Þjóðviljinn - 03.11.1984, Blaðsíða 16
LISTIR V
\ I
I ÞoNA FALLA Ssai? inn
ElNNlff DeAVA, SAVA...
klSU HRYLLTÍ Vit)
LEIWM JÓHANNS
BRVTA .
BAIZAC VAR FRANskU/e
RITHÖFUNDUR# HANN
PÓ ÚR krAFRElTRUN.
Það er leikur að lœra
Þaö er ævagömul árátta að
skipa listum á bása eftir virð-
ingastöðu. Hér á landi og
víðar er bókmenntum skipað
ofarannarri andlegri iðju og
þærtaldarlistgrein ísérflokki.
Þetta gerir vart við sig í máli
manna.s.s. þegartalaðerum
„listirog bókmenntir" (Artand
Litterature; Kunst og litteratur;
Art et litterature o.s.frv.), líkt
og bókmenntir séu eitthvað
annað og meira en aðrar listir.
Það getur verið að bókmenntir
séu merkilegri en aðrar listir. Þær
eru orðsins list og fást við tung-
umálið, tæki mannlegrar hugsun-
ar og samskipta. „f upphafi var
orðið“ segir einhvers staðar og
sýnir það vel hvem hug menn
bera til orðsins lista, einkum til
sinna eigin bókmennta. Því er
reynt að hlúa sem best að afurð-
um tungumálsins og þeim gert
hátt undir höfði í menntakerfinu.
Spartanska og
rómantík
En hvernig er hlúð að þessu
dýrmeti í íslensku skólakerfi og
hver er árangurinn? Nóg virðist
vera rýnt og blínt í hina miklu
bókmenntaarfleifð okkar og
skólafólk innbyrðir kynstrin öll af
skáldskap liðinna alda. En hverj-
ar eru aðferðirnar og hvert er
markmiðið? Ég gat þess á öðrum
stað að aðferðir sem tíðkuðust í
bókmenntakennslu í mínu ung-
dæmi hefðu gengið út á hugsana-
lausan utanbókarlærdóm. Eg hef
sönnur fyrir því að þessar aðferð-
ir hafi lítið breyst, nema þá e.t.v.
á allra síðustu árum.
Eitt er víst að hrakandi mál-
kennd meðal íslendinga má rekja
beint til þessarar úreltu og íhalds-
sömu utanbókarfræðslu sem
hvorki tók mið af breyttum þjóð-
félagsháttum né vaxandi kröfum
um vitræna kennsluhætti. Og nú
virðist það keppikefli stjómvalda
að treysta sem best fúnar stoðir
þessa íhaldssama fyrirkomulags í
þeirri von að enn vélrænni í-
troðsla valdi stökkbreytingum í
heilabúi skólafólks.
Annað einkenni þessa spart-
anska fyrirkomulags var fólgið í
rómantískri firringu og hræðslu
við nútímann. Móðurmáls-
kennslan (þar með talin kennsla í
bókmenntum) átti jafnan erfitt
með að ná í skottið á tuttugustu
öldinni. Sem dæmi má nefna að á
7. tug þeirrar aldar var Davíð frá
Fagraskógi enn álitinn of „revol-
úsjóner“ til að vert þætti að bera
hann óritskoðaðan á borð fýrir
almenna þolendur skólakerfis-
ins. Halldór Laxness var ekki
nefndur á nafn fyrr en á mennta-
skólastigi og Steinn Steinarr var
alls staðar látinn liggja milli
hluta. Ásamt Jóhanni Jónssyni
og öðrum „skemmdaveríca-
mönnum“, var hann þagaður í
hel innan veggja skólanna. Ef-
laust á það sinn þátt í almennum
vinsældum hans utan þeirra sömu
veggja, að ekki tókst að spilla
áhuga nemenda á honum.
Útverðir
menntunar
Það er deginum ljósara að öll
skáld sem reyndu að laga tung-
umálið að breyttum tímum, voru
bannfærð eða ritskoðuð af in-
quisitorum menntakerfisins.
HALLDÓR
B. RUNÓLFSSOf
Hefði það ekki verið fyrir atbeina
kennaranna sjálfra, sem stundum
sáu sér fært að bregða út af
kennsluskránni, hefðu enn fleiri
nemendur staðið uppi andlega
vankaðir að námi loknu. Kennar-
ar sem sýnt hafa fagi sínu alúð
hafa sannað æ ofan í æ ágæti sitt
sem hinir eiginlegu útverðir
menntunar, meðan kerfið sjálft
hefur annað hvort trénast eða
opnað faðminn fyrir afsiðun af
lágkúrulegasta tagi. Þegar þetta
er skrifað er verið að svelta uppi
þessa ágætu menn um leið og
óþarfa kontóristum er bætt við
yfirbygginguna, til að „spara“ út-
gjöld eins og það heitir á máli
þeirra sem stunda hugtakarugl-
ing. Þótt það virðist í fljótu
bragði langsótt, þá er mjög upp-
lýsandi að glugga í sögu Spænska
rannsóknarréttarins til að sjá
hvert stefnir í íslenskum
menntamálum.
Að kunna
mannganginn
En hvað kemur þetta listum
við? Jú, það sýnir sig að hinar
vélrænu ítroðsluaðferðir sem til
skamms tíma voru notaðar við ís-
lenska móðurmálskennslu, eyði-
lögðu ekki einvörðungu tilfinn-
ingu heilla kynslóða fyrir tung-
unni og furðum hennar, heldur
og fyrir listum almennt.
Þegar fólk rekur í rogastans
frammi fyrir nýstárlegri bók-
mennt eða listaverki af öðru tagi,
þýðir það ekki að viðkomandi
verk sé of flókið og tormelt eða
aðnjótandinn of heimskur og
skilningssljór. Ástæðan fyrir
skilningsleysinu er einfaldlega
menntunarskortur; skortur á
þeim hugmyndafræðilegu lyklum
sem ganga að listaverkinu eða
bókmenntinni.
Það er ekkert sem bendir til
þess að listir eða bókmenntir séu
ofar skilningi hins venjulega
manns, fremur en skáklistin, svo
dæmi séu tekin af hugaríþrótt
sem nýtur almennra vinsælda hér
1
á landi. En rétt eins og í skák
þurfa menn að kunna „mann-
ganginn“ í listum, m.ö.o. vita út á
hvað leikreglumar ganga.
En það nægir ekki að kunna
leikreglurnar án þess að leggja
rækt við leikinn. Ef aftur er tekið
dæmi úr skáklistinni, þá vita flest-
ir að leikir stórmeistara liggja
ekki alltaf í augum uppi. Til að
skilja þá þarf skýringar, jafnvel
þótt manngangurinn sé ávallt sá
sami. Heimsins bestu skákmenn
þurfa hjálparkokka til að leysa úr
sumum flækjum skáklistarinnar.
Svipuðu máli gegnir um Ustir
og bókmenntir. Munurinn er sá
að þar þurfa menn ekki að leggja
stund á leikinn öðmvísi en sem
aðnjótendur, þótt ekkert mæli
því á mót að menn iðki listir eða
skáldskap af einhverju tagi. Slflct
skerpir í flestum tilfellum skiin-
ing manna á fyrirbærinu. En eng-
inn getur krafist þess að skilja
listir eða bókmenntir í einu vet-
vangi, síst af öllu sá sem litla eða
enga rækt hefur lagt við að kynna
sér leikreglur þeirra.
Menntakerfinu ber skylda til
þess að kenna undirstöður þess-
ara leikreglna með sömu alúð og
lögð er við kennslu leikreglna á
öðrum sviðum mannlegrar þekk-
ingar. Allt þvaður um lítið hag-
nýtt gildi slíkrar menntunr verður
síðar vísað til föðurhúsanna, til
glöggvunar þeim sem ekki heyra
þegar tómahljóðið í slíkum rök-
um.
Opið í dag til kl. 4
í öllum deildum
/A A A A A A *•
Jón Loftsson hf. ______________
Hringbraut 121 Sími 10600
L C3 L Q l'C3 E3lJ
uaaQQjS
-UUUiJTrpj;
uiiííiiiiuuuui tiin)