Þjóðviljinn - 17.11.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 17.11.1984, Side 3
FRETTIR Flugstöð Hagvirki bauð lægst Opnuð hafa verið tilboð í vatnslögn og frárennslislögn fyrír nýja flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Lang- stærsta tilboðið í vatnslögn á Hagvirki, sem bauð 9.630.000 kr. en kostnaðaráætlun sem Almenna verkfræðistofan gerði nam 14.282.550 kr. í það verk. Lægsta tilboðið í frá- rennslislögn átti hins vegar Arnardalur sf. 19.934.820 kr. en kostnaðaráætlun hljóðar up á 24.935.341 kr. Hagvirki bauð 20.229.100 kr. í frárennsl- islögn en bauð upp á 400.000 króna lækkun ef báðum tilboð- unum yrði tekið. Fjárlagafrumvarpið Flokksþing Alþýðuflokksins var sett í gærkvöldi I Gamla bfó. Asmundur Stefánsson forseti ASi ávarpaðl þlngið. A dagskrá þlngsins er meðal ann ars kosnlng formanns, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur boðtð slg fram gegn Kjartani Jóhannssyni núverandi formannl flokksins. Myndin vartekin í Gamla bfói í gærkvöld. Ljósm.Svala Lánasjóður námsmanna sveltur Sjóðurinn ábyrgist ekki víxillán 1. árs nema.Fulltrúi stúdenta: Svik menntamálaráðherra Eg trúi því ekki að þetta muni gerast, því ella væri um hreina niðurrifsstarfsemi að ræða þar sem verið er að af- nema jafnrétti til náms. Við telj- um að þær tillögur sem settar hafa verið inn i fjárlög standist ekki að lögum og við munum skipuleggja okkar aðgerðir í samræmi við það, sagði Hrólf- ur Ölversson fulltrúi Stúdent- aráðs í Lánasjóði íslenskra námsmanna í samtali við Þjóð- viljann í gær er við spurðum hann um álit stúdenta og Lána- sjóðsins á niðurstöðutölum fjárlagafrumvarpsins, þar sem gert er ráð fyrir því að Lána- sjóður íslenskra námsmanna taki ekki á sig þau víxillán, sem fyrsta árs nemum var gert að taka í haust að fyrirskipan menntamálaráðherra. „Við erum þeirrar skoðunar að þær ráðstafanir sem mennta- málaráðherra greip til í vor stand- ist ekki gagnvart lögum. Þá var fyrsta árs nemum vísað á almenn víxillán í bönkum, en ráðherra lýsti því jafnframt yfir bæði við okkur í Lánasjóðnum og á opin- berum vettvangi að Lánasjóður- inn myndi yfirtaka þessi lán í jan- úar og að Lánasjóðurinn myndi jafnframt standa undir 95% fjár- þörf umsækjenda. Við fórum að týrirmælum ráðherra og höfum gefið út yfirlýsingar um skuld- bindingar sjóðsins fyrir þessum lánum. Við lifum enn í þeirri trú að ráðherra muni standa við orð sín. Það er hræðilegt að horfa uppá það að fyrsta árs nemend- um sé synjað um lán eins og dæmi eru um og standi Lánasjóðurinn ekki við skuldbindingar sínar mun það hafa ófyriisjáanlegar af- leiðingar fyrir marga.“ I núverandi fjárlagafrumvarpi vegar vera 1059 miljónir króna, er gert ráð fyrir 651.8 miljóna út- ef framfylgja á gildandi lögum Iánum á næsta ári. Að mati lán- um námslán. asjóðsins mun fjárþörfin hins - ólg Gengisfellingin Fiskvinnslan hagnast nær ekkert Afurðalánin eru nú gengistryggð - hagnaður vegna birgða er því lítill. Samband fiskvinnslustöðva mótmœlir. I' september sl. ákvað Seðla- r " bankinn að afurðalán til fisk- vinnslunnar skuli hér eftir gengistryggð. Þetta verður til þess að við gengisfellinguna nú hækka þessi lán í sama hlutfallli og erlendur gjald- eyrir. Þar með fær fiskvinnslan í landinu nær ekkert af því sem gengisfellingin ætti að skila af sér til hennar vegna birgða sem eru í landinu. Áður fyrr fékk fiskvinnslan gengishagn- að, þar sem afurðalán hækk- uðu ekki en aftur á móti hækk- uðu þær birgðir sem til voru í landinu sem nam gengisfell- ingunni. Á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva var þetta eitt aðal málð á fundinum. Fiskvinnslan fær afurðalán útfrá 75% birgða sinna og um þessar mundir er óvenju mikið magn af frystum fiskafurðum til í landinu. Þar sem lánin eru nú gengistryggð fær fiskvinnslan engan hagnað af þessum birgðum, nú þegar gengið verður fellt. Hún hagnast aðeins á þeim 25% afurðanna sem ekki er lánað útá. í gær var ályktað á fundinum að skora á stjórnvöld að breyta þessu og í þeim umræðum kom einmitt fram hugmyndin um að setja á útskipunarbann á fiskafur- ðir til að knýja stjórnvöld til að verða við beiðni fiskverkenda í þessu máli. - S.dór Fiskvinnslan Stöðvum útskipun Logandi óánœgja á aðalfundi Sambands Fiskvinnslustöðva. SH hirðir umboðslaunin Það er Ijóst að við stöndum ein- ir, VSÍ styður okkur ekki, Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna styð- ur okkur ekki, heldur hirðir bara sín umboðslaun af okkur. Við erum hinsvegar slíkir aumingjar Bœkur og sjónvarp Hætti við að auglýsa - seldi jafn vel Eg hætti fyrir tveimur árum að auglýsa bækur mínar í sjón- varpi en get ekki séð að samdrátt- ur hafi orðið hjá mér þess vegna þó að auðvitað sé erfitt að meta það, sagði Oliver Steinn bókaút- gefandi í Skuggsjá á blaðamanna- fundi hjá Félagi Isl. bókaútgef- enda í vikunni. Tilefni þessa var það að bóka- útgefendur voru spurðir að því hvort einhver samtök væru um það að minnka auglýsingar á bókum í sjónvarpi nú fyrir jólin en mörgum hefur þótt auglýs- ingakapphlaupið í sjónvarpi ganga æði næst. Oliver sagði að hann hefði gert lauslega könnun á bókum sem hann hefur gefið út og ekki hafa verið auglýstar í sjónvarpi og mjög sambærilegum bókum hjá öðrum forlögum og ekki geta greint áberandi sölu- mun. Þess skal að lokum getið að tal- ið er að 10-15% af verði bóka sé auglýsingakostnaður hérlendis en erlendis er talið að 6-8% sé hæfilegt. - GFr að hafa aldrei getað staðið saman og því er svo illa komið fyrir okk- ur sem raun ber vitni. Það eina raunhæfa, sem við getum nú gert til að tryggja okkar hag, er að- setja á útskipunarbann, þar til stjórnvöld hafa komið rekstrar- grundvelli fiskvinnslunnar á rétt- an kjöl. Svo mælti Jón Helgason, i gær á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva. Hann var ekki sá eini sem var harðorður um stöðu fiskvinnslu og sjávarútvegsins yfir höfuð. Soffanías Cecilsson, formaður samtakanna, tók undir með Jóni og sagði: Ef við gætum einhvern tímann staðið saman, þá væri ég tilbúinn að taka þátt í útskipunar- stöðvun, en við erum druslur, sem ævinlega látum traðka á okk- ur, og því veit ég að við munum ekki standa saman. Við erum engir Thorlacíusar með sterkan og samstæðan hóp að baki okkar. Fleiri tóku þátt í þessari sjálfs- gagnrýni fiskverkenda á fundin- um, en greinilegt var að mikil þykkja er í mönnum út í aðgerð- arleysi ríkisstjórnarinnar. — S.dór Akranes samþykktir f gær samþykkti Verkalýðsfé- lag Akraness samninga VMSÍ og VSÍ með 55 atkvæðum gegn 11. Sextán seðlar voru auðir. Nokkr- ar sviptingar munu hafa verið í félaginu fyrir fundinn, meðal annars börðust tvær góðkunnar baráttukonur, Bjarnfríður Leós- dottir og Herdís Ólafsdóttur, gegn samningunum og rituðu harðskeyttar blaðagreinar gegn þeim. -ÖS Laugardagur 17. nóvember 1984 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.