Þjóðviljinn - 03.11.1984, Side 3
FRETTIR
Gengisfellingar
Kaupmenn
ætla að
mata
krókinn
Fara sér hægt með að
leysa út úr tolli og frysta
inni á lager
Kaupmenn hyggjast nú mata
krókinn vegna ótvíræðna yfirlýs-
inga forystumanna stjórnarflokk-
anna og annarra ráðamanna
stjórnarinnar um yfirvofandi
gengisfellingar.
Talið er fullvíst að gengið verði
fellt núna næstu daga um 5%
minnst og síðan aftur jafnvel
strax um næstu mánaðamót um
10%. Kaupmenn eiga mikið af
vörum í tolli eftir nýafstaðin
verkföll og margir þeirra ætla
samkvæmt heimildum Pjóðvilj-
ans að fara hægt í sakirnar með að
leysa þær út þar til gengisfellingin
er yfirstaðin og þeir geta þá bætt
henni ofaná álagninguna. Einnig
hefur blaðið fregnað að lítið sé
tekið út af lagerum í fjölmörgum
verslunum, því allir eru að bíða
eftir útspili stjómarinnar í geng-
ismálum.
Borgarstjórn:
Grænu svæði
breytt í
Fiskiþing
á mánudag
Þing Fiskiféiags ísiands hefst
nk. mánudag kl. 14.00 í húsi Fisk-
ifélags íslands. Að vanda liggja
mörg mál fyrir Fiskiþingi, en
stærsta máiið verður án vafa fisk-
veiðistefna næsta ár. Á mánudag-
inn mun sjávarútvegsráðherra
ávarpa þingið og Jakob Jakobs-
son forstjóri Hafrannsóknastofn-
unarinnar mun flytja skýrsiu
stofnunarinnar.
Þingið stendur í fimm daga, en
það sitja sem kunnugt er fulltrúar
frá öllu landinu.
Sjávarafurðir
FJölmörg mál llggja fyrlr Klrkjuþingl. Þar hofur m.a. komlð fram að Innhelmtumenn ríklssjóðs fá hœstu þóknun
sem um getur fyrlr að Innhelmta kirkju- og kirkjugarðsgjöld. Ljós. elk.
lnnheimta
Okrað
á kirkjunni?
Er œtlunin að reisa versl-
anir á horni Sigúns og
Kringlumýrarbrautar?
Á horni Sigtúns og Kringlu-
mýrarbrautar hefur um 14 ára
skeið verið frátekin stór lóð fyrir
HeUsuræktina í Reykjavík án
þess að nokkuð hafi verið byggt á
henni en þetta svæði er merkt sem
grænt svæði skv. aðalskipulagi
enda tengist starfsemi Heilsu-
ræktarinnar útivist og hollustu.
Nú gerðist það nýlega að augiýst
var breytt landnotkun á þessum
reit þannig að framvegis verður
hann merktur á aðalskipulagi
sem miðbæjarsvæði.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
vakti máls á þessu á borgar-
stjórnarfundi á fimmtudagskvöld
og bað skýringar á þessari
breytingu. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson formaður skipulags-
nefndar kvað engin áform um að
þama kæmi stórmarkaður eða
verslanir en gat að öðm leyti litlar
skýringar gefið á breytingunni.
Hingað til hefur það verið yfir-
lýst stefna borgarinnar að allt
svæðið milli Sigtúns og Suður-
landsbrautar og Kringlumýrar-
brautar og Reykjavegs væri í
meginatriðum ætlað til útivistar
eða starfsemi tengdrar henni
þanig að þarna er um stefnu-
breytingu að ræða sem þó hvorki
hefur verið lögð fyrir borgarráð
eða umhverfismálaráð borgar-
innar. Bæði Sólrún og Adda Bára
Sigfúsdóttir létu í ljós ótta um að
þama væri eitthvað graggugt á
ferðinni sem e.t.v. kynni að gjör-
breyta hinni friðsömu ásýnd íbú-
agötunnar Sigtúns. Sólrún flutti
um það tillögu á fundinum að
reitnum yrði aftur breytt í grænt
svæði en tillaga hennar fékk að-
eins 8 atkvæði og náði því ekki
fram að eanga.
- GFr
Kirkjan gæti ráðið 15 - 20
manns til nauðsynlegra þjón-
ustustarfa fyrir það fé, sem hún
ofborgar innheimtumönnum rík-
issjóðs fyrir innheimtu kirkju-
gjalda og kirkjugarðsgjalda,
sagði Halldór Finnsson frá
Grundarfirði á Kirkjuþingi því,
sem nú stendur yflr.
Samkvæmt lögum fá inn-
heimtumenn ríkisins 6% fyrir að
innheimta þessi gjöld. Mun það
hæsta innheimtuprósenta, sem
nefnd er í nokkmm lögum hér-
lendis. Um síðustu áramót fékk
dómprófasturinn í Reykjavík því
framgengt að fjármálaráðherra
og borgarstjórinn í Reykjavík
samþykktu að Gjaldheimtan í
Reykjavík tæki 1% innheimtu-
Fiskveiðasjóður:
Þeir sem
klóra í
bakkann fá
tækifæri
Sem kunnugt er verður togar-
inn Óskar Magnússon AK boðinn
upp í næstu viku og er aðal kröfu-
hafinn Fiskveiðasjóður.
Þjóðviljinn hafði samband við
Má Elísson forstjóra Fiskveiða-
sjóðs og spurði hvort ekki muni
fleiri skip lenda undir hamrinum,
þar sem vitað er að meiri skuldir
hvfla á öðmm skipum en Óskari
Magnússyni.
Már Elísson sagði að erfitt væri
að segja til um það. Þær skuld-
breytingar sem átt hefðu sér stað
hjá útgerðinni hjálpuðu mörg-
um. Aðrir ættu eldri og skuldlaus
skip sem hjálpuðu til að borga af
nýju skipunum og líka fisk-
vinnslustöðvar sem að baki
stæðu.
Þeir sem klóra í bakkann og
vilja reyna, fá að halda áfram.
Eigendur Öskars Magnússonar
vildu það ekki, heldur gáfust upp
og því varð að setja skipið á upp-
boð, sagði Már Elísson.
— S.dór
þóknun fyrir innheimtu kirkju-
garðsgjalda, og tekur það gildi
um næstu áramót. Hefur þar með
fengist staðfesting á því, að 1%
séu eðlileg innheimtulaun.
Þessi 5%, sem þannig má telja
að séu ofgreidd, svara til tvö-
faldrar þeirrar upphæðar, sem
veitt er til kirkjustjómar, og þre-
faldrar þeirrar upphæðar, sem fer
til starfsjóðs kirkjunnar, sagði
Halldór Finnsson.
í frumvarpi því um breytingu á
lögum um kirkjugarða,sem nú
liggur fyrir Kirkjuþingi og flutt er
af Kirkjuráði, er innheimtu-
mönnum ríkissjóðs og sveitar-
sjóða gert skylt að annast inn-
heimtu kirkjugarðsgjalda gegn
1% þóknun, og skulu skil vera
gerð ársfjórðungslega.
-mhg
Flutt út
fyrir
11 miljarða
Heiidarútflutningur sjávaraf-
urða fyrstu 8 mánuði þessa árs
nam 345.849 tonnum að verð-
mæti 10.7 mfljarðar króna. Á
sama tíma í fyrra voru fluttar út
220.020 lestir að verðmæti 7.9
mfljarðar króna.
Samkvæmt útflutningsskýrsl-
um Hagstofunnar nam verðmæti
alls útflutnings landsmanna
fyrstu átta mánuði yfirstandandi
árs 14.7 miljörðum króna. Miðað
við heildarverðmætið nam hlut-
fall sjávarafurða 73%, en var
70.8% á sama tíma í fyrra.
- S.dór
sugardagur 3. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Kvikmyndir
Kúrekar norðursins
Frumsýning Islensku kvikmyndasamsteypunnar í dag:
Hallbjörn, Johnny King, kálfasnörun,
dans og gleði
Idag verður frumsýnd í Regn-
boganum í Rcykjavík heimðd-
arkvikmynd Islcnsku kvik-
myndasamsteypunnar hf. um
kántríhátíðina í vUlta vestrinu á
Skagaströnd í sumar. Heiðurs-
gestur er að sjálfsögðu hinn
söngglaði kúreki Hallbjöm
Hjartarson sem á heiður allan af
hátíðinni.
„Þetta er fyrst og fremst dans-
og söngvamynd“, sögðu tveir
fjögurra kvikmyndajöfra í fyrir-
tækinu í spjalli við Þjóðviljann,
„gleðimynd sem fylgir atburðum
hátíðarinnar. Fjör og dans og
kálfasnörun, tónlist, reið-
mennska og gleðskapur, fléttað
saman af alkunnri snilld klippar-
ans, Sigurður Snæbergs Jóns-
sonar.“
Friðrik Þór Friðriksson er
fremstur meðal jafningja í kvik-
myndasamsteypunni og hafði
stjórn á hendi við gerð myndar-
innar. Framleiðendur eru hann
og Sigurður klippari en Einar
Bergmundur Ambjömsson og
Gunnlaugur Þór Pálsson kvik-
mynduðu. Einar og Gunnlaugur
hafa orðið:
„Hallbjörn er maður myndar-
innar, en það má ekki gleyma
söngvumnum Johnny KÍng,
fyrsta íslenska nautabananum,
og Sigga Helga. Þaraðauki
hljómsveitimar Týról frá Sauðár-
króki og Gautar frá Siglufirði“.
Hvað? Af hverju? Hvemig?
Hvers vegna?
„Þetta er stórmerkilegt fram-
tak hjá Hallbirni.Að standa uppá
afturlappirnar og leika kúreka
við þessar vinsældir norður á
hjara veraldar, - stórmerkilegt.
Og skemmtileg tilbreyting í litrófi
tónlistariimar. Þetta var vel sagt
hjá mér. Ekki má heldur gleyma
því sem hann hefur gert fyrir
Skagaströnd, - að koma bænum á
íslandskortið.
Það var líka merkilegt að taka
myndina. Aldrei unnið svona
mikið, aldrei sofið svona mikið,
aldrei skemmt sér svona mikið og
aldrei étið jafnmarga kántríborg-
ara með andalúsíusósu“.
íslenska kvikmyndasam-
steypan er með í takinu tvær
myndir aðrar. Næsta mynd er
langt komin, en „innihaldið er
soldið trúnaðarmál, þetta verður
sérstök mynd, víðföml um
landið. íslensk náttúra í aðalhlut-
verki. Hvorki leikin mynd né
heimildarmynd“.
Þriðja myndin er heimildar-
mynd um annan söngvara,
Bubba nokkurn Morthens, og
verður vonandi frumsýnd í febrú-
ar.
í tengslum við fmmsýningu í
Kúrekum norðursins verður
hjúkólfur mikill á morgun, sunn-
udag, við Tommaborgara á
Grensásvegi. Hallbjöm syngur
með hljómsveitinni Týról og ým-
islegt annað gerist til
skemmtunar gestum og gang-
andi.
Hljómplata með tónlist úr
Kúrekunum er væntanleg í næstu
viku.
Lesið annars viðtal við aðal-
stjörnu nýju kvikmyndarinnar í
sunnudagsblaðinu.
- m