ekki marktœkar
Ekki hefur dregið úr ryk- og
flúórmengun í álverinu í
Straumsvík frá því hreinsibúnað-
ur var tekinn í notkun 1982. Stór-
ir hópar starfsmanna vinna dag-
lega í umhverfi þar sem rykmeng-
un er langt yfir hættumörkum og
samkvæmt niðurstöðum mælinga
hefur orðið marktæk aukning á
flúóríðmagni í þvagi starfsmanna
frá því mælingar voru gerðar
fyrir uppsetningu hreinsibúnað-
arins.
Þetta kemur fram í skýrslu
Vinnueftirlits ríkisins, sem gefin
var út fyrir tæpu ári og að sögn
Víðis Kristjánssonar deildar-
stjóra Vinnueftirlitsins er ekkert
sem bendir til þess að dregið hafi
úr rykmengun svo nokkru nemi
frá því að mælingar Vinnueftir-
litsins voru gerðar í október og
nóvember í fyrra.
í svari Ragnars Halldórssonar
og Peters Ellenberger við fyrir-
spum Þjóðviljans kemur fram að
stjórn álversins lét gera mælingar
á síðastliðnu vori sem sýndu að
meðaltali sömu niðurstöður og
mælingar Vinnueftirlitsins. Engu
að síður fullyrða þeir í svarbréfi
að niðurstöður Vinnueftirlitsins
séu ekki marktækar, og að dregið
hafi úr rykmengun. Þjóðviljinn
hefur hins vegar frétt að ekki hafi
verið talin ástæða til þess að gera
reglubundna haustmælingu á
rykmengun í álverinu í ár, þar
sem engar þær breytingar hefðu
átt sér stað sem gæfu til kynna að
breytingar hefðu orðið til batnað-
ar. í skýrslu Vinnueftirlitsins
segir að nauðsynlegt sé að veru-
legar úrbætur verði gerðar sem
fyrst til að draga úr mengun og
tryggja að lokun kerja skili þeim
árangri sem að var stefnt og unnt
er að ná samkvæmt reynslu frá
öðmm verksmiðjum. Segir í
skýrslunni að Vinnueftirlitinu
hafi árlega borist 1-3 tilkynningar
frá læknum um meinta atvinnu-
Lögreglan lokaði aðkeyrslunni að Bessastöðum meðan leitað var að hugsanlegri sprengju við forsetasetriö. Mynd-Atli.
Bessastaðir
Nafnlaus sprengju hótun
Fullorðin maður tilkynntium sprengju áforsetasetrinu í gœr
Ekkert grunsamlegt fannst eftir mikla leit
r
Igær barst lögreglunni í Hafn-
arfirði tilkynning í gegnum
sima um að búið væri að koma
fyrir sprengju á forsetasetrmu á
Bessastöðum og myndi hún
springa innan tíðar. Fjölmennt
lið lögreglu fór á staðinn en þrátt
fyrir víðtæka leit fannst ekkert
grunsamlegt. Er talið að um
gabbhótun hafi verið að ræða.
Það var um eittleytið í gær að
fullorðinn maður hringdi til lög-
reglunnar og sagði að kl. 2 myndi
springa sprengja á Bessastöðum.
Fór fjölmennt lið lögreglu,
sjúkralið og slökkvilið auk
sprengjusérfræðinga þegar að
forsetasetrinu en þar hafði verið síns getið í Þjóðviljann og til- gær að hér væri um alvarlegt mál
fjölmenn móttaka í hádeginu. kynnti að lögreglan væri að leita að ræða og lögreglan reyndi að
Skömmu áður en sprengjan að sprengju á Bessastöðum. hafa upp á hvaðan hringt hafi ver-
átti að springa hringdi fullorðinn Steingrímur Atlason yfirlög- ið.
maður sem ekki vildi láta nafns regluþjónn í Hafnarfirði sagði í -Ig.
Bæjarstarfsmenn
Samið á Selfjamamesi
Samningar tókust um fimm- Lengi vel stóð á því að samninga- unum óbreyttum.
leytið í gær í deilu bæjar- nefnd bæjarins vildi ekki hækkun Þarmeð er búið að senya við
starfsmanna á Seltjarnarnesi. um launaflokk eftir þriggja ára alla bæjarstarfsmenn á landinu.
Samningarnir eru samhljóíía starfsaldur, til allra, en gekk að _m
Reykjavíkursamningunum. lokum að höfuðborgarsamning-
sjúkdóma hjá ísal. Ennfremur
segir að mengun sé meiri hjá ísal
en í sambærilegum norskum ál-
verum, og búa t.d. starfsmenn á
þrískiptum vöktum og þeir sem
sjá um viðhald og viðgerðir við
rykmengun sem er að meðaltali
75% yfir hættumörkum.
ólg.
Verkfallskœrur
Rektor
við
sinn
keip
Málshöfðunin sjálfaldrei
lögð fyrir Háskólaráð
Yflrstjórn Háskólans hefur
ekki dregið til baka kæru sína
gegn BSRB vegna verkfallsvörslu
við skólann fyrstu daga verkfalls
opinberra starfsmanaa. í kær-
unni er krafist 300 þúsund króna
skaðabóta frá BSRB. Háskólaráð
samþykkti á sínum tíma að fá úr-
skurð dómstóla um réttmæti
verikfallsvörslu, en máishöfðunin
sjálf hefur ekki verið lögð fyrir
ráðið og óvíst að ráðsliðum hafi
verið Ijóst að krefjast átti umtals-
verðra fjármuna úr sjóðum
BSRB.
Guðmundur Magnússon
Háskólarektor sagði Þjóðviljan-
um í gær að engar hugmyndir
væru uppi um að draga kæru Há-
skólans til baka. Fyrst og fremst
væri verið að fá úr því skorið
hvort forstöðumenn megi leyfa
umgengni um stofnanir sínar þótt
húsverðir séu í verkfalli. Fjár-
hæðin sem krafist er, 300.000
krónur, er „aukaatriði“ að sögn
rektors.
Háskólaráð samþykkti á sínum
tíma samhljóða að leita til dóm-
stóla vegna þessa. Ólína Þorvarð-
ardóttir, einn fulltrúa stúdenta í
ráðinu, sagði í gær að málshöfðun-
in eins og hún liggur fyrir hefði
hinsvegar aldrei verið lögð fyrir
ráðið. Sér hefði sjálfri aldrei dott-
ið í hug aö höfðað yrði skaðabót-
amál með þeim fjárkröfum sem
nú eru uppi.
Borgardómur gaf BSRB frest
til næsta þriðjudags til að skila
greinargerð í máhnu.
-m