Þjóðviljinn - 17.11.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 17.11.1984, Side 8
MENNING I gítarleik... Framhald af bls. 7 heiminum í dag og þeir verða ekki allir heimsfrægir. Mig dreymir ekki um neina heims- frægð. Það sem mig dreymir um er að verða atvinnumaður, fá að vinna að list minni, eiga allan minn tíma til að geta æft mig og undirbúið undir verkefni, tón- leika. Draumurinn er sum sé að hafa ætíð áhugaverð verkefni fra- mundan og tíma til að undirbúa mig fyrir þau. Fram á meira fer ég ekki, og að þessu stefni ég. Ég veit að þetta er hægt. Ég veit að það er margt ungt íslenskt lista- fólk sem villa þetta sama. En því miður er það alltof algengt að það sé talað ofan af fyrir því að reyna þetta. Það er sagt sem svo, hvað heldurðu að þú sért, séní eða hvað? Þetta er rangt, fólk á að fá að reyna sig. Maður á hinsvegar ekki að halda að maður geti gleymt allt í einu. Maður á að þakka fyrir hvert stig, sem maður stígur á þessari braut. En þetta kostar vinnu og aftur vinnu. Ég æfi mig aldrei minna en 6 tíma á dag, 7 daga vikunnar. Maður má aldrei slaka á, hvorki með æfing- ar né kröfur til sjálfs síns. Um leið og maður gerir það, þá hallar undan fæti. Maður þarf því bæði að hafa viljastyrk og vera eigin- gjarn til þess að þetta megi tak- ast. Gítarinn Peir eru margir sem kunna þetta frá örfáum gripum og svo uppúr á gítar og hann er án vafa eitt vinsœlasta hljóðfœri sem til er, hvað heldur þú að valdi þessu? - Það er fleira en eitt sem kem- ur þar til. f fyrsta lagi er auðveit að læra fáein grip á gítar, sem duga til þess að leika undir léttan söng, svo sem í „partýum“. Þar að auki er gítar létt og því auðfær- anlegt hljóðfæri. Hann hentar al- veg sérlega vel til undirleiks, sem fjölraddahljóðfæri og hann hefur mjúkan og breiðan tón. Allt þetta stuðlar að vinsældum hans hjá almenningi. Sem einleiks- hljóðfæri býður gítar upp á mikla fjölbreytni í túlkun, t.d. blæ- brigði í tónmyndun. Gítar sem klassískt hljóðfœri, hann kemur frá Spáni, ekki satt? - Jú, það má segja að menn hafi farið að tala um gítar upp úr endurreisnartímabilinu. Unda- nfari hans var vihuela, sem er strengjahljóðfæri upprunnið í Austurlöndum. Segja má að Spánverjinn Gaspar Sanz, sem uppi var á 17. öld hafi verið fyrsti maðurinn til að vekja áhuga á gít- ar sem klassísku hljóðfæri. Árið 1674 gaf hann út bók um gítarinn og birti þar nokkur gítarverk eftir sig. Fljótlega eftir það varð gítar- inn bæði alþýðuhljóðfæri og yfir- stéttarhljóðfæri á Spáni. Næst má svo nefna hið fræga tónskáld Sor,sem uppi var á 18. öld. Hann fór vítt og breitt um Evrópu og kynnti gítarinn og gítartónlistina. En sá sem lyfti gítarnum í hæðir, sem klassísku hljóðfæri, var Tarr- ega, sem bæði var tónskáld og gítarleikari, en hann var uppi á 19. öld og svo loks snillingurinn sjálfur Andrés Segovía, sem situr í hárri elli sem konungur gítar- leikara. Hann sýndi heiminum hve göfugt hljóðfæri gítarinn er og naut þess að sjálfsögðu að vera uppi á hljómplötuöld. Það auðveldaði útbreiðsluna. Hluti af sjálfum mér Ef þú berð gítarinn saman við önnur einleikshljóðfœri, hvað er það við gítarinn sem heillar þig svo að þú ákveður að gera gítar- leik að ævistarfi? - Ég get eiginlega ekki svarað þessu. Sjáðu til, ég byrjaði að læra á gítar 9 ára gamall og hef verið með hljóðfærið í höndun- um síðan. Hann er orðinn svo stór hluti af sjálfum mér að ég get ekki svarað þessu, það er ómögu- legt. Gítarinn er allt. Að lokum Pétur, bíða þín önnur verkefni en lœrdómurinn á Spáni? - Já, ég hef mikið að gera á næstunni. Fyrir utan tónleika Hamrahlíðarkórsins í dag, þá mun ég halda næsta fimmtudag til Edinborgar, þar sem haldin verð- ur íslandsvika og við Hafliði Hallgrímsson og skoskur flautu- leikari munum koma þar fram og flytja íslenska tónlist. Þar á með- al munum við frumflytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Síð- an munum við Hafliði leika á ís- lendingahátíð 1. desember í London. Eftir það fer ég svo til Spánar, en þar er fyrirhugað að ég haldi tónleika og síðar á vetr- inum verð ég með tónleika í Sviss og Hollandi. Þannig að ég hef af nógu að taka eins og er. - S.dór MYNDLIST Gegn efninu Sýning Steinunnar Marteinsdóttur í Kjarvalssal Steinunn Marteinsdóttir held- ur einkasýningu í Kjarvalssal að Kjarvalsstöðum. Þar sýnir hún 93 verk, unnin í steinleir og postul- ín. Sumar veggmyndir sínar límir hún á tréplötur húðaðar með sandi. Þetta er 3. einkasýning Steinunnar að Kjarvalsstöðum, en einnig hefur hún haldið einka- sýningar í Borgarnesi, Vest- mannaeyjum og ísafirði, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis. Steinunn er afkastamikill leir- listarmaður og hún hefur skapað sér ákveðinn og persónulegan stfl. Þrátt fyrir það skortir hana einhver sannverðug tengsl við efnið. í stað þess að taka á sig kraftmikla og jarðbundna mynd, sem hæfi hinu jarðneskasta allra efna, missir leirinn hennar Steinunnar eigindir sínar og koðnar í innantómum fínessum. Verkin fá í stað lífræns blæs ein- hvern gerviblæ líkast því þau væru úr plasti. Lýsingin gerir ekkert annað en auka á tilbúið andrúmsloft salarins. Það er auðsætt hvað veldur þessu tilgerða svipmóti hlutanna. Þegar efni er þröngvað í ákveð- inn farveg eða mót sem ekki hentar því, vinnur það gegn eigin eðli og verður óeðlilegt. Það er ekkert við þvf að segja, svo fremi hugmyndin að baki verkinu sé nægilega sterk til að geta haldið efninu saman. Til eru ótal dæmi úr listasögunni þar sem sterkri hugmynd hefur verið búinn veikur efnisbúnaður, án þess verkið í heild biði af því tjón. Slík dæmi má finna víða í symbólism- anum, súrrealismanum og dada- ismanum, nú síðast í concept- listinni og nýbylgjunni. Það er m.ö.o. engin höfuðfor- senda góðs listaverks, að það sé íklætt sterk'um formræmum bún- ingi. En þegar hugmyndin er jafn veik og umbúðirnar, þá er hætt við því að allt glutrist niður og endi í smáborgaralegu pjatti. Það er einmitt það sem gerist með verk Steinunnar og lýsingin flýtir þar fyrir. Reyndar þarf ekki ann- að en lágværa óma frá tónverkum Lifandi hefð Guttormur Jónsson á gangi Kjarvalsstaða Á austurgangi Kjarvalsstaða hefur Guttormur Jónsson opnað höggmyndasýningu og eru högg- myndirnar um 30 talsins. Gutt- ormur er húsgagnasmiður að mennt og hefur unnið að iðn sinni rúm 20 ár, í heimabæ sínum Akranesi. Frá 1978-81 stundaði hann svo höggmyndanám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Jafnframt náminu vann hann að leikmyndagerð fyrir kvikmynd- ina Paradísarheimt, þar sem hann smíðaði m.a. hinn forláta kistil Steinars bónda með leyni- hólfunum. Jafnframt vann hann við viðgerðir á höggmyndum Ás- mundar Sveinssonar. Það er greinilegt að Guttormur býr yfir mikilli reynslu á sviði trésmíði og nýtist það honum vel við höggmyndagerðina. Öll verk hans á sýningunni, utan fjögur, eru úr viði. Þar ber mest á ís- lensku birki og furu. En jafnvel þótt menn séu hag- leiksmenn og hafi náin kynni af þeim efniviði sem þeir glíma við, er ekki þar með sagt að þeir verði listamenn. Til þarf ímyndunarafl og sköpunargleði, nokkuð sem oft svíkur hina mestu völunda. Það er því sannarlega upplífgandi að sjá sýningu Guttorms, því þar er hvert verk sprottið af hug- myndaflugi höfundarins, jafn- framt því að vera fögur smíð. Að vísu eru höggmyndir Gutt- orms misjafnar eins og þær eru margar. Það er til dæmis svo með íslenska birkið, að vegna granngerðs stofns síns, er erfitt að fá úr því massíva höggmynd með voldugu og margbreytilegu umfangi. Guttormur gerir sínar heiðarlegu tilraunir með birkið, en þær heppnast ekki alltaf eins vel. Aftur á móti er hann í essinu sínu í tröllauknum viði af er- lendum uppruna. Þar nær hann fram plastískum krafti og oft verður útsjónarsemi hans og natni til þess að gæða efnið óvenjulegu lífi. Sem dæmi er „Kubbaleikur“, gerður úr sam- settri furu og hlykkjast eins og V • Eriks Saties, leiknum á raf- magnsorgel, til að fullkomna „art deco“-stemmninguna í Kjar- valssal. En nú nálgumst við aldamótin óðfluga, sem sést best á því að spjátrungum fjölgar á götum Reykjavíkur. Líkt og forverar þeirra fyrir hundrað árum, í London, París og Brussel, leita þeir að listastefnu við sitt hæfi. Þeir framsæknustu dusta eflaust rykið af „Öfugstreymi“ Huys- mans, geispandi af lífsleiða og sofna út frá henni í hægindastóln- um. Þeir sem ekki hafa eins og Des Esseintes, jafn mikla þörf fyrir kynferðislega dulhyggju, fara og sjá sýningar á borð við Steinunnar Marteinsdóttur. Þar upplifa þeir hina fullkomnu jarð- arfararstemmningu. Vandinn er að „fin du siécle“- listinni tekst aldrei að lifa af alda- mótin. Hún er ekki vendipunktur nýrra strauma, heldur endastöð gamalla. Þess vegna er hún svona brothætt og forgengileg, hversu sterkur sem efniviður hennar er. HBR ormur á stalli sínum. Verkið er síbreytilegt eftir afstöðu áhorf- andans og býr yfir sannverðugri kynngi. Mörg önnur dæmi mætti nefna um hæfileika Guttorms. En jafnvel þótt ísland sé ekki hið kjörna land viðarins, þá er annað efni að finna hér í ríkum mæli og það er grjótið. Guttorm- ur fæst einnig við steininn og finn- ur þar tjáningarþörf sinni nýtt form í samvinnu við efnið. Hann leitar einnig fyrir sér í efni sem heimabyggð hans er þekkt fyrir, þ.e. steinsteypunni. Guttormur Jónsson sannar það sem margan hefur grunað, að aldagömul hefð íslenskrar listar, þar sem saman fer hagleg smíði og frjótt ímyndunarafl, er enn við lýði og lifir góðu lífi um allt land. Hitt sem Guttormur sannar er, að listamenn þurfa ekki að vera búsettir á höfuðborgarsvæðinu til að þeir séu gjaldgengir lista- menn. HBR 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.