Þjóðviljinn - 21.11.1984, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Qupperneq 5
Þjóðleikhúsið sýnir GÓÐA NÓTT, MAMMA eftir Martha Norman Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson Leikmynd: Þorbjörg Höskuldsdóttir Þýðing: Olga Guðrún Árnadóttir Þetta leikrit lýsir síöustu stund- unum í lífi miðaldra konu, Jessie, sem býr með Telmu móður sinni, og tekur í upphafi leiks þá ákvörðun að skjóta sig með byssu föður síns. Þann tíma sem líður þar til skotið ríður af, og það er nákvæmlega sá tími sem sýningin stendur yfir hlélaus, nota þær mæðgur til að ræða saman um fortíðina og um framtíð móður- innar, sem gerir frekar máttlitlar tilraunir til að fá dótturina ofan af fyrirætlan hennar. Það kemur í ljós að það sem einkennir þessar konur öðru fremur er ástleysi og sambandsleysi við annað fólk. Móðirin elskaði ekki föðurinn, sem hún segir að hafi aðailega bara setið, líka þegar hann sagð- ist fara á veiðar. Þá sat hann bara í bflnum sínum niðri við vatn og bjó til fígúrur úr pípuhreinsurum handa dóttur sinni, og virðist samband þeirra tveggja einkum hafa byggst á þessu. Jessie er einmana manneskja og það hefur aldrei neitt skemmtilegt komið fyrir hana. Hún fer ekki út úr húsi, hefur ekki samband við nokkurn mann, finnst ekki gaman að neinu. Það er út af fyrir sig ekki óeðlilegt að manneskja sem ekk- ert finnur í lífinu sem veitt geti henni ánægju stytti sér aldur, enda er hún búin að gera upp hug að að skilja hvers vegna þetta verk er margverðlaunað og sýnt um víða veröld. Kannski er það vegna þess að samskipti mæðgna og sjálfsvíg eru málefni sem eru mjög í tísku þessa dagana. En um hvorugt efnið þykir mér þetta verk hafa nokkurn skapaðan hlut til málanna að leggja svo gagn sé að. Hvaða innlegg er það í sam- skiptamál mæðgna að lýsa mæðg- um sem engin samskipti hafa haft? Hvaða innlegg er það í um- ræður um sjálfsvíg að lýsa mann- eskju sem á ekki í hinni minnstu innri baráttu áður en hún styttir sér aldur? Það verður að segjast að sýn- ingin undir stjóm Lámsar Ýmis er ekki verkinu til framdráttar. Það var yfir henni óþarflega mik- ill drungi og daufleikablær, nán- ast leikið á sömu lágu nótunum allan tímann. Þau tækifæri sem gefast í textanum til spennu- myndunar og átaka voru ekki notuð sem skyldi. Þar við bættist að leikkonurnar áttu í verulegum erfiðleikum með textann og trufl- aði það sárlega einbeitingu þeirra á löngum köflum. Það má að vísu virða þeim til vorkunnar aðtext- inn er bæði langur og leiðin- legur, en jafnágætar leikkonur og Guðbjörg Þorbjamardóttir og Kristbjörg Kjeld eiga ekki að láta slíkt henda sig. Þorbjörg Höskuldsdóttir á lof skilið fyrir vandaða leikmynd, sem þó hefði að mínum dómi mátt vera ívið ósmekklegri í hús- búnaði. Lífið er leiðinlegt Söng hann til frelsis sína þjóð Háskólakórinn flytur: SÓLEYJARKVÆÐI eftir Jóhannes úr Kötlum. Tónlist: Pétur Pálsson. Tónstjórn og útsetningar: Árni Harð- arson. Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum kom út 1952 og var beint andsvar baráttuskálds við svika- samningum íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin árið áður. En kvæðið er annað og meira en pólitískt baráttukvæði sprottið af ákveðnu tilefni. Með því að hagnýta sér háttu, málfar og frá- sagnartækni þjóðkvæða, svo og urmul beinna og óbeinna tilvitn- ana í íslenskan kveðskap að fornu og nýju, tókst Jóhannesi að hefja kvæðið upp yfir stað og stund, gera inntak þess óbundið þessu ákveðna tilefni. Þannig er Sól- eyjarkvæði sígilt, vegna þess að það fjallar um eilífa baráttu, þar sem öfl friðar og frelsis takast á við öfl valds, stríðs og gróða. Það getur því skírskotað til allrar slíkrar baráttu hvar sem hún fer fram, hvort sem er í Nicaragua, Suður-Afríku, Póllandi eða ann- ars staðar. Um leið á kvæðið sér djúpar rætur í íslenskri hefð, sögu og náttúm. í því ómar þjóðar- sagan og það er sannarlega byggt á raunverulegum alþýðlegum hefðum. Árið 1965 var Sóleyjarkvæði fmmflutt á vegum Samtaka her- sinn áður en leikritið hefst og hvikar hvergi hársbreidd frá þeirri ákvörðun. Hér er að mínu viti komið að grundvallargalla á þessu verki, sem er nær alger skortur á dramatískri spennu eða átökum, hvort sem er innra með persónunum sjálfum eða á miili þeirra. Þó að mæðgurnar tali óvenjulega opinskátt saman þessa kvöldstund fara engin raunvemleg átök fram. Þær opin- bera sig einungis sem tvær leiðin- legar manneskjur sem hafa lifað leiðinlegu lífi og önnur þeirra ætl- ar nú að hætta því útúr leiðindum en hin ætlar að halda áfram að láta sér leiðast. „Lífið er leiðinlegt, vinir“ - þannig byrjar John Berryman einn af draumsöngvum sínum, sem fjallar auðvitað um það hversu óbæriiega leiðinlegt lífið getur verið. En gerir það reyndar á skemmtilegri hátt. Leiðindi em vitanlega fullgilt efni í skáldverk en skáldverk sem fjallar um leiðindi verður umfram allt að vera skemmtilegt. Harold Pinter hefur t.d. lýst leiðindum alveg sérstaklega vel, segjum í upphafi „Afmælisveislunnar", en það at- riði er skrifað af snilld og er óborganlega fyndið. Samuel Beckett tókst að fjalla um leiðindi lífsins í heilu íeikriti án þess að vera leiðinlegur eina mín- Móðir og dóttir (Guðbjörg Þorbjamardóttir og Kristbjörg Kjeld). útu. En þetta er erfið kúnst og hana þykir mér Martha Norman ekki kunna. Henni tekst ekki að vekja áhuga minn á persónum sínum, vandamál þeirra snerta mig afar lítið; þær em einfaldlega of leiðinlegar, of ódramatískar, einfaldar og spennulausar til að kvikna til lífs á sviðinu. Mér er satt að segja fyrirmun- stöðvaandstæðinga með tónlist Péturs Pálssonar. Lög Péturs vöktu þegar í stað hrifningu. í einfaldleik sínum og þokka féllu þau beint að stfl kvæðisins, höfðu einsog það í sér endurhljóm af alþýðlegri hefð. Pétur hafði ratað á þá réttu leið að smíða lög sín úr samskonar efni og Jóhannes kvæðið, því að þau hljóma einsog gamalkunn þjóðlög, og innihalda einnig beinar vísanir í alþekkt stef. Þessi frumflutningur verksins litaðist auðvitað sterkt af þeirri pólitísku baráttu gegn hernum sem hann var notaður til að styðja, og var meiri áhersla lögð á inntak og boðskap heldur en fág- un og form. Verkið reyndist vel sem pólitískt tæki og vora ýmis stef sungin glatt í göngum gegn hemum á næstu ámm. En verkið felur í sér möguleika á annars konar útfærslu, og er flutningur Háskólakórsins á því nú spor í þá átt ekki síst markverður fyrir það, að hann sannfærir mann endanlega um að verk þeirra Jó- hannesar og Péturs sé sígilt og muni áfram eiga erindi til fólks, hvemig sem allt veltist og þvælist. Nýr, ungur stjómandi Háskól- akórsins, Ami Harðarson, hefur mestan veg og vanda af þessum flutningi og ferst þar allt framúr- skarandi vel úr hendi. Hann hef- ur kosið að stytta textann tölu- Guðmundur Ólafsson sögumaður og Háskólakórinn í mögnuðum flutningi Sóleyjarkvaeðis. Ljósm.: Svala. SVERRIR HÓLMARSSON - m vert, og verður verkið áhrifa- meira fyrir bragðið; það þéttist til muna og tónlistarvefurinn nær betur saman og orkar sterkar á tilheyrendur. Ami hefur einnig sett nokkuð leikrænan svip á flutninginn, með því að skipta kórnum í smærri hópa, færa hann um salinn, láta hann hafa í frammi leikræna tilburði og ekki síst með markvissri beitingu ljósa. Allt heppnast þetta vel og undirstrikar merkingu orða og tóna. Við þetta kemst einnig upp- iesarinn, Guðmundur Ólafsson, í nánari snertingu við kórinn, en hann flutti textann framúrskar- andi skýrt og skörulega. Útsetningar Árna eru mjög einfaldar. Þar örlar hvergi á neinu óþarfa skrauti eða pírum- pári, og virðast mér þær sýna verki Péturs Pálssonar fullkom- inn trúnað, en auka um leið við tónlistargildi þess og áhrifamátt. í þessum flutningi er Sóleyjar- kvæði næstum orðið að kantötu, ellegar leikrænu verki fyrir kór, og verður það ótrúlega ferskt í þessum flutningi. Og kemur þá ekki síst til frábær söngur kórsins, þar sem raddblær, jafnvægi milli radda og textaflutningur var allt með sérstökum ágætum, og á Árni Harðarson_mikið hrós skilið fyrir þá stjórn. Einnig var inn- lifun kórsins í verkið greinilega mikil og innileg, og merkjanlegt var hve sérstaklega náin tengsl mynduðust milli kórs og áheyrenda, sem enda létu hrifn- igu sína í ljós með óvenju ein- lægum hætti. Hér var á ferðinni mjög sér- stæður listviðburður, sem mikil synd er að fleiri fengu ekki tæki- færi til að verða aðnjótandi, en nú hygg ég það vera ósk okkar allra sem á hlýddum að fá að njóta flutningsins á hljómplötu sem allra fyrst. Miðvikudagur 21. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.