Þjóðviljinn - 17.11.1984, Qupperneq 13
Tom Waits
QÆGURMÁL
Hrólfur
lifandi kominn?
Tom Waits er töluvert sérstak-
ur músikant og þótt undirrituð
hafi vitað um tilveru hans í um
það bil tíu ár hlustaði hún, þó
skömm sé frá að segja, í fyrsta
skipti á hann nú um daginn ef
undan er skilið eitt óljóst kvöld í
fortíðinni. Liklega er fleirum eins
farið og mér, fram að fyrmefndri
upplifun, að það eina sem ég
vissi um Tom Waits var að hann
hafði búið með hljómlistarkon-
unni Rickie Lee Jones og hún
jafnframt verið kölluð kvenútgáf-
an af honum. Fyrir utan samband
sitt eiga þau þó vart annað sam-
eiginlegt en að músik þeirra á
áberandi rætur í djassi og yrkis-
efni beggja er um félagana á
götunni. Munurinn er hins vegar
sá að Tom er karl og Rickie er
kona... þannig að persónurToms
eru öllu „Ijótari" og ýmist á leið
eða komnar í „strætið". Og þá er
söngrödd- og stíll hans kapítuli út
af fyrir sig ...það hvarflar að
manni að hann sé fyrirmyndin að
Hrólfi í Prúðuleikurunum.
Tom Waits verður 35 ára í des-
ember, fæddur þann 7. árið 1949 í
Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Hann hóf feril sinn sem
skemmtikraftur í litlum búllum í
Los Angeles í tríóinu The Syst-
ems, þar sem hann lék á píanó og
söng og rabbaði í stíl bítnikk-
skálda eins og Jacks Kerouac, en
félagar hans léku á trommur, sax-
ófón og kontrabassa. Tom Waits
tókst þó að fálma sig í gegnum
reykinn og út úr búllunum og fór
að spila sem upphitunaratriði á
hljómleikum hjá skærari stjöm-
um eins og t.d. Frank Zappa, sem
hann tileinkar Iagið Frank’s wild
years á plötu þeirri sem varð til-
efni þessara skrifa, Swordfish-
trombones.
Breiðskífan Sverðfisksbásúnur
kom út árið 1982 og inniheldur
heil 14 lög, þar af 3 mannsraddar-
laus. Eins og áður er imprað á
fjalla textarnir ekki um neinn
dans á rósum - einmanaleikinn er
yfir og allt um kring - hrjúfur og
að því er virðist óumflýjanlegur -
flest mjög karllegir textar. Bestur
finnst mér þó textinn í laginu
Town with no cheer (Gleðisnauð-
ur bær), þar sem Tom lýsir lífinu
- ef líf skyldi kalla - í deyjandi
bæ, þar sem allar lestir em hættar
að stoppa - afleiðing af tækni nú-
tímans sem fæðir af sér æ hrað-
skreiðari lestir þannig að bæir
sem byggðust sem þjónustu-
stöðvar við ferðamenn hafa eng-
an tilgang lengur.
Og ekki er óhófinu fyrir að fara
Sverdflsksbésúnur Tom Watts eru gefnar út á Island-merkinu og fást t.d.
í Fálkanum vlð Suðurlandsbraut I hennl Reykjavík.
í hljóðfæraskipan: undirleikur
við ráma, hljómmikla rödd Toms
kemur úr allt frá einum, óraf-
mögnuðum kontrabassa og mest
upp í 5 hljóðfæri: hammondorg-
el, trommur, kontrabassi, básúna
og barítónhorn; í einu lagi heyrist
í sekkjapípum.
Músik Toms Waits má reyna
að lýsa með að segja hana sam-
bland af nútíma djassi 6. áratug-
arins, blús, tónlist Kurts Weil,
rokki - og ef einhver hélt eða
heldur enn að pönkmúsik sé
eitthvað nýtt kemst hann að öðru
með því til dæmis að hlusta á Tom
Waits. Sem sagt: allir sem telja
sig áhugafólk um sögu rokks og
róls (í víðasta skilningi) geta ekki
látið Tom Waits fram hjá sér fara
- og betra er seint en aldrei og
meira en það, eins og undirrituð
hefur sannreynt.
-A
Úps!
Tvenn mistök komu á daginn í
greininni um Cörlu Bley um síð-
ustu helgi á síðunni Dægurmál:
Messías var vitlaust feðraður og
kenndur Bach, en hið rétta er
auðvitað Hándel - og sannast enn
að ættfræði skyldu menn varlega
taka, og þá einkum skráðum
heimildum þar um; þá vantaði
orðið ekki í síðustu línu ofan við
neðstu greinaskil í fyrsta dálki og
átti sú málsgrein því að enda
svo:..., en í þeim hæfileikapróf-
um sem lögð voru fyrir mig í
gaggó, og áttu að vísa á getu
manns, var tónlist þar að sjálf-
sögðu ekki að finna.
Er hér með beðist afsökunar á
þessum yfirsjónum. -A
KVIKMYNDIR
Garp og heimur hans
The World According to Garp
(Bandaríkin, 1982)
Stjórn: George Roy Hill
Handrit: Steve Tesich, eftir skáldsögu
Johns Irvings
Kvikmyndun: Marislav Ondricek
Leikendur: Robin Williams, Mary
Beth Hurt, Glenn Close.
Sýnd í Austurbæjarbíói.
Það sannast hér sem endranær,
að það er ekki heiglum hent að
kvikmynda bókmenntaverk svo
vel fari. Að vísu hef ég ekki lesið
söguna um Garp, sem mun hafa
komið út 1978, en kvikmyndin
um hann er brennd sama marki
og svo margar aðrar kvikmyndir
byggðar á skáldsögum: það er
verið að reyna að segja manni
alla söguna, eins og hún er í bók-
inni. Taka allt með. Og það
gengur ekki upp, því miður.
Myndin byrjar mjög vel og
heldur áfram að vera góð fram
undir hlé eða þar um bil. Það er
sérkennilegur og skemmtilegur
tónn í lýsingunni á bernsku
Garps. Móðir hans er dásamlega
sérvitur og sambandi þeirra er vel
lýst. Húmorinn er mátulega
svartur og væmnin víðsfjarri.
Myndin er byggð upp á hröðum,
stuttum atriðum sem eru fremur
laustengd innbyrðis en gefa all-
góða hugmynd um uppeldi Garps
og aðstæður hans í bemsku.
Svo fer að halla undan fæti.
Garp verður rithöfundur, og
móðir hans líka. Gagnrýnendur
taka honum vel, en hakka hana í
sig. Engu að síður er það bók
móðurinnar sem selst. Hún verð-
ur rík og fræg og tekur að safna
um sig hirð kvenna sem allar virð-
ast eiga bágt og sumar eru m.a.s.
Mary Beth Hurt og Robin Williams í myndinni um Garp.
tunguskomar. Garp kvænist
hinsvegar skólasystur sinni og
lifir hamingjusömu fj ölskyldulífi
allt þar til ógnvæniegir atburðir
gerast sem ekki verða raktir hér.
En því fleiri stórviðburðir sem
verða því vandræðalegri verður
myndin og á endanum er hún
komin út í ógöngur sem valda því
að það sem á að vera harmrænt
verkar öfugt á áhorfendur og þeir
reka upp pínlegar hlátursrokur á
vitlausum stöðum.
Um hvað er þessi mynd? Það er
ekki auðvelt að svara þeirri
spumingu. Satt að segja fjallar
hún um svo margt að hún segir í
rauninni ekki neitt. Mér dettur
þó helst í hug að hún hafi átt að
fjalla um kvennahreyfinguna
bandarísku á áttunda áratugnum,
a.m.k. er sú hreyfing býsna áber-
andi í bakgrunni. Garp er alinn
upp af móður sem hefur afneitað
karlmönnum (nema rétt á meðan
hún varð sér úti um barnið, af illri
nauðsyn) og hefur mjög sterkar
meiningar um kynlíf og það sem
hún kallar losta. Þegar fyrsta bók
hennar kemur á markað verður
hún strax að átrúnaðargoði
bandarískra kvenna - andúð
hennar á karlmönnum fellur í
góðan jarðveg. Sambýlið sem
hún kemur á fót getur þó varla átt
að vera þverskurður af kvenna-
hreyfingunni, því flestar konum-
ar þar virðast tilheyra hópi tungu
skorinna. Þær hafa skorið úr sér
tungurnar til að mótmæla hrylli-
legri meðferð einhvers glæpa-
manns á lítilli telpu. Þessi aðgerð
þeirra hefur auðvitað engin áhrif,
nema hvað sjálfar eru þær ör-
kumla eftir.
Besta vinkona móðurinnar er
þó Roberta, risavaxin fyrrver-
andi fótboltahetja sem hefur
skipt um kyn. Ætlunin er greini-
lega að gera Robertu að drama-
tískri persónu, gott ef ekki trag-
ískri, en það misheppnast, líklega
mest vegna fordóma vanþróaðra
áhorfenda.
Eftir því sem líður á myndina
verður húmorinn svartari og um
leið nær smekkleysið oft yfir-
höndinni. Þótt atburðarásin væri
hröð í fyrri hlutanum var hún þó
alltaf rökrétt og skiljanleg, en í
seinni hlutanum er því varla fyrir
að fara. Áður en upp er staðið
hafa alltof margir farist á voveif-
legan hátt til að eðlilegt geti talist
í mynd sem ekki gefur sig út fyrir
að vera hasarmynd.
Robin Williams leikur Garp á
ósköp svipaðan hátt og hann lék
Rússann í myndinni Moskva við
Hudsonfljót, sem fjallað var um í
síðustu viku. Þetta er fremur
bangsalegur ungur leikari og
kemur hreint ekki illa fyrir, þótt
varla sé leikur hans stórbrotinn.
Konuna hans leikur Mary Beth
Hurt og gerir það ágætlega, og
einnig er Glenn Close hressiíeg í
hlutverki móðurinnar.
Þegar á allt er litið er myndin
um Garp óvenjuleg og á köflum
bráðskemmtileg, en meingölluð.
Það er einfaldlega ekki hægt að
kvikmynda skáldsögu á þennan
hátt. Gæfulegra hefði verið að
grisja söguna, velja úr henni ein-
hvem þráð sem hægt hefði verið
að fylgja í stað þess að flækja
saman öllum þráðunum í eina
bendu.
Laugardagur 17. nóvember 1984 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13