Þjóðviljinn - 17.11.1984, Side 2

Þjóðviljinn - 17.11.1984, Side 2
FRETTIR Akureyri Skák Verslunarmenn felldu Ný samninganefnd kjörin í félaginu. Verkfallsheimildar aflað Eg átti satt að segja ekki von á því að samkomulagið yrði fellt. Af viðtölum mínum við verslunarfólk á Akureyri á fjöl- mörgum vinnustaðafundum þótti mér Ijóst að það væri ekki tilbúið í aðgerðir til að knýja fram betri samninga og því lagði ég til að okkar samningur yrði staðfestur á félagsfundi, sagði Jóna Steinbergsdóttir formaður Félags verslunar- manna og skrifstofufólks á Ak- ureyri, en í fyrrakvöld voru ný- gerðir kjarasamningar þar felldir. Á fundinum greiddu 48 at- kvæði gegn samningum, 32 voru með en 7 skiluðu auðu. Kosin var ný samninganefnd sem kom sam- an til fyrsta fundar í gærkvöldi til að móta nýja kröfugerð. Þá mun samninganefndin hitta stjórn fé- lagsins að máli í dag og síðan verður gengið til formlegra við- ræðna. „Á félagsfundinum í gær var verkfallsheimildar aflað fyrir stjórn og fulltrúaráð félagsins og geta þær stofnanir boðað til verk- falls með viku fyrirvara ef þeim þykir ástæða til. Fólk er eðlilega óánægt með launaliði samning- anna enda tíðkast engar bónus- greiðslur og litlar yfirborganir í okkar félagi", sagði Jóna Steinbergsdóttir í samtali við Þjóðviljann. - v. TORGIB Fótbolti Nú vantar ekkert nema krat- arnir og kommarnir fái sér i eina feita friðarpípu eftir allt sameiningarrövlið! Bein útsending í dag Watford - Sheffield W.: fyrsti beini leikurinn afmörg- um i vetur Idag hefjast sjónvarpssend- ingar þegar klukkuna vantar fimmtán mínútur í tvö. Þá birt- ist Bjarni Fel á skjánum, og tíu mínútum síðar hefst leikur Watford og Sheffíeld Wednes- day í fyrstu deild ensku knatt- spyrnunnar, í beinni útsend- ingu. Þessi veisla heldur áfram í vet- ur og er fyrir að þakka samstarfi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Eftir hálfan mánuð, 1. desember, sjáum við Sheffield-liðið aftur, á Goodison Park í Liverpool, heimavelli besta knattspyrnuliðs breta, Everton. Og 15. des. á leikur Newcastle og Norwich að vera á dagskrá. Bjarni Felixson sagði okkur að eftir áramót yrði haldið áfram, 5. janúar sýndur toppleikur úr 3. umferð í bikarnum og síðan nokkurnveginn á hálfsmánaðar fresti. í vor verða svo sýndir úr- slitaleikir í tveimur Evrópu- keppnanna. Bjarni sagði að Norðurlanda- menn hefðu yfirleitt úr tveimur til þremur leikjum að velja í hvert sinn frá Englandi. Fyrir leikinn í dag borgar sjón- varpið um 64 þúsund krónur, þar af fara tveir þriðju til Pósts og síma. Auglýsingar í leikhléi hafa hingað til náð vel uppí kostnað. Watford, lið rokkarans Eltons Johns, er nú í þriðja neðsta sæti í ensku deildinni. Það hefur hins- vegar skorað fleiri mörk en liðið í fyrsta sæti. Sheffield-liðið er í fimmta sæti í deildinni fyrir leiki dagsins. Bœkur 10 -15% verðhækkun Meðalbækur á jólamarkaðn- um í ár munu kosta á bilinu 6-800 krónur en meðalbarna- bækur um 400 kr. Þetta mun þýða um 10-15% hækkun frá því i fyrra. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá Félagi ísl. bókaútgefenda í vikunni. Samdráttur í bókaútgáfunni er töluverður og verða að öllum lík- indum gefnir út 350-400 titlar í ár miðað við 500 titla í fyrra. Bóka- útgefendur voru þó sammála um að ekki yrði samdráttur í svoköll- uðum betri bókum heldur kæmi hann fyrst og fremst niður á reyfurum. Þess skal að lokum getið að félagið hefur samið við Kaupþing í Reykjavík um að gera kannanir í desember á söluhæstu bókunum. _ GFr Jafntefli Skák þeirra Karpovs og Kasparovs endaði eins og fyrri daginn með jafntefli, og var skákin bæði stutt og leiðinleg að mínu mati. Þeir tefidu af- brigði af Enska leiknum, en vildu ekki feta í fótspor þeirra Denkers og Rabars, en þeir tefldu afbrigði þessarar byrj- unar í útvarpskeppni árið 1950, að mig minnir. Skákin sú var bæði fjörugri og skemmti- legri, en endaði að vísu með tapi Rabars, og finnst mér að mál sé til komið að fá að sjá eina tapskák í einvígi þeirra snillinga, er nú eigast við um titilinn hver sé bestur. En látum þetta gott heita og snú- um okkur að skákinni. Hvítt: Kasparov Svart: Karpov 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rce6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. g3 Db6 7. Rb3 d5 8. cxd4 Rxd5 9. Bg2 Rxc3 10. bxc2 Be7 11. 0-0 0-0 12. Be3 Dc7 13. Rd4 Hd8 14. Da4 Bd7 15. Rxc6 Bxc6 16. Bxc6 bxc6 17. c4 jafntefli SÓ Leigubílar Heldur leyfinu Ráðuneytisúrskurður eftir helgi um hvort BSR-bílstjórinn má taka túra fyrir Steindór. Varð að skila talstöðinni. Bjarni Pálmarsson leigubíl- stjóri fékk í gær aftur öku- leyfið sem hann var sviptur í fyrradag. Bjarni ekur hjá BSR en hefur í vikutíma tekið túra sem bílstjórar hjá Steindóri geta ekki sinnt, og varð það til þess að úthlutunarnefnd öku- leyfa boðaði hann á fund sinn. Bjarni gat ekki mætt þegar nefndin vildi og í fyrradag klukkan fimm var hann sviptur ökuleyfinu um stundarsakir. Bjarni heldur því fram að hann sé í fullum rétti og vitnar f reglugerð. „Þetta er fáránleg vitleysa" sagði Bjarni um leyfissviptinguna og taldi mannasiði úthlutunarnefndar heldur bágborna. í gærdag voru þeir Bjarni og Ármann Magnússon úthlutun- arnendarformaður á fundi í sam- gönguráðuneyti. Var þar ákveðið að Bjami fengi leyfiö aftur og ráðuneytið úrskurðaði um rétt hans til að taka við verkefnum frá Steindórsstöðinni. Steindórsstöðin hefur nú bfla en að áliti stöðvarstjóra, Sigurðar Sigurjónssonar, þarf uppundir fimmtíu til að geta rekið stöðina svo vel sé. Steindórsmenn báðu j>ví Bjarna og annan BSR-mann til að hafa talstöð í bflum sínum til að létta undir, og voru þeir Bjarni valdir meðal annars vegna þess að þeir gefa farþegum kost á greiðslu með krítarkortum eins og Steindórsbflstjórar. Bjarni og Sigurður segja báðir að þetta sé ekki hægt að túlka sem „afgreiðslu“ frá stöðinni, en í reglugerð um leigubfla stendur að bflstjóri geti fengið afgreiðslu hjá hvaða stöð sem er, en flutn- ingur milli stöðva er óheimill án leyfis. Talstöðinni sem Bjarni fékk hjá Steindóri varð hann að skila þangað aftur þartil dómur fellur. - m Leigubílar Of margir? Fœrri íbúar um bíl í Reykjavík en í nágrannalöndum. Formaður stéttarfélagsins: Fœrri bíla og betra skipulag. Stöðvarstjóri Steindórs: Reglurnar notaðar til að viðhalda forréttindum Ahöfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes) eru 559 leigubíl- ar. Það þýðir 188 íbúa á leigu- bíl; þetta hlutfall er miklu lægra hér en í grannlöndum. Á Stokkhólmssvæðinu eru um 1000 íbúar á leigubíl, í Kaup- mannahöfn tæplega 500, í Osló rúmlega 400. „Hér eru alltof margir bílar“, sagði Guð- mundur Valdimarsson for- maður Frama, stéttarfélags leigubifreiðastjóra, í samtali við blaðið. Guðmundur sagði að í reglu- gerð væri miðað við 250 íbúa á bfl, sem jafngildir um 420 bflum, 139 bflum færri en nú eru. í síð- asta mánuði var úthlutað 33 leyfum, vegna þrýstings frá ráð- herra, þar af 10 til Steindórs. Guðmundur taldi rétt að stefna í hina áttina, að fækka bflum, og skipuleggja bflaflotann jafnframt betur, með vaktaskiptum, þannig að nægir bflar séu á götunum þeg- ar álagið er mest um helgar. Sigurður Sigurjónsson Stein- dórsstöðvarstjóri var fráleitt á sama máli. Hann segir tölur Guð- mundar miðaðar við að leigu- bflstjórarnir séu allir með fulla starfsorku og keyri allan daginn. „Það eru ekkert of margir leigu- bflar hér. Það hlýtur að vera ein- hver ástæða fyrir því að 110 manns eru að sækja um að kom- ast inní stéttina". Sigurður vill af- nema reglugerðina og þarmeð persónulegt leyfi til leiguaksturs og koma á í greininni sama ást- andi og hjá sendibflstjórum sem ekki búa við hámarksfjölda. „Þessar takmarkanir eru ekki notaðar til að verja atvinnuna“, segir Sigurður „heldur til að við- halda forréttindum ákveðins sér- hagsmunahóps“ og þykir í Ieiðinni furðulegt að úthlutunar- nefnd skyldi ákveða að veita þremur leyfum meira en ráðherra hafði fyrirskipað við síðustu út- hlutun, „til að einn úr nefndinni fengi sitt leyfi". - m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.