Þjóðviljinn - 21.11.1984, Side 4
LEIÐARI
Lúaleg aðför
Frá því kjarasamningarnir voru gerðir hefur
ríkisstjórnin, að sjálfsögðu í samvinnu við
samtök atvinnurekenda, leitað leiða til að ná
aftur hinum fjárhagslegu ávinningum sem náð-
ust með samningunum. Fulltrúar atvinnurek-
enda og forystumenn ríkisstjórnarflokkanna
hafa keppst við að ryðja úr sér yfirlýsingum um
að „þjóðarbúið" þoli ekki hinn aukna kaupmátt,
sem vannst með dýrkeyptum fórnum þúsunda
verkfallsmanna. Þessi flaumur yfirlýsinga hefur
þann tilgang að telja fólkinu trú um, að sökum
kauphækkana vinnandi fólks sé óumflýjanlegt
að fella gengið. Það er verið að smíða átyllu til
að fella gengið svo rækilega að launafólk hugsi
sig um tvisvar áður en það fer aftur í verkfall.
Þjóðviljinn hefur bent á þetta dag eftir dag, og
spáð því að um leið og verkalýðsfélögin væru
búin að samþykkja samningana kæmi gengis-
felling. Það hefur nú sannast: um helgina var
búið að samþykkja í flestum félögunum og degi
síðar kom gengisfellingin.
Þjóðviljinn spáði líka, að gengisfellingin sem
ríkisstjórnin var með í undirbúningi tæki ekki
einasta aftur ávinning kjarasamninganna, -
heldur miklu meir!
Þetta hefur nú einnig rækilega sannast. í
fyrradag greindi ríkisstjórnin frá því að hún hefði
ákveðið að fella gengið um 12 prósent. Gengis-
fellingin er hins vegar miklu meiri. í síðustu
viku var gengið látið síga um fjögur prósent,
þannig að hin raunverulega gengisfelling ríkis-
stjórnarinnar er ekki tólf, heldur 16 prósent!
Kauphækkunin sem launafólk fékk til að byrja
með út úr hinum nýju samningum er hins vegar
ekki nema 10 prósent. Með hliðsjón af því ætti
öllum að vera Ijóst, að gengislækkunin er ein-
faldlega miklu meiri en nemur þeim kostnaðar-
hækkunum sem liggja fyrir í þjóðfélaginu.
Gengisfellingin er því ekkert annað en lúaleg
aðför að launafólki, hefndarráðstöfun vegna
verkfallanna í haust. Og það ætti að vera
mönnum umhugsunarefni, að eftir margra daga
fundi stjórnar og þingflokka stjórnarinnar, þá
hefur ekki náðst samkomulag um neinar efna-
hagsráðstafanir nema gengisfellingu! Engar
hliðarráðstafanir hafa verið ákveðnar sökum úr-
ræðaleysis og ósamkomulags. Þvílík stjórn!
Það er einnig fróðlegt að líta á viðbrögð hag-
fræðinga við gengisfellingunni. í Þjóðviljanum
fyrirskömmu benti BirgirBjörn Sigurjónsson hjá
Bandalagi Háskólamanna á þá einföldu stað-
reynd að gengisfelling fjölgar ekki fiskunum í
sjónum og lét uppi þá skoðun að vanda sjávar-
útvegsins yrði að leysa með öðrum ráðum.
Már Guðmundsson hjá Seðlabanka Islands
var svipaðrar skoðunar og bendir á þær leiðir
sem verkalýðsstjórn myndi fara: skattleggja
hátekjuhópa, endurnýja fyrirtækjaskatta, draga
úr óþarfa fjárfestingum og erlendum lántökum,
sem þeim fylgja.
Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og
forseti ASÍ, hefur einnig bent á, að til að leysa
vanda sjávarútvegsins sé önnur leið fær. Sú
leið er einfaldlega að flytja fjármuni frá þeim
greinum sem hafa aflað mikils fjár að undan-
förnu, og flytja til sjávarútvegsins.
Þannig er dómur hagfræðinga sá, að gengis-
felling leysi ekki vandann. Með henni ereinung-
is verið að ráðast að launafólki. Með henni er
ríkisstjórnin nánast að rifta hinum nýgerðu
samningum.
Gengisfellingin sýnir einungis að ríkisstjórnin
er ráðlaus stjórn, hún hefur ekki pólitískt þrek til
að færa fé frá milliliðum til undirstöðugreina á
borð við sjávarútveginn.
Úrræði hennar þjóna stundarhagsmunum
fjármagnsins - þau eru plástrapólitík sem ekki
leysa neinn vanda til frambúðar.
KLIPPT OG SKORIÐ
Leiðtogum
slátrað
Sú saga er sögð af svíum að þeir
hafi þegar illa áraði að fornu
kippt konungi sínum af stalli,
brytjað hann í smátt og sent lík-
amspartana út og suður um ríkið
til að auka frjósemi og friða goð-
in. Alþýðuflokkurinn virðist hafa
svipaðar hugmyndir um hvernig
bregðast á við óáran: slátruðu
leiðtoga sínum á allsherjarþingi
um helgina, og nú ætlar hinn ný-
smurði frelsari í hringferð um
landið, væntanlega með leifarnar
af fyrri flokksforystu í farteskinu.
Prek, draumar,
viðkvæmni
Það er eins gott fyrir flokkinn
og formann hans að tilvitnun hins
síðarnefnda í þakkarræðu sinni
verði að áhrínsorðum: „Hjarta
mitt stœlist við stríðl þó stenst á
hvað vinnst og hvað tapast/ það
sem mitt þrek hefur grœtt/ það
hefur viðkvœmnin misst. “ Flokk-
urinn þarf sannarlega á meira
þreki að halda en hann hefur sýnt
á liðnum árum. Þessi vísuorð eru
eftir Steingrím Thorsteinsson,
þótt nýja formanninum hafi orð-
ið á að nefna til Stein Steinarr.
Rangminnið um hínn heimspeki-
lega mystíker Stein Steinarr er
hinsvegar ekki undarlegt í ljósi
þess hve draumar hafa komið við
sögu í formannsslagnum. Við
fæðingu nýja formannsins vitjaði
gamall krataleiðtogi nafns og Jón
Baldvin talar um forlög; í blaða-
viðtali við Jón var fyrirsögnin: Ég
á mér draum. Steinn Steinarr
sagði nefnilega einusinni: í
draumi sérhvers manns er fall
hans falið.
Mælskukeppnin
Það var skemmtileg upplifan
klippara að voka yfir þingi krata.
Fróðir menn höfðu fyrir þingið
talið að Kjartan ynni slaginn með
um 60% prósent atkvæða. Úrslit-
in urðu þveröfug, Jón Baldvin
fékk þá prósentu hérumbil ná-
kvæmlega. Harðsnúin Hafnar-
fjarðarsveit Kjartans stóð með
sínum manni en Jón sótti fylgi í
flesta hópa aðra, og munu konur
og ungt fólk hafa vegið þyngst.
Áhrifamenn höfðu fæstir lýst
fýlgi við frambjóðendur en talið
var að verkalýðsmenn í flokknum
hefðu ekki góðan bifur á áskor-
andanum. Og sumir kusu að
standa fjarri hanaatinu : Gylfi Þ.
var ekki á þinginu, ekki Éggert
G., ekki Sighvatur prófkjörs-
kappi.
Það var rafmagn í loftinu í ráð-
stefnusal og göngum Hótels Loft-
leiða áður en frambjóðendur
fluttu lokaræður sínar og eftirá
var talið að úrslit hafi ráðist mjög
af framgöngu þeirra. Jón Baldvin
var fyrstur og flutti skörulega
ræðu; sagði að flokkurinn þyrfti
að þekkja sinn vitjunartíma: Bíð-
ur líokkurinn átekta (=Kjartan)
eða er hann alfús til bardaga
(=Jón). Er flokkurinn fulltrúi lít-
ilsigldrar kyrrsetu í palísander-
höllum kerfisins (=Kjartan) eða
er hann róttækur umbótaflokkur
(=Jón). „Augu landsmanna
beinast að ykkur“ þrumaði Jón
að stjörfum þingfulltrúum, „þor-
um við eða þorum við ekki?“
Ræða Kjartans á eftir Jóni var
skaplítil og sviplaus, og eftir að
Jón hafði unnið mælskukeppnina
var harla víst að hann ynni einnig
kosninguna. Og þetta er skýring-
in á sigri Jóns: flokkurinn hefur
engu lengur að tapa, og flokks-
mönnum þótti skárra að leggja
uppí óvissa ævintýrareisu með
syni Hannibals en að rúlla áfram
niðrí gleymskuna með kerfiskrat-
anum úr Firðinum. Svo skipti
Bryndís máli líka.
Ég, ég, ég
Klippari komst ekki hjá að
verða var við efasemdir á þinginu
eftir útvarpsviðtöl við formenn
A-flokkanna að þingunum af-
stöðnum á sunnudagskvöld.
Svavar Gestsson talaði í nafni
flokksmanna: Alþýðubandalag-
ið... við alþýðubandalagsmenn...
vinstrimenn í landinu... flokk-
ráðsfundarmenn..., - en ræða
Jóns Baldvins var: ég.. .ég.. .ég...
Tilviljun? Eftilvill. En með því
að „þora“ nú um helgina er Al-
þýðuflokkurinn hérumbil orðinn
að einsmannsflokki, svipað og
Samtök Hannibals um árið, eða
Bandalag Vilmundar. Það þýðir
að frami mannsins er frami
flokksins, en það þýðir líka að
persónuleg mistök eru áfall
flokksins alls.
Sörli og dyggðin
í lok framboðsræðu sinnar á
þinginu vitnaði Jón Baldvin í
„skáld, mitt skáld, Guðmund
Kamban“, og fór með þetta er-
indi úr kvæðinu Vikivaka:
Vantraust Guðrúnar,
vonsvik Kjartans
með vopnum enda sinn fund.
En þetta er vísan
um vissu hjartans
og vorglaða íslenska lund...
Stína rakar og Bjössi bindur,
og bóndinn hirðir sinn arð.
Nú er sólskin og sunnanvindur,
og Sörli ríður í garð.
Vikivaka yrkir Guðmundur
Kamban í orðastað ungrar stúlku
og fjallar kvæðið um samskipti
hennar við ástmanninn Sörla.
Með tilvitnun sinni setur Jón
Baldvin sjálfan sig í hlutverk
elskhugans Sörla og Alþýðu-
flokkurinn er þá auðvitað stúlkan
sem bíður og vonar.
í öðru erindi þessa ljóðs er
fjallað um fyrsta fund þeirra
skötuhjúa, og skal tekið fram að
það erindi barst ekki eyrum full-
trúanna á krataþingi:
En ég var feimin,
- með jörpum lokkum,
og ég var saklaus og fróm,
í brúnum upphlut,
á bláum sokkum
og blásteinslituðum skóm...
Hvað tjáirmildi þín, tunglið ríka,
hvað tjáir skjöldur og sigð?
Hann vildi fá mig og fékk mig líka,
hann fór með dyggð mína
og tryggð.
-m
DJÖÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgofandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritatjómarfulttrúl: Oskar Guðmundsson.
Fréttaatjóri: Valþór Hlóðversson.
Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason,
Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljósmyndlr: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrlta- og prófarkaJestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfatofustjóri: Jóhannes Haröarson.
Auglýslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgrelðslustjórl: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Askriftarverð á mónuði: 275 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 21. nóvember 1984