Þjóðviljinn - 03.11.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 03.11.1984, Qupperneq 11
MENNiNG Alþýðuleikhúsið Beisk tár Pelru von Kant Alþýðuleikhúsið er nú að hefja vetrarstarfið af fullum krafti og á sunnudag verður frumsýnt fyrsta verkef ni starfsársins. Það er leikritið Beisk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder í þýðingu Böðvars Guðmunds- sonar. Þetta er eitt af magn- aðri verkum snillingsins, var samið fyrir leiksvið árið 1971 og svo kvikmyndað af honum ári seinna. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Undirritaður átti þess kost að sjá æfingu á verkinu í vikunni á Kj arvalsstöðum, en þar hefur Al- þýðuleikhúsið fengið inni með þessa sýningu og getur vitnað um að þetta er þrælmögnuð sýning, - mjög vel leikin og verkið sjálft gott. Konur eru í öllum hlutverk- um en þó mun höfundur þarna vera að fjalla um eigið líf og Petra von Kant er staðgengill hans. Leikritið snýst um vanda manns- ins í nútímaþjóðfélagi, samskipti ólíkra kynslóða og ólíkra sjónar- miða og kynhverfu. Leikritið er átakamikil ástarsaga og fjallar um sjálfstæðisbaráttu einstakl- ings sem er kona í þessu tilfelli. Tónlist við Beisk tár Petru von Kant er eftir Lárus Grímsson og leikmynd eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur. PetruvonKant leikur María Sigurðardóttir, Val- erie von Kant, móður hennar leikur Kristín Anna Þórarins- dóttir og Gabrielu, dóttur hennar VilborgHalldórsdóttir. Sfdonie, vinkonu hennar leikur Edda V. Guðmundsdóttir, Marlene, þjónustustúlku hennar Guðbjörg Thoroddsen og Karin, ástkonu hennar Erla B. Skúladóttir. Sú síðastnefnda er nýkomin frá námi f París og mun þetta vera hennar fyrsta stóra hlutverk í leikhúsi hér. Þess skal að lokum getið að styrkur fékkst úr þýðingarsjóði til þýðingar á þessu verki. -GFr Laugardagur 3. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.