Þjóðviljinn - 17.11.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.11.1984, Qupperneq 1
SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Þór Vestmannaeyjum í 1. deildarkynningu í handknattleik - Sjá bls. 6 vsí Albert á alla sökina Magnús Gunnarsson framkvœmdastjóri VSÍ: Albert kœfði skattalœkkunina. Harkanvar ríkisstjórninni að kenna. Óstjórn í peningamálum. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, hélt ræðu í gær á aðalfundi Samtaka físk- vinnslustöðva, og ræddi um ný- gerða kjarasamninga og aðdrag- anda þeirra. Hann rakti gang móla frá því að kjarasamningarn- ir voru gerðir í febrúar sl. og sagði að það sem hefði farið úr- skeiðis eftir þá, sem varð til þess Ríkisstjórnin ber ábyrgð á verðbólgunni að til hörku kom nú í haust, hafí verið ríkisstjórninni að kenna þar sem hún hafði ekki stjórn á pen- ingamálunum. Þá sagði Magnús að vel hefði miðað í viðraeðum VSÍ og ASÍ í sumar þar til BSRB hefði „ruðst eins og skrímsli fram á völlinn“ með 40% kröfur og sett allt úr skorðum. Magnús sagðist samt sannfærð- ur um að hægt hefði verið að fara skattalækkunarleiðina, en það mál hafi Albert Guðmundsson eyðilagt og bæri hann því ásamt ríkisstjórninni auðvitað alla ábyrgð á þeim verðbólgusamn- ingum sem nú væri búið að gera. „Albert var allan tímann á móti skattalækkunarleiðinni innan ríkisstjórnarinnar og síðan fór hann, á mjög viðkvæmu augnabliki í umræðum um þá leið, til forystumanna BSRB og gerði við þá þennan verðbólgu- samning og okkur hinum var stillt upp við vegg og við gátum ekki annað úr því sem komið var en gert samskonar samninga, sagði Magnús. - S.dór Sjá bls. 3 Gengisfelling Kemur mér ekki við Albertvísar á Steingrím og MatthíasA. Ráðherrar tvísaga um lœkkun vaxta. „Forsætisráðher ra og ráð- herra bankamála verða að segja til um gengisbreytingar og vexti. Það er ekki i verkahring fjár- málaráðherra að ákveða þá hluti“, sagði Albert Guðmunds- son við Þjóðviljann í gær áður en hann hélt inn á ríkisstjórnarfund sem hófst kl. 14.00 í stjórnar- ráðinu. Matthías Á. Mathiesen viðskipta- og bankamálaráð- herra sem kom á hæla Alberts á fundinn sagði um ummæli sam- ráðherra sína og flokksbróður: „Það er í verkahring ríkisstjórn- arinnar allrar að ákveða gengi. Vaxtalækkun hefur hins vegar ekki verið til umtals í stjórninni.“ Ekki var Alexander Stefáns- son sama sinnis og Matthías því hann sagði við Þjóðviljann að vextir væru til umræðu hjá stjórn- inni og Sverrir Hermannsson sagði: „Ég vil engu spá um lækk- un vaxta en þeir eru með í dæm- inu.“ Ekki var að heyra á ráðherrun- um að samkomulag tækist innan stjórnarinnar nú um helgina. „Ég þori ekkert að segja en ég vona að þetta fari að styttast“, sagði Ragnhildur Helgadóttir en Geir Hallgrímsson var bjartsýnni og sagði að menn væru nú að ná landi. „Það hefur ekkert tafíð fyrir okkur“, sagði Matthías Á. Mathiesen, „heldur hafa menn viljað skoða hlutina vandlega áður en ákvarðanir verða tekn- ar.“ Síðustu fréttir herma að gjald- eyrisdeildum bankanna verði lokað á mánudagsmorgun. Þá er búist við að fyrsti hluti áformaðr- ar gengisfellingar verði tilkynnt- ur, en talið er að alls verði gengið fellt um 25% út næsta ár. -íg. í gær hófst flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins í höfuðstöðvum flokksins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Mikill hugur var í mönnum og spunnust fjörugar umræður að lokinni ræðu Svavars Gestssonar formanns flokksins. Flokksráðsfundurinn Samstarf vinstri manna í næstu kosningum? Svavar Gestsson varpar fram hugmynd um samstarf stjórnarandstöðuaflanna í nœstu sveitarstjórna kosningum Ef ríkisstjórnin situr út kjör- tímabilið, verða sveitastjórn- arkosningar næstu allsherjar- kosningar í landinu. Eg tel að kanna eigi alls staðar í öllum bæjarstjórnum þarsem tök eru á því hvernig þeir flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu geta starf- að saman í sveitarstjórnunum bæði að undirbúningi kosning- anna og í kosningunum sjálfum, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í setningar- ræðu sinni á flokksráðsfundinum í gærkvöldi. „Ég fer fram á það við flokks- ráðsfundinn að hann ræði þessa hugmynd sérstaklega og taki ákvörðun um hvernig unnið skuli að þessum málum“. Svavar vitnaði til landhelgis- stríðsins árið 1971 þegar stjórnar- andstaðan kom sér saman um heildarstefnu sem varð forsenda ríkisstjórnarmyndunar á sama ári. Svavar gerði grein fyrir hug- myndum Alþýðubandalagsins um að tryggja kaupmátt kjara- samninga án aukinnar verð- bólgu. Sagði hann frá frumvarpi sem Alþýðubandalagið flytur á alþingi með víðtækum efna- hagsráðstöfunum í þessu skyni. Góð stemmning ríkti á fundin- um þarsem töluvert á annað hundrað manns hvaðanæva af landinu eru fulltrúar. Eftir ræðu Svavars var skipað í nefndir, flutt ræða gjaldkera, Margrétar Frím- annsdóttir og síðan voru al- mennar umræður. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.