Þjóðviljinn - 20.11.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Page 2
FRETTIR Útvarpsráð Eríndum um friðarmál hafnað Fulltrúar íhalds og krata leggjast gegn erindaflutningi umfriðarmál í útvarpi. Á sama tímafœr Hannes Gissurarson að blása út í útvarpi með árásir á friðarhreyfingar. „Reynt að bola Nató-andstœðingum út“, segir Árni Hjartarson. Meirihluti útvarpsráðs hafn- aði á föstudag með hjásctu sinni flutningi þriggja erinda eftir Árna Hjartarson um friðarhreyf- ingar- og friðarbaráttu. Þrír full- trúar Sjálfstæðisflokksins og einn fulltrúi Alþýðuflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en þrír full- trúar Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Kvennalista greiddu atkvæði með flutningi er- indanna. Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem þessum er- indaflutningi er hafnað af meiri- hluta útvarpsráðs. „Mér finnst það lýsa bæði ó- sanngirni og heimóttarskap að hafna erindum um friðarmál og friðarbaráttu“, segirm.a. í bókun sem Árni Björnsson fulltrúi Ab. í útvarpsráði lagði fram við af- greiðslu málsins. Þar segir einnig: „Þessi meinbægni er enn kauða- legri í ljósi þess, að fyrir skömmu lauk Hannes Gissurarson við 5 erindi í útvarpinu, þar sem m.a. komu þrásinnis fram hatrömm brigsl í garð þeirrar friðarhrey- fingar sem Árni er virkur í. Ný- lega voru einnig samþykkt tvö sunnudagserindi um skyld efni eftir V. Bukofský í þýðingu og flutningi Jóns Baldvins Hanni- balssonar". Segir Árni síðar í bókun sinni að af virðingu fyrir skoðanafrelsi annarra hafi hann hingað til greitt atkvæði með slíku efni, jafnvel þótt hann telji þar oft réttu máli hallað, enda sé það í samræmi við 3. grein útvarpslaga að virða tján- ingarfrelsi og gæta fyllstu óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstak- lingum. „En það virðist til of mik- ils ætlast að búast við samskonar frjálslyndi af þeim sem helst vilja kenna sig við frjálshyggju", segir í lok bókunar Árna Bjömssonar. Ami Hjartarson sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þessi ákvörðun meirihluta ráðsins sýndi að hann væri markvisst að reyna að bola út sjónarmiðum Nató-andstæðinga. Á sama tíma vom keyptir eins og ekkert væri heilu erindaflokkarnir frá últra hægrimönnum. Aðspurður hvort hann væri bú- inn að gefast upp á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri í út- varpi sagði Árni: „Þeir hafa lýst því sjálfir yfir að þeim finnist komið nóg af þessum friðarboð- skap. Ætli maður bjóði þeim ekki 5-6 erindi undir yfirskriftinni „Rök fyrir stríði““, sagði Árni Hjartarson. -•g Bankastjórar lönaðarbankans voru kampakátir þegar þeir sýndu fjölmiðlafólk- inu hinn svokallaða tölvubanka. Nú geta viöskiptavinir Iðnaðarbankans gengiö þar erinda allan sólarhringinn. Ljósm. Atli. Steinullarverksmiðjan Hugleiðir koksinnflutning Er œtlað að greiða 65 millidali fyrir kílówatt Eins og málin horfa núna getum við búist við að þurfa að greiða um eða yfir 100% hærra verð fyrir raforkuna en keppi- nautar okkar á Norðurlöndum í steinullariðnaði, sagði Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki í samtali við Þjóð- viljann. Miðað við núgildandi verðlagningu má reikna með að okkur verði gert að greiða 65 millidali fyrir kílówattstundina sem er tvöfalt til þrefalt orkuverð miðað við það verð sem tíðkast til sambærilegs iðnaðar á Norður- löndum. Við höfðum upphaflega gert ráð fyrir orkukostnaði sem næmi Egg-leikhúsið Tvær sýn- ingar í viðbót Geysileg aðsókn hefur verið á síðari sýningar á hinu nýja leikriti Áma Ibsen, Skjaldbakan kemst þangað líka, sem Egg-leikhúsið sýnir í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. Vegna mikillar eftirspurnar hefur Egg-leikhúsinu tekist að fá Nýlistasafnið í kvöld og á fimmtudagskvöld til tveggja við- bótarsýninga. -GFr 30-35 millidölum á kwst. að með- töldum dreifingarkostnaði. Nú blasir það við að þessi upphæð verður helmingi hærri, og þá snýr dæmið þannig gagnvart okkur, að það mundi borga sig fyrir okk- ur að henda rafbræðsluofninum sem við höfum keypt fyrir um 20 miljónir króna og hefja innflutn- ing á koksi til bræðslunnar. Slík breyting mundi borga sig á 2-3 árum. Dreifingar- og orkusölukerfið hér er meingallað og virðist ekki taka tillit til fyrirtækja á borð við okkur. Við emm 3. kaupandi orkunnar frá Landsvirkjun, þar sem Rafmagnsveitur ríkisins og Rafveita Sauðárkróks em milli- liðir. Við höfum því litla mögu- leika á samningum um orkusöl- una innan þessa kerfis. Fyrir okk- ur er mikiivægast að orícuverðið sé lágt í upphafi, á meðan við erum að vinna okkur markað. Ef núgildandi verð á að standa gagnvart okkur munum við alvar- lega íhuga þann möguleika að hætta við að nota raforku og hefja innflutning á koksi. Það hefur vakið furðu margra samkeppnisaðila okkar þegar þeir hafa heyrt að við búum við tvöfalt til þrefalt orkuverð miðað við þá. Þeir hafa allir staðið í þeirri trú að orka væri svo ódýr hér á íslandi. Þeir hafa hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að það gildir bara um orkuverð til stór- iðju. __________________—ólg.. Opið allan sólarhringinn Iðnaðarbankinn tekur á mánu- daginn upp nýja þjónustu í bankaviðskiptum hérlendis sem eru svokallaðir „tölvubankar“ þar sem viðskiptavinir bankans geta afgreitt sig sjálfir með greiðslur og úttektir á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Aðeins örfá ár eru síðan farið var að nota tölvubanka í ná- grannalöndum okkar en þeir hafa hvarvetna reynst mjög vinsælir. Að sögn forráðamanna Iðnað- arbankans var byrjað að athuga með uppsetningu á tölvubanka árið 1979 en þótti þá of dýr fram- kvæmd. Nú væri kostnaðurinn orðinn viðráðanlegri auk þess sem komið hefði fram í könnun meðal viðskiptavina bankans ein- dregin ósk um sveigjanlegri opn- unartíma. Tveir tölvubankar verða teknir í notkun á mánudag. Annar í að- albanka Iðnaðarbankans í Lækj- argötu og hinn í útibúi bankans í Hafnarfirði. Fieiri slíkar vélar verða settar upp á næstu mánuð- um. Notað er sérstakt Iykilkort með leyninúmeri sem eigandinn einn þekkir til að taka út úr tölvu- bankanum. Til að byrja með verður hámarksúttekt hjá hverj- um á einum sólarhring 5000 kr. Margvíslegir möguleikar fylgja hinni nýju tækni, m.a. gefst við- skiptavinum tækifæri að taka út °g leggja inn peninga, millifæra af einum reikningi á annan og greiða ýmsa reikninga. Til að byrja með er einungis hægt að taka peninga út úr tölvubönkum. Hver tölvubanki kostaði í inn- kaupum um 900 þús. kr. en með uppsetningu hugbúnaðar um 7 miljónir. -Ig. Af flokksráðsfundi Vegur kvenna að efiast Kolbrún Guðnadóttir, kennari, Selfossi: „Þetta hefur verið góður fundur. Sérstaklega flnnst mér gott hversu andrúmsloftið í garð kvenna er jákvætt. Að vísu flnnst mér ekki að konur hafl átt erfltt uppdráttar í mínu eigin fé- lagi, en ég geri mér vel grein fyrir því að sú gagnrýni sem konur hafa hér sett fram um að yfir- bragð Alþýðubandalagsins sé of „karlalegt“ á rétt á sér. Ég held til dæmis að það sé ein af ástæðun- um fyrir velgengni Kvennalist- ans. Þau mál sem ber auðvitað hæst eru atvinnu- og kjaramálin. Mér finnst skorta mun meiri samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar, og það er í rauninni forsenda fyrir því að við náum einhverjumbót- um. Hér á Suðuriandi standa at- vinnumál heldur illa, á Selfossi hafa margir verið á atvinnuleysis- skrá og meiri hluta þeirra eru konur. Við í Alþýðubandalaginu viljum fá hingað á Suðurlandið fleiri smærri iðnfyrirtæki sem veita vinnu konum sem vilja og þurfa að fara út af heimilinu". -OS Kristinn H. Gunnarsson Radarmálið í brennidepli Kristinn H. Gunnarsson, Bol- ungarvík: Ég er ánægður með hversu fundurinn hefur tekið vel á radarstöðvamálinu og mótmæl- um okkar Vestflrðinga gegn því. En þetta mál er injög mikilvægt fyrir okkur og bæði bæjarstjórn- in lijá okkur í Bolungarvík og varnarmáladeildin í Reykjavík gera allt sem þær geta til að draga leynd yfir málið. „Eitt af því sem mér finnst nauðsynlegt að flokkurinn ræði betur er hvernig hann ætlar sér að styðja félagsstarfsemina úti í kjördæmum. Það getur verið afar erfitt að halda lífi í litlum fé- lögum, þó ég telji að þau séu al- ger nauðsyn fynr fiokkinn. Það þarf að móta stefnu um hvemig hægt sé að rjúfa þá félagslegu ein- angrun sem smærri félögin eru í. Því miður er annars hætta á að sum þeirra lognist hreinlega út af.“ „Atvinnumál eru nokkuð góð á Vestfjörðum. Kvótinn er ekki minni en svo að það verður iík- lega hægt að halda úti fullri at- vinnu fram að áramótum. Hvað snýr að samningunum þá eru menn hræddir við að kaupmátt- urinn rýrni fljótt. En ég held það séu allar forsendur til að verja hann. Launakostnaður er ein- faldlega orðinn svo lítið hlutfall Kolbrún Guðnadóttir, Selfossi: And- rúmsloftið jákvætt gagnvart konum. Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík: Ánægður með mót- mæli flokksráðsfundar gegn ratsjár- stöðvum á Vestfjörðum. af heildarkostnaði fyrirtækjanna að kjarabætumar skipta ekki svo miklu. Það þarf að ráðst gegn milliliðunum af hörku“. _q§ 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.