Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 13

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 13
U-SÍBAN Baráttan um draumadísina Nú á næstunni er væntanleg á bókamarkaðinn ný bók Eð- varðs Ingólfssonar. Ber hún nafnið Fimmtán ára á föstu. Eðvarð hefur áður sent frá sér tvær unglingabækur, Gegnum bernskumúrinn og Birgi og Ásdísi. Söguþráð bókarinnar er að finna á baksíðu hennar og hljóm- ar á þessa leið: Hún heitir Lísa og er 15 ára, dökkhærð, brúneygð og ofsalega sæt. Hún er drauma- dís allra stráka. Árni bekkjar- bróðir hennar er mjög hrifinn af henni, svo hrifinn að hann verður stundum andvaka af ást. En það er einn Þrándur í götu. Hún er á föstu með mótorhjólatöffara sem er tveimur árum eldri en hún og kemur oft að sækja hana í skólann. Árni hefur gefið upp alla von um að ná í hana þar til óvæntir atburðir verða og spenna færist í leikinn. Hvorki mótor- hjólatöffarinn né Árni vilja gefa eftir í þeim leik... U-síðan hitti Eðvarð að máli og birtist spjall okkar hér að neð- an. Hvaðan færð þú efni í bækurn- ar þínar? - Það er nú það. Ég hef starfað mikið með unglingum. Rætt Eðvarð Ingólfsson mikið við þá, þannig að efnið er fengið hjá unglingunum sjálfum. Eru þetta þá sannsögulegar bækur? - Nei, alls ekki. Ég er aðeins að reyna að lýsa þeim aðstæðum og tilfinningum sem ég held að séu alltaf að gerast hjá ung- lingum. Finnst sumum þetta ekkert væmið? - Jú, eflaust kann einhverjum að þykja það. Þegar ég skrifa er ég ekki að lýsa einhverjum meðal unglingi. Mínar sögupersónur hvorki reykja né drekka þó að allflestir unglingar á þesum aldri 14-16 ára geri það. En þú ert í ýmsu öðru en að skrifa bækur. - Já, ég er með unglingaþátt- inn Frístund á Rás 2 eins og svo margir kannast við. Svo hef ég unnið mikið við Barnablaðið Æskuna s.l. þrjú ár, og er einmitt núna að vinna við janúarblaðið af kappi. Hvernig gengur að koma sam- an þætti eins og Frístund? - Það gengur mjög vel, og ég hef haft mikla ánægju af þessu. Krakkarnir hafa verið mjög já- kvæðir og hjálpsamir. Ég hef heyrt að ykkur berist (jöldinn allur af bréfum, er það rét? - Já, við fáum að meðaltali um 500 bréf á viku. Langflest þeirra eru að vísu svör við verðlaunaget- rauninni sem alltaf er á sínum sað í þættinum. En það má segja að í nær öllum bréfunum séu kveðjur til þáttarins, óskir um lög og ábendingar um efni svo að eitthvað sé nefnt. Af þessu má ráða að hlustunin sé allgóð, svo að ég uni giaður við mitt. Eðvarð Ingólfsson Mennirnir þrír á þessari þeim við að finna rétta hatt- mynd eiga allir að vera með inn? hatta, en nú hafa hattarnir •£ ju 5 ruglast. Getið þið hjálpað 3 80 j ju 5 g •£ ju ueq b y :jbas Ur myndasafninu Með frekjurmi einni saman 1. nóv. s.l. birtist á U-síðu Þjóðviljans grein um Æsku- lýðsfylkingu Ab. Þar er m.a. talið upp að auk ÆFRON (Rvík og nágrenni) starfi Æskulýðsfyikingin á Húsavík, Akureyri og ísafirði. Þarna fellur niður Æskulýðs- fylkingin í Kópavogi. Hún var stofnuð 9. jan. '84 að viðstödd- um fulltrúm ÆFAB og starfar enn. í áðurnefndri grein er látið að því liggja að Æskulýðsfylkingin í Kópavogi sé aðili að ÆFRON. Því skal bent á, að af inngöngu ÆFK hefur ekki orðið, einfald- lega vegna þess að kynnin á lög- um og starfsháttum ÆFRON og formlegt boð um inngöngu hefur alls ekki borist á skrifstofu Kópa- vogsfélagsins. Það verður ekki liðið, hvorki nú né síðar, að einhverjir félagar okkar í Reykjavík leggi niður fé- lög utan Reykjavíkur með frekj- unni einni saman og ákveði síðan fulltrúa í stofnanir án samráðs við flokksfélaga í viðkomandi sveit- arfélagi. Æskulýðsstarf er eitt af áhuga- málum Áb manna í Kópavogi. Því hljótum við að fagna allri um- ræðu og kynningu á ÆFAB. En það verður hreyfingunni ekki til framdráttar og er í rauninni til lítils sóma sá yfirgangur forystu- sveitar ÆF sem lýst er í þessari athugasemd. Friðgeir Baldursson form. ABK. _________________________________________________________| Þriðjudagur 20. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SjÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.