Þjóðviljinn - 03.11.1984, Page 5

Þjóðviljinn - 03.11.1984, Page 5
INN SÝN Tilfinningaútrás í baráttunni Niöurlægingin Allt launafólk þekkir til þeirrar niðurlægingar sem felst í því að ala ekki önn fyrir sjálfum sér. Það er niðurlægjandi að vera ekki borgunarmaður fyrir nauðsyn- legum útgjöldum heimilis, það er niðurlægjandi að vinna myrkr- 'anna á milli og fá engu að síður ekki nóg fyrir vinnuafl sitt til að framfleyta sér og standa við skuldbindingar. Þjóðin var reiðubúin til að búa við slíkt ástand einhvem tíma til að ná niður verðbólgunni, til að búa í haginn fyrir öruggari efna- hagslega framtíð. Ríkisstjórnin misskildi þessa fómarlund og gekk fram af fólki, hún ætlaði að svelta fólkið til langframa. Með sama hætti urðu samtök launa- fólks fyrir þeirri niðurlægingu að samningsréttur var afnuminn í fyrra, verðtrygging launa var sömuleiðis afnumin. En það em takmörk fyrir öllu, meira að segja langlundargeði launafólks og samtaka þess. Og venjulegt fólk 'vissi vel að hverju stefndi, breytti ríkisstjórnin ekki gjörsamlega um stefnu. En hún hélt áfram sínu striki, í þeirri leiftursókn gegn lífskjömnum, sem staðið hefur fram að verkfallsdögum BSRB. Uppreisn í verkfalli BSRB gerðist mikið ævintýr. Launafólk þúsundum saman hristi af sér þá niðurlæg- ingu sem verið hefur að vefja upp á sig síðastliðin misseri. Fólkið gerði uppreisn gegn niðurlæging- unni og endurheimti sjálfsvirð- ingu sína. Þetta var uppreisnin sem Albert Guðmundsson og aðrir stjómmálamenn áttu marg- ir hverjir og eiga bágt með að skilja. Máske ekki síst vegna þess, að hún er sálrænn og tilfinn- ingalegur sigur umfram annað. Og það er af þessum ástæðum sem flestir BSRB-menn tala um að verkfallið hafi verið sigur þótt deildar meiningar séu meðal þeirra um útkomu samninganna. Þessi uppreisn fólksins gegn niðurlægingunni, þessi endur- heimt sjálfsvirðingar launa- mannsins og sú frelsun úr hlekkj- um kaupráns ríkisstjórnarinnar sem verkfallið fól í sér skók allan valdastrúktúrinn í íslenska þjóðfélaginu. Hvað eftir annað héldu valdastofnanirnar að bar- áttuþrekið væri búið, BSRB væri komið á hnén. En baráttan hélt áfram, dag eftir dag, viku eftir viku. Gamanið Borgarablöðin býsnuðust yfir því í vikunni, að verkfallsfólk hefði sagt að það hefði verið gam- an á þessum tíma. Það hefði meira að segja verið ægilega gam- an. Og blöðin eiga vart orð til að lýsa hneykslun sinni á þessum til- finningum fólksins. Með viðbrögðum þessum sannar bláa pressan skilningsleysi sitt á verkfallinu og gangverki þess. Gangverkið var ekki kommaklíka úti í bæ, það var ríkisstjóm íslands og áhangendur hennar sem stutt hafa leiftur- sóknina gegn lífskjörunum fram á verkfallsdagana. Fólkið gerði uppreisn gegn niðurlægingunni, það endur- heimti sjálfsvirðingu sína, það reyndi að ráða einhverju um framtíð sína í stað þess að bíða og vera fórnarlamb. Af hverju ætti ekki að vera gaman að endur- heimta sjálfsvirðingu sína? Auðvitað var gaman, - annað hefði verið út í hött. Tiffinningamál Þegar sjóaðir stjómmálamenn og valdastofnanir vom að spá í framvindu verkfallsins, mátti oft heyra kenningar um að eftir þessa fléttu og hinn leikinn, myndi þetta gerast eða hitt. Sá vélræni þankagangur sem dugar oft á hefðbundna atburðarás flokkapólitíkur mátti sín lítils um verkfall BSRB. í því skiptu til- finningar máske mestu máli, og þær drífa okkur áfram ekki síður en „jarðbundið raunsæi" og „skynsamleg rök“. Og veitir nokkuð af meiri tilfinningum í nútíma þjóðfélagi, sakar nokkuð að tilfinningamar ráði meiru? Krafturínn Það sem gerðist meðal fjölda manna í verkfallinu var útrás niðurbældrar gremju, gleði yfir baráttu með miklu inntaki - skref í átt til sjálfsfrelsunar (á er- lendum tungum kallað „emanz- ipation“). Og sú vitundarvakning um umhvefi sitt - og sú samstaða þúsundanna sem varð til í þessu verkfalli leysti sameiginlega úr læðingi krafta sem enginn stjórn, flokkur eða her getur ráðið við, nefnilega samstöðu fólksins. Þessi kraftur var til alls lík- legur. Hann breiddist út fyrir raðir BSRB-manna, hann stað- næmdist ekki við stjómmála- flokka. Og máske hefur meðvit- undin um að þessi kraftur var hvergi á þrotum leitt til þeirra vonbrigða sem á mörgum mátti merkja eftir samninga. Skelfingin Meðal valdhafa hefur greini- lega gripið um sig töluverð skelf- ing. Ráðherra í ríkisstjórninni talaði um byltingu, valdarán og fleira í þeim dúr. Og virðuleg fréttastofa lét fara frá sér frétt- askeyti um yfirvofandi valdarán á íslandi. Þrálátur orðrómur var um hvítliðasveitir valdsmanna og fleira sem benti til ótrúlegrar hræðslu ráðandi manna. Getur verið að sá gífurlegi kraftur sem Ieystist úr læðingi hafi hrætt fleiri? Konumar Ekki verður neinum kvarða komið yfir svo afstæð hugtök sem baráttuþrek og vitundarbyltingu. Margir sem horfðu á grasrótina vaxa í BSRB-verkfallinu telja að konumar hafi verið sterkasta afl- ið í þessari hreyfingu. Og máske sakar ekki að líta á tölur í því sambandi. Fyrir tólf árum, árið 1972 voru félagsmenn BSRB 8.500 en í ár em þeir 17.500. Fyrir tólf ámm vom 43.0% félaga kon- ur (57.0% karlar). í dag em kon- umar orðnar 61.4% félaga (karl- arnir aðeins 38.6%). Ef til vill skýrir hinn aukni fjöldi kvenna og meirihluti þeirra að einhverju leyti hinn nýja anda, hina sterku samkennd og hugmyndaríku bar- áttuaðferðir í verkfallinu? Þáskildaga- ta'ðin Margir hafa orðið til að lýsa óánægju sinni með niðurstöðu samninganna í lok verkfallsins, en fáir hafa viljað eða getað sett sig í spor samninganefndar- manna. Verkfallspólitík verður ekki fremur en önnur pólitík rek- in í þáskildagatíð. Engu að síður velta margir fyrir sér hvort at- burðarrásin hefði getað orðið öðmvísi, ef... Forystumenn BSRB voru víst áreiðanlega ekki öfundsverðir af því hlutskipti sínu að undirrita samningana. En þeir em öfunds- verðastir allra manna í verkalýðs- baráttu fyrir að vera talsmenn svo lifandi og samstöðuríks fólks og BSRB-félagamir hafa verið á undanförnum vikum. Eins og gefur að skilja var verkfallsbaráttan þverpólitísk, hún lagðist ekki eftir flokksbönd- um og línum. En hún varð óum- deilanlega sú harðvítugasta stjórnarandstaða sem ríkisstjóm á íslandi hefur séð framan í í mörg ár. í rauninni þurfti ekki mikið til að þessi ríkisstjórn hefði risið uppúr stólum sínum og horf- ið frá völdum með þeirri skömm sem hún á skilið. Ætli það hafi þurft nema selbita? Selbitinn En ríkisstjórnin fékk ekki þennan selbita. Staðan í öðmm heildarsamtökum launafólks en BSRB var allt önnur - og af þeirra hálfu kom ekki til samúð- arverkfalla eða allsherjarverk- falls eins og svo mörgum fannst þó liggja í loftinu. Stjómarand- staðan á þingi dró keim af þessu ástandi - og svo virtist sem mörg- um stjómarandstöðusinnum væri næg fróun í því að vera á áhorf- endabekkjunum til að sjá ríkis- stjórnina engjast í snömnni. Ábyrgðarieysi í þessu blaði þarf ekki að tí- unda pólitísk afglöp og misgjörð- ir ríkisstjómarinnar gagnvart al- menningi. Hitt er ljóst, að því fyrr sem hún fer frá, þeim mun betra fyrir land og lýð. Engin rík- isstjóm á íslandi getur orðið verri en sú sem nú situr og er þá sama til hvaða málaflokks er litið. í því ljósi er pólitískt ábyrgðarleysi að reyna ekki að koma henni frá. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um vilist, að hún nýtur ekki lengur meirihlutafylgis kjós- enda, enda þótt flokkamir sem að henni standa séu ógnarstór skrýmsli og hafi mikinn þing- meirihluta. Og svona ríkisstjóm, sem ráð- ist hefur á samneysluna, launin og sjálfsvirðingu þjóðarinnar freklegar en áður hefur þekkst, á ekki skilið neina náð. Það er póli- tískt ábyrgðarleysi að vinna ekki stöðugt að því að hún fari frá. Verkfallið og stéttaátökin í landinu hafa orðið til þess að flestum er orðið það ljóst, að það er einungis tímaspursmál hvenær stjórnin hrökklast frá völdum. Stjómarandstaðan í grasrótinni hefur sýnt henni í tvo heimana, - og undir forystu Alþýðubanda- lagsins mun nú á þingræðisvett- vangi verða blásið til úrslitaor- ustu gegn ríkisstjórn hinna ríku. Innanmeinin Hitt er engu að síður íhugunar- vert að bæði innan Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins eru nú komnar upp sterkar raddir gegn áframhaldandi setu stjórn- arinnar og fyrir kosningum sem allra fyrst. Framsóknarflokkur- inn sér nú lag meðan Sjálfstæðis- flokkurinn er að taka kúfinn af óvinsældum ríkisstjómarinnar, til að efna til kosninga án þess að verða fyrir „katastrófu" sem hann á von á ef stjómin situr mikið lengur. Innan Sjálfstæðisflokksins standa mál hins vegar þannig, að Þorsteinn Pálsson, Davíð Odds- son og aðrir nýir valdamenn sjá sína sæng upp reidda ef ekki kem- ur til ný ríkisstjórn. Það er orðið of seint fyrir Þorstein að fara inní ríkisstjómina vegna óvinsælda hennar - og hann er talinn bera ábyrgðina af rugli og misgjörðum flokksins í ríkisstjóminni. Hann á á hættu að gleymast líði á annað ár til kosninga - og eini mögu- leikinn til að halda forystunni í flokknum er að fara í kosningar. Þess utan em ráðherrar flokksins í ríkisstjóminni ekkert á þeim buxum að gefa strákunum meira eftir en þeim sýnist - og koma til með að halda Þorsteini og fé- lögum frá völdum meðan sætt er í stjórninni. Flestir þeirra munu ekki hyggja á framboð aftur og er því síður í hug útkoma í kosning- um eftir tvö ár heldur en þeim yngri. Kosningar? Davíð Oddsson myndi hins vegar tapa næstu borgarstjórn- arkosningum meður því að hann geldur óvinsælda ríkisstjómar- innar sem hann er búinn að flækja sjálfum sér í með ógleym- anlegum hætti. Forsenda þess að hann geti náð meirihluta í Reykjavík er m.a. sú að flokkur- inn sé annað hvort í „vinsælli" ríkisstjóm eða stjórnarandstöðu. Þess vegna knýr hann á um kosn- ingar nú. VSÍ-liðið sér hins vegar fram á að Framsóknarflokkurinn gæti ekki hangið áfram í stjóm- inni nema frjálshyggjuofstækið yrði tekið af borðinu - og þeir vilja ekki lina tökin. Niðurstaðan er því sú hvort sem litið er til stjórnar eða stjórn- arandstöðu, að kosninga er að vænta snemma á næsta ári. Bar- áttan gegn ríkisstjórninni er orð- in önnur en hún var fyrir verkfall. Tilfinningar fólksins í landinu em orðnar veigameiri í baráttunni. Það borgar sig ekki að bæla þær niður. Óskar Guðmundsson. Laugardagur 3. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.