Þjóðviljinn - 03.11.1984, Page 9
MENNING
Þjóðleikhúsið:
Listmunahúsið
Ymis röskun af
völdum verkfalls
Verkfall opinbera starfsmanna
hefur haft ýmsa röskun í för með
sér fyrir Þjóðleikhúsið en Gísli
Alfreðsson þjóðleikhússtjóri
sagði í samtali að leikhúsið héldi
samt sínu striki með spennandi
verkefnaskrá og hefði ekki glatað
bjartsýninni.
Helstu breytingar eru þær að
þremur verkefnum sem áttu að
vera á dagskrá núna í haust verð-
ur frestað fram yfir áramót. Þau
eru Gæjar og píur sem tekið verð-
ur upp í janúar, Kardimommu-
bærinn sem sýndur verður í
febrúar og ballett. Söngleikurinn
Chicago verður fluttur yfir á
næsta leikár en að öðru leyti helst
dagskráin. Fyrsta sýning á Milli
skinns og hörunds eftir Ölaf
Hauk Símonarson eftir verkfall
verður nk. föstudag og frumsýn-
ing á Skugga-Sveini verður vænt-
anlega 17. nóv. Þá verður jóla-
sýning á Ríkharði III eftir Shak-
espeare og kom leikstjórinn,
John Burgess frá breska Þjóð-
leikhúsinu til landsins í gær, mán-
uði á eftir áætlun.
Þá verður tekið upp breskt
gamanleikrit sem nefnist Run for
your Wife sem sýnt verður á
miðnætursýningum. Rashomon
verður frumsýnt í endaðan janú-
ar, íslandsklukkan á 35 ára af-
mæli Þjóðleikhússins 20. apríl og
ballettinn Dafnes og Cloé í maí.
-GFr
Nýtt íslenskt leikrit
Nýtt íslenskt leikrit lítur dagsins liams (1883-1963) og Esra Pound
Ijós n.k. föstudag. Það heitir (1885-1972), og sérstætt vináttu-
Skjaldbakan kemst þangað líka samband þeirra. Þettavorugagn-
eftir Áma Ibsen. Egg-leikhúsið ólíkir menn í skáldsap sínum og
sýnir verkið í Nýlistasafninu og pólitískum viðhorfum og er
eru leikendur tveir, þeir Viðar stuðst við bréfaskriftir þeirra og
Eggertsson og Amór Benónýs- verk þó að leikritið í heild sé
son. Höfundur er leikstjóri. ímyndun höfundar. Nánar verð-
Leikritiði fjallar um banda- ur sagt frá leikritinu í næstu viku.
rísku skáldin William Carlos Wil- -GFr
Ein fimm mynda í möppunni er eftir Kjartan Guðjónsson.
íslensk Grafík
Grafíkmappan
komin út
Grafíkmappa félagsins íslensk
grafík er komin út. Hún verður til
sýnis og sölu laugardaginn 3. nóv-
ember og sunnudaginn 4. nóvem-
ber í Gallerí Borg við Austurvöll.
Forkaupsréttshafar geta sótt
möppuna í Gallerí Borg þessa
daga frá klukkan 16-18. Upplagið
er 50 eintök og verð möppunnar
7.500 krónur. I hverri möppu eru
fimm myndir.
Listamennimir sem að þessu
sinni eiga verk í grafíkmöppunni
eru Ásdís Sigurþórsdóttir, Jónína
Lára Einarsdóttir, Kjartan Guð-
jónsson, Margrét Zóphanías-
dóttir og Vignir Jóhannsson.
Myndimar eru unnar í sáldþrykk,
tréristu og dúkristu.
Þetta er í fjórða sinn sem ís-
lensk grafík gefur út grafík-
möppu og hafa fyrri möppur ætíð
selst upp. Eftir næstu helgi verð-
ur hægt að nálgast möppuna í
Galleri Borg, þar til hún er upp-
seld.
Vísnavinir
Fyrsta
vísnakvöldið
Fyrsta vísnakvöld Vísnavina
verður haldið að Hótel Borg
þriðjudaginn 6. nóv. kl. 20.30.
Ólína Gunnlaugsdóttir frá
Ökrum Snæfellsnesi syngur og
leikur á gítar. Þóra Jónsdóttir
flytur frumort ljóð og söngflokk-
urinn Hálft í hvoru kemur fram,
en þetta er þriðja árið, sem þeir
koma fram á nóvemberkvöldi
Vfsnavina. Fleiri atriði verða á
dagskránni og fólki er velkomið
að koma og flytja efni, sem það
hefur fram að færa.
Vísnavinir vinna nú að fullum
krafti að undirbúningi norræns
vísnamóts, sem haldið verður hér
á landi næsta sumar. Þá er von á
fjölda norræna vísnasöngvara.
Mótið hefur hlotið nafnið „Vís-
Iand 85“. Nánar verður tilkynnt
um það síðar.
Laugardagur 3. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Collage-
myndir
Ómars
Skúlasonar
í dag kl. 14.00 opnar Ómar
Skúlason málverkasýningu í
Listmunahúsinu, Lækjargötu 2.
Á sýningunni eru collage-
myndir frá 1976 en aðaiuppistaða
sýningarinnar eru tvær mynda-
raðir unnar á árinu 1984. Við
myndgerðina er notuð blönduð
tækni, svo sem málun, þrykk og
klipp. Einnig verður á sýningunni
ein mynd eftir Egil Eðvarðsson,
kvikmyndagerðarmann og ein
önnur mynd sem þeir hafa unnið
saman ásamt Erni Þorsteinssyni,
myndlistarmanni.
Ómar er fæddur 1949. Hann
stundaði nám við Myndlista- og
Handíðaskóla íslands og útskrif-
1 aðist árið 1971. Þetta er önnur
einkasýning hans en 1978 hélt
hann sýningu á Kjarvalsstöðum.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá kl. 10.00-
18.00, laugardaga og sunnudaga
frá kl. 14.00-18.00. Lokað mánu-
daga.
Woð
ItíktiDíxlq
Útboösskilmálar, sem eru hliöstæöir þeim sem gilt hafa í fyrri útboðum,
liggja frammi ásamt tilboöseyöublaöi í afgreiðslu
Seölabankans, en þeir eru helstir:
1. Gert sé tilboð í lágmark 5 víxla hvern aö fjárhæð kr. 50.000.-
þ.e. nafnverö kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því.
2. Tilboðstrygging er kr. 10.000.-
3. Útgáfudagur víxlanna er 9. þ.m. og gjalddagi 8. febrúar 1985.
4. Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og án þóknunar.
5. Um skattlega meðferð þeirra gilda sömu reglur og hverju
sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum.
Ríkisvíxlar eru ein hagkvæmasta skammtímaávöxtun sem völ er á. Meðaltals ársávöxtun í undangengnum útboðum hefur verið sem hér segir: Júlíútboð 25,6% ágústútboð 25,8% septemberútboð 27,8% októberútboð 27.7%
Skilafrestur tilboða er til kl. 14:00 miðvikudaginn 7. nóvember 1984.
Tilboöum sé skilað til lánadeildar Seölabanka íslands
Hafnarstræti 10, Reykjavík fyrir þann tíma.
Reykjavík 3. nóvember 1984.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Ómar við eitt verka sinna. Ljósm.:Atl