Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 3
FRETTIR A6 keppni lokinni. Er Kjartan að lyfta hendi Jóns einsog eftir hnefaleikakeppni, - eða er hér á ferðinni lokasveiflan í Tango Jalousie? Ekki Ijóst, en víst er að annar horfir til hægri og hinn til vinstri. Mynd: eik. Alþýðuflokksþing Konur óhressar Konur aðeins 6 af 30 í flokksstjórn. Verkalýðskonur ekki inn. Hafnfirðingum gekk illa. Alþýðuflokksþing Kjartans- menn í fram- kvæmda- stjóm Stuðningsmenn Kjartans Jóhannssonar þóttu hafa hefnt þess í kosningum til framkvæmdastjórnar á sunnu- dagsmorgun sem tapaðist í formannskjöri kvöidið áður. Aðeins 146 fulltrúar kusu af um 260 á þinginu, og var haft á orði að Jónsmenn hefðu enn verið að jafna sig eftir fagnað- arskemmtun á laugardags- kvöld. í framkvæmdastjóm flokksins sitja ellefu menn, þaraf sex kjömir beint af þinginu. Davíð Björnsson frá SUJ fékk 97 atkvæði, framkvæmdastjóri flokksins Kristín Guðmundsdótt- ir 78, Guðríður Þorsteinsdóttir 71, Hörður Zóphaníasson og Sig- þór Jóhannesson úr Reykjanesi, kjördæmi Kjartans, fengu góða kosningu (83 og 69 atkvæði), Jón Sæmundur Sigurjónsson 63. Var talið á þinginu að Kjartansmenn væru vel ánægðir með þessi úrslit. -m Samningar 3 félög samþykkja Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir í nokkrum verkalýðsfélögum um helgina, alls staðar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Dagsbrún samþykkti með 95 atkvæðum gegn 14, Eining á Akureyri með 138 gegn 34, Sókn með 333 gegn 19. Kjörsókn í þess- um félögum var hins vegar afar léleg eins og sjá má af at- kvæðatölum. Á fundi Dagsbrúnar á sunnu- dag voru samþykktar tvær álykt- anir. Önnur er aðvörun til ríkis- stjórnarinnar um að hömlulitlar gengislækkanir og verðhækkanir hljóti að kalla fram harkaleg átök á vinnumarkaðnum. Hin er þess efnis að nýframkomnu frumvarpi fjármálaráðherra er fagnað en það gerir ráð fyrir því að menn sem láta af störfum fyrir aldur- ssakir geti dregið að fullu frá skattskyldum tekjum sínum hreinar launatekjur sínar síðustu 12 mánuðina í starfi. -v Raforkuverð Alltað tífatt hæira Þrátt fyrir þá hækkun sem ný- lega varð á raforku til álvcrsins í Straumsvík greiðir fiskvinnslan í landinu 6-10 falt hærra raforku- verð en þetta stóriðjufyrirtæki. Þá greiðir fiskvinnslan á Isiandi allt að þrefalt hærra raforkuverð en aðal keppinautar hennar á fiskmörkuðum heimsins, Norð- menn. Þetta kemur fram í ályktun að- alfundar Sambands fiskvinnslu- stöðva sem haldinn var sl. föstu- dag. Að sjálfsögðu mótmælir fundurinn þessum ójöfnuði. -S.dór Konur á krataþingi voru ekk- ert sællegar á svipinn þegar úrslit flokksstjórnarkjörs spurðust út. Aðeins sex konur voru í hópi þrjátíu kjörinna fuil- trúa, og skyggði þetta nokkuð á kosningu Jóhönnu Sigurðar- dóttur til varaformanns. At- hygli vekur að tveir verkalýðs- leiðtogar úr kvennahópi náðu ekki kjöri: Þórunn Valdimars- dóttir formaður Framsóknar og Guðríður Elíasdóttur for- Að tillögu Bjarna Guðnasonar felldi þing Alþýðuflokksins skammarklausu um Alþýðu- bandalagið út úr stjórnmálaá- lyktun sinni. „Við eigum að hætta þessu nöldri“ sagði Bjarni í líf- legri þingræðu. „Við eigum að tala við Bandalag jafnaðarmanna og opna fyrir Alþýðubandalag- inu. Hvaða hræðsla er þetta í fólki?“ Klausan í ályktunardrögunum var tekin beint úr ræðu Kjartans Jóhannssonar við þingsetning- una, og hljóðar svo: „Stjórnar- andstaðan er veikari en skyldi. Stœrsti flokkur stjórnarandstöð- unnar, Alþýðubandalagið, er tœkifœrissinnaður öfgaflokkur, maður Framtíðarinnar. Hafnfirðingar og stuðnings- menn fýrrverandi formanns féllu hver um annan þveran í kosning- unni: af 13 í framboði náðu tveir kjöri úr heimabæ Kjartans og var nú annað uppi á teningi en í fsam- kvæmdastjómarkosningu um morguninn. Landsbyggðin stóð vel saman og náðu flestir kjöri af þeim sem landsbyggðarmenn komu sér saman um að kjósa. Þeir, sem áður sátu í flokks- sem ítrekað hefur sýnt ábyrgðar- leysi í stórnarsamstarfi og dekrar við öfgastefnur í samrœmi við uppruna sinn, en hœttan er sú að einar öfgarnar magni aðrar. “ Ýmsir þingfulltrúa vildu halda klausunni inni, þarámeðal Árni Hjörleifsson sem mótmælti „fleðuskap“ við Alþýðubandalag og sagði það afturhaldssaman íhaldsflokk. Hreinn Erlendsson kvartaði yfir því að Alþýðu- bandalagið hefði amast við kröt- um í verkalýðshreyfingunni „en farið vel með það, einsog ég með áfengi þessi tvö skipti sem ég hef smakkað það. Hægt og sígandi, smám saman hafa þeir stjakað einum og einum í burtu“. Aðrir voru á því að skammar- stjórn, voru nú í framboði og féllu: Gunnar Már Kristófersson Hellissandi, Jónas Magnússon Seifossi, Árni Hjörleifsson Hafn- arfirði, Þórunn Valdimarsdóttir. Gömlu mennirnir náðu bestri kosningu: Magnús H. Magnús- son (190), Gylfi Þ. (184), Eggert G. Þorsteinsson (152). Bjarni Guðnason nýtur mikils stuðnings (155), eins Sighvatur Björgvins- son (155). Þingmenn flokksins eru ekki í kjöri. klausa ætti ekki við, og allra síst nú þegar A-flokkamir eru í sam- starfi gegn ríkisstjóminni. Þingnefnd sem um þetta fjall- aði varð ekki sammála og kom til atkvæðagreiðslu á þinginu. Var brottfellingartillaga Bjarna sam- þykkt með þorra atkvæða gegn níu. Meðal þeirra sem brott vildu fella voru Eiður Guðnason og Ámi Gunnarsson. Kjartan Jó- hannsson greiddi ekki atkvæði, og nýkjörinn formaður brá sér af fundi þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Niðurstaða varð því sú að 42. þing Alþýðuflokksins heldur því ekki fram að Alþýðubandalagið sé tækifærissinnaður öfgaflokk- ur. -m Alþýðublaðið Misskilningur Formaður Alþýðuflokks segir DV hafa misskilið ummœli sín Ég skal játa að mér brá þegar ég sá þetta haft eftir formann- inum og hafði því samband við hann í dag. Hann sagði mér að ummælin í Dagbiaðinu um að leggja Alþýðublaðið niður væru á misskilningi byggð. Blaðið kæmi ekki út í óþökk sinni, þannig að ég held að blaðið verði ekki lagt niður al- veg á næstuni, sagði Guð- mundur Árni Stefánsson rit- stjóri Alþýðublaðsins í samtali við Þjóðvlljann í gær. Ástæðan fyrir því að rætt var við Árna eru þau ummæli Jóns Bald- vlns Hannibalssonar hins nýja flokksformanns í DV í gær að leggja Alþýðublaðið niður. Ámi sagði, að enda þótt upp- lag blaðsins og dreifing væri ekki mikil, teldi hann það samt vera tengilið milli hins almenna flokksmanns og flokksforystunn- ar. Enda liti hann svo á að blaðið hlyti að hafa hlutverki að gegna eftir 65 ára sögu þess. Hann sagði að blaðið hefði verið fjárhags- baggi á flokknum fýrir nokkrum árum síðan en uppá síðkastið hefði það lagast og blaðið væri komið yfir það versta í þeim efn- um. Á meðan ekki finnst betri tengi- liður milli forystunnar og flokks- manna er ég ekki tilbúinn til að leggja blaðið niður, sagði Guð- mundur Árni. -S.dór — TORGIÐ — Jón Baldvin lærði til formanns í Alþýðubandalaginu. Alþjóðadómstóll Evensen til Haag Jens Evensen fyrrum haf- réttarmálaráðherra og ambassador Norðmanna var nýlega ráðinn dómari við Al- þjóðadómstólinn í Haag. Við dómstólinn starfa 15 dómarar. Ráðningartími 5 dómara renn- ur út í febrúar nk. en 3 þeirra voru endurráðnir. Auk Even- sen var Zhenguy Ni frá Kína ráðinn nýr að dómstólnum. Ráðningartími dómaranna er 9 ár. í höfuðstöðvum þeirrar stofn- unar sem velur dómarana fékk Evensen 133 atkvæði af 159 og í öryggisráðin 14 atkvæði af 15. Stuðningur við Evensen kom alls staðar að úr heiminum. Val Jens Evesen að alþjóðadómstólnum er talinn mikill persónulegur sigur hans. _jgK Alþýðuflokksþing Ab. er ekki tækifæris- sinnaður öfgaflokkur Klausa um Allaballa felld út í ályktun krataþingsins Þriðjudagur 20. nóvember 1984 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.