Þjóðviljinn - 17.11.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 17.11.1984, Page 6
IÞROTTIR 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1984 íþróttafélagið Þór, Vest- mannaeyjum, var stofnað árið 1915. Handknattleikur er mjög ung íþrótt í félaginu því það tók ekki þátt í íslandsmótinu fyrr en veturinn 1972-73, þá í fyrstu 3. deildarkeppninni, og er því yngsta félag 1. deildar í þeim skilningi. ÍBV hafði reyndar sent lið í 2. deildarkeppnina 1967-68. Þór komst uppí 2. deild 1978, féll aftur eftir tveggja ára dvöl en fór jafnharðan uppí 2. deildina 1981. Þá tóku við þrjú ár í 2. deild og stærsta stundin í sögu félagsins var sl. vetur er það sigraði með glæsibrag í 2. deild og tryggði sér 1. deildarsæti í fyrsta skipti. Þór hefur unnið til tveggja meistaratitla á þeim 12 árum sem félagið hefur tekið þátt í íslands- móti - vann 3. deild 1978 og 2. deild 1984. Þór hlaut sl. vetur fleiri stig en nokkurt annað félag hefur fengið á einu keppnistímabili á íslands- móti - 44 stig úr 26 leikjum. (FH fékk reyndar samtals 50 stig í 1. deild í fyrra en það var í tvennu lagi). Þorbergur Aðalsteinsson, sem þjálfaði og lék með Þór sl. vetur, hefur leikið 103 landsleiki. Hann- es Leifsson lék 3 landsleiki með- an hann var leikmaður Þórs, en aðeins einn „innfæddur" Þórari hefurleikið landsleik, markvörð- urinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem á einn landsleik að baki. Sigmar Þröstur Óskarsson. Vestmannaeyjum Það var stór stund í Eyjum I lok síðasta keppnistímabils er það varð öruggt að Þórarar væru komnir uppí 1. deild, en það er alveg á hreinu að það er hlutur sem þeir áttu fyllilega skilið undir frábærri stjórn Þorbergs Aðal- steinssonar. Eftir að öruggt var að Þor- bergur myndi ekki þjálfa liðið lengur fóru Þórarar að leita sér að þjálfara erlendis og fengu þeir Júgóslavann Petar Eror og bend- ir allt til þess að þessi virti þjálfari sé að gera góða hluti hjá félaginu. Einn stærsti kosturinn við Þórs- liðið í dag er tvímælalaust mark- varslan en þar stendur ívrirliði liðsins, Sigmar Þröstur Oskars- son. Það sem gæti helst farið iila með Þórararna í vetur er að þeir munu illa þola álagið sem fylgir 1. deildarbaráttuni. I vetur eiga þeir örugglega eftir að hala inn þó nokkur stig á heimavelli því þeir eru mjög sterkir þar og hafa frá- bæra áhorfendur að baki sér. Þetta efnilega lið getur líka státað af góðum leikmönnum sem eru að springa út um þessar mqndir, eins og Gylfa Birgissyni og Sigbirni Óskarssyni en þeir eiga líklega eftir að koma vel út í vetur. Gylfi býr yfir geysilegum krafti sem hann á að geta beitt betur en hann stundum gerir og Sigbjörn er lykilmaður í spilinu. Hornamennirnir Óskar Brynj- arsson og Páll Scheving eru hættulegir hvaða vörn sem er og Sigurður Friðriksson getur gert góða hluti á línunni. Þá hafa Þór- arar fengið til liðs við sig Steinar Tómasson úr Aftureldingu sem hefur mikla reynslu að baki úr 2. og 3. deild. Þegar Þórarar rifu sig uppúr 2. deildinni í fyrravetur vildu margir meina að það hefði allt byggst á einum manni, Þorbergi Aðal- steinssyni. Án hans eigi þeir ekk- ert erindi í 1. deild. Tveir fyrstu leikir liðsins í deildinni Iofa hins vegar góðu og það er á þeirra færi og engra annarra að sanna tilver- urétt sinn meðal þeirra bestu. Vestmannaeyingar hafa aldrei áður átt lið í 1. deild og fögnuður þeirra sl. vetur var tvöfaldur því kvennaliðið komst einnig uppí efstu deild. Yngri flokkar Eyja- liðanna hafa verið vaxandi og flest mælir með því að í framtíð- inni verði leikinn handknatt- leikur í háum gæðaflokki í Eyjum. Mikið veltur þó á fram- mistöðunni í vetur en Þórsliðið er ungt að árum og lærir í hverjum leik. Ef rétt verður haldið á spil- unum ættu 1. deildarlið Þórs að verða fleiri en eitt og fleiri en tvö. En úr því getur framtíðin ein skorið. -JILVS Friðrik Már meistarar“ Friðrik Már Sigurðsson liðs- stjóri Þórs tók að sér það hlut- verk að spá í hin sjö lið deildar- innar þar sem Petar Eror þjálfari hefur ekki kynnst þeim ennþá. „Ég er pottþéttur á því að Vík- ingar verða íslandsmeistarar. Lið FH verður ekki svipur hjá sjón, það er þó erfitt að spá í þetta svona snemma“, sagði Friðrik Már í samtali við Þjóðviljann. Hann spáir þannig: 1. Víkingur 2. Valur 3. FH 4. Stjarnan 5. KR 6. Þróttur 7. Breiðablik. Petar Eror. Leikmenn Þórs í 1. deild keppnistímabilið 1984-85: Markverðir: Slgmar Þröstur Óskarsson - 23 ára - 137 leiklr m/Þór - 1 A-landsleikur, 13 U-21-landsleiklr, 5 U-landsleikir. Gunnar Leifsson - 17 ára - nýllði. Aðrir leikmenn: Elías Bjarnhéðinsson - 20 ára - 17 leikir m/Þór. Eyþór Harðarson - 21 árs - 28 lelkir m/Þór. Gylfi Birgisson - 19 ára - 54 leikir m/Þór - 7 U-21 landsleikir, 4 U-landsleikir. Herbert Þorlelfsson - 28 ára - 188 leikir m/Þór. Kari Jónsson - 28 ára - 86 leikir m/Þór. Óskar Freyr Brynjarsson - 21 árs - 118 leikir m/Þór. Páll Scheving - 21 árs - 95 leikir m/Þór. Sigbjörn Óskarsson - 23 ára - 67 leikir m/Þór. Sigurður Frlðriksson - 20 ára - 37 leikir m/Þór. Steinar Tómasson - 28 ára - nýliði (áður í Aftureldingu). „Víkingar verða Sigmar Pröstur „Matkmiðið að leika áfram í deildinni“ „Markmið okkar Þórara í vet- ur, númer eitt, tvö og þrjú, er að spÚa áfram í deildinni að ári,“ sagði Sigmar Þröstur Oskarsson, hinn snjalli markvörður Þórs sem einnig er fyrirliði liðsins, í samtali við Þjóðvi(jann. „Mér líst mjög vel á þetta keppnistímabil, sem er okkar fyrsta í 1. deildinni. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, bæði vegna þess að við höfum enga reynslu úr 1. deildinni og að við erum með yngsta liðið sem þar leikur. Með- alaldurinn í liði okkar er ekki nema 22 ár“, sagði Sigmar Þröstur Óskarsson. _JR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.