Þjóðviljinn - 09.11.1984, Side 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýöubandalagið í Reykjavík
Muniö gíróseðlana fyrir fyrsta hluta flokks- og
félagsgjalda ársins 1984
Stjóm Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá sem enn hafa
ekki gert skil á fyrsta hluta flokks- og félagsgjalda ársins að gera
það nú um þessi mánaðamót.
Verum öll minnug þess að starf ABR byggist á því að fólagsmenn
(allir) standi í skilum með fólagsgjöldin. Allir samtaka nú.
- Stjórn ABR.
AB-Keflavík
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins í Keflavík verður haldinn þriðjudaginn 13.
nóvember kl. 20.30 í húsi Stangveiðifélagsins Suðurgötu 2. Dag-
skrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Inntaka nýrra
félaga.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Aðalfundur bæjarmálaráðs
Aðalfundur Bæjarmálaráðs ABH verður haldinn í Skálanum
Strandgötu 41, mánudaginn 12. nóv. kl. 20.30. Áríðandi er að allir
fulltrúar í ráðinu og nefndarmenn flokksins mæti. Félagsmenn eru
minntir á að fundir bæjarmálaráðs eru öllum opnir.
Stjórnin
AB Héraðsmanna:
Almennur félagsfundur
verður haldinn í húsi Slysavarnarfélagsins föstudaginn 9. nóvem-
ber kl. 20.30. (Ekki fimmtudagskvöld eins og áður hefur verið
auglýst). Dagskrá: 1) Kosning á flokksráðsfund. 2) Forvalsreglur
kynntar. 3) Sveinn Jónsson kemur á fundinn og segir fréttir frá
Alþingi. 4) Önnur mál. - Stjórnin.
Félagsmálanámskeið - Kópavogi
N.k. mánudagskvöld kl. 20.00 verður haldinn rabbfundur um
fundarsköp og fleira. - Hópurinn.
Skólamálahópur AB
Næsti fundur skólamálahópsins verður haldinn fimmtudaginn 15.
nóvember n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105, Reykjavík.
Umræðuefni: Stefnumótun AB í málefnum framhaldsskólans.
Framhaldsumræða.
Hópurinn er opinn öllu áhugafólki um skóla- og menntamál.
- Stýrihópurinn.
Tilboð óskast
Tilboö óskast í eftirtalin tæki og bifreiðar:
I.H.C. Traktorsgrafa3500 árgerð 1977
Malarflutningsvagnar (2 stk.) LS110 38
Saab 900 T urbo T25
A.M.C. Eagle 4 W/D
Suzuki Fox SJ 410 (tjónabíll)
Ford P/U XLT F150 4x4
Chevrolet Sport Van 30 (8 farþ.)
Ford Fairmont
Dodge Weapon Carrier M-37
Tækin og bifreiðarnarverðatil sýnis að Grensásvegi 9
milli kl. 12-15 þriðjudaginn 13. nóvember.
Sala Varnariiðseigna
1971
1982
1980
1983
1978
1979
1978
1962
MEINATÆKNAR
Sjúkrahúsið á Húsavík óskar að ráða meinatækni nú
þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar um starfið veitir meinatæknir í síma 96-
41333 eða framkvæmdastjóri í síma 96-41433.
Sjúkrahúsið á Húsavík s.f.
Hafrannsóknastofnunin
Laus er til umsóknar staða rannsóknarmanns hjá
Hafrannsóknastofnun. Umsóknir sem tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 15. nóv.
Hafrannsóknastofnunin
Skúlagötu 4, 101 Reykjavík
Aðalfundur
Prentsmiðju Þjóðviljans h.f. verður haldinn miðviku-
daginn 21. nóv.
Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Vinnuslys
Uttekt á íssniglum
Vinnueftirlitið hvetur til árvekni
| frétt frá Vinnueftirlitlinu vegna
slyssins í ísklefa Hraðfrysti-
stöðvarinnar í Reykjavík fyrir
mánuði kemur fram að Vinnueft-
irlitið hefur nú leitað eftir sam-
vinnu við frystihúsaeigendur um
úttekt á slysum við íssnigla og
leiðir til að koma í veg fyrir þau.
Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt
frá missti Brynjar Valdimarsson,
16 ára Reykvíkingur, vinstri fót
fyrir um mánuði þegar hann var
að troða ís í snigil í ísklefanum. í
tilefni frétta um þetta mál óskar
Vinnueftirlitið að koma þessu á
framfæri:
Hvers konar sniglar, sem not-
aðir eru til að flytja ís, mjöl eða
annað, eru varhugaverðir og
krefjast öryggisbúnaðar sem
tryggir að þeir sem við þá vinna
geti ekki stigið niður í þá eða lent
í þeim með handlegg eða fingur.
Þeim þarf að loka með plötu eða
grind sem er nægilega þétt og
sterk til að ekki sé hægt að koma
fæti milli rimlanna. Vinnueftirliti
ríkisins er kunnugt um 7 slys við
íssnigla á árunum 1972-1979 en
umrætt slys er það eina sem
kunnugt er um síðustu fimm árin.
Við íssnigla í ísklefum frysti-
húsa myndast hætta einkum af
tveimur ástæðum:
1. Rimlar í hlífðargrind hafa
skekkst eða losnað. Þetta ger-
ist einkum þegar verið er að
losa íshellu eða ísköggla sem
myndast þegar ís stendur
óhreyfður um skeið.
2. Hlífðarrist hefur verið fjar-
lægð. Þetta gerist einkum þeg-
ar verið er að auðvelda það að
koma ís niður í snigil.
í ísklefum af því tagi, sem áður-
nefnt slys varð í, er örðugt að
koma við öruggu eftirliti með ör-
yggisbúnaði vegna þess að ís-
sniglar geta verið á kafi í ís þegar
eftirlit fer fram. Af þeim sökum
er ástæða til að hvetja starfs-
menn, verkstjóra, öryggistrúnað-
armenn og öryggisverði til sér-
stakrar árvekni í sambandi við
aðstæður á slíkum vinnustöðum -
koma á innra eftirliti með því að
hlífar séu í lagi og séu ekki fjar-
lægðar.
í nýjustu gerð ísklefa þurfa
starfsmenn ekki að vinna nálægt
sniglum og þar er slysahætta
hverfandi. Æskilegt er að öllum
ísklefum verði komið í það horf.
í tilefni af slysinu í Hraðfrysti-
stöð Reykjavíkur og öðrum slys-
um, sem hafa orðið við íssnigla,
hyggst Vinnueftirlit ríkisins leita
leiða til að koma í veg fyrir að þau
endurtaki sig. í því skyni hefur
verið leitað eftir samvinnu við
samtök frystihúsaeigenda. Að út-
tekt lokinni verða gerðar tillögur
um öruggt fyrirkomulag við þessi
störf og áhersla lögð á að
nauðsynlegar framkvæmdir drag-
ist ekki.
Kvenréttindafélagið
Landsfundi
frestað
Stjórn Kvenréttindafélags ís-
lands hefur ákveðið að fresta
16. landsfundi félagsins, sem
halda átti 16.-17. nóvember n.k. I
Reykjavík.
KRFÍ er þverpólitískt félag
sem vinnur að jafnrétti kvenna og
karla og stofnað var árið 1907.
Stjóm félagsins vill taka tillit til
þess að þrír stjómmálaflokkar
halda fundi í Reykjavík umrædda
nóvemberdaga, og ákvað því að
fresta landsfundi félagsins fram
til 15.-16. mars á næsta ári. Við-
fangsefni landsfundar verður
eftir sem áður áhrif örtölvutækn-
innar á stöðu kvenna og karla.
Þá hefur verið ákveðið að
halda aðalfund í tengslum við
landsfundinn og gefa féiags-
mönnum utan af landi, sem sækja
landsfund, kost á að sækja aðal-
fund líka.
HEIMUR í SPÉSPEGLI
ELLI
u'Fey»aie
© 1984
McNaught Synd.. Inc.
Mér þykir það leitt, ungfrú Jóna, en ríkisstjómin samþykkir
ekki „hvíta lygi".
BRIDGE
Bridgespilið
Hér er dæmi:
er margslungið.
xxx
K7
ÁKIOxxxx
x
G10x
65432
Dx
xxx
xxx
Dg98
Gx
G10xx
ÁKDx
Á10
ÁKDxx
Fyrir misskilning voru N/S að
spila 6 HJÖRTU?
Og það furðulega er að engin
leið er að hnekkja þeim samning,
nema með trompi út. Þú átt 8 hlið-
arslagi, kóngur og sjöa í hjarta sjá
um níunda og tíunda slaginn þeg-
ar þú spilar fjórða laufinu þínu og
ás og tía í hjarta sjá um ellefta og
tólfta slaginn. Ath.
SKAK
Það er ekki oft sem hin rómant-
ísku brögð sjást nú á dögum. Þau
heyra fortíðinni til. Oft er þó gam-
an að líta á skákir tefldar undir
slíkum bragarhættl.
Þessi staða kom upp eftir
leikjaröðina: 1. e4 e5 2. d4 exd4
3. c3 dxc3 4. Bc4 cxb2 5. Bxb2
Dg5 6. Rf3! Dxg2 7. Bxf7! Kd8 8.
Hg1 Bb4+ 9. Rc3 Dh3 10. Hg3
Dh6 11. Db3 Bxc3 12. Dxc3 Rf6.
Nú lók hvítur 13. Hg6I! og svartur
gafst upp! Eftir 13. - Df4 kemur
14. Hxf6 og 13. - hxg6 dugar
skammt vegna 14. Dxf6+ og
mátar.
&
%
%
1
cV
MI.NMNi; AltSJÓDUK ISLENZKIf AH \ I. I ■ S 1 > 11
SIGFUS SIGURHJARTARSON
Minningarkortin eru tilsölu á
eftirtöldurn stöðum:
Bókabúð Máls og menningar
Skrifstofu Alþýðubandalagsins
Skrifstofu Þjóðviljans
Munið söfnunarátak í
Sigfúsarsjóð vegna
flokksmiðstöðvar
Alþýðubandalagsins
trffft Tt' . . .....
VINIMUN/ELAR
eru óæskilegar á akbrautum,
sérstaklega á álagstímum i
umferöinni.
I sveitum er umferö dráttar-
véla hluti daglegra starfa og
ber vegfarendum að taka tillit
til þess. Engu aö síöur eiga
bændur aö takmarka slíkan
akstur þegar umferð er mest,
og sjá til þess að vélarnarséu í
lögmætu ástandi, s.s. með
glitmerki og ökuljós þegar ryk
er á vegum, dimmviöri eöa
myrkur.
-«ixf
IFEROAR-
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. nóvember 1984